Morgunblaðið - 01.02.2021, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 01.02.2021, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2021 ✝ Haukur Helga-son fæddist á Ísafirði 24. júlí 1933. Hann lést 22. janúar 2021. Foreldrar Hauks: Helgi Hannesson, f. 18.4. 1907, d. 30.11. 1998, kennari á Ísafirði og síðar forseti ASÍ og bæj- arstjóri Hafn- arfjarðar, og Kristjana Guðrún Margrét Þorleifsdóttir, f. 27.11. 1907, d. 9.8. 1981, húsfreyja á Ísafirði og í Hafnarfirði. Hann lauk gagnfræðaprófi á Ísafirði 1949, prófi frá Sam- vinnuskólanum í Reykjavík 1951, lokaprófi frá lýðháskól- anum í Malung í Svíþjóð 1952, kennaraprófi frá KÍ 1955 og stundaði framhaldsnám í stærð- fræði við KHÍ 1971-72. Þá sótti hann fjölda starfstengdra nám- skeiða hér á landi og erlendis. Haukur var sjómaður á Ísa- firði 1947-49, togarasjómaður hjá BÚH 1949-50, sjómaður, verkamaður og vökumaður með námi og kennslu 1950-58, forstöðumaður Vinnuskóla Hafnarfjarðar í Krísuvík 1959- 64, kennari við Barnaskóla Hafnarfjarðar 1955-61 og var Hanna Ragnheiður, 22.1. 1961, búsett í Danmörku. Haukur var framkvæmda- stjóri FAAS, sem nú heitir Alz- heimersamtökin, á árunum 2000-2009. Á þeim árum komu samtökin á fót þremur dag- þjálfunarhúsum fyrir fólk með heilabilun, Fríðuhúsi, Drafnar- húsi og Maríuhúsi. Haukur var formaður Félags kennara á Reykjanesi 1961-71, sat í samninganefnd kennara og BSRB 1970-85, í stjórn BSRB 1981-85, í flokksstjórn og um árabil í miðstjórn Alþýðu- flokksins frá 1966, í bankaráði Búnaðarbanka Íslands frá 1980, sat í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 1974-77, var formaður félags- málaráðs Hafnarfjarðar 1970- 74 og um skeið frá 1985 og einn af stofnendum Fjarðarfrétta og í ritstjórn þeirra fyrstu árin. Haukur varð snemma mikill ljósmyndaáhugamaður. Það má sjá af myndum hans sem hann setti upp á vef sínum www.myndverk.is og eru þar enn. Haukur hélt víða ljós- myndasýningar. Haukur verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 1. febrúar 2021 klukkan 13. Nán- ustu aðstandendur verða við at- höfnina og henni streymt: https://youtu.be/S-m1UuSDCLg. Hlekk á streymi má einnig finna á Andlátsvef mbl.is: https://www.mbl.is/andlat skólastjóri Öldu- túnsskóla frá stofn- un 1961 og til 1998. Fyrri kona Hauks var Kristín H. Tryggvadóttir, f. 14.8. 1936, skóla- stjóri. Seinni kona Hauks er Sigrún Davíðsdóttir, f. 2.9. 1937, sjúkraliði. Börn Hauks og Kristínar eru Helgi Jóhann, f. 11.12. 1956, kvæntur Heiðu Hafdísardóttur og eiga þau fjögur börn og fjögur barnabörn; Unnur Aðal- björg, f. 10.7. 1958, sem á þrjár dætur og sjö barnabörn; Alda Margrét, f. 18.2. 1963, gift Gretti Sigurjónssyni, símvirkja og tölvustjóra hjá HÍ, og eiga þau fjögur börn og fimm barna- börn. Börn Sigrúnar eru Anna Sig- rún Hreinsdóttir, f. 5.12. 1958; Steinunn Hreinsdóttir, f. 20.11. 1960, og Vilhjálmur Hreinsson, f. 7.1. 1969. Alsystir Hauks er Erla Mar- grét Helgadóttir, f. 15.6. 1948, hjúkrunarfræðingur í Hafn- arfirði, en hálfsystkin börn Helga eru Helgi Þór f. 4.1. 1956, kennari í Hafnarfirði, og Elsku besti Haukur okkar. Við vitum ekki alveg hvar við eigum að byrja, við eigum svo margar fallegar og góðar minn- ingar um þig. Þú varst ein hjartahlýjasta og besta mann- eskja sem við höfum kynnst, eins og sagt er gull af manni. Við systkinin erum því ævinlega þakklát fyrir að fá að kynnast þér og vera meira og minna ná- lægt þér í tæp 40 ár. Mömmu okkar varst þú yndislegur og ást ykkar var svo falleg og einlæg. Þið mamma voruð ekki ein- ungis foreldrar í okkar huga, heldur voruð þið líka okkar bestu vinir. Allar minningarnar sem við eigum af bústaðarferð- um, veiðiferðum og ferðum okk- ar erlendis eru ómetanlegar. Það var yndislegt að fylgjast með hvernig þú sinntir öllum barna- börnum á þinn einstaka hátt með öllum sögustundunum, ævin- týraleikjunum og fjársjóðsferð- unum. Barnabörnin elskuðu að kúra hjá þér í hálsakoti og eru til margar myndir því til sönnunar. Okkur þykir svo óendanlega vænt um þig elsku Haukur. En við vitum að þér líður betur núna, síðustu vikur voru þér mjög erfiðar. En við komum allt- af til með að sakna þín, þú átt sérstakan stað í hjarta okkar og við erum full þakklætis fyrir að fá að hafa þig í lífi okkar. Við munum passa mömmu fyrir þig og hugsa vel um hana, því við vitum að þú hafðir miklar áhyggjur af henni. Elsku Haukur, stórt takk fyr- ir allt! Elskum þig, Anna, Steinunn, Vilhjálmur, makar börn og barnabörn. Haukur Helgason var einn af bestu sonum Hafnarfjarðar. Hann gerði umhverfi sitt og samfélag betra. Kraftmikill og ákveðinn og fylgdi fast eftir hug- sjónum sínum, markmiðum og áformum. Lét svo sannarlega til sín taka og kom víða við á langri ævi. Og lagði ávallt gott til. Og nú er hann allur. Lést 87 ára gamall á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Haukur Helgason var mynd- armaður á velli, lá hátt rómur, mælskur, brosmildur og hlýr. Var vel til forystu fallinn, enda kallaður til slíkra starfa oft og einatt. Lífsstarf hans var að vinna með ungu fólki og koma því til manns og mennta; það gerði hann sem skólastjóri Öldu- túnsskóla í heil 37 ár, allt frá stofnun skólans 1961. Var frum- kvöðull í skólastarfi, frjór og framsækinn um nýtt og endur- bætt skólastarf á fjölmörgum sviðum. Þúsundir nemenda Hauks í gegnum áratugina minnast nú læriföður, samherja og vinar. En Haukur Helgason var ekki maður einhamur. Hann var dugnaðarforkur, félagsmálatröll og hafði einlægan áhuga á því að gera þjóðfélagið réttlátara. Í honum bærðist heitt hjarta þess manns sem vildi leggja lið og hjálpa, ekki síst þeim er höllum fæti stóðu. Hann var og enda gegnheill jafnaðarmaður, krati, Hafnarfjarðarkrati. Hann þekkti vel baráttu fólksins í Firðinum fyrir brauðinu. Haukur vildi jafnrétti í raun; að allir hefðu jafnan rétt til menntunar, at- vinnu við hæfi og annarra lífsins gæða, burtséð frá stétt, kyni eða litarhætti. Hann vildi sjá bræðralagið blómstra; virka samvinnu fólks og samhjálp í lífsins erli. Og hann unni frels- inu; að almenningur væri frjáls til athafna og orða og gæti nýtt hæfileika sína og tækifæri til fullnustu. Og á þessum vettvangi stjórn- málanna lét hann heldur betur til sín taka. Var bæjarfulltrúi um skeið fyrir Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði, formaður fjöl- margra nefnda og ráða, í forystu Hafnarfjarðarkrata um áratuga skeið og markaði þar stefnu og verklag. Fáar mikilvægar ákvarðanir voru teknar án þess að leita ráða hjá Hauki Helga- syni fyrst! Sá sem þetta ritar var bæj- arstjóri í Hafnarfirði 1986-1993 og þingmaður um árabil í kjöl- farið. Þau voru ófá samtölin sem við Haukur áttum á þessum ár- um og hann jafnan ráðhollur, heill og hreinskiptinn. Við urðum fljótlega trúnaðarvinir og sú vin- átta ávallt einlæg og heil. Fyrir það skal þakkað að leiðarlokum. Alþýðuflokkurinn á landsvísu naut einnig hæfileika Hauks í forystusveit flokksins. Það sama átti við um verkalýðshreyf- inguna. Hann var ljósmyndari góður og glæsilegt myndasafn hans er fjársjóður þegar kemur að mannlífi á Stór-Hafnarfjarðar- svæðinu um áratugaskeið. Við Hafnarfjarðarkratar, Al- þýðuflokkurinn og jafnaðar- menn víða um land þökkum mannvininum Hauki Helgasyni fyrir langa og farsæla samferð og samvinnu, góðar og glaðar stundir og hans merku verk til hagsbóta fyrir land og þjóð. Öllum ættingjum hans og vin- um sendi ég hugheilar samúðar- kveðjur og bið þeim Guðs bless- unar. Blessuð sé minning Hauks Helgasonar. Guðmundur Árni Stefánsson. Haukur Helgason var mætur maður. Skólamaður fram í fing- urgóma. 28 ára varð hann skóla- stjóri í Öldutúnsskóla í Hafnar- firði, sem hóf starfsemi haustið 1961. Lækjarskóli var þá orðinn yfirfullur og Öldutúnsskóli var því skóli Hafnfirðinga númer tvö. Um það leyti voru íbúar bæjarins 5-6.000. Skólinn byrj- aði með sjö og átta ára börn og síðan bættist við nýr árgangur á hverju ári, svo skólinn óx um ná- lægt 100 börn í senn og þá þurfti árlega fleiri kennara. Kennslu- stofur voru tví- og þrísetnar yfir daginn og kennt á laugardögum líka. Það var mitt lán að fá ráðn- ingu sem ungur nýútskrifaður kennari hjá Hauki 1964. Góður hópur kennara var þar fyrir og sífellt bættust ungir og ferskir félagar í hópinn. Haukur hafði vit á að velja gott fólk og stjórna því. Hann hafði hlýja nærveru, var ákveðinn og umhyggjusamur bæði gagnvart nemendum og kennurum. Honum var umhugað um að öllum liði vel, að kennarar gætu notið sín og átt frumkvæði, samtímis því að ná árangri í kennslunni. Þarna myndaðist einstaklega gott vinasamfélag þar sem vinnustundir voru ekki taldar og unnið langt fram eftir degi. Öldutúnsskóli varð frum- kvöðull í ýmsum nýjungum í skólastarfi. Allir fengu að leggja sitt af mörkum undir stjórn Hauks. Skólastjórafrúin, Kristín H. Tryggvadóttir, kenndi við skól- ann og þau áttu sitt heimili í næsta húsi, þar sem við urðum mörg heimagangar og nutum vináttu og leiðbeiningar bæði í kennslu og mannlegum málefn- um. Þetta voru sannarlega dýr- mæt ár, sem lögðu grunn að starfsævi minni. Samband okkar var ekki mikið eftir að ég hætti kennslu 1976, en þegar við hitt- umst eða töluðum saman í síma, voru vinaböndin þau sömu. Sterk og sönn vinátta. Ótal sinn- um hef ég í huganum sent Hauki þakklætisþanka þegar ég hef nýtt mér ýmis ráð hans í starfi mínu meðal fólks á öllum aldri. Haukur fékk á seinni árum heilablæðingar sem trufluðu hreyfingar og tal svo hann sagði ekki mörg orð og dvaldi að lok- um á Hrafnistu í Hafnarfirði. Síðast hitti ég hann fyrir um ári, þegar ég leit í heimsókn. Fyrst kynnti ég mig fyrir Sigrúnu, konu hans, sem spurði: „Á ég að þekkja þig?“ „Nei,“ svaraði ég, „en ég veit að Haukur þekkir mig.“ Og þá heyrðist úr horni: „Já, já, já, elskan mín.“ Nú við leiðarlok lífsins er mér efst í huga að þakka. Ég þakka fyrir dýrmæta vin- áttu sem aldrei slitnaði. Ég þakka fyrir hjálp til að verða betri kennari og sam- starfsmaður. Ég þakka umhyggju, gleði og vinnu Hauks Helgasonar. Vertu Guði falinn um eilífð, kæri vinur. Verið Guði falin, kæru Helgi, Unnur, Alda og fjölskyldur. Guð styrki og blessi ykkur öll – og allar góðu minningarnar. Stína Gísladóttir. Það er ekki sjálfgefið að kenn- aramenntaður maður verði góð- ur kennari. Það er heldur ekki sjálfgefið að góður kennari verði góður skólastjórnandi. Í dag kveðjum við Hauk Helgason skólastjóra en ég hef átt því láni að fagna að þekkja hann síðan á unglingsárum. Fjöl- skylda Hauks og foreldrar mínir áttu ásamt fleirum sumarbústað- inn Bakkasel við Þingvallavatn og þar vörðum við hvert sumar mörgum gæðastundum við fisk- veiðar og samræður. Haukur var mjög vel heima á öllum mögu- legum sviðum og okkur kom allt- af mjög vel saman enda kunni hann að tala við og umgangast ungling eins og mig. Liðu nú árin. Eftir nám og dvöl erlendis rakst ég á Hauk af tilviljun vorið 1981 og sagði honum að ég væri að leita mér að kennarastöðu fyrir sunnan. Hann réð mig um- svifalaust til starfa við Öldutúns- skóla og kenndi ég þar undir hans stjórn alveg til vorsins 1997 þegar hann hætti störfum sem skólastjóri. Og þar komst ég að því að Haukur var afbragðssam- starfsmaður. Hugmyndir okkar kennaranna, sem stundum gátu orðið svolítið villtar, voru alltaf teknar til góðfúslegrar skoðunar og ef nokkur flötur var á því að framkvæma þær var það gert. Í þeim minningabanka standa upp úr verkefni á borð við umfangs- mikið samstarf við aðra skóla bæjarins um grunnskólahátíðir, plötuútgáfa og sjónvarpsatriði, bekkjarferð til Danmerkur, ferð- ir heilu árganganna til Hollands og Síberíuferð valins hóps. Haukur var auk þess hrókur alls fagnaðar í ótal skíðaferðum ung- lingadeildar þar sem gist var í tvær nætur hverju sinni og þá gat nú oft verið glatt á hjalla. Það er ekki alltaf tekið út með sitjandi sældinni að sætta ólík sjónarmið 50-60 kennara og 600- 800 nemenda á þeim aldri þegar heimur unga fólksins er að opn- ast í allar áttir og bæði líkami og sál að þroskast með ógnarhraða en það tókst Hauki alveg dæma- laust vel. Honum hélst mjög vel á kennurum og reyndist okkur öllum sannkallaður haukur í horni þegar eitthvað bjátaði á. Það er ekki sjálfgefið að kenn- aramenntaður maður verði góð- ur kennari en það var Haukur. Það er heldur ekki sjálfgefið að góður kennari verði góður skóla- stjórnandi en það var Haukur líka. Um leið og ég kveð vin minn, velgjörðarmann og yfirmann til áratuga sendum við Heidi öllum börnum hans, afkomendum öðr- um og öðrum ástvinum okkar innilegustu kveðjur. Það er gott að geta yljað sér við góðar minn- ingar á erfiðum stundum. Matthías Kristiansen. Haukur Helgason er látinn. Með örfáum orðum viljum við kveðja kæran vin og vinnufélaga til áratuga. Það varð hlutskipti Hauks mestan hluta síns starfs- dags að stjórna stórum og fjöl- mennum vinnustað. Skólastjórn er krefjandi og erilsamt starf, oft gefandi en vandasamt og stund- um vanþakklátt. Við erum sam- mála um að Haukur var afar far- sæll í starfi, framsækinn og hvetjandi. Hann var ekki aðeins þéttur á velli og þéttur í lund, í brjósti hans bærðist stórt og hlýtt hjarta, sem setti mildan blæ á stjórnunarstíl hans. Hans breiða bros og dillandi og smit- andi hlátur skapaði jafnan létt og notalegt andrúmsloft á kenn- arastofunni. Hinn mannlegi þáttur sat í öndvegi og hann var bæði ráðhollur og raungóður. Annan þátt í fari Hauks er vert að nefna, en það er hversu laginn hann var að laða fram bestu eig- inleika bæði hjá kennurum og nemendum. Hann beitti þeirri snjöllu aðferð að stjórna ekki alltof mikið. Yrði hann var við af innsæi sínu einlægan vilja og brennandi áhuga var hann tilbú- inn að veita fólki visst frelsi og gefa því dálítið lausan tauminn. Þetta reyndist oft mjög vel. Þeg- ar Kór Öldutúnsskóla var stofn- aður studdi hann við bakið á okk- ur með ráðum og dáð. Þar áttum við ætíð „Hauk í horni“! Í fjöl- mörgum utanferðum kórsins var hann stundum fararstjóri, m.a. í ógleymanlegri ferð til Kína 1982, það var mikið ævintýri. Við kveðjum Hauk með virð- ingu og þakklæti fyrir samfylgd- ina öll þessi ár og sendum að- standendum dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Hauks Helgasonar. Egill Friðleifsson, Sigríður Björnsdóttir. Kveðja frá skólasamfélagi Öldutúnsskóla Fyrsta starfsár Öldutúns- skóla hófst í október 1961. Það sama ár var Haukur Helgason ráðinn skólastjóri. Haukur var framsækinn skólastjóri og vakti snemma at- hygli fyrir nýstárlegar hug- myndir. Sennilega hafa aldrei orðið jafn miklar breytingar á kennsluháttum og námsefni grunnskólanna á Íslandi á jafn skömmum tíma og átti sér stað á árunum í kringum 1970. Nýjar hugmyndir fengu mikinn hljóm- grunn meðal kennara. Í Öldu- túnsskóla tóku kennarar þátt í að móta og semja nýtt námsefni til kennslu og var það Haukur sem leiddi þessa vinnu. Eitt af því sem fljótlega var lögð mikil áhersla á var að temja nemend- um samvinnu og sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur söfnuðu þá heimildum um viðfangsefnið hverju sinni og unnu svo úr því í fjögurra til sex manna hópum sem fluttu svo niðurstöðurnar fyrir aðra nemendur. Oft var um að ræða leikræna uppfærslu og unnin stór myndverk sem skreyttu síðan kennslustofurn- ar. Þessar kennsluaðferðir vöktu athygli kennara í Háskól- anum og víða um land enda þóttu þær afar framsæknar á þessum tíma. Kór Öldutúnsskóla var stofn- aður á upphafsárum skólans og var það Haukur sem ruddi þá braut ásamt kórstjóranum Agli Friðleifssyni. Kór Öldutúns- skóla er enn starfræktur í dag og hefur starfað samfleytt í yfir 50 ár. Elsti starfandi barnakór landsins. Haukur lét af störfum haustið 1997 eftir 37 farsæl ár sem skólastjóri. Fyrir hönd skólasamfélags Öldutúnsskóla sendi ég fjöl- skyldu og vinum Hauks innileg- ustu samúðarkveðjur með þakk- læti fyrir allt sem hann gerði fyrir skólann. Blessuð sé minning Hauks Helgasonar. Valdimar Víðisson, Skólastjóri Öldutúnsskóla. Haukur Helgason Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber       ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA HEIÐBERG GUÐMUNDSDÓTTIR, Fannborg 8, Kópavogi, lést á Hrafnistu við Sléttuveg föstudaginn 29. janúar. Útför verður auglýst síðar. Björgvin Gylfi Snorrason Guðfinna Alda Skagfjörð Ásgeir Valur Snorrason Hildur Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.