Morgunblaðið - 27.01.2021, Qupperneq 24
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2021
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Arndís
Þórarinsdóttir, Hulda Sigrún
Bjarnadóttir og Sumarliði R. Ísleifs-
son hlutu í gærkvöldi Íslensku bók-
menntaverðlaunin 2020 er þau voru
afhent við hátíðlega athöfn á Bessa-
stöðum í 32. sinn úr hendi Guðna Th.
Jóhannessonar, forseta Íslands.
Elísabet hlaut verðlaunin í flokki
skáldverka fyrir skáldævisöguna
Aprílsólarkuldi sem JPV útgáfa
gefur út, Arndís og Hulda í flokki
barna- og ungmennabóka fyrir
skáldsöguna Blokkin á heimsenda
sem Mál og menning gefur út og
Sumarliði í flokki fræðibóka og rita
almenns efnis fyrir bókina Í fjarska
norðursins: Ísland og Grænland –
viðhorfasaga í þúsund ár sem Sögu-
félag gefur út.
Íslensku bókmenntaverðlaunin
nema einni milljón króna fyrir hvert
verðlaunaverk og eru kostuð af
Félagi íslenskra bókaútgefenda. Auk
þess fá höfundarnir verðlaunagrip
sem Jón Snorri Sigurðsson, á gull-
smíðaverkstæði Jens, hannaði.
Fjögurra manna lokadómnefnd
valdi verðlaunaverkin úr hópi fimm-
tán bóka sem tilnefndar voru til verð-
launanna í desember á síðasta ári
þegar fimm bækur voru tilnefndar í
hverjum flokki. Lokadómnefnd skip-
uðu Einar Örn Stefánsson, Hrund
Þórsdóttir, Jóhannes Ólafsson og
Ingunn Ásdísardóttir, sem jafnframt
var formaður nefndarinnar. Sú ný-
breytni var tekin upp í ár að loka-
dómnefnd sendir frá sér umsögn um
verðlaunaverkin.
Galdra fram sögur
„Þessi viðurkenning kemur mér
virkilega á óvart, samt var bæði mig
og systur mína búið að dreyma fyrir
þessu,“ segir Elísabet Kristín
Jökulsdóttir og rifjar upp að fyrir um
tveimur vikum hafi Kolbrá, systur
hennar, dreymt „að Eiríkur Guð-
mundsson tilkynnti í miðjum Víðsjár-
þætti að nú bæri að fagna því Elísa-
bet Jökulsdóttir væri á leiðinni til
Bessastaða,“ segir Elísabet og
bendir á að Kolbrá Höskuldsdóttir
hafi sagt frá drauminum á Facebook-
síðu sinni á sínum tíma. „Um svipað
leyti dreymdi mig að ég væri í eld-
húsinu á Bessastöðum, en mér hefur
alltaf fundist eldhúsborðið merkileg-
asti staðurinn í öllum íbúðum. Í
gamla daga var eldur í eldhúsinu og
þar færðust sögurnar milli kynslóða.
Þegar ég bjó á Framnesveginum
komu gestir alltaf inn í eldhús að
galdra fram sögur og spá í bolla. Það
er í eldhúsinu sem málin eru rædd og
sögurnar sagðar,“ segir Elísabet.
Í umsögn lokadómnefndar um
Aprílsólarkulda segir að bókin fjalli á
„tilfinningaríkan og ljóðrænan hátt
um föðurmissi, ást, sorg og geðheil-
brigði. Þar segir Elísabet afar per-
sónulega sögu byggða á brotum úr
eigin ævi. Höfundur hefur gott vald á
skáldsagnaforminu og nýtir það til
hins ýtrasta. Þar fær ríkt myndmál
og næmni sem einkennt hefur ljóða-
gerð Elísabetar að njóta sín vel og
blæbrigðaríkur textinn leiðir lesand-
ann óvænta en hrífandi leið í gegnum
átakanlega sögu. Skáldævisaga
Elísabetar er sérlega athyglisverð
viðbót í þeirri tiltölulega nýskil-
greindu bókmenntategund.“
Vildi vita hvað gerðist
Elísabet hefur aldrei verið tilnefnd
til Íslensku bókmenntaverðlaunanna
áður, enda hefur hún sent flestar
bækur sínar frá sér um miðjan des-
ember þegar dómnefndir eru löngu
búnar að skila sinni niðurstöðu.
„Þetta hefur líka komið í veg fyrir að
Jón Óskar hafi hlotið verðskuldaða
viðurkenningu fyrir kápuhönnun
sína,“ segir Elísabet. Hún hefur hins
vegar tvisvar hlotið Fjöruverðlaunin,
fyrst fyrir Heilræði lásasmiðsins
2008 og síðan fyrir Ástin ein tauga-
hrúga. Enginn dans við Ufsaklett
2015. „Ég hvet alla til að lesa Heil-
ræði lásasmiðs-
ins, því hún er
systurbók Apríl-
sólarkulda,“ segir
Elísabet og bend-
ir á að í báum
bókum sé geð-
veikin til umfjöll-
unar. „Þegar ég
veiktist af geð-
hvörfum á sínum tíma varð ég mjög
veik, enda er þetta hættulegur sjúk-
dómur,“ segir Elísabet og bendir á
að hún hafi í skrifum sínum á einn
eða annan hátt ávallt fengist við áfall-
ið sem fólst í því að veikjast.
„Öll erum við tilnefnd fyrir að
segja sögu og ég er í mjög góðum
hópi,“ segir Elísabet og vísar þar til
höfundanna sem tilnefndir voru í
flokki skáldverka líkt og hún. „Saga
hvers og eins leynist alltaf í þeirri
sögu sem við skrifum. Ég lít svo á að
ég sé verðlaunuð fyrir að segja sög-
una mína,“ segir Elísabet og rifjar
upp að það hafi verið ógerningur fyr-
ir hana að segja hana á sínum tíma.
„Ég var tvítug 1978 þegar ég veikt-
ist. Ég skammaðist mín svo rosalega
fyrir að hafa veikst á geði að ég var í
þunglyndi í heilt ár á eftir. Ég skildi
ekki hvað hafði gerst og fannst ég
bara ömurleg. Ég skrifa Aprílsólar-
kulda til að vita hvað gerðist,“ segir
Elísabet og tekur fram að hún voni
að saga hennar verði öðrum hvatning
til að segja sína sögu.
Freistandi er að spyrja Elísabetu
hvort Aprílsólarkuldi sé besta bók
hennar til þessa og því svarar hún
einfaldlega: „Já, ég held að það hljóti
að vera. Heilræði lásasmiðsins er líka
fín og Sagan um Aðalheiði sem er
fimm blaðsíður og kom út 1998.“
Spurð hvort hún telji að verðlaunin
muni hjálpa bókinni á erlendum vett-
vangi svarar Elísabet því játandi.
„Ég hugsa að hún verði þýdd og gef-
in út í milljón löndum. Það sem þessi
bók hefur sér til ágætis er að hún er
skrifuð mjög létt um alvarleg mál-
efni.“
Fyrr í þessum mánuði var upplýst
að Elísabet hlyti starfslaun lista-
manna í tólf mánuði. Það liggur því
beint við að spyrja hvað hún ætli að
skrifa næst. „Ég er að skrifa sögu um
mæðgur sem jafnframt er bernsku-
saga. Þetta er saga um litla stelpu
sem siglir á skipi til Grikklands og
hvað gerist 20 árum seinna þegar
hún fer aftur á staðinn þar sem hún
var þegar hún var lítil,“ segir El-
ísabet og tekur fram að þó sé aldrei
að vita hvað komi úr penna hennar
þegar hún fari að skrifa.
Ekki er hægt að sleppa Elísabetu
án þess að forvitnast hvort hún sé bú-
in að eyrnamerkja verðlaunaféð ein-
hverju tilteknu. „Mig langar að gera
eitthvað óvænt fyrir peninginn, eins
og fara í ferðalag, til dæmis til Grikk-
lands. Ég leyfi þessu ekki að hverfa
upp í skuldir, þó ég eigi nóg af þeim.
Ég er búin að glíma við mikinn kvíða
allt síðasta ár, en þetta verður mér
hvatning til að ferðast þegar heims-
faraldurinn er liðinn hjá,“ segir El-
ísabet og bætir við: „Þessi verðlaun
eru mér mjög mikil hvatning. Ég
held að ég eigi enn eftir að meðtaka
almennilega hversu mikil viður-
kenning þetta í raun er.“
Áreynslulaus frásögn
„Það er ótrúlegur heiður og hvatn-
ing að bætast í hóp þeirra frábæru
höfunda sem hafa hlotið þessi verð-
laun. Þetta er eitthvað sem ég get
hugsað til þegar ég sit við tölvuna,
horfi á skjáinn og hugsa eins og
Múmínpabbi í einni teiknimyndinni:
„Ég hef enga rithöfundarhæfileika.
Kominn tími til að hætta þessum
skriftum.“ Svo er fjölskyldan að
springa úr stolti, sem er nú ekki lítils
virði,“ segir Hulda Sigrún Bjarna-
dóttir. „Við vorum í góðum hópi höf-
unda þannig að það kom allt til
greina,“ segir Arndís Þórarinsdóttir
og tekur fram að síðasta bókaár hafi
verið óvenjugott og samkeppnin eftir
því mikil.
Í umsögn lokadómnefndar um
Blokkina á heimsenda segir að um sé
að ræða „afar athyglisverða bók þar
sem unnið er
skemmtilega úr
mjög frumlegri
hugmynd. Frá-
sögnin er
áreynslulaus og á
köflum bráðfynd-
in þótt mikilvægi
samheldni og vin-
áttu séu megin-
stef. Sagan er í
vissum skilningi ævintýraleg og sýna
höfundar mikla hugmyndaauðgi, en
þó eru aðstæðurnar ekki óhugsandi
og persónurnar eru bæði aðgengileg-
ar og breyskar. Deilt er með sterkum
hætti á neysluhyggju Vesturlanda og
loftslagsváin er alltumlykjandi, án
þess þó að þeim boðskap sé þröngvað
upp á lesendur. Frásagnargleðin
skín í gegn og sagan hefur burði til
að heilla lesendur á öllum aldri.“
Aðspurð segir Hulda viðurkenn-
inguna hafa komið sér á óvart. „Við
eigum svo marga góða barnabóka-
höfunda og það voru margar frábær-
ar bækur tilnefndar. Dætur mínar
tvær eru miklir lestrarhestar og á
eftir Blokkinni héldu þær með kett-
inum Herra Bóbó, enda erum við
mikið kattafólk, öll fjölskyldan veltist
um af hlátri yfir henni nú í haust,“
segir Hulda.
Í tengslum við kvikuna
Er þetta besta bók þín til þessa?
„Ég get ekki svarað þessu, maður
gerir ekki upp á milli barnanna
sinna! En jú, ég er mjög ánægð með
Blokkina og viðbrögð fólks við henni,
bæði börn og fullorðnir virðast kunna
að meta hana – ekki síst ömmur,
enda er amma þarna í einu mik-
ilvægu aðalhlutverki. Mér þykir
vænt um sögupersónurnar, sem
verða einhvern veginn meira lifandi
fyrir manni þegar þær verða til í
samskrifum, og hugsa oft til þeirra,“
segir Hulda.
Hvaða þýðingu hafa verðlaunin
fyrir þig?
„Starfi rithöfundarins fylgir alltaf
ákveðinn sjálfsefi, sem er góður
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fagnaðarefni Arndís Þórarinsdóttir, Eliza Reid forsetafrú, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Sumarliði R. Ísleifsson á Bessastöðum í gærkvöldi.
Dreymdi fyrir verðlaununum
Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Arndís Þórarinsdóttir, Hulda Sigrún Bjarnadóttir og Sumarliði R.
Ísleifsson hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin 2020 Ein milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk