Morgunblaðið - 01.02.2021, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2021
O p i n n n e t f u n d u r m e ð
B j a r n a B e n e d i k t s s y n i
O p i n n n e t f u n d u r e f n a h a g s -
o g v i ð s k i p t a n e f n d a r
S j á l f s t æ ð i s f l o k k s i n s
B j a r n a v e r ð u r í d a g ,
m á n u d a g i n n 1 . f e b r ú
k l . 1 2 : 0 0 .
F y r i r h u g u ð s a l a á h l
r í k i s i n s í Í s l a n d s b a n k
e f n i f u n d a r i n s .
H l e k k á f u n d i n n
m á n á l g a s t á x d . i s
m e ð
a r
u t a e i g n a r
a v e r ð u r
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fjórðungssamband Vestfirðinga
vinnur að jarðgangaáætlun fyrir
Vestfirði. Listuð hafa verið upp helstu
verkefni og nú er unnið að því að ná
samkomulagi um forgangsröðun
þeirra.
Ákveðið var á fjórðungsþingi fyrir
tveimur árum að móta sameiginlega
samgönguáætlun fyrir Vestfirði. Haf-
dís Gunnarsdóttir, formaður Fjórð-
ungssambands Vestfirðinga, segir að
sú vinna sé í gangi. Komið hafi í ljós að
nauðsynlegt er að hafa sérstaka áætl-
un um jarðgöng. Því hafi verið fengnir
aðilar til að taka út þá möguleika sem
hafa verið í umræðunni og koma með
hugmynd að forgangsröðun. Hafdís
segir að fundað sé með sveitarfélög-
unum þar sem leitast sé við að fá fram
hvernig eigi að raða jarðgöngum í for-
gangsröð. Nefnir hún þætti eins og
öryggi íbúa, tengingu atvinnusvæða
og tengingar innan sveitarfélaga.
Á fréttavef BB kemur fram að í
drögum sem kynnt voru sveitar-
stjórnum séu settar fram hugmyndir
að jarðgöngum sem samtals er áætl-
að að kosti 84 milljarða. Í tveimur til-
vika séu raunar settir fram tveir kost-
ir og ef þeir ódýrari verði fyrir valinu
verði kostnaðurinn um 70 milljarðar
króna.
Sjö kostir metnir
Kostirnir eru, samkvæmt upplýs-
ingum bb.is, ekki í forgangsröð:
Hálfdán, Miklidalur, Kleifaheiði og
Klettsháls á sunnanverðum Vest-
fjörðum. Súðavíkurgöng og breikkun
Vestfjarðaganga á norðanverðum
fjörðunum. Auk þess Dynjandisheiði.
Hafdís segir mikilvægt að Vestfirð-
ingar komi sér saman um hvaða verk-
efni eigi að vera í forgangi. Hún við-
urkennir að það sé áskorun, meðal
annars vegna þess hversu vegir séu
lélegir í fjórðungnum og jafnvel
hættulegir á mörgum svæðum. Vest-
firðingar verði að tala einum rómi í
þessu efni, til þess að koma sínum
sjónarmiðum að við endurskoðun
samgöngu- og jarðgangaáætlunar
landsins. „Við verðum að gera þetta
og ég trúi því að við getum það,“ segir
Hafdís Gunnarsdóttir.
Sjö jarðgangakostir á Vestfjörðum
Lengd (km) kostnaður (ma.kr.)
Klettsháls 3,8 9,5
Miklidalur 3,0 7,5
Hálfdán 6,0 15,0
Súðavíkurgöng 6,8 17,0
Súðavíkurgöng: styttri úr Arnardal 2,7 8,0
Vestfjarðagöng, breikkun 4,1 6,15
Dynjandisheiði: Geirþjófsfjörður – Dynjandisvogur 5,2 13,0
Dynjandisheiði: Kollagötugöng 2,6 6,5
Kleifaheiði 6,0 15,0
Hyggjast forgangs-
raða jarðgöngum
Jarðgangaáætlun Vestfjarða unnin
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Aðilar í ferðaþjónustu lýsa margir
hverjir erfiðri stöðu á samkeppnis-
markaði vegna ríkjandi stöðu Ice-
landair og dótturfélaga Icelandair
Group. Icelandair Group hyggst
selja eitt dótturfélagið, ferðaskrif-
stofuna Iceland Travel, til þess að
einbeita sér betur að kjarnarekstri
félagsins, flugrekstri. Hins vegar lít-
ur ekkert út fyrir að Icelandair
Group ætli að selja annað dóttur-
félag, ferðaskrifstofuna VITA, og
þykir mörgum það menga sam-
keppnisumhverfi ferðaskrifstofu-
reksturs.
Sitja ekki við sama borð
Þórunn Reynisdóttir, forstjóri
Ferðaskrifstofu Íslands, segir sam-
keppnisumhverfi á markaði ferða-
skrifstofa vera óeðlilegt. Hún segir
erfitt að eiga viðskipti við eina ís-
lenska flugfélagið, Icelandair, þegar
það rekur jafnframt einn stærsta að-
ilann í geiranum, ferðaskrifstofuna
VITA. Stjórnendur Icelandair sitja
sömuleiðis í stjórn VITA og því geti
verið erfitt að ræða við stjórnendur
Icelandair, samstarfsaðila, þegar
þeir sitja í stjórn VITA, keppinauta,
á sama tíma.
„Við sitjum að sjálfsögðu ekki við
sama borð og VITA, það er það sem
við höfum verið að benda á,“ segir
Þórunn í samtali við Morgunblaðið.
Hún segir að margt jákvætt gæti
hlotist af því að Icelandair drægi sig
úr rekstri ferðaskrifstofa til þess að
jafna stöðu á samkeppnismarkaði.
„Ef Icelandair stæði ekki í þessum
ferðaskrifstofurekstri sínum gætu
þau virkjað ferðaskrifstofur í sam-
starf við sig og stuðlað þannig að
auknum viðskiptum fyrir sig og
aðra,“ segir Þórunn. „Það er rosa-
lega erfitt fyrir ferðaskrifstofur að
skilja þetta. Icelandair segir að
VITA sé ferðaskrifstofa og hún sé
hluti af flugrekstri. Slíkur rekstur
hefur hingað til aldrei verið talinn
hluti af flugrekstri. Ég er farin að
halda að stjórnendur Icelandair viti
ekki hvað ferðaskrifstofa stendur
fyrir.“
Trúnaður erfiður
Eins og fyrr segir Þórunn skjóta
skökku við að stjórnendur Icelanda-
ir sitji í stjórn VITA. Þannig séu
stjórnendur bæði í samstarfi við
ferðaskrifstofur sem aðilar í flug-
rekstri en taki svo beinan þátt í
rekstri ferðaskrifstofu, keppinauta
þeirra sem félagið á viðskipti við.
„Það er tímaskekkja að stjórnend-
ur Icelandair sitji í stjórn VITA. Ég
man ekki til þess að slíkt hafi við-
gengist hjá öðrum flugfélögum sem
ég hef átt viðskipti við á mínum ferli.
Maður hefur ekkert ráðrúm til þess
að ræða eitthvað í trúnaði við sam-
starfsaðilann Icelandair vegna þess
að stjórnendur félagsins sitja í
stjórn VITA, keppinautarins.“
Ekkert nýtt mál
Gunnar Rafn Birgisson, stjórnar-
formaður og eigandi Atlantik ferða-
skrifstofu, er á sama máli. Hann
segir að samfélagsleg ábyrgð Ice-
landair Group sé mikil og það sé
hlutverk stjórnvalda að tryggja heil-
brigða og eðlilega samkeppni á
markaði.
„Þetta er ekkert nýtt mál,“ segir
Gunnar við Morgunblaðið. „Sam-
félagsleg ábyrgð Icelandair Group
er mikil. Það hlýtur að þurfa að
skoða samkeppnisstöðu þessara fyr-
irtækja betur og setja samstæðunni
mjög ströng skilyrði af stjórnvöldum
og samkeppnisyfirvöldum. Það er
mikilvægt fyrir okkur öll að fylgjast
með því hvernig stjórnvöld hyggjast
útfæra ábyrgð á lánalínum, ef það
kemur til þess að þær verði nýttar í
þágu flugfélagins Icelandair. Hlut-
verk stjórnvalda, Samkeppniseftir-
litsins og eigenda Icelandair Group
hlýtur að miða að því að tryggja
samhliða, heilbrigða og eðlilega
samkeppni annarra dótturfélaga
samstæðunnar á markaði.“
Gunnar bætir við að sér þætti
ótrúlegt ef Icelandair ætlaði að
reyna að fara á svig við skilyrði sem
Alþingi setti þegar það samþykkti
ríkisábyrgð á lánalínur Icelandair.
Markmiðið hafi verið að styðja við
flugrekstur á erfiðum tímum. Koma
verði í veg fyrir að 15 milljarða
króna ríkisábyrgð verði notuð í eitt-
hvað annað en það sem upphaflega
var fyrirhugað.
„Það er með ólíkindum ef for-
svarsmenn Icelandair ætla sér að
skauta framhjá skilyrðunum um
ábyrgð á lánalínum með þessum
hætti, skilyrðum sem sett voru af Al-
þingi. Tilgangur laganna og vilji Al-
þingis er að halda uppi samgöngum
flugfélagins Icelandair við útlönd en
ekki að styðja við ferðaskrifstofur í
samkeppnisrekstri þótt þær séu í
eigu Icelandair Group.“
Stjórnarsetan eðlileg
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, segist kannast við þessa
umræðu. Hann er þó á öndverðum
meiði og segir ekkert óeðlilegt við að
samsteypa á borð við Icelandair
Group sé rekin á þann hátt sem Þór-
unn og Gunnar Rafn eru svo ósátt
við. Icelandair hafi sýnt fram á til-
hneigingu til þess að einbeita sér í
auknum mæli að flugrekstri.
„Það er ekkert óeðlilegt að sam-
steypa sé rekin á þennan hátt,“ segir
hann við Morgunblaðið. „Icelandair
hefur náttúrlega sýnt þá tilhneig-
ingu að einbeita sér í auknum mæli
að flugrekstrinum, nú síðast með því
að hyggjast selja Iceland Travel.
Markaðurinn er mjög lítill og auðvit-
að þarf að halda mjög vel utan um
samkeppnisstöðu.“
Icelandair gerir samkeppni erfiða
Rekstraraðilar ferðaskrifstofa segja Icelandair leika tveimur skjöldum Framkvæmdastjóri SAF á
öndverðum meiði Samkeppniseftirlitið vart við áhyggjur af aðkomu bankanna að ferðaþjónustunni
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Icelandair er sagt skekkja samkeppnisstöðu ferðaskrifstofa hér á landi.