Morgunblaðið - 01.02.2021, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2021
✝ HaraldurGuðnason
fæddist á Brekk-
um í Hvolhreppi,
Rangárvallarsýslu
14. desember
1928. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans 17. jan-
úar 2021. For-
eldrar hans voru
Guðni Guðjónsson,
f. 11.6. 1898, d.
14.4. 1995, og Jónína Guðný
Jónsdóttir, f. 5.6. 1902, d.
16.6. 1969. Haraldur var
fimmti í röð 12 systkina en
þau eru: Valgerður, f. 14.6.
1923, Ingólfur, f. 21.2. 1925,
Guðni Björgvin, f. 1.4. 1926,
Ágústa, f. 20.8. 1927, d. 5.2.
1980, Gunnar, f. 7.3. 1930, d.
1.6. 2013, Hafsteinn, f. 22.10.
1932, d. 20.2. 1995, Júlíus, f.
16.10. 1933, d. 30.10. 1968,
Guðjón Sverrir, f. 31.5. 1935,
Drengur, f. 31.5. 1935, d. 15.2.
1936, Dagbjört Jóna, f. 1.9.
1939, og Þorsteinn, f. 19.6.
1942, d. 25.4. 1990.
Haraldur kvæntist árið
1955 Ragnhildi Guðrúnu Páls-
dóttur, f. 27.9. 1935, frá
Kirkjulæk II í Fljótshlíð,
Rangárvallasýslu. Foreldrar
hennar voru Páll Nikulásson,
f. 27.9. 1899, d. 30.10. 1968,
vörubíl með Gunnari bróður
sínum sem þeir ráku saman í
nokkur ár. Fór meðal annars
nokkrar ferðir á bílnum vest-
ur á firði til að kaupa ásetn-
ingslömb fyrir bændur í Hvol-
hreppi vegna fjárskipta árið
1953, en sauðfé hafði verið
skorið þar niður vegna mæði-
veiki. Hann fór jafnframt á
margar vertíðir til Vest-
mannaeyja og stundaði þar
störf við fiskvinnslu.
Árið 1953 kynntist hann
Ragnhildi. Þau settust að á
Brekkum og tóku við búinu af
foreldrum Haraldar árið 1955
og bjuggu þar til ársins 1957.
Þá fluttu þau til Reykjavíkur
og Haraldur byrjaði fljótlega
að vinna hjá Hitaveitu
Reykjavíkur og síðar Orku-
veitu Reykjavíkur þegar það
fyrirtæki varð til við samein-
ingu hitaveitu, rafmagnsveitu
og vatnsveitu Reykjavíkur.
Haraldur starfaði samfleytt í
42 ár hjá þessum fyrirtækjum
við viðgerðir og hitaveitu-
lagnir inn í hús, jafnframt var
unnið við borholur í Reykja-
vík, í Mosfellsbæ og á Nesja-
völlum en hin síðari ár við
skipti á hitaveitumælum í hús-
um.
Útför Haraldar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 1. febr-
úar 2021, klukkan 13. Útför-
inni verður streymt og nálg-
ast má streymið á slóðinni:
https://tinyurl.com/y3urxszq/.
Hlekk á streymið má einnig
finna á Andlátsvef mbl.is:
www.mbl.is/andlat
og Helga Metúsal-
emsdóttir, f. 7.10.
1907, d. 12.6.
1980.
Börn Haraldar
og Ragnhildar
eru: 1) Helga, f.
10.6. 1955, d. 4.12.
1993, maki Nagu-
ib Zaglouhl, f.
18.2. 1929, d. 5.11.
2012. 2) Páll, f.
13.7. 1958, maki
Björg Sigurðardóttir, f. 24.3.
1958. Börn þeirra eru: a)
Ragnhildur Guðrún, f. 8.6.
1979. b) Sigurður Bóas, f.
18.8. 1980. c) Haraldur Rafn,
f. 2.12. 1987, og d) Helga Rún,
f. 9.9. 1994. 3) Gunnar, f. 31.3.
1963, maki Kristín Ögmunds-
dóttir, f. 25.2. 1966. Börn
þeirra eru: a) Magdalena, f.
5.10. 1988. b) Ögmundur Páll,
f. 6.8. 1992. c) Helgi Ragnar,
f. 18.7. 1995. d) Hildur Kristín
Margrét, f. 17.10. 2003.
Barnabarnabörnin eru níu
talsins.
Haraldur starfaði við land-
búnaðarstörf á búi foreldra
sinna á Brekkum, þá vann
hann við vegagerð, varn-
argarða við Markarfljót og
byggingarvinnu, meðal annars
við smíði félagsheimilisins
Hvols á Hvolsvelli. Hann átti
Meira á Lífið gefur og lífið tek-
ur, það verðum við öll að sætta
okkur við. Við sem eftir stöndum
erum aldrei tilbúin fyrir þessa
stund. Pabbi var orðinn 92 ára en
hafði alla tíð verið mjög hraustur.
Pabbi fæddist á Brekkum í Hvol-
hreppi og var fimmti úr tólf systk-
ina hópi0. Brekkurnar áttu alltaf
stað í hjarta hans. Mamma og
pabbi giftu sig árið 1955 og byrj-
uðu sín búskaparár á Brekkum en
fluttu síðan til Reykjavíkur. Þeim
varð þriggja barna auðið. Pabbi
starfaði lengst af hjá Hitaveitu
Reykjavíkur eða í 42 ár. Hann var
mjög dáður af sínum yfirmönnum
fyrir dugnað og ósérhlífni. Um
helgar var gjarnan farið austur í
Fljótshlíð á æskustöðvar mömmu,
en þar komst pabbi í snertingu við
búskapinn, sem var hans aðal-
áhugamál. Árið 1987 byggðu for-
eldrar mínir sumarbústað og að
sjálfsögðu í sveitinni sinni, annað
kom ekki til greina. Hann talaði
mikið um sveitina og þegar hann
kom austur var eins og hann væri
alltaf kominn heim. Pabba langaði
helst af öllu að vera bóndi, en það
fór á annan veg. Ég var ekki hár í
loftinu þegar pabbi fór að leyfa
mér að vera með sér í vinnunni,
sem var mikið sport fyrir ungan
dreng. Við fjölskyldan eigum
margar yndislegar minningar frá
því þegar við byggðum okkar
sumarbústað. Pabbi var mjög
duglegur að hjálpa okkur þar. Þá
vildi hann leggja snemma af stað
til að það yrði meira úr deginum.
Pabbi fór alltaf snemma á fætur.
Pabbi var mikill dýravinur, kindur
og hundar voru þar í uppáhaldi.
Pabbi fór oft með mér austur að
gefa nokkrum kindum sem við
eigum og þá sá ég hvað hann hafði
gaman af dýrunum. Núna í veik-
indunum var hann með hugann
fyrir austan og hafði áhyggjur af
hvernig dýrin hefðu það. Hann
var svo öflugur að moka með mér
undan kindunum og talaði um
hvað hann hefði gaman af þessu.
Ég á eftir að sakna þessara
stunda, en ég hef þá trú að pabbi
verði áfram með mér í þessum
ferðum. Pabbi hafði mikinn áhuga
á bílnum sínum, hann var oftast
stífbónaður og í góðu standi, hann
hafði gaman af að skutla okkur og
barnabörnin sögðu oft að afi segði
aldrei nei. Í ferð okkar með hon-
um um Vestfirði sagði hann okkur
frá því þegar hann var í fjárflutn-
ingum að vestan, en hann átti þá
vörubíl með bróður sínum. Hann
mundi þetta allt saman mjög vel.
Árið 1993 varð stórt áfall í fjöl-
skyldunni þegar Helga systir mín
dó. Það var erfitt fyrir okkur að
sætta okkur við það. Pabbi lifði
mjög heilsusamlegu lífi og hreyfði
sig mikið. Í sumar sá maður að
pabbi var ekki líkur sjálfum sér,
en þá hafði þessi óvinur sem hann
kallaði svo verið að byrja að segja
til sín. Það var okkur mikils virði
að geta verið hjá þér síðustu dag-
ana sem þú lifðir.
Elsku pabbi minn, með þessum
fátæklegu orðum langar mig að
kveðja þig og þakka þér allt sem
þú gerðir fyrir mig og mína fjöl-
skyldu. Þú varst góð fyrirmynd,
heiðarlegur, traustur, ósérhlífinn,
duglegur og stundvís, allt þetta
einkenndi þig. Ég horfi á bak góð-
um föður og vin, þín verður sárt
saknað. Við lofum þér að hugsa
vel um mömmu. Ég veit að Helga
systir tók vel á móti þér þegar þú
komst í sumarlandið.
Hvíl í friði elsku pabbi minn.
Þinn
Gunnar og fjölskylda.
Elsku pabbi minn, nú hefur þú
fengið hvíldina, eftir stutt en erfið
veikindi. Þú varst alla tíð heilsu-
hraustur og naust þess að takast á
við erfiða vinnu sem reyndi bæði á
úthald og þrek. Það átti því ekki
við þig þegar heilsan gaf sig, enda
sagðist þú frekar vilja fá að fara
en vera svona á þig kominn.
Á svona stundum hlaðast upp
minningarnar sem eru ótalmarg-
ar allt frá því maður man fyrst eft-
ir sér. Minningar frá því maður
var strákur í Fljótshlíðinni og
mamma og pabbi voru að koma í
heimsókn um helgar – mér fannst
það alltaf svo spennandi, minning-
ar frá því maður var að koma
gangandi heim úr skólanum og
maður rakst á pabba þar sem
hann var að vinna við hitaveitu-
borholurnar sem voru víða um í
Reykjavík og dældu upp heitu
vatni til að hita upp húsin. Ég var
svo hreykinn á þessum tíma að sjá
pabba vinna við þetta og fannst
hann vera mikil hetja, því þetta
var mikil erfiðisvinna. Minningar
þegar hann keyrði mig alla
morgna þegar ég byrjaði í Versl-
unarskólanum sem var þá á
Grundarstígnum. Minningar þeg-
ar pabbi fór með mig niður í bæ á
17. júníhátíð í Reykjavík og ég
týndist í mannfjöldanum. Minn-
ingar þegar mig langaði að byrja
að selja dagblöð en búið var að
loka blaðaafgreiðslunni og pabbi
vildi þá kaupa nokkur blöð sem ég
gæti selt. Svona væri hæglega
hægt að halda áfram og og telja
upp fleiri minningar með pabba.
Óhætt er að segja að pabbi hafi
verið afburðaduglegur maður og
eftirsóttur í vinnu, sökum ósér-
hlífni og driftar sinnar við vinnu.
Mikil ákefð og hugur fylgdi öllu
því sem hann tók sér fyrir hendur
og það var helst ekki hætt fyrr en
verkinu var lokið. Hann var morg-
unmaður, fór snemma á fætur til
að sinna hinum ýmsu verkum,
sagði ætíð morgunstund gefur
gull í mund. Hann var mjög bón-
góður og aðstoðaði mig ætíð þegar
maður var að mála, smíða eða eiga
við pípulagnir á mínu heimili.
Hann var bæði samviskusamur og
heiðarlegur og vildi aldrei skulda
neinum neitt. Alla reikninga varð
að borga strax og þeir birtust hon-
um. Hann var til að mynda að
koma úr bankaferð, þar sem var
verið að greiða aðeins einn happ-
drættismiða þegar hann datt í
hálku og upp frá því hrakaði
heilsu hans. Pabbi var einnig mjög
fastur fyrir og stífur á skoðunum
sínum og því oftast erfitt að
breyta þegar búið var að taka
ákvörðun.
Pabbi var ekki mikið fyrir að
fara á utan, þess vegna er minn-
isstæð ferðin sem við fórum með
hann til Hollands í kringum 1990
og dvöldum þar í sumarhúsi
ásamt fleira fólki. Hann naut sín
vel í þeirri ferð og talaði oft um
hana. Þar var bæði hjólað og
gengið mikið.
Pabbi og mamma reistu sum-
arbústað í Fljótshlíðinni árið 1987
og áttu mörg mjög góð ár saman í
Hlíðinni fögru og nutu sín vel við
gróðurinn og önnur störf úti í
náttúrunni. Sumarbústaðurinn
átti hug hans allan og þar sá mað-
ur hvar rætur hans lágu enda tal-
aði hann oft um uppeldisár sín á
Brekkum þar sem hann ólst upp
ásamt 11 systkinum sínum og að
það hafi oft verið fjörugt á svo
barnmörgu heimili. Þá var gengið
í skólann út í Hvolsvöll sem er um
eins km leið í hvaða veðri sem var.
Brekkurnar áttu vissan stað í
hjarta pabba sem leyndi sér ekki
þegar hann ók þar fram hjá á leið
inn í Fljótshlíð.
Það var alltaf stutt í bóndann
hjá pabba, hann fylgdist vel með
málefnum landbúnaðarins og
hafði sterka skoðun á þeim mál-
um. Að vera úti í náttúrunni og
vinna við að slá gras eða moka
jarðveg átti vel við hann. Og ekki
má gleyma að minnast á hversu
gaman hann hafði af að setja niður
kartöflur á vorin og taka þær síð-
an upp að hausti og spennan yfir
því að sjá uppskeruna. Börnin mín
eiga góðar minningar í sumarbú-
staðnum með pabba og mömmu,
þar fengu þau yfirleitt eitthvað að
aðstoða því þar var alltaf eitthvað
verið að dytta að. Gaman var að
sjá hversu hreykinn pabbi var af
öllum afabörnum sínum. Fylgdist
vel með hvernig þeim gengi í lífinu
og hann tók líka vel eftir því
hvernig þau tókust á við verkefnin
og sagði oft við þau hversu efnileg
þau væru.
Elsku pabbi minn, mig langar
að þakka þér fyrir fylgdina í gegn-
um lífið og hversu góður og um-
hyggjusamur þú varst við börnin,
þau munu sakna Hadda afa mikið
og það er erfitt að skýra út fyrir
þeim að nú ert þú kominn til Guðs.
Við munum kenna þeim að minn-
ast þín í bænum sínum.
Góða ferð í sumarlandið, elsku
pabbi minn, með kærri þökk fyrir
allt og allt.
Blessuð sé minning þín.
Þinn sonur,
Páll.
Meira: www.mbl.is/andlat
Mig langar hér með í nokkrum
orðum að minnast tengdaföður
míns, hans Hadda eins og hann
var alltaf kallaður. Á þessum
tímamótum finn ég mest fyrir
þakklæti, er óendanlega þakklát
fyrir allt sem hann gerði fyrir okk-
ur fjölskylduna. Hann fylgdist vel
með sínu fólki og vildi allt fyrir
fjölskylduna sína gera, hvort sem
það var eitthvað tengt smíðum,
pípulögnum eða jafnvel barna-
pössun. Hann var mjög laginn við
börnin og hafði ótakmarkaða þol-
inmæði gagnvart þeim, börnin
okkar og barnabörnin sóttust í að
vera í Afabæ, en það var heimili
tengdaforeldra minna ætíð kallað.
Haddi og Ragnhildur áttu sinn
sælureit í Fljótshlíðinni, þar sem
þau byggðu sér bústað og dvöldu
mikið þar á sumrin við uppbygg-
ingu og gróðursetningu. Í bú-
staðnum naut hann sín vel, fór
snemma á fætur og var allan dag-
inn að sinna ýmsum störfum og
það átti vel við hann. Ég hefði ekki
getað óskað mér betri tengdaföð-
ur. Minningar um góðan mann
munu lifa í hjörtum okkar.
Blessuð sé minning hans.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þín tengdadóttir,
Björg.
Elsku afi og langafi.
Þakka þér fyrir þann langa
tíma sem þú gafst okkur með þér.
Þú varst alveg sérstakur maður,
alltaf tilbúinn að hjálpa og hlusta
og svo barngóður. Þó tíminn þinn
með okkur hafi verið langur var
hann samt alltof stuttur. Minn-
umst þín með söknuði og þú verð-
ur alltaf í hjarta okkar.
Þitt afabarn
Ögmundur Páll og fjölskylda.
Ég minnist afa míns í dag með
miklum söknuði. Núna ert þú
kominn til Helgu okkar og Mola
sem þér þótti svo vænt um, keyr-
andi um með þeim á flottum ný-
bónuðum bíl. Afi, Helga og Moli
eiga það sameiginlegt að krabba-
meinið sigraði á endanum.
Haddi afi var afskaplega barn-
góður og hjálpsamur maður sem
vildi öllum vel. Í afabæ sótti ég
mikið sem barn því þar þótti mér
afskaplega gott að vera. Við afi
áttum ofsalega gott samband sem
er ómetanlegt fyrir barn að fá að
upplifa. Hann hafði svo gaman að
því að fá að hjálpa okkur. Hann
var alltaf fyrstur að koma þegar
snjóaði og þá kom hann með skófl-
una sína og mokaði fyrir okkur
svalirnar. Hann var einnig alltaf
tilbúinn til að hjálpa til við ýmis
dagleg störf eins og skutla, passa
eða aðstoða á einhvern máta. Bíl-
inn hans var alltaf hreinn og hann
hafði mikla unun af að keyra á
milli staða.
Fljótshlíðin er sveitin okkar og
þangað þótti afa alltaf óskaplega
gaman að fara. Í ferðum okkar
austur þuldum við upp nöfnin á
öllum fjöllunum á leiðinni frá
Reykjavík og þær ár sem á vegi
okkar urðu. Frá Fljótshlíð á ég
margar góðar minningar og
hlakka ég til að halda þeim á lofti
og heiðra minningu afa míns. Þar
liggja mörg handtökin sem við
fjölskyldan áttum saman og mun-
um varðveita.
Við afi fórum mikið á leik- eða
rólóvelli í Fossvoginum og svo
hjólaði hann með mig, sem litla
stelpu, um gangstéttir í Fossvog-
inum. Þá fengum við viðurnefnin
Ingimundur fiðla og Tobba fylgi-
kona. Ef lesa má um þau hjónin á
svokölluðum veraldarvef þá kem-
ur fram að Ingimundur var hæfi-
leikaríkur fiðluleikari og konan
hans hét Ingibjörg. Ekki veit ég af
hverju okkur var líkt við þau en
mikið sem þau amma og afi hlógu
þegar hjólaferðir okkar afa voru
ræddar við matarborðið. Afa þótti
gaman að hugsa til þessara stunda
okkar.
Afi var duglegur að hrósa fyrir
framfarir í lífinu. Þegar ég stofn-
aði fyrirtækið mitt fékk ég aldeilis
að heyra hvað hann væri ofsalega
stoltur af mér. Hann talaði mikið
um hvað ég væri dugleg og þegar
auglýsingar komu í blöðunum frá
fyrirtækinu hringdi hann alltaf í
mig og sagði mér að hann hafði
séð flotta auglýsingu í blaðinu.
Það er mikils virði að fá hrós og
þetta er mér mikils virði. Ég vissi
að hann var stoltur af mér og það
þótti mér mjög vænt um.
Ég gleymi aldrei brosinu hans
og hvað honum þótti gaman að
tala og segja frá, en að tala illa um
fólk gerði hann aldrei. Slíkan
mann er sjaldgæft að finna í dag.
Afi minn var besti afi í öllum
heiminum. Ég er afskaplega
þakklát fyrir að hafa fengið að
vera elsta barnabarnið hans og
hafa haft hann í mínu lífi í 41 ár.
Það eru forréttindi að hafa svona
náið og gott samband við afa sinn.
Ég er ómetanlega þakklát fyrir að
dætur mínar hafa fengið að kynn-
ast langafa sínum vel. Þær eiga
alltaf eftir að muna eftir Hadda
afa.
Afi fór mikið með vísur og sagði
okkur Sigga bróður margar sög-
ur. Í minningu um þig, elsku afi
minn, vísan sem þú fórst alltaf
með:
Fyrr var oft í koti kátt,
krakkar léku saman.
Þar var löngum hlegið hátt
hent að mörgu gaman.
Úti um stéttar urðu þar
einatt skrýtnar sögur,
þegar saman safnast var
sumarkvöldin fögur.
(Þorsteinn Erlingsson)
Elsku besti afi minn. Ég elska
þig og sakna mikið.
Þín
Ragnhildur Guðrún
Pálsdóttir yngri (Ragga).
Meira: www.mbl.is/andlat
Elsku afi, takk fyrir að vera
alltaf til staðar fyrir fjölskylduna.
Það var ávallt hægt að treysta á
þig og þú varst fljótur að stökkva
til ef eitthvað amaði að í fjölskyld-
unni. Stuðningur þinn var mikill
og var alltaf gífurlegur áhugi til
staðar á því hvernig manni gengi
að takast á við áskoranirnar sem
lífið hefði upp á að bjóða. Það er
mikil sorg hvað þú varst tekinn
snöggt frá okkur, því hraustur
varstu alltaf og var ekki við þessu
búist. Minningarnar eru margar
sem við eigum saman en hefði ég
viljað eiga þær enn fleiri afi minn.
Þín mun verða sárt saknað um
ætíð.
Helgi Ragnar Gunnarsson.
Himnaríki hefur eignast nýjan engil,
engil með hjarta úr gulli.
Elsku afi. Ég trúi því ekki enn
að þú sért farinn frá okkur, maður
gat einhvern veginn alltaf kallað
til þín eftir aðstoð og þú hjálpaðir
manni alltaf, orðið nei var ekki til
hjá þér. Ég á margar góðar minn-
ingar með þér, mér fannst alltaf
jafn gaman þegar ég var lítil að
koma upp í bústað til þín og ömmu
og þú labbaðir með mér út um alla
lóðina og sagðir mér hvað öll trén
hétu, einnig var skemmtileg stund
þegar þið amma voruð að taka
upp gulræturnar í bústaðnum og
ég fékk að hjálpa til með því að
taka þær upp og skola þær.
Ég man líka einnig alltaf eftir
því þegar þú komst með mér upp í
hesthús og þú tókst það ekki til
greina að ég myndi moka stíuna,
þannig að ég fór á hestbak og þeg-
ar ég kom til baka varstu enn þá
að moka og eftir það hef ég ekki
séð betur mokaða stíu!
Þú varst með fallegustu sál sem
til var og ég veit það vel að þú
horfir yfir okkur og passar okkur
núna.
Þú munt alltaf eiga sérstakan
stað í hjarta mínu, elsku afi minn.
Hvíldu í friði, elsku Haddi afi,
þín verður sárt saknað því betri
afa var ekki hægt að hugsa sér.
Kveðja,
Hildur Kristín Margrét
Gunnarsdóttir.
Elsku afi minn hefur nú kvatt
þennan heim eftir stutt en erfið
veikindi. Mikill er söknuðurinn og
erfitt fyrir okkur sem eftir sitjum
að átta okkur á því hversu lífið
getur verið hverfult. Afi var alla
tíð afar heilsuhraustur, hugsaði
vel um heilsuna og stundaði morg-
unsund og hjólaði.
Afi minn var alveg einstakur
maður. Fyrir mér er hann einhver
besta manneskja sem hugsast
getur, hlýjan og brosið sem hann
gaf af sér með nærveru sinni er
minning mín sem lítill snáði sitj-
andi í kjöltu hans meðan hann
hossaði manni á lærinu og raulaði
vísur. Ógleymanlegar minningar
sem einkennast af svo mikilli
væntumþykju, ást og hlýju. Þarna
var maður öruggur og ekkert illt
var til í heiminum.
Ég hef alltaf verið mikill afa-
strákur. Mér þótti gaman að vera
hjá ömmu og afa þegar ég var lítill
drengur. Afi var duglegur að fara
með mig upp á leikvöll og stund-
um var rölt út í Grímsbæ til að
kaupa eitthvað gott í bakaríinu.
Margar voru ferðirnar til Steina
heitins bróður afa upp á bensín-
stöð. Þar keypti afi iðulega happa-
þrennur fyrir mig sem ég skóf svo
meðan hann þreif bílinn.
Afi vann hjá hitaveitunni á
þessum tíma og fékk ég oft að fara
með honum í vitjanir sem mér
þótti skemmtilegt.
Þegar sumabústaðurinn í
Fljótshlíðinni kom svo til sögunar
var oft farið þangað. Margar góð-
ar minningar á ég frá þessum
ferðum og sumarbústaðnum.
Þarna fékk orkumikill og uppá-
tækjasamur drengur að losa um
orkuna hömlulaust ef svo má að
orði komast en þó undir góðri
handleiðslu og eftirliti. Afi hafði
alltaf einhver verkefni handa
manni, það var ekki verið að fara í
bústaðinn til að slappa af, nei
þvert á móti var alltaf eitthvað að
gera og ég fékk að taka þátt í því.
Afi fór iðulega með einhverjar vís-
ur eða stökur þegar við vorum við
störf, sagði sögur frá sveitinni og
taldi upp bæina í Fljótshlíðinni og
hver bjó á hvaða bæ.
Ég minnist þess að í hvert sinni
sem við komum austur byrjaði
upptalningin á bæjum yfirleitt við
Litla-Moshvol þar til komið var að
sumarbústaðnum. Oftast var
hægt á ferðinni þegar kom að
Brekkunum til að lita yfir og
kanna ástandið á túninu heima við
bæinn. Afi talaði oft um Brekk-
urnar og hans minningar sem
ungur drengur að alast þar upp og
þar mátti greina sterkar taugar.
Afi hefur alltaf verið til staðar.
Haraldur
Guðnason