Morgunblaðið - 01.02.2021, Page 15

Morgunblaðið - 01.02.2021, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2021 Sanngirnismenning (e. Just Culture) var innleidd í lög um loft- ferðir á Íslandi nr. 60/1998 árið 2016. Með breytingum sem gerðar voru á lög- unum voru innleiddar tvær EES-reglugerð- ir sem fjalla um til- kynningu atvika í al- menningsflugi, stjórnsýslumeðferð vegna skír- teina flugumferðarstjóra og svo sanngirnismenningu innan fyr- irtækja í flugiðnaði. Þannig var sanngirnismenning lögleidd og er hún skilgreind þannig: „Sanngirn- ismenning er skilgreind sem menning þar sem aðilum í fram- varðarlínu rekstrar eða öðrum er ekki refsað fyrir athafnir, yfirsjón- ir eða ákvarðanir, sem þeir hafa tekið og samrýmast reynslu þeirra og þjálfun, en þar sem vítavert gáleysi, brot af ásetningi og skað- legar athafnir eru ekki liðin.“ Mikilvægur grunnur Sanngirnismenning verður ekki innleidd með reglugerð einni sam- an, en með innleiðingunni er lagð- ur mikilvægur grunnur sem nauð- synlega þarf að vera til staðar. Samkvæmt lögunum er fyrir- tækjum í flugiðnaði óheimilt að láta starfsfólk, sem tilkynnir atvik eða tilgreint er í tilkynningu, sæta viðurlögum á grundvelli upplýs- inganna. Þá er einnig óheimilt að beita starfsfólk viðurlögum ef það leitar til Samgöngustofu vegna meintra brota fyrirtækis á skyld- um sínum. Ein forsenda þess að byggja upp trausta öryggismenn- ingu er að flugrek- andi hafi rauntíma- upplýsingar um styrkleika og veik- leika starfseminnar og vinni úr þeim á uppbyggilegan máta. Þá þarf starfsfólk að geta treyst því að stjórnendur geri greinarmun á mistök- um og brotum í starfi. Þau mörk verða að vera ljós þannig að allt komi fram, án þess að allt leyfist. Áríðandi er að samskipti geti verið hispurslaus og að öll viðbrögð við mistökum eða brotum í starfi séu í samræmi við tilefnið og þannig haft upp- byggileg fremur en kæfandi áhrif á öryggismenningu. Í skrifum sínum um sanngirn- ismenningu staldrar sálfræðing- urinn Sidney Dekker við það sér- kenni enskrar tungu að gera greinarmun á hugtökunum „acco- untability“ og „responsibility“, en Dekker leggur ríka áherslu á muninn. Þessi tvö hugtök hafa gjarnan verið þýdd einfaldlega sem ábyrgð á íslensku. Orðið „accountability“ hefur þó form- lega verið þýtt sem ábyrgðar- skylda en e.t.v. ekki ratað nægj- anlega vel inn í íslenska málvenju. Í ensku eru þessi tvö orð notuð í samhenginu „responsible for“ og „accountable to“. Í íslensku eigum við a.m.k. sex orð yfir snjó og fjórtán orð yfir snjókomu, en munurinn á „responsibility“ og „accountability“ hefur gjarnan vafist fyrir okkur og undankomu- leiðirnar oft greiðfærar. Sam- kvæmt enskri málvenju er hægt að deila ábyrgð meðal margra ein- staklinga, en aðeins einn ein- staklingur getur borið ábyrgð- arskyldu. Þannig fjallar sanngirnismenning einmitt um jafnvægi öryggis og ábyrgðar- skyldu. Ávinningur sanngirnismenningar Íslenskir flugrekendur og aðrir í leyfisskyldum rekstri hafa lagt sig fram við að innleiða sanngirn- ismenningu á síðustu árum. Ávinningurinn er óumdeildur, því fjölmörg slys um heim allan, ekki aðeins í flugrekstri, má beinlínis rekja til veikrar öryggismenningar þar sem sendiboðar voru skotnir, starfsfólk beitt viðurlögum ef það leitaði til eftirlitsaðila, upplýs- ingum ekki deilt, mistök falin og nýjar hugmyndir kæfðar í fæð- ingu. Sidney Dekker hefur fjallað mikið um afbrotavæðingu mistaka í flugiðnaðinum og heilbrigðisgeir- anum og hversu skaðleg áhrif slík nálgun hefur. Eftirlitsaðilar þurfa vissulega að geta treyst á upp- ljóstranir frá starfsmönnum vegna meintra brota fyrirtækis á skyld- um sínum eða vafasamra starfs- aðferða. En ef mál þar sem ein- göngu mannleg mistök koma við sögu eru umhugsunarlaust send til ákæruvaldsins er búið að skaða þá boðleið. Sanngirnismenning snýst þannig ekki um að draga mörk heldur hver dregur mörkin, á hvaða forsendum og samkvæmt hvaða reglum, þannig að sátt ríki. Á blaði er sanngirnismenning aðeins hugmyndafræði og upp- skrift að atferli. Til þess að menn- ingin verði til þurfa stjórnendur að tileinka sér atferlið og starfs- menn að upplifa menninguna á eigin skinni. Þetta er hug- myndafræði sem stjórnendur þurfa að tileinka sér og getur í einhverjum tilfellum kallað á rót- tæka hugarfarsbreytingu. Ef vel á að vera þurfa stjórnendur að hafa haldbæra þekkingu á kenningum James Reasons um eðli mann- legra mistaka. Þegar við fjöllum um leiðtogahlutverkið í flugiðn- aðinum leitum við gjarnan í smiðju Jóhanns Inga Gunn- arssonar. Jóhann hefur komist þannig að orði um stjórnendur: „Góður stjórnandi þekkir sínar sterku og veiku hliðar. Lélegur stjórnandi fæst ekki til að horfast í augu við veikleika sína og mis- tök.“ Hverjir eru „öflugir afburðaflugmenn“? Eitt af rótgrónustu úrræðum flugfélaga sem tryggir flugöryggi eru starfsaldurslistar, óneitanlega ein af burðarsúlum öryggismenn- ingar. Nú þegar mikið umrót og óvissa ríkir hefur það vakið furðu fjölmiðlamanna að flugfélag þurfi að segja flugmönnum upp í starfs- aldursröð. Að ekki sé hægt að halda í bestu flugmennina. Máls- metandi fjölmiðlamaður hafði á orði síðastliðið sumar að flugfélag þyrfti að geta haldið í „öfluga af- burðaflugmenn“ og fullyrti í við- tali að þetta væri „algerlega galið kerfi“ án þess að neinar rök- semdafærslur fylgdu með. Þetta kerfi er nú ekki galnara en svo að fleiri en færri flugfélög búa svo um hlutina, að minnsta kosti í þeim heimshluta sem við teljumst tilheyra. Hér hættir fjölmiðla- mönnum til að rugla saman rekstri flugfélaga og fjármálafyr- irtækja. En hverjir eru „öflugir afburðaflugmenn“? Eru það flug- mennirnir sem valda minnstum kostnaði og lenda á áfangastað með minnst eldsneyti? Þeir sem lenda aldrei á varaflugvelli og fljúga mest fyrir sem lægst laun? Eru það flugmenn sem þora að taka áhættu, láta ekki samviskuna flækjast of mikið fyrir sér, eru kaldlyndir í erfiðum ákvarðana- tökum og hafa getu til að ráðskast með fólk? Að heimfæra þau lög- mál sem áhættusækin fjármálafyr- irtæki starfa eftir upp á starf- rækslu flugvéla er í einu orði sagt háskalegt. Lexíur flugiðnaðarins og fjármálageirans í raun líka eru margar og sárar. Án starfsald- urslista hafa stjórnendur óheft frelsi til að ráðskast með flug- menn og handvelja hvaða flug- menn verða flugstjórar og hverjir ekki. Slíkt ástand hefur skaðleg áhrif á öryggismenningu. Stærsti ábatinn fyrir flugfélag er að með starfsaldurslista halda flugmenn fremur tryggð við félagið. Þjálfun í áhafnarsamstarfi síðustu áratuga hefur m.a. miðað að því að kveða niður mýtuna um öfluga afburða- flugmanninn. Eftir Ingvar Tryggvason » Að heimfæra þaulögmál sem áhættu- sækin fjármálafyrirtæki starfa eftir upp á starf- rækslu flugvéla er í einu orði sagt háskalegt. Ingvar Tryggvason Höfundur er formaður öryggisnefndar FÍA. Flugöryggi samtímans – sanngirnismenning Fyrr í vetur skrifaði ég grein um þá stað- reynd að fjöldi hæl- isumsókna á Íslandi er nú orðinn margfalt meiri en í öðrum ríkj- um Norðurlandanna miðað við fólksfjölda. Síðan þá hafa birst nýjar tölur sem draga þetta enn betur fram eins og fjallað hefur verið um í Morgunblaðinu. Ekki er langt síðan hlutfall um- sókna var langlægst á Íslandi enda landið ekki fyrsti áfangastaður hælisleitenda. Það sem hefur gerst síðan þá er að hin Norðurlanda- ríkin hafa markvisst unnið að því að draga úr slíkum umsóknum á meðan íslensk stjórnvöld hafa tek- ið ákvarðanir sem auglýsa Ísland sem vænlegan áfangastað. Hlutfallslega eru umsóknir á Ís- landi nú sexfalt fleiri en í Noregi og Danmörku. Það er afleiðing þeirra skilaboða sem þau lönd hafa sent frá sér og þeirra skilaboða sem berast frá Íslandi. Nýverið sagði forsætisráðherra Danmerkur að markmiðið væri að enginn sækti um hæli í Danmörku. Landið mun áfram taka við flóttafólki en það vill hafa stjórn á því hverjum er boðið þangað. Þrátt fyrir takmarkanir Athygli vekur að þrátt fyrir verulegar ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar hefur dregið mun minna úr hælisumsóknum á Íslandi en í fyrrnefndum nágrannalöndum. Í júlí síðastliðnum, eftir að lítillega var slakað á ferðatakmörkunum, kom mesti fjöldi sem komið hefur til landsins á einum mánuði frá því 2017 en það ár sóttu 1.096 manns um hæli hér á landi. Flestir þeirra sem leita hælis á Íslandi hafa þegar fengið hæli (al- þjóðlega vernd) ann- ars staðar, eiga ekki rétt á hæli eða áttu að sækja um í löndunum sem þeir fóru í gegn- um á leiðinni til Ís- lands. Það er þrátt fyrir að skilyrðin fyrir hælisveitingum hafi verið rýmkuð verulega á Íslandi að und- anförnu. Það virðist ganga óhemju erfiðlega að afgreiða hinn mikla fjölda umsókna. Það er af- leiðing af ákvörðunum stjórnvalda fremur en vinnu þeirra sem falið er að sjá um verkefnið. Á síðasta ári lagði Miðflokkurinn fram þingsályktunartillögu um hvernig bæta mætti þar úr m.a. með beit- ingu 48 tíma reglunnar svo kölluðu sem Norðmenn hafa beitt árum saman. Stjórnvöld bæta í Viðbrögð íslensku ríkisstjórn- arinnar ganga áfram þvert á það sem er að gerast í hinum Norður- landaríkjunum. Nú birtist aftur frumvarp félagsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar um málefni inn- flytjenda. Það tókst að taka málið út af dagskrá síðasta þings og það var hvergi að finna á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar við upphaf þessa þings. Tilgangur málsins er sá að jafna stöðu þeirra sem leita til Ís- lands hvernig sem þeir koma. Hvort sem þeim er boðið hingað eftir að staða þeirra hefur verið metin í samráði við flóttamanna- stofnanir eða mæta sjálfir til lands- ins, löglega eða ólöglega. Ef slíku fyrirkomulagi, með út- hlutun húsnæðis og öðrum stuðn- ingi, yrði komið á hér á sama tíma og nágrannalöndin fara í þveröfuga átt væri verið að setja stóran rauð- an hring um Ísland sem áfanga- stað, meðal annars fyrir glæpa- gengi sem taka oft aleiguna af fólki með því að selja því væntingar um betra líf á nýjum stað. Eftir að breytingar voru gerðar á móttöku- kerfi flóttamanna í Finnlandi komu þangað fljótlega 50-60.000 flótta- menn frá tilteknu landi. Í ljós kom að straumurinn hefði áður legið til Belgíu en breytingin sem Finn- arnir töldu smávægilega hafði fært hann til þeirra. Breytingin sem íslensk stjórn- völd boða er hins vegar ekki smá- vægileg. Afleiðingin yrði sú að þús- und umsóknir á ári gætu marg- faldast hratt. Ef ekki yrði stefnu- breyting myndi umsóknum halda áfram að fjölga þangað til ekki yrði við neitt ráðið fyrir 350.000 manna þjóð. Reynsla nágrannalandanna sýnir að það er ólíklegt að gripið yrði til ráðstafana í tæka tíð. Á meðan mun kostnaðurinn við mála- flokkinn margfaldast og geta okkar til að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda mun líða fyrir. Eðli vandans Stefnumótun eins og sú sem rík- isstjórnin boðar virðist byggjast á því að menn skilji ekki vandann en vinni þess í stað stefnu út frá yfir- bragðinu (eins og algengt er nú til dags). Stefnu byggða á sýndar- mennsku fremur en raunveruleg- um lausnum. Það var lærdómsríkt að ferðast til Möltu og Líbanons til að kynna sér vandann af eigin raun. Lang- flestir þeirra sem bjuggu í flótta- mannabúðunum þráðu að komast aftur heim. Það skortir hins vegar mjög á að Vesturlönd veiti þann stuðning sem þarf á slíkum stöð- um. E.t.v. telja menn að góð- mennska þeirra sé ekki nógu sýni- leg ef hún birtist í fjarlægu landi. Evrópusambandið viðurkennir að flestir þeirra sem sækja um hæli séu í leit að betri kjörum og betra lífi fremur en eiginlegir flóttamenn. Fyrir liggur að stór- hættuleg glæpagengi skipuleggi þessar ferðir að miklu leyti. Þau halda úti facebooksíðum, dreifa auglýsingum á götuhornum og leita allra leiða til að selja fólki óraunhæfar vonir um betri kjör. Upplýsingar um bestu áfangastað- ina dreifast hratt á samfélags- miðlum. Á Möltu var ég upplýstur um hvernig glæpagengin starfa í Norður-Afríku. Fólk sem hefur oft borgað um 10.000 dollara eða evrur á mann er flutt víða að frá Afríku og Asíu og svo sett í ofhlaðna báta á norðurströnd Afríku. Yfirleitt fylgja björgunarvesti og einn gervihnattasími ásamt símanúm- erum hjá strandgæslum vestrænna ríkja eða bátum hjálparsamtaka. Markmiðið er að komast út fyrir landhelgi (oftast landhelgi Líbíu) og hringja þá eftir aðstoð og gefa upp staðsetninguna. Þannig eru strandgæslan og hjálparsamtök komin í þá sérkennilegu stöðu að veita þjónustu fyrir glæpasamtök og gera þeim kleift að selja fólki lífshættulega bátsferð. Í heimsóknum til stofnana sem vinna á vettvangi við að fást við straum flótta- og förufólks var ég sérstaklega varaður við því að sett yrðu sérstök lög um móttöku barna á flótta. Slíkar reglur hafa valdið því að í mörgum löndum eru börn send af stað til Vesturlanda í von um að þau komist á áfangastað og tryggi fjölskyldunni réttinn á að fylgja á eftir. Ekkert barn gengur eitt frá Afganistan eða Bangladess til Grikklands. Þau eru því oft sett í umsjá glæpamanna sem geta haft önnur markmið en að skila þeim á áfangastað. Að læra af reynslunni Vilji menn raunverulega hjálpa flóttafólki er mikilvægt að líta á staðreyndir en falla ekki í þá gryfju að vilja sýna eigin dyggð heima fyrir með aðferðum sem oft geta reynst skaðlegar. Fyrir þingkosningar í Danmörku kynntu Sósíaldemókratar tíma- mótastefnu í innflytjendamálum. Þar var leitast við að læra af bit- urri reynslu og tekið á flestu því sem misfarist hefur á liðnum árum og áratugum. Lögð var áhersla á að Danir hefðu sjálfir stjórn á því hverjum væri boðið til landsins. Gerð var krafa um að þeir sem fengju hæli löguðu sig að samfélag- inu og rakin atriði sem voru til þess ætluð að draga úr líkunum á því að glæpamenn seldu fólki Dan- mörku sem áfangastað. Danir gera sér nú grein fyrir því að sterkt velferðarkerfi og opin landamæri fari ekki saman. Við ættum að líta til reynslu Dana og ígrundaðrar stefnu danskra jafn- aðarmanna. Hverfum frá þeirri yfirborðsmennsku sem einkennt hefur umræðu um þessi mál. Um- ræðu þar sem þeir sem sem benda á staðreyndir og leita leiða til að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda eru kallaðir öllum illum nöfnum til að hindra rökræðu og viðhalda tálsýn. Fyrsta skrefið er að hætta að gera ástandið verra með frumvörpum eins og því sem ríkisstjórnin boðar nú. » Vilji menn raunveru- lega hjálpa flótta- fólki er mikilvægt að líta á staðreyndir en falla ekki í þá gryfju að vilja sýna eigin dyggð heima fyrir með aðferðum sem oft geta reynst skaðlegar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Höfundur er formaður Miðflokksins. Ísland sett á kort erlendra glæpagengja Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.