Morgunblaðið - 01.02.2021, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2021
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Lögreglan í Rússlandi handtók
rúmlega 4.800 manns eftir fjölmenn
mótmæli, sem haldin voru til stuðn-
ings stjórnarandstæðingnum Alexei
Navalní í öllum helstu borgum
Rússlands í gær. Kröfðust mótmæl-
endur þess að hann yrði látinn laus
úr haldi, en réttað verður í máli
hans á morgun, þriðjudag.
Lögreglan í Moskvu brást við
mótmælunum þar með því að loka
miðborg höfuðborgarinnar fyrir
allri umferð og mátti sjá hundruð
lögregluþjóna á götum úti. Mót-
mælendur, sem hugðust mótmæla
fyrir utan höfuðstöðvar rússnesku
leyniþjónustunnar FSB, urðu því að
finna sér aðra mótmælastaði í
snatri og dreifðust þeir um borgina.
Bandaríkin og ESB andmæla
Antony Blinken, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, fordæmdi í
gær aðför lögreglunnar að mótmæl-
endum og fréttamönnum, en þetta
er önnur helgin í röð þar sem fjöldi
fólks er færður í járn eftir mótmæli
í Rússlandi. Svaraði utanríkisráðu-
neyti Rússlands fyrir sig og sakaði
Bandaríkjastjórn um „gróf afskipti“
af innanríkismálum sínum og að
hafa ýtt undir mótmælin með sam-
félagsmiðlum.
Josep Borrell, utanríkismála-
stjóri Evrópusambandsins, for-
dæmdi einnig fjöldahandtökurnar,
sem og það sem hann kallaði vald-
beitingu langt umfram efni gagn-
vart bæði mótmælendum og blaða-
mönnum sem væru að fjalla um
mótmælin. „Fólk þarf að mega nýta
rétt sinn til mótmæla án ótta við að
vera kúgað til hlýðni. Rússland þarf
að standa við alþjóðlegar skuldbind-
ingar sínar,“ sagði Borrell á twitter-
síðu sinni. Hann hyggst ferðast til
Moskvu á fimmtudaginn til þess að
þrýsta á stjórnvöld um að láta Nav-
alní lausan, en utanríkisráðherrar
Evrópusambandsríkjanna hafa hót-
að því að gripið verði til refsi-
aðgerða gegn Rússum ef svo verði
ekki.
Marc Garneau, utanríkisráðherra
Kanada, hvatti Rússa í gærkvöldi til
þess að láta þá sem handteknir voru
í mótmælum helgarinnar lausa, og
standa um leið vörð um prentfrelsi.
Eiginkona Navalnís handtekin
Helstu samstarfsmenn Navalnís
sögðu að Júlía eiginkona hans hefði
verið á meðal þeirra sem handtekn-
ir voru. Hún hafði skömmu áður til-
kynnt komu sína á mótmælin og
hvatt aðra til þess að láta í sér
heyra. „Ef við erum þögul áfram
gæti hvert okkar sem er orðið fyrir
þeim á morgun,“ sagði hún á insta-
gram-síðu sinni. Þá hafa samverka-
menn Navalnís hvatt stuðnings-
menn hans til þess að fjölmenna
fyrir utan dómshúsið þegar réttað
verður yfir honum í vikunni.
AFP
Gráir fyrir járnum Fjöldi lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna mótmælanna, þar á meðal þessir sem stóðu
vörð um miðborg Sankti Pétursborgar. Þetta er önnur helgin í röð sem mótmæli verða vegna Navalní-málsins.
Mótmælt aðra helgina í röð
Rúmlega 4.800 manns handteknir í mótmælum til stuðnings Navalní Banda-
ríkin, Evrópusambandið og Kanada gagnrýna „harkalegar“ aðfarir lögreglunnar
Handtaka Rúmlega 4.800 voru handteknir vítt og breitt um Rússland.
Sérfræðingar alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar WHO kynntu sér í
gær aðstæður við Hunan-fiskmark-
aðinn í miðborg Wuhan, sem sagður
er hafa verið uppspretta fyrstu hóp-
smitanna í kórónuveirufaraldrinum.
Leituðu þeir þar vísbendinga um
mögulegar orsakir faraldursins.
Forsvarsmenn WHO hafa hins
vegar þegar varað við of mikilli
bjartsýni um að leiðangur sérfræð-
inganna muni geta komist að ná-
kvæmum upptökum veirunnar, en
heimsókn þeirra er undir vandlegu
eftirliti og yfirumsjón kínverskra
stjórnvalda.
Peter Daszak, einn af leiðangurs-
mönnum WHO, sagði á twittersíðu
sinni í gær, að þrátt fyrir að meira en
ár væri liðið frá því að faraldurinn
braust út á markaðnum hefði heim-
sóknin verið „mjög mikilvæg“ og
hópurinn hefði rætt við lykilstarfs-
fólk og fengið upplýsingar sem gætu
aðstoðað við að skýra út hvernig
veiran breiddist út.
Könnuðu aðstæður
við fiskmarkaðinn
Sendinefnd WHO kannar upptökin
AFP
Vettvangsferð Sérfræðingar WHO heimsóttu Hunan-markaðinn í gær.
Hinn hundrað ára gamli sir Tom
Moore, fyrrverandi höfuðsmaður í
breska hernum, var lagður inn á
sjúkrahús í gær vegna kórónu-
veirusmits. Moore, eða „Kafteinn
Tom“ eins og hann er kallaður í
Bretlandi, vakti heimsathygli síð-
asta vor þegar hann gekk um garð
sinn í söfnunarskyni fyrir breska
heilbrigðiskerfið vegna kórónu-
veirunnar. Náði hann að safna
milljónum punda og aðlaði drottn-
ingin hann fyrir afrek sitt.
Boris Johnson, forsætisráðherra
Bretlands, sendi í gær kveðjur sín-
ar og sagði hann alla bresku þjóð-
ina standa þétt að baki Kaftein-
inum.
BRETLAND
AFP
Kafteinn Tom Moore var aðlaður fyrir
söfnunarátak sitt síðasta vor.
Kafteinn Tom með
kórónuveiruna
Lögfræðingar
Donalds Trumps,
þau Butch Bow-
ers og Deborah
Barbier, hafa
hætt störfum fyr-
ir Bandaríkja-
forsetann fyrr-
verandi. Þau
munu því ekki
taka þátt í máls-
vörn hans fyrir
öldungadeild Bandaríkjaþings, þar
sem hann hefur verið kærður fyrir
embættisbrot. Í frétt breska ríkis-
útvarpsins segir að þrír lögfræð-
ingar Trumps til viðbótar, þeir
Greg Harris, Josh Howard og
Johnny Gasser, hafi einnig látið af
störfum. Því þykir óljóst hverjir
munu sinna málsvörn Trumps þeg-
ar málsmeðferð í öldungadeildinni
hefst 8. febrúar næstkomandi.
BANDARÍKIN
Trump yfirgefinn af
lögmönnum sínum
Donald
Trump