Morgunblaðið - 27.01.2021, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 27.01.2021, Qupperneq 25
þjónn en getur líka verið harður herra. Þá er mikils virði að hafa svona haldreipi sem minnir mann á að einhvern tímann hafi maður náð að segja eitthvað sem talaði til les- enda í þessari dómnefnd. Ég held að það verði mikilvægt þegar fram í sækir,“ segir Arndís. Telur þú að verðlaunin geti hjálpað bókinni að rata til lesenda erlendis? „Ég hef ekki hugmynd, það væri gaman. Íslenskar barnabækur eiga vel erindi á alþjóðamarkað,“ segir Hulda. Eruð þið búnar að ákveða í hvað verðlaunaféð eigi að fara? „Nei, en ég gúgla stíft viðeigandi fjárfestingu! En svo nýtist nú svona lagað alltaf í að kaupa brauð og ban- ana, spritt og grímur,“ segir Hulda. „Ég reikna nú frekar með að þetta fari bara í heimilisbókhaldið. Tekju- módel höfunda er svo undarlegt að við erum öll með alls konar tekjur úr ýmsum áttum, svo þetta bætist bara inn í það púsl sem árstekjur höf- undar eru,“ segir Arndís og tekur fram að verðlaunaféð komi í góðar þarfir, ekki síst þar sem hún hafi ekki hlotið starfslaun listamanna þetta ár- ið. „Stundum hittir maður í mark, eins og virðist hafa gerst með Blokk- ina á heimsenda, og það er gaman. En maður hittir ekki alltaf í mark, eins og varð greinilega raunin með umsókn mína um starfslaunin,“ segir Arndís og viðurkennir fúslega að það sé ákveðin þversögn fólgin í því að þurfa að vera í góðum tengslum við kvikuna á sér til að skapa á sama tíma og starfið krefjist þess að maður sé sífellt háður gildismati annarra. „Ég held að við rithöfundar séum al- mennt ekki með mjög harðan skráp,“ segir Arndís. Hyggist þið vinna meira saman? „Já já, það er eitthvað í vinnslu, en ekki komið á það stig að maður þori neitt að blaðra frá því,“ segir Hulda. „Okkur finnst gaman að vinna sam- an. Við eigum eitthvert efni, bæði á byrjunarstigi og lengra komið, sem við höfum skrifað saman okkur til skemmtunar, en það er auðvitað önn- ur vinna og meiri að klára það og koma í útgáfuhæft form. Það kemur bara í ljós hvað verður,“ bætir Arndís við að lokum. Glæsilegt og eigulegt rit „Það er alltaf ánægjulegt að fá viðurkenningu. Ég gleðst yfir því að aðrir hafi áhuga á vinnu minni. Ég var í góðum hópi tilnefndra höfunda sem áttu þessi verðlaun alveg jafn- mikið skilið og ég,“ segir Sumarliði R. Ísleifsson og tekur fram að hann reyni ávallt að vanda til verka, en reikni þó aldrei með verðlaunum. Í umsögn lokadómnefndar um Í fjarska norðursins: Ísland og Græn- land – viðhorfasaga í þúsund ár segir að Sumarliða takist að „varpa ljósi á rúmlega þúsund ára viðhorfasögu gagnvart íbúum þessara eyja [Íslands og Grænlands] á afar aðgengilegan og skýran hátt“ og á það minnt að löndin tvö í norðri hafi öldum saman verið „sveipuð dular- fullum og framandi bjarma í augum þeirra ferðalanga sem þangað lögðu leið sína. […] Athyglisvert og fróð- legt er að bera saman frásagnir, skoðanir og ályktanir þeirra mörgu fræðimanna, rithöfunda og land- könnuða sem koma við sögu og sjá hvaða breytingar verða á ímynd þessara fjarlægu eyja í tímans rás. Bókin er glæsilegt og eigulegt rit, fallega hönnuð og með ríkulegu myndefni.“ Andstæðupör afmarka efnið Aðspurður jánkar Sumarliði því að líta megi á bókina sem nokkurs kon- ar afrakstur ævistarfs hans, því hann hefur lengi unnið með viðhorf ann- arra til eigin lands og þjóðar. „Maður verður samt auðvitað hissa að vera kominn þangað að eitthvað sé orðið ævistarf, en það er eiginlega tilfellið því ég byrjaði að vinna með þetta efni sem ungur maður. Þetta er mjög þýðingarmikið efni sem mikilvægt er að hafa í umræðunni. Þetta er líka efni sem mað- ur yfirgefur ekki svo létt, því þræðirnir liggja víða. Þegar ég hef sleppt einum þræði þá hef ég séð annan sem ég hef elt og það hefur haldið mér við efnið,“ segir Sumarliði og bendir á að þó við getum furðað okkur á hugmyndum annarra um okkur sem þjóð og okkar land þá geti aðrar þjóðir á sama tíma furðað sig á okkar viðhorfum til þeirra. „Við bú- um okkur til alls konar hugmyndir um aðra.“ Verðlaunabók Sumarliða byggist að hluta á doktorsrannsókn hans sem hann lauk 2014. „Efni rannsóknar- innar birtist endurskoðað í bókinni og nokkuð stytt,“ segir Sumarliði og tekur fram að um þriðjungur verks- ins sé nýr, en það er umfjöllunin frá miðri 19. öld til samtímans. „Til að af- marka mig vinn ég út frá ákveðnum hugtökum. Eyjan er gegnumgang- andi hugtak í umfjöllun minni þar sem ég skoða eyjahugtakið út frá hugmyndinni um djöflaeyju og sælu- eyju. Ég skoða líka andstæðuparið dystópíu og útópíu ásamt því að skoða norðrið. Ég hef alltaf í huga að þetta eru svæði á heimsenda, sem aftur tengist hugtakaparinu jaðar og miðja. Allt eru þetta kjarnahugtök sem binda verkið saman í skoðun minni á textum og myndum frá fyrstu tíð og til samtímans,“ segir Sumarliði og tekur fram að sér hafi þótt mikilvægt að skoða tvær eyjar samhliða. „Mér fannst mikilvægt að fjalla ekki bara um Ísland. Ég varð að hafa einhvern samanburð til að draga það fram að staðalmyndir um önnur lönd og aðrar þjóðir eru almennt fyrir- bæri. Þær hafa tíðkast frá örófi alda og lifa enn góðu lífi. Mér fannst þann- ig spennandi að skoða hvort svipaðar lýsingar á Íslandi og Íslendum birt- ust líka á Grænlandi eða hvort þær birtust þar á annan hátt. Niðurstaða mín er að fram um 1800 eru lýsingar á Íslandi og Grænlandi mjög svip- aðar, en svo skilur á milli og fyrir því eru ákveðnar skýringar sem mig langaði að rannsaka. Mér fannst gott að taka Ísland og Grænland vegna þess að það er margt sem er líkt með þessum löndum en á sama tíma aug- ljóslega margt sem er ólíkt sem vert er að gefa gaum. Það sem er ólíkt fer að magnast upp eftir því sem líður á 19. öldina,“ segir Sumarliði og tekur fram að upphaflega hafi hann einnig ætlað að fjalla um Írland „En hafði vit á því að gera það ekki því þá hefði ég aldrei klárað verkið,“ segir Sum- arliði sem er þó með stuttan kafla um Írland í verðlaunabókinni. Aldrei eins manns verk Aðspurður rekur Sumarliði áhuga sinn á viðhorfum annarra til eigin lands og þjóðar til þess að hann hafi á sínum yngri árum unnið í tæpt ár hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur við að fara yfir og flokka ljósmyndir sem erlendir ferðamenn höfðu tekið á Íslandi. „Ég fór að velta fyrir mér af hverju þetta fólk var yfirhöfuð að koma til Íslands, á hverju það hafði áhuga og hvað réð því af hverju það tók myndir. Það var líka forvitnilegt að sjá þá mynd sem þessir erlendu gestir draga upp af landi og þjóð með því að búa til ákveðið safn af mynd- efni,“ segir Sumarliði og tekur fram að hann hafi alla tíð verið upptekinn af myndrænni framsetningu til jafns við texta, en verðlaunabókina prýða rúmlega 300 myndir. „Ég hef ávallt lagt mikla áherslu á að tengja texta og myndir saman. Þetta eru ólíkar heimildir sem segja söguna á mismunandi hátt,“ segir Sumarliði og bendir á að oft á tíðum segi mynd líka meira en þúsund orð. „Þóra kona mín hefur kennt mér að horfa og skilja myndefni þessa ára- tugi sem við höfum búið saman,“ seg- ir Sumarliði og vísar þar til Þóru Sig- urðardóttur myndlistarmanns. „Ég er afar þakklátur Sögufélagi fyrir að hafa gefið kost á því að gefa út verkið á veglegan hátt og leitt mig til sam- starfs við öndvegisfólk,“ segir Sum- arliði og nefnir í því samhengi Mar- gréti Tryggvadóttur, sem er mynda- ritstjóri bókarinnar, Írisi Ellen- berger ritstjóra og Sigrúnu Sigvaldadóttur hönnuð. „Svona verk er aldrei eins manns verk. Samræð- an er lykilatriði, því það er aldrei gott að bauka einn úti í horni,“ segir Sum- arliði sem á löngum ferli sem fræði- maður og háskólakennari hefur tekið þátt í ýmsum rannsóknarverkefnum á sviði bókarinnar. „Allt slíkt hefur áhrif og eykur skilning.“ Ekki er hægt að sleppa Sumarliða án þess að forvitnast um hvernig hann ætli að ráðstafa verðlaunafénu. „Ég er ekki kominn svo langt að íhuga það. Ætli ég byrji ekki á því að gera mér glaðan dag með fólkinu mínu og hugsa svo mitt ráð til að nýta þetta vel,“ segir Sumarliði að lokum. MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ THE HOLLYWOOD REPORTER CHICAGO SUN-TIMES LOS ANGELES TIMES INDIEWIRE VA R I E T Y C H I C AG O S U N T I M E S I N D I E W I R E T H E T E L E G R A P H ROGEREBERT.COM Auk verðlaunaverksins Aprílsólar- kuldi eftir Elísabetu Kristínu Jök- ulsdóttur sem JPV útgáfa gefur út voru í flokki skáldverka tilnefndar (í stafrófsröð höfunda): Innræti eftir Arndísi Þórarinsdóttur sem Mál og menning gefur út; Dýralíf eftir Auði Övu Ólafsdóttur sem Forlagið gefur út; Dauði skógar eftir Jónas Reyni Gunnarsson sem JPV útgáfa gefur út og Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson sem Veröld gefur út. Auk verðlaunaverksins Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarins- dóttur og Huldu Sigrúnu Bjarna- dóttur sem Mál og menning gefur út voru í flokki barna- og ung- mennabóka tilnefndar: Skógurinn eftir Hildi Knútsdóttur sem JPV út- gáfa gefur út; Dulstafir – Dóttir hafsins eftir Kristínu Björgu Sig- urvinsdóttur sem Björt – Bókabeit- an gefur út; Grísafjörður eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur sem Salka gef- ur út og Herra Bóbó, Amelía og ætt- brókin eftir Yrsu Sigurðardóttur sem Veröld gefur út. Auk verðlaunaverksins Í fjarska norðursins: Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár eftir Sum- arliða R. Ísleifsson sem Sögufélag gefur út voru í flokki fræðibóka og rita almenns efnis tilnefndar: Konur sem kjósa – aldarsaga eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur sem Sögufélag gef- ur úr; Fuglinn sem gat ekki flogið eftir Gísla Pálsson sem Mál og menning gefur út; Draumar og veruleiki – Um Kommúnistaflokk- inn og Sósíalistaflokkinn eftir Kjart- an Ólafsson sem Mál og menning gefur út og Guðjón Samúelsson húsameistari eftir Pétur H. Ár- mannsson sem Hið íslenska bók- menntafélag gefur út. Íslensku bókmenntaverðlaun- unum var komið á fót árið 1989 í til- efni af 100 ára afmæli Félags íslenskra bókaútgefenda sem stofnað var í Reykjavík í janúar 1889. Fyrsta árið var verðlaununum ekki skipt í flokka en tilnefndar alls 10 bækur. Árið eftir var tilhögun verðlaunanna breytt þannig að til- nefndar bækur skiptust í tvo flokka, fagurbókmenntir annars vegar og fræðibækur og rit almenns efnis hins vegar. Þannig héldust verð- launin óbreytt til 2013 að við bætt- ist flokkur barna- og ungmenna- bóka. Sú nýbreytni var tekin upp í ár að flokkur fagurbóka heitir núna flokkur skáldverka. Alls hafa 76 höfundar hlotið verð- launin frá því þau voru fyrst veitt, þar af 25 konur og 51 karl. Tveir höfundar hafa hlotið verðlaunin þrisvar, það eru Andri Snær Magna- son og Guðjón Friðriksson. Fjórir höfundar hafa hlotið verðlaunin tvisvar, það eru Guðbergur Bergs- son, Hallgrímur Helgason, Hörður Ágústsson og Silja Aðalsteinsdóttir. Verðlaunað í þremur flokkum ALLS HAFA 76 HÖFUNDAR VERIÐ VERÐLAUNAÐIR FRÁ 1989

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.