Morgunblaðið - 01.02.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 01.02.2021, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2021 Mest selda liðbætiefni á Íslandi LIÐEYMSLI, STIRÐLEIKI EÐA BRAK Í LIÐUM? Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. „Nutrilenk Gold hefur gert mér kleift að æfa og keppa í hjólreiðum undanfarin 4 ár með óvæntum árangri. Ég hef notað Nutrilenk í mörg ár og mér finnst svo magnað að efnið fjarlægir óþægindi í hnénu ef ég tek það inn daglega. Hef prófað koma einkennin aftur í ljós. Ég var búinn að afskrifa mig sem keppnismann í átaksíþróttum fyrir 10 árum síðan.“ Jón Arnar Sigurjónsson (60 ára). a 2-3ja mánaða skammtur í hverju glasi Björn Bjarnason segir á heima-síðu sinni frá fjölmennum fjar- fundi sjálfstæðisfélaganna í Rangár- vallasýslu á laugardag um hálendis- þjóðgarð þar sem meðal annars kom fram að næstum þrefalt fleiri sveit- arfélög séu andvíg frumvarpi umhverfisráðherra en fylgjandi.    Björn rekur að áfundinum hafi tveir fulltrúar í nefnd ráðherra um hálendisþjóðgarð sem skilaði þver- pólitískri skýrslu, Vilhjálmur Árna- son alþingismaður og Valtýr Valtýs- son, tekið til máls og báðir sagt að í frumvarpinu sem nú liggur fyrir al- þingi væri gengið gegn tillögum í skýrslunni.    Allt bendir því miður til þess aðumhverfis- og auðlinda- ráðherra fari „of bratt“ í þetta mál til að um það náist sú sátt sem um svo stóra ákvörðun þarf að ríkja,“ skrifar Björn. „Varla getur það ver- ið markmið ráðherrans að halda þannig á málinu að skellt sé skolla- eyrum við viðhorfunum sem birtast í afstöðu ofangreindra sveitar- stjórna? Að það sjónarmið ráði að best sé að knýja málið í gegn til þess að losna í eitt skipti fyrir öll við sjón- armið þeirra sem kjörnir eru í sveit- arstjórnir? Þrengja að lýðræðis- legum vilja í þágu sjónarmiða og valds sérfræðinga?    Á fundi sjálfstæðismanna hér íRangárþingi eystra kom fram eindreginn vilji til að leggja sitt af mörkum til að verja hálendið í þágu náttúruverndar þótt enginn mælti með þeirri leið sem umhverfis- og auðlindaráðherra færi að markmið- inu með frumvarpi sínu. Ráðherrann ætti að taka enn eina almenna um- ræðulotu um málið á grundvelli um- sagnanna sem alþingi berast um frumvarpið,“ skrifar Björn. Þetta er hógvær krafa. Hér er mikilvægt mál á ferð og brýnt að um það ríki sátt. Björn Bjarnason STAKSTEINAR „Of bratt“ til að sátt náist Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Páll Ragnarsson, tann- læknir á Sauðárkróki og fv. formaður Ung- mennafélagsins Tinda- stóls, lést á Landspít- alanum 29. janúar sl. eftir skammvinn veik- indi, 74 ára að aldri. Páll fæddist 20. maí 1946 á Sauðárkróki, son- ur Ragnars Pálssonar, útibússtjóra í Búnaðar- bankanum, d. 1987, og Önnu Pálu Guðmunds- dóttur húsmóður, d. 2018. Páll ólst upp á Sauðárkróki, varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1966 og lauk prófi í tannlækningum frá Há- skóla Íslands 1972. Páll æfði ýmsar íþróttir með Tindastóli á yngri árum, einkum knattspyrnu, og lék síðan með meist- araflokki Vals árin 1966 til 1974. Upp úr stendur leikur Vals gegn portú- galska liðinu Benfica í Evrópukeppni meistaraliða á Laugardalsvelli 1968. Áhorfendamet var sett á leiknum er ríflega 18 þúsund manns troðfylltu völlinn. Aðalstjarna Benfica var Portúgalinn Eusébio, oft kallaður Svarti pardusinn. Páll fékk það hlut- verk í vörninni hjá Val að gæta Portú- galans og tókst það vel til að hann skoraði ekkert mark í markalausu jafntefli og eftir leikinn fékk Páll við- urnefnið Eusébio-baninn. Páll fékk mikið hrós frá Eusébio, sem hafði þetta að segja um varnarjaxlinn íslenska: „Hann lék drengilega og sleppti mér aldrei úr augsýn. Hann á heiður skilið fyrir að hafa gætt mín svo vel með þessum hætti.“ Páll flutti aftur á Sauðárkrók að loknu tannlæknanámi og knattspyrnuiðkun hjá Val og spilaði í nokkur ár með Tindastóli. Hann varð formaður félagsins 1975 og gegndi því embætti allt til 2006. Páll barðist fyrir uppgangi félagsins og aðstöðu þess í mörgum íþróttum, óþrjótandi allt fram á síðasta dag. Hann fékk gullmerki ÍSÍ árið 1982, á 75 ára afmæli Tindastóls, og gull- merki UMFÍ 2007, fyrir störf sín í þágu Tindastóls. Sama ár varð hann heiðursfélagi félagsins. Þá fékk hann silfur- og gullmerki KSÍ. Páll starf- rækti tannlæknastofu sína á Sauðár- króki frá 1974 og allt til dauðadags. Páll var virkur í starfi Sjálfstæðis- flokksins á Sauðárkróki og átti m.a. sæti á lista í bæjarstjórnarkosningum og í ýmsum nefndum fyrir flokkinn. Eftirlifandi eiginkona Páls er Mar- grét Steingrímsdóttir hjúkrunar- fræðingur. Börn þeirra eru Ragnar, f. 1972, Helga Margrét, f. 1975, og Anna Rósa, f. 1977. Barnabörnin eru sjö talsins. Andlát Páll Ragnarsson Unnið er að því innan borgarkerf- isins að bæta úr mistökum sem gerð voru við uppsetningu hleðslustöðva á Hrannarstíg í Vesturbæ Reykja- víkur, aftan við Landakotsspítala. Eins og greint var frá í síðustu viku var hleðslustöðvunum komið fyrir á miðri gangstétt að því er virðist svo þær gætu nýst bílum beggja vegna gangstéttarinnar. Í tölvupósti skrifstofustjóra um- hverfis- og samgöngusviðs borg- arinnar til aðfangastjóra Landspít- alans, sem Morgunblaðið fékk sendan, er spítalinn beðinn afsök- unar á að hafa ekki verið hafður með í ráðum þegar framkvæmdin var undirbúin. Þá er enn fremur bent á að samkvæmt deiliskipulagi sé gert ráð fyrir að minnsta kosti 1,5 metra breiðum stíg á svæðinu, sem sé ekki uppfyllt nú eftir komu hleðslustöðv- anna. Það hafi einhvern veginn mis- farist vegna fjölda ólíkra aðila sem komu að verkefninu, en þar á meðal er ráðgjafarfyrirtækið VSO ráðgjöf. Samkvæmt póstinum eru tvær lausnir í boði. Önnur er að færa hleðslustöðvarnar út í hornið á gangstéttinni, hin að stytta bíla- stæðin austan megin gangstétt- arinnar um hálfan metra og breikka gangstéttina sem því nemur. Hleðslustöðvarnar yrðu þá áfram á miðri gangstétt, en breiddin hvorum megin yrði næg til að uppfylla skil- yrði deiliskipulags, 1,5 metrar. Síð- ari kosturinn er sagður einfaldari. alexander@mbl.is Unnið að lagfæringu á hleðslustöðvum  Framkvæmd brýtur gegn deiliskipulagi  Gangstétt ekki lengur nógu breið Morgunblaðið Íris Jóhannsdóttir Hleðsla Hleðslustöðvar á gangstétt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.