Morgunblaðið - 01.02.2021, Page 25

Morgunblaðið - 01.02.2021, Page 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2021 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt „ÉG GET GERT VIÐ ÞETTA FYRIR TVÖHUNDRUÐÞÚSUNDKALL. FYRIR ÖNNUR ÁTTATÍU ÞÚSUND SKAL ÉG ÚTSKÝRA VERÐÚTREIKNINGINN.” „OKKUR VANTAR EINN ÞRIGGJA METRA STIGA OG ANNAN FJÖGURRA METRA.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að geta brugðist við neyðarástandi. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG ÆTLA AÐ FÁ EITT PUND AF RÚSÍNUM – OG TYLFT AF SÚKKULAÐIBOLLAKÖKUM! LÍSA ÆTLAR AÐ KÍKJA OG GRISJA AÐEINS HÚSMUNI MEÐ MÉR! HÚN FER EKKI AÐ HENDA KÓKTAPPASAFNINU MÍNU, ER ÞAÐ NOKKUÐ? FELDU ÞAÐ Á BAKVIÐ BANANALÍMMIÐA- MÖPPUNA ÉG ELSKA AÐ KOMA FÉLÖGUNUM Á ÓVART MEÐ NAMMI! RÚSÍNUR FYRIR ALLA! hefur m.a. stundað fótbolta og hand- bolta frá unga aldri en stundar helst nú útihlaup og fjallgöngur. „70 pró- sent af öllu landsvæði í Japan er skógi vaxið fjalllendi. Það er því endalaust af fjallgörðum og þjóð- görðum hérna og gönguleiðum og gott að komast úr steypunni.“ Halldór hefur mikinn áhuga á alls konar tónlist og í störfum sendiráðs- ins hefur hann í gegnum árin að- stoðað íslenska tónlistarmenn á ferð í Japan sem hefur verið honum sér- stök ánægja. „Fyrir Covid var mikið farið á tónleika og ég vona að það taki við aftur. Það þrífst öll tónlistar- menning í Japan, en það sem fólk þekkir helst núna er svokallað j-popp sem er mjög sjónræn popp- menning í Idol-stíl. En í Japan er mjög góð rokktónlist og raftónlist og áhugi minn á japanskri tónlist kvikn- aði með Yellow Magic Orchestra og Ryuichi Sakamoto. Japanir eru með rosa flotta djasssenu og klassísk tón- list er í hávegum höfð.“ Fjölskylda Eiginkona Halldórs er Tomoko Nagata, f. 10.7. 1985, markaðs- ráðgjafi. Þau búa í Minato-hverfi í Tókýó. Foreldrar Tomoko eru Yu- kiko Nagata og Kiyokazu Nagata. Börn Halldórs og Tomoko eru Is- sey Máni Halldórsson Nagata, f. 25.1. 2015, og Nína Sól Halldórs- dóttir Nagata, f. 20.1. 2018. Systir Halldórs er Guðbjörg Ólafs- dóttir, f. 14.10. 1987, sérfræðingur hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Maki er Jón Bjarni Jóhannsson, f. 26.9. 1987, innanhússarkitekt og um- sjónarmaður gæðamála hjá Formus ehf. Dóttir þeirra er Alexandra Mist, f. 30.5. 2017. Þau búa í Kópavogi. Foreldrar Halldórs eru hjónin Ólafur Elís Benediktsson, f. 13.9. 1949, starfaði lengst sem fulltrúi út- flutnings hjá Icelandair Cargo, síðar hjá Bluebird Cargo, og Þuríður Hall- dórsdóttir, f. 4.10. 1958, geislafræð- ingur hjá Röntgen Domus Medica. Halldór Elís Ólafsson Matthea Guðný Sigurbjörnsdóttir húsmóðir á Húsavík Þorgrímur Maríusson sjómaður á Húsavík Guðrún Þorgrímsdóttir verkakona á Húsavík Halldór Ingólfsson húsgagnasmíðameistari á Húsavík Þuríður Halldórsdóttir geislafræðingur í Reykjavík Þuríður Halldórsdóttir húsmóðir á Húsavík Ingólfur Helgason framkvæmdastjóri á Húsavík Anna Guðrún Torfadóttir húsmóðir í Stakkadal og Saurbæ Ólafur Hermann Einarsson bóndi í Stakkadal og Saurbæ á Rauðasandi Guðbjörg Ólína Ólafsdóttir saumakona í Reykjavík Benedikt Kristinsson verkamaður í Reykjavík Evlalía Kristjánsdóttir húsmóðir á Patreksfirði Kristinn Benediktsson sjómaður á Patreksfirði Úr frændgarði Halldórs Elísar Ólafssonar Ólafur Elís Benediktsson fv. skrifstofumaður í Reykjavík Í Þingvísum stendur: „Pétur Jóns-son bóndi á Gautlöndum þing- maður Suður-Þingeyinga viðhafði stundum í ræðum sínum orð það hið erlenda, er fram kemur í vísunni“: Allt var gott sem gerði Drottinn forðum, – „prinsip“ þó hann þetta braut, þegar hann bjó til Pétur Gaut. Á sumarþinginu 1917 var flutt frumvarp til markalaga, þar sem borin voru fram ýmis nýmæli um merkingu sauðfjár: Eyrnamörk eru óþörf hér í salnum. Þekkist allur þingsins fans á þessum parti líkamans. Ég hef alltaf Vísnasafn Jóhanns Sveinssonar frá Flögu við höndina. Þaðan eru þessar vísur: Lifa kátur líst mér mátinn bestur. Þó að bjáti eitthvað á úr því hlátur gera má. Ef ég væri orðinn fær að skapa forlög manna hér í heim hefði ég annan taum á þeim. Hún er að veiða, hún er að seyða beinin, hún er að skeiða út og inn andlitsbreiða kerlingin. Sveinbjörn Egilsson orti: Edda prýðir, allir lýðir segja en hana að brúka of mjög er eins og tómt að éta smér. Gömul vísa, sennilega ort fyrir 1800. Kiðaskarð er fjallvegur milli Stafns í Svartárdal og Mælifells í Skagafirði. Fylgi þér Drottinn fram í skarðið Kiða, hann þó skilji þar við þig það kemur ekki par við mig. Úr formannavísum. Björn Brandsson Höfnum orti um Vil- hjálm Hákonarson í Kirkjuvogi: Sjór og hauður honum auðinn færa, gæfan skrýðir heiðri hann, hún er blíð við þennan mann. Lúðvík B. Blöndal frá Hvammi orti: Þér ég segi það af eigin munni þó ei sáttur sért við mann signor áttu að kalla hann. Úr rímum um Jóhann Blakk eftir Gísla Sigurðsson Klungurbrekku: Sumir fæðast, sumir klæðast helju, sumir vaða sorgardý, sumir baða rósum í. Úr ljóðabréfi Páls skálda: Hissa kusi, hissa niptin prjóna; hissa þeir sem horfðu á, hissa varð ég sjálfur þá. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Stuðlafall er skemmtilegur bragarháttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.