Morgunblaðið - 01.02.2021, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2021
50 ára Sonja er Reyk-
víkingur, ólst upp í
Seljahverfi en býr í
Kópavogi. Hún er lyfja-
fræðingur að mennt
frá HÍ og er sérfræð-
ingur í lyfjaskráningum
hjá Vistor. Sonja situr í
siðanefnd Lyfjafræðingafélags Íslands.
Maki: Erlendur S. Þorsteinsson, f. 1971,
reiknifræðingur og starfar hjá CCP.
Börn: Birkir Örn, f. 2000, Þorsteinn
Hilmir, f. 2004, og Þórunn Erla, f.
2006.
Foreldrar: Erla B. Axelsdóttir, f. 1948,
myndlistarmaður, og Guðfinnur R. Kjart-
ansson, f. 1945, fv. framkvæmdastjóri.
Þau eru búsett í Breiðholti.
Sonja Björg
Guðfinnsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Veittu því athygli hvað góðvild
fólksins í kringum þig skiptir þig miklu máli.
Er ekki kominn tími til að klippa á nafla-
strenginn milli þín og viss aðila?
20. apríl - 20. maí
Naut Þú áttar þig svo sannarlega á því
hversu mikla umhyggju aðrir bera fyrir þér
á komandi vikum. Gerðu áætlanir í dag svo
þú getir nýtt tímann sem best.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er kominn tími til þess að þú
dragir þig í hlé frá ákveðnum málum og
leyfir öðrum að taka við. Reyndu að minnka
frestunaráráttuna.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Nánasta samband þitt er loks farið
að breytast til batnaðar. Gefðu þér tíma til
að hafa samband við vini. Fjölskyldan kem-
ur þér á óvart.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Líttu í kringum þig og leitaðu eftir ein-
hverju sem má betur fara. Umtal annarra
um þig truflar þig ekki.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú hefur mikla löngun til þess að
læra eitthvað nýtt. Ekki reyna að forðast
vissa persónu, það er best að hitta hana og
afgreiða málið strax.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú komst þér sjálfur í þessar aðstæður
og ræður hvort þú kallar það heppni eða
óheppni. Það að leita eftir hjálp er styrk-
leikamerki.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert ákveðinn í að komast til
botns í heimilisvanda og laga hann. Hlust-
aðu á líkama þinn, ekki hunsa viðvörunar-
merkin.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Meginverkefni dagsins er að
skilja sjónarmið annarra. Samninga-
viðræður við unglinginn eru stál í stál, sá
vægir sem vitið hefur meira.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Varastu alla fljótfærni í sam-
bandi við fjárfestingar. Þú ert með stjörnur í
augunum yfir vissri manneskju, haltu því
bara áfram.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Fyrirætlanir þínar um að bæta
við menntun þína eru góðar. Deilur rísa um
eignarrétt og þú verður að hafa þig allan við
til þess að standa á rétti þínum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Láttu ekki dagdrauma spilla fyrir
árangri þínum í dag. Erfiðleikarnir eru meira
leyndir en ljósir og verða að baki bráðum.
H
alldór Elís Ólafsson
fæddist 1. febrúar
1981 í Reykjavík, en
ólst upp á Seltjarnar-
nesi. Hann gekk í
Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla og
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum við Hamrahlíð.
Árið 2006 var Halldór meðal
fyrstu nemenda sem luku námi við
nýja deild japanskra fræða við Há-
skóla Íslands. „Það er kannski ekki
ein ástæða fyrir því að ég fór að hafa
áhuga á Japan,“ segir Halldór að-
spurður. „Pabbi hafði ferðast tals-
vert í Asíu og komið heim með
myndir og muni þaðan. Það eru
fyrstu minningarnar. Svo man ég
eftir bíómyndum þar sem þessi
heimur var framandi og spennandi
og við að eignast Nintendo og Sony
Walkman og þessi japönsku raftæki
þá varð Japan þetta framtíðarland
en líka með samúræjum og hofum og
það var rosalega heillandi. Að einu
ári loknu í HÍ fór ég fyrst út til Jap-
an, sem skiptinemi í Osaka en það er
næststærsta borg Japan. Þar verð
ég alveg hugfanginn; maturinn,
menningin og þægindin og svo stór-
borgartilfinningin og mannmergðin,
en hún verður aldrei óþægileg þar.“
Rúmu ári eftir útskriftina úr HÍ
hlaut Halldór styrk japanska
menntamálaráðuneytisins til fram-
haldsnáms í Japan og útskrifaðist
hann með meistaragráðu í alþjóða-
samskiptum frá Waseda-háskóla í
Tókýó árið 2010. „Waseda er gamal-
gróinn einkaskóli en rithöfundurinn
Haruki Murakami hafði búið á
heimavistinni þar sem ég var og lét
m.a. aðalpersónuna í skáldsögunni
Norwegian Wood búa þar.“
Starfsferillinn
Að námi loknu hóf Halldór störf
hjá ferðaskrifstofunni Viking Inc. í
Tókýó, en fyrirtækið er umboðsaðili
Icelandair, auk Air Greenland og
Atlantic Airways (frá Færeyjum) í
Japan. Þar vann Halldór að sölu og
markaðssetningu ferðaþjónustu til
Íslands, Grænlands og Færeyja til
ársins 2013.
Halldór hóf síðan störf hjá sendi-
ráði Íslands í Japan sem viðskipta-
fulltrúi árið 2013, auk þess að starfa
sem fulltrúi borgaramála og umsjón-
armaður rekstrarmála. Sendiráðið í
Tókýó, auk þess að fara með fyrir-
svar gagnvart Japan, hefur Filipps-
eyjar, Indónesíu, Austur-Tímor og
Brúnei í sínu umdæmi. Fimm manns
starfa í sendiráðinu, að sendiherr-
anum meðtöldum. „Þetta er ansi lítið
apparat og og aðrir diplómatar eru
hissa á því hve fá við erum. Það er
gengið í öll störf en spennan liggur í
líka í því og starfið er fjölbreytilegt.
Þú getur verið að veita viðskipta-
aðstoð og hitta fjárfesta, og hina
stundina sinnt borgaraþjónustu-
málum eða aðstoðað ferðamenn. Það
er gaman að sjá að Ísland býr við
góðan orðstír hér í Asíu og starfs-
menn leggjast allir á eitt við að koma
Íslandi á framfæri erlendis.“
Íslenskum íbúum á svæðinu sem
heyrir undir japanska sendiráðið
hefur fækkað mjög vegna Covid-
ástandsins, en fyrir það voru íbúar í
Japan í kringum 100 og 100 sömu-
leiðis á Filippseyjum. „Það eru tölu-
vert færri sem búa í Indónesíu en
þar hefur verið töluvert af íslensk-
um ferðamönnum, eins og á Balí og
við höfum mikið verið að aðstoða
þá.“
Frá 2013 hefur Halldór einnig
starfað sem framkvæmdastjóri Ís-
lenska viðskiptaráðsins í Japan, en
ráðið var stofnað árið 2003. Halldór
hefur þar að auki setið í fram-
kvæmdastjórn Evrópska við-
skiptaráðsins í Japan (European
Business Council) ásamt því að hafa
setið í samhæfingarnefnd alþjóða-
mála hjá Minato-borg í Tókýó.
Frá árinu 2018 hefur Halldór, auk
starfa fyrir sendiráðið í Tókýó,
starfað sem viðskiptafulltrúi í
Singapúr þar sem hann hefur einnig
verið stjórnarmaður í Norræna ný-
sköpunarsetrinu þar í landi (Nordic
Innovation House Singapore), en
setrin, sem eru alls fimm talsins á
heimsvísu, eru samstarfsvettvangur
Norðurlanda um viðskiptasókn nor-
rænna nýsköpunar- og vaxtafyr-
irtækja á erlenda markaði. Árið
2020 tók sambærilegt nýsköp-
unarsetur til starfa í Tókýó, og hef-
ur Halldór einnig gegnt þar stjórn-
arstöðu og tók við sem stjórnar-
formaður í byrjun árs 2021. „Við
erum svo heppin að taka þátt í þessu
norræna samstarfi en það hefur allt-
af verið okkur til mikilla hagsbóta
að vera í góðum tengslum við Norð-
urlöndin á erlendri grundu og við
höfum verið dugleg að rækta það í
Japan og Singapúr og líka á Filipps-
eyjum og Indónesíu.“
Hefur fest rætur í Japan
Halldór hefur núna búið í Japan í
meira en tíu ár og er kominn með
fjölskyldu. „Maður skýtur náttúr-
lega rótum og það er mjög gott að
eiga heima hérna. Þú getur verið
óáreittur og lifað þínu lífi eins og þú
vilt, en þetta er á margan hátt frek-
ar passíft samfélag. Þú þarft sjálfur
að sækja í kúltúrinn hérna til að fá
mikið út úr honum, þú uppskerð það
sem þú sáir og tungumálið er lykill-
inn.“
Meðal áhugamála Halldórs má
nefna íþróttir af öllu tagi, en hann
Halldór Elís Ólafsson, viðskiptafulltrúi í Tókýó – 40 ára
Í Kaupmannahöfn Halldór, Issey Máni, Nína Sól og Tomoko árið 2019.
Heillandi heimur tækni og hefða
Nánasta fjölskylda Á ferðalagi í Lígúríuhéraði á Ítalíu árið 2018.
30 ára Daníel Þór er
Hafnfirðingur og
Frakki, en hann fædd-
ist í Perpignan í Frakk-
landi og ólst upp í
Hafnarfirði. Daníel býr
í Reykjavík, er við-
skiptafræðingur að
mennt frá HÍ og löggiltur verðbréfamiðl-
ari. Hann er sjóðstjóri hjá Gamma.
Maki: Salka Sól Styrmisdóttir, f. 1990,
lögfræðingur hjá Landslögum.
Börn: Aría Björk, f. 2016, og Hólmar
Hrafn, f. 2020.
Foreldrar: Magnús Kristjánsson, f. 1963,
leiðsögumaður, búsettur í Hafnarfirði, og
Nadége Prat, f. 1958, hefur unnið við
umönnun, búsett í Kópavogi.
Daníel Þór
Magnússon
Til hamingju með daginn
Reykjavík Hólmar Hrafn Daníelsson
fæddist 16. mars 2020 á Landspítal-
anum við Hringbraut klukkan 14.25.
Hann vó 3.328 g og var 50 cm langur.
Foreldrar hans eru Daníel Þór
Magnússon og Salka Sól
Styrmisdóttir.
Nýr borgari