Morgunblaðið - 27.01.2021, Síða 22

Morgunblaðið - 27.01.2021, Síða 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2021 England Southampton – Arsenal .......................... 1:3  Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leik- mannahóp Arsenal. Crystal Palace – West Ham .................... 2:3 Newcastle – Leeds ................................... 1:2 WBA – Manchester City ......................... 0:5 Staðan: Manch. City 19 12 5 2 36:13 41 Manch. Utd 19 12 4 3 36:25 40 Leicester 19 12 2 5 35:21 38 West Ham 20 10 5 5 30:24 35 Liverpool 19 9 7 3 37:22 34 Tottenham 18 9 6 3 33:17 33 Everton 17 10 2 5 28:21 32 Arsenal 20 9 3 8 26:20 30 Aston Villa 17 9 2 6 31:18 29 Chelsea 19 8 5 6 33:23 29 Southampton 19 8 5 6 27:24 29 Leeds 19 8 2 9 32:35 26 Crystal Palace 20 6 5 9 24:36 23 Wolves 19 6 4 9 21:29 22 Burnley 18 5 4 9 10:22 19 Newcastle 20 5 4 11 19:34 19 Brighton 19 3 8 8 22:29 17 Fulham 18 2 6 10 15:27 12 WBA 20 2 5 13 15:48 11 Sheffield Utd 19 1 2 16 10:32 5 Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit: Bournemouth – Crawley ......................... 2:1  Bournemouth mætir Burnley. B-deild: Millwall – Watford................................... 0:0  Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður á 72. mínútu hjá Millwall. C-deild: Wigan – Blackpool................................... 0:5  Daníel Leó Grétarsson var ekki í leik- mannahóp Blackpool. D-deild: Exeter – Morecambe............................... 0:2  Jökull Andrésson varði mark More- cambe. Ítalía Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Inter Mílanó – AC Milan ......................... 2:1 Reykjavíkurmót karla A-riðill: Víkingur R. – Leiknir R........................... 2:0 ÍR – Valur ................................................. 0:8  Valur 9, Víkingur R. 9, Leiknir R. 6, ÍR 0, Þróttur R. 0. B-riðill: Fylkir – KR............................................... 4:0 Fram – Fjölnir.......................................... 1:6  Fylkir 6, Fjölnir 3, KR 3, Fram 0.  Olísdeild kvenna Valur – KA/Þór..................................... 23:23 Staðan: Valur 6 4 1 1 169:129 9 Fram 5 4 0 1 148:120 8 KA/Þór 6 3 2 1 138:125 8 Stjarnan 5 3 0 2 126:124 6 ÍBV 5 2 1 2 123:120 5 Haukar 5 2 0 3 119:130 4 HK 6 2 0 4 143:152 4 FH 6 0 0 6 121:187 0 Grill 66 deild kvenna HK U – Grótta ...................................... 22:34 ÍR – Afturelding ................................... 24:26 Grill 66 deild karla Vængir Júpíters – Fjölnir ................... 18:27 Kría – Selfoss U.................................... 30:24 Valur U – Haukar U............................. 27:22 HM karla í Egyptalandi Leikir í 8-liða úrslitum í dag: 16.30 Danmörk – Egyptaland 19.30 Frakkland – Ungverjaland 19.30 Spánn – Noregur 19.30 Svíþjóð – Katar   NBA-deildin Detroit – Philadelphia...................... 119:104 Indiana – Toronto............................. 129:114 Orlando – Charlotte ......................... 117:108 Brooklyn – Miami................................. 98:85 Cleveland – LA Lakers.................... 108:115 Dallas – Denver ................................ 113:117 Chicago – Boston.............................. 103:119 Golden State – Minnesota................ 130:108 Portland – Oklahoma City............... 122:125   KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Stykkishólmur: Snæfell – Fjölnir ....... 18.15 DHL-höllin: KR – Keflavík ................. 19.15 Borgarnes: Skallagrímur – Haukar ... 19.15 Origo-höllin: Valur – Breiðablik.......... 20.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: TM-höllin: Stjarnan – FH ........................ 18 1. deild karla, Grill 66-deildin: Ísafjörður: Hörður – HK ..................... 18.30 Í KVÖLD! Janus Daði Smárason, landsliðs- maður í handknattleik, þarf að fara í aðgerð til að fá bót meina sinna í öxl. Frá þessu er greint á heimasíðu Göppingen. Lítið varð úr HM hjá Janusi vegna meiðslanna en hann gat aðeins tekið lítillega þátt í fyrsta leiknum gegn Portúgal. Hann var hins vegar með í leikj- unum tveimur gegn Portúgal í und- ankeppni EM í aðdraganda HM. Ja- nus hafði glímt við meiðsli í öxl í nokkurn tíma og ólíklegt er að hann verði meira með Göppingen á keppnistímabilinu í Þýskalandi. Janus á leið í aðgerð á öxl Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Öxlin Janus Daði Smárason leikur líklega ekki meira í vetur. Thomas Tuchel hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvals- deildarliðsins Chelsea. Tuchel, sem er 47 ára gamall Þjóðverji, tekur við liðinu af Frank Lampard sem var rekinn á mánudaginn var. Þjóð- verjinn stýrði sinni fyrstu æfingu hjá félaginu í gær en hann var rek- inn frá Frakklandsmeisturum PSG í dsesember á síðasta ári.Tuchel hefur einnig stýrt Mainz og Bo- russia Dortmund í Þýskalandi á þjálfaraferli sínum en hann gerði Dortmund að bikarmeisturum árið 2017. Tuchel tekinn við Chelsea AFP 18 Thomas Tuchel skrifaði undir átján mánaða samning í London. ÞÝSKALAND Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Landsliðskonan Karólína Lea Vil- hjálmsdóttir vonast til þess að leika sinn fyrsta leik fyrir þýska stór- veldið Bayern München í marsmán- uði. Miðjukonan, sem er einungis 19 ára gömul, skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning í Þýskalandi en hún er að jafna sig á hnémeiðslum og vonast til þess að hefja æfingar með þýska liðinu í næstu viku. Karólína varð Íslandsmeistari með Breiðabliki síðasta haust en hún gekk til liðs við Blika frá uppeldis- félagi sínu FH eftir tímabilið 2017 og á að baki 78 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skorað ellefu mörk. Þrátt fyrir ungan aldur og að vera að stíga upp úr meiðslum ætlar Kar- ólína sér stóra hluti með þýska stór- liðinu á komandi leiktíð en Bayern hefur þrívegis orðið Þýskalands- meistari; 1976, 2015 og 2016. „Öll umgjörðin hérna í kringum félagið er svakalega flott og fag- mennskan er gríðarlega mikil,“ sagði Karólína í samtali við Morg- unblaðið. „Ég er í endurhæfingu þessa stundina eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné í desember en samt sem áður er ég að æfa tíu sinnum í viku. Það er því æft af fullum krafti, þótt ég sé í endurhæfingu, en áhersl- an er mestmegnis á þolæfingar þótt boltanum sé aðeins blandað með líka. Stelpurnar hérna eru mjög indæl- ar og mér hefur verið tekið gríð- arlega vel af bæði leikmönnum og öllum sem starfa í kringum félagið. Móttökurnar sem ég hef fengið hafa í raun komið mér aðeins á óvart og ég gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímum með liðinu,“ bætti Karólína við. Ætlaði að spila á Íslandi Karólína skrifaði undir þriggja ára samning við Breiðablik í lok nóv- ember og var planið að spila á Ís- landi á komandi keppnistímabili. „Það var einhver áhugi frá liðum í Skandinavíu en planið var alltaf bara að taka alla vega eitt ár í viðbót heima á Íslandi. Svo kom Bayern München allt í einu inn í þetta og ég heyrði fyrst af áhuga þeirra þegar umboðsmaðurinn minn hringdi í mig í miðjum lokaprófum í Háskóla Ís- lands. Í framhaldinu af því fór ég á fund með forráðamönnum félagsins og eftir það var þetta í raun aldrei spurning. Mér fannst þetta einfaldlega of gott tækifæri til þess að hafna því enda félagið eitt af þeim stærri í Evrópuboltanum. Ég er fyrst og fremst þakklát Breiðabliki fyrir það hvernig þeir tóku á málinu og það var mjög fagmannlega staðið að öllu í kringum þessi félagaskipti til Þýskalands. Meirihluti leikmanna Bayern- liðsins býr í sama hverfinu í Münc- hen og ég hef þess vegna verið mjög lítið ein síðan ég kom út. Andinn í hópnum er virkilega góður og leik- menn eru í miklum samskiptum. Það er stundum erfitt að vera ekki með alla þjónustuna frá mömmu og pabba en ég plumma mig bara frek- ar vel þótt ég segi sjálf frá. Heimþrá- in hefur því minnt mun minna á sig en ég átti von á.“ Bæjarar á miklu skriði Bayern München er með 36 stig eða fullt hús stiga í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar. Þá hefur liðið skorað 40 mörk á tímabilinu og aðeins feng- ið á sig eitt mark en keppni hefst að nýju í Þýskalandi hinn 12. febrúar eftir vetrarfrí. „Það er undir sjálfri mér komið að vinna mér inn sæti í byrjunarliðinu en þeir sjá mikla hæfileika í mér og eru spenntir að fá mig út á æf- ingasvæðið. Það er mikil ákefð og álag í deildinni þannig að ég mun fá tækifæri til þess að sýna mig og sanna og ég er virkilega spennt fyrir því að hefja æfingar í næstu viku því ég veit fyrir víst að þjálfararnir og aðrir í kringum liðið hafa mikla trú á mér. Eins og staðan er í dag sé ég fram á að missa af kannski fyrstu tveimur til þremur leikjunum eftir vetrarfrí en ég vonast til þess að vera komin af stað í marsmánuði. Ég spilaði fyrir Steina [Þorstein Hall- dórsson] hjá Breiðabliki og hann var lítið fyrir það að breyta liðinu og maður er því öllu vanur. Það er hins vegar þétt leikjadagskrá í mars og ég hef heyrt að Jens Scheuer, þjálf- ari Bayern, sé duglegur að hreyfa við liðinu, alla vega einni og einni leiksstöðu, bæði þegar kemur að tak- tík og eins til þess að hvíla og dreifa álaginu. Ég vonast auðvitað til þess að fá einhverjar mínútur þegar ég verð orðin leikfær en það eina sem ég get gert þangað til er að gefa allt mitt í þetta á æfingum og svo bara vera tilbúin þegar kallið kemur.“ Liðsfélagar Karólínu í Breiðabliki frá síðustu leiktíð, þær Alexandra Jóhannsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir, sömdu báðar við þýsk lið á dögunum. Karólína er spennt að mæta þeim á vellinum en Alexandra gekk til liðs við Frankfurt á meðan Sveindís samdi við Wolfsburg. Sveindís mun leika á láni hjá Kristi- anstad í Svíþjóð á næstu leiktíð. Framtíðin björt hjá landsliðinu „Það verður örugglega mjög skrít- ið að mæta þeim á vellinum. Ég og Alex [Alexandra Jóhannsdóttir] höf- um verið eins og systur síðan ég gekk til liðs við Breiðablik. Það verð- ur mjög skrítið að mæta henni en á sama tíma erum við líka nokkuð van- ar því vera hvor í sínu liðinu enda ólst hún upp í Haukum á meðan ég ólst upp í FH. Það verður gaman að kljást við hana og ég er að sjálfsögðu spennt að vinna hana hérna úti líka.“ Karólína, sem á að baki fjóra A- landsleiki, lék sína fyrstu mótsleiki með liðinu síðasta haust í undan- keppni EM en liðið er án þjálfara eftir að Jón Þór Hauksson lét af störfum í byrjun desember. „Að taka þetta stóra skref til Þýskalands var líka gert með lands- liðið í huga. Að spila fyrir stórt félag í Þýskalandi mun bara gera landslið- inu gott held ég og vonandi eykur þetta möguleika manns á því að spila reglulega fyrir landsliðið. Framtíðin hjá kvennalandsliðinu er mjög björt og það eru spennandi tímar fram undan. Hvað varðar þjálfaramál lands- liðsins þá hefur maður heyrt nokkr- um nöfnum kastað fram í umræðuna og mér líst mjög vel á þá sem hafa verið orðaðir við starfið. Ég hugsa að landsliðið hafa aldrei verið jafn tæknilega gott, fótboltalega séð. Vonandi fá yngri leikmenn áfram tækifæri með liðinu hjá nýjum þjálf- ara og auðvitað er markmiðið svo að sýna sig og sanna á lokakeppni EM 2022 á Englandi,“ bætti Karólína við í samtali við Morgunblaðið. Heyrði af áhuganum hjá Bayern í miðri prófatörn  Karólína skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við topplið Þýskalands Ljósmynd/Þórir Tryggvason München Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er komin til efsta liðsins í einni sterkustu deild heims í kvennafótboltanum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.