Morgunblaðið - 01.02.2021, Page 1

Morgunblaðið - 01.02.2021, Page 1
M Á N U D A G U R 1. F E B R Ú A R 2 0 2 1 Stofnað 1913  26. tölublað  109. árgangur  FJÖLBREYTTUR HÓPUR Í LÖGREGLUNNI ÁHRIFAMIKIL EN BROTAKENND DANIR HEIMS- MEISTARAR Í HANDBOLTA SPIKE LEE Í VÍETNAM 29 ÍÞRÓTTIR 27FJÖLNIR FORMAÐUR 10 Omeprazol Actavis 20mg14 og 28 stk. Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fast- andi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi- seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. T ev a 0 2 8 0 6 2 Togast á um forgang  Borist hafa 63 umsagnir um frumvarp um hálendisþjóðgarð, margar neikvæðar  Ekki ákveðið hvort þjóðgarður eða rammaáætlun verði afgreitt fyrr úr nefnd Bergþór Ólason, formaður nefnd- arinnar, telur að rétt kunni að vera að ljúka umfjöllun um rammaáætlun áður en tekið verði til við hálend- isþjóðgarð. Málin tengist vegna tak- markana á orkunýtingu í hálendis- frumvarpinu. Kolbeinn Óttarsson Proppé, framsögumaður nefndar- innar í málinu, bendir á að venjan sé að fjalla um mál í þeirri röð sem þau berast úr þingsal og þar er þjóð- garðurinn á undan. Frestur til að skila umsögnum um frumvarp um hálendisþjóðgarð rennur út í kvöld. Í gær höfðu 63 um- sagnir borist og eru þær fremur nei- kvæðar, á heildina litið, þótt ekki sé það einhliða. Nefndin mun á næstunni kalla til gesti og hefja raunverulega umfjöll- un um málið. Til skoðunar er að fara á vettvang. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki hefur verið ákveðið í umhverf- is- og samgöngunefnd Alþingis hvort fjallað verður um frumvarp um há- lendisþjóðgarð á undan þingsálykt- unartillögu um staðfestingu ramma- áætlunar. Hugsanlegt er að togast verði á um forgangsröðun verkefna en vitað er að skoðanir eru eitthvað skiptar um hana. 40% alls landsins » Svæði sem þegar hafa verið friðlýst ná til 26% landsins. » Verði ákveðið að stofna há- lendisþjóðgarð samkvæmt nú- verandi áætlunum mun hann ná til 40% flatarmáls Íslands. MUmfjöllun um þjóðgarð … »4 Þessar gönguskíðakonur hituðu vel upp fyrir ferðina sína í Hlíðarfjalli á Akureyri í gær. Góð aðsókn var að skíðasvæðinu þar í gær, enda þótti skíðafærið gott, heiðskírt, logn og sól. Uppselt var á svæðið, en sex hundruð miðar fást til sölu á netinu á tveimur mismunandi tímum. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Mikil aðsókn að Hlíðarfjalli Samkeppniseftirlitið hefur í vaxandi mæli orðið vart við áhyggjur af sam- keppnisaðstæðum í ferðaþjónustu. Þetta segir Páll Gunnar Pálsson, for- stjóri SKE, í svari við skriflegri fyrirspurn Morgunblaðsins. Umrædd fyrirspurn var send vegna samtals Morgunblaðsins við aðila í ferðaskrifstofurekstri sem telja Icelandair Group skekkja sam- keppnisaðstæður. Páll segir að SKE hafi ekki borist formlegar kvartanir um slíkt. Hann bendir þó á að SKE hafi lagt áherslu á, í umsögn sinni um ríkisaðstoð við Icelandair, að lánalínan yrði ekki notuð í annað en flugrekstur, ef af henni yrði. Ice- landair Group stæði í margvíslegum öðrum rekstri, meðal annars ferða- þjónusturekstri, og því gætu keppi- nautar Icelandair á þeim markaði, sem ekki njóta sömu fyrirgreiðslu, beðið skaða. Páll segir jafnframt að SKE hafi orðið vart við áhyggjur af aukinni þátttöku banka í rekstri ferðaþjón- ustufyrirtækja, sem leiðir af versn- andi rekstri. Þá sé einnig ljóst að vaxandi samþjöppunar gæti. SKE fylgist með slíkum ábendingum og metur þörf á aðgerðum. »6 Áhyggjur af umsvif- um banka  SKE fylgist með ferðaþjónustunni Morgunblaðið/Ómar Ferðaþjónusta Samkeppniseftir- litið hefur orðið vart við áhyggjur. Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Tilslakanir á aðgerðum tengdum Covid-19 eru enn ekki á borðinu en Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu funda um næstu skref í afléttingum í dag og á næstu dögum. Þetta staðfestir Svandís í samtali við Morgunblaðið. Svandís segir að einnig verði farið yfir tilslakanir með tilliti til litakóð- unarkerfis Almannavarna. Hún segir að samkvæmt upplýs- ingum sínum af fundi með forsvars- mönnum AstraZeneca verði af- hendingin í þrennu í lagi í febrúar. Von er á fyrsta skammtinum 7. febrúar, öðrum 17. febrúar og síð- asti verði í lok febrúar. Alls hafa þessar þrjár sendingar að geyma 13.800 skammta af bóluefni. Bólu- efni AstraZeneca þarf að gefa tvisvar. „Þetta er í raun fyrsta af- hendingaráætlunin sem Ísland hef- ur fengið frá AstraZeneca,“ segir Svandís. Í gær tilkynnti Ursula von der Leyen að samist hefði um níu milljónir skammta af bóluefni í við- bót frá Astra Zeneca. Svandísi reiknast til að það gæti þýtt allt að 30 þúsund í viðbót fyrir Ísland á fyrsta ársfjórðungi. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Bóluefni Gert er ráð fyrir 13.800 skömmtum bóluefnis AstraZeneca í febrúar. Þá eru ótaldir viðbótarskammtar sem um samdist í gærkvöldi. Tilslakanir ekki enn verið ræddar  Svandís og Þórólfur funda í dag um næstu skref og um litakóðunarkerfið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.