Morgunblaðið - 01.02.2021, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2021
England
Everton – Newcastle............................... 0:2
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn
með Everton.
Arsenal – Manchester United ................ 0:0
Rúnar Alex Rúnarsson var allan tímann
á bekknum hjá Arsenal.
Chelsea – Burnley ................................... 2:0
Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á
sem varamaður á 62. mínútu hjá Burnley.
Crystal Palace – Wolves .......................... 1:0
Manch. City – Sheffield United .............. 1:0
WBA – Fulham......................................... 2:2
Southampton – Aston Villa...................... 0:1
Leicester – Leeds..................................... 1:3
West Ham – Liverpool............................. 1:3
Brighton – Tottenham ............................. 1:0
Staðan:
Manch. City 20 13 5 2 37:13 44
Manch. Utd 21 12 5 4 37:27 41
Liverpool 21 11 7 3 43:24 40
Leicester 21 12 3 6 37:25 39
West Ham 21 10 5 6 31:27 35
Tottenham 20 9 6 5 34:21 33
Chelsea 21 9 6 6 35:23 33
Everton 19 10 3 6 29:24 33
Aston Villa 19 10 2 7 34:21 32
Arsenal 21 9 4 8 26:20 31
Southampton 20 8 5 7 27:25 29
Leeds 20 9 2 9 35:36 29
Crystal Palace 21 7 5 9 25:36 26
Wolves 21 6 5 10 21:30 23
Newcastle 21 6 4 11 21:34 22
Burnley 20 6 4 10 13:26 22
Brighton 21 4 9 8 23:29 21
Fulham 20 2 8 10 17:29 14
WBA 21 2 6 13 17:50 12
Sheffield Utd 21 2 2 17 12:34 8
Manchester City – West Ham................. 4:0
Dagný Brynjarsdóttir lék ekki með
West Ham vegna meiðsla.
B-deild:
Cardiff – Millwall .................................... 0:1
Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem
varamaður á 78. mínútu hjá Millwall.
D-deild:
Carlisle – Exeter...................................... 1:0
Jökull Andrésson stóð allan leikinn á
milli stanganna hjá Exeter.
Þýskaland
Dortmund – Augsburg............................ 3:1
Alfreð Finnbogason lék ekki með Augs-
burg vegna meiðsla.
Staða efstu liða:
Bayern München 19 14 3 2 57:26 45
RB Leipzig 19 11 5 3 32:17 38
Wolfsburg 19 9 8 2 30:19 35
Eintr.Frankfurt 19 8 9 2 38:28 33
Leverkusen 19 9 5 5 32:19 32
Dortmund 19 10 2 7 38:27 32
M’Gladbach 19 8 8 3 36:29 32
B-deild:
Regensburg – Darmstadt ....................... 1:1
Guðlaugur Victor Pálsson kom inn á sem
varamaður á 66. mínútu hjá Darmstadt.
Ítalía
Bologna – AC Milan................................. 1:2
Andri Fannar Baldursson var allan tím-
ann á bekknum hjá Bologna.
Staða efstu liða:
AC Milan 20 14 4 2 41:23 46
Inter Mílanó 20 13 5 2 49:23 44
Roma 19 12 4 3 44:30 40
Juventus 19 11 6 2 39:18 39
Napoli 19 12 1 6 43:19 37
B-deild:
Ascoli – Brescia ....................................... 2:1
Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á
sem varamaður á 79. mínútu hjá Brescia en
Birkir Bjarnason var ekki í hópnum.
C-deild:
Padova – Fano.......................................... 1:1
Emil Hallfreðsson kom inn á sem vara-
maður á 62. mínútu hjá Padova.
Frakkland
Bikarkeppnin, 32 liða úrslit:
Bordeaux – Le Havre.............................. 5:0
Svava Rós Guðmundsdóttir var ekki í
leikmannahópi Bordeaux.
Anna Björk Kristjánsdóttir og Andrea
Rán Hauksdóttir léku allan leikinn með Le
Havre en Berglind Björg Þorvaldsdóttir
var ekki í leikmannahópnum.
Holland
AZ Alkmaar – Ajax ................................. 0:3
Albert Guðmundsson lék fyrstu 77 mín-
úturnar með AZ Alkmaar.
B-deild:
Excelsior – Den Bosch ............................ 4:4
Elías Már Ómarsson lék allan leikinn
með Excelsior og lagði upp eitt mark.
Belgía
Zulte-Waregem – Oostende ................... 2:1
Ari Freyr Skúlason lék fyrstu 86 mín-
úturnar með Oostende.
B-deild:
Molenbeek – Union St. Gilloise .............. 0:2
Aron Sigurðarson var allan tímann á
bekknum hjá Union St. Gilloise.
Grikkland
PAOK – Panetolikos ............................... 5:0
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
með PAOK.
Smyrnis – Olympiacos ............................ 1:3
Ögmundur Kristinsson var allan tímann
á bekknum hjá Olympiacos.
Panathinaikos – Lamia ........................... 0:0
Theódór Elmar Bjarnason lék allan leik-
inn með Lamia.
KÖRFUBOLTINN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Höttur vann sinn fyrsta sigur á tíma-
bilinu í Dominos-deild karla í körfu-
bolta er liðið lagði Njarðvík óvænt,
88:83, á heimavelli í gærkvöldi. Hött-
ur lagði grunninn að sigrinum með
góðum þriðja leikhluta í annars frek-
ar kaflaskiptum leik. Nýliðar Hattar
eru nú með tvö stig, eins og Haukar,
og tveimur stigum frá Þór Akureyri,
en þau mætast einmitt í næsta leik í
leik sem gæti skipt miklu máli upp á
framhaldið. Michael Mallory var
sterkur hjá Hetti og skoraði 33 stig
og tók 11 fráköst. Antonio Hester
gerði gott betur hjá Njarðvík og
skoraði 33 stig og tók 16 fráköst, en
það dugði ekki til. Úrslitin eru áfall
fyrir Njarðvíkinga eftir tvo sterka
sigra á Val og Hetti í síðustu umferð-
um, en stöðuleika vantar í Suður-
nesjaliðið. Njarðvík á afar erfiðan
leik gegn toppliði Stjörnunnar í
næstu umferð og þarf að spila miklu
betur til að fá eitthvað gegn meist-
araefnunum í Garðabæ.
Tomsick hetjan
Nikolas Tomsick var hetja Tinda-
stóls í 104:103-sigri í framlengdum
leik á Þór frá Þorlákshöfn á útivelli.
Tomsick lék með Þór fyrir tveimur
árum og líður greinilega vel í Þor-
lákshöfn. Hann skoraði þriggja stiga
körfu í lokasókn Tindastóls og
tryggði liðinu nauman sigur. Sig-
urinn var kærkominn fyrir Tindastól
eftir aðeins einn sigur í fjórum leikj-
um þar á undan. Tapið er á sama
tíma svekkjandi fyrir Þór sem hefði
með sigri farið upp að hlið Stjörn-
unnar og Keflavíkur í toppsætinu.
Þess í stað er liðið með átta stig, eins
og Grindavík, ÍR, Njarðvík og KR,
að elta toppliðin tvö. Shawn Glover
átti enn og aftur góðan leik fyrir
Tindastól og skoraði 28 stig. Adomas
Drungilas skoraði 28 stig og tók 17
fráköst fyrir Þór.
KR kvittaði fyrir stórtap
KR kvittaði fyrir 30 stiga tapið
gegn Þór frá Þorlákshöfn í síðustu
umferð með sannfærandi 103:87-sigri
á Haukum á útivelli. KR hefur nú
unnið fjóra í síðustu fimm en Haukar
eru í miklu basli með aðeins einn sig-
ur á tímabilinu og fimm töp í röð. Tyl-
er Sabin átti enn og aftur gríðarlega
góðan leik fyrir KR og skoraði 39 stig.
Langt er síðan KR var með banda-
rískan leikmann í sínum röðum sem
skorar eins mikið og Sabin. Gerir
hann vel í að fylla í það skarð sem Jón
Arnór Stefánsson og Kristófer Acox
skildu eftir. Haukar hafa síðustu ár
átt erfitt uppdráttar án Kára Jóns-
sonar og ljóst að veturinn yrði langur
eftir að Kári skipti yfir til Girona á
dögunum.
Tveir í röð hjá Þór
Þórsarar frá Akureyri unnu annan
sigur sinn í röð er Valur kom í heim-
sókn til Akureyrar. Þór var allan
tímann með undirtökin og var sig-
urinn sannfærandi. Ivan Aurre-
coechea átti stórleik fyrir Þór og
skoraði 29 stig og tók auk þess 15
fráköst. Dedrick Basile skoraði 28
stig, tók átta fráköst og gaf níu stoð-
sendingar. Eftir tap í fyrstu fimm
leikjunum eru Þórsarar komnir í
gang og eru Akureyringar með tvo
sigra í röð eftir sigurinn á Tindastóli
í síðustu umferð. Liðið hefur komið
nokkuð á óvart, en flestir spáðu
Þórsurum falli úr deildinni fyrir leik-
tíðina. Valur hefur aftur á móti vald-
ið vonbrigðum til þessa með nokkra
margfalda Íslandsmeistara í sínum
röðum.
Loksins fagnað
á Egilsstöðum
Tomsick tryggði dramatískan sigur
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Akureyri Þórsarinn Ragnar Ágústsson sækir að Valsmönnum í gær.
Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa
Jónsdóttir er komin til bandaríska
knattspyrnufélagsins Orlando
Pride frá Kansas City en félögin
skiptu á leikmönnum á laugardag.
Gunnhildur kemur til Orlando í
staðinn fyrir valrétt í annarri um-
ferð nýliðavalsins. Gunnhildur kom
fyrst í bandaríska fótboltann árið
2018 og var í lykilhlutverki hjá
Utah Royals í tvö ár. Hún lék með
Val seinni hluta síðasta tímabils í
láni frá Utah. Hún hefur leikið 76
A-landsleiki og skorað í þeim 10
mörk.
Gunnhildur
flytur til Flórída
Morgunblaðið/Eggert
Flórída Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
er gengin í raðir Orlando Pride.
Knattspyrnumaðurinn Kjartan
Henry Finnbogason er á heimleið
eftir að hann og danska félagið
Horsens komust að samkomulagi
um riftun á samningi leikmannsins.
Horsens greindi frá því á heimasíðu
sinni að Kjartan hefði óskað eftir
riftun á samningi til að snúa heim
til Íslands, en samningurinn átti að
renna út í sumar.
Framherjinn hefur aðeins leikið
með KR hér á landi, alls 98 leiki í
efstu deild, og skorað í þeim 38
mörk. Þá hefur hann skorað þrjú
mörk í 13 A-landsleikjum.
Kjartan Henry
snýr aftur heim
AFP
Heimkoma Kjartan Henry Finn-
bogason snýr heim frá Danmörku.
Haukar voru sannfærandi í sínum
fyrsta leik í Olísdeild karla í hand-
bolta í 120 daga er liðið fékk Þór í
heimsókn frá Akureyri á laugar-
dag.
Urðu lokatölur 33:22, Haukum í
vil. Fyrir utan stuttan kafla í fyrri
hálfleik voru Haukar með undir-
tökin allan tímann og var sigurinn
ekki í hættu, en staðan í hálfleik var
14:10, Haukum í vil.
Orri Freyr Þorkelsson skoraði
átta mörk fyrir Hauka og Darri
Aronsson fimm, en Darri var að
leika sinn fyrsta leik í 17 mánuði
vegna meiðsla og hlésins sem gert
var á deildinni vegna kórónuveir-
unnar. Ihor Kopyshynskyi skoraði
sex mörk fyrir Þór.
Deildin er gríðarlega jöfn en Aft-
urelding er í toppsætinu með níu
stig. Þar á eftir koma ÍBV, Valur,
FH og Haukar, öll með átta stig.
Haukar mæta Aftureldingu í næstu
umferð 3. febrúar en Gunnar Magn-
ússon, sem þjálfaði Hauka í árarað-
ir, er nú þjálfari Aftureldingar.
johanningi@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Mikilvægur Adam Haukur Baumruk er mikilvægur fyrir Haukamenn.
Haukarnir flugu hátt
eftir 120 daga hlé
Valur og Fram, sem hafa verið með
yfirburði í handknattleik í kvenna-
flokki hér á landi síðustu ár, mis-
stigu sig bæði í Olísdeildinni á laug-
ardaginn var. Deildin er opnari og
meira spennandi en síðustu ár og
mörg lið sem gera tilkall til að berj-
ast um Íslandsmeistaratitilinn.
Fram var sterkasta liðið á síðustu
leiktíð áður en keppni var hætt
vegna kórónuveirunnar en Fram
tapaði öðrum leik sínum á tíma-
bilinu er liðið heimsótti KA/Þór.
Lokatölur urðu 27:23, KA/Þór í vil.
„Vörn KA/Þórs var aðal liðsins
og virkaði hún eins og mulningsvél
á köflum. Í sóknarleiknum bar Rut
Jónsdóttir af og var hún frábær í að
opna fyrir félögum sínum og koma
boltanum á rétta staði á réttum
augnablikum. Línumennirnir Ásdís
Guðmundsdóttir og Anna Þyrí Hall-
dórsdóttir voru skæðar og er með
ólíkindum að sjá hvernig þær ná að
grípa erfiðar og óvæntar send-
ingar,“ skrifaði Einar Sigtryggsson
m.a. um leikinn á mbl.is.
KA/Þór er ásamt Val á toppnum
með tíu stig, tveimur stigum á und-
an Fram og Stjörnunni. Valur
þurfti að sætta sig við eitt stig er
liðið heimsótti HK, þar sem lokatöl-
ur urðu 32:32. Í sjö leikjum hafa
Valur og KA/Þór unnið fjóra, gert
tvö jafntefli og tapað einum. Fram
er í þriðja sæti ásamt Stjörnunni
með átta stig en Fram hefur unnið
fjóra leiki og tapað tveimur af
fyrstu sex leikjum sínum, líkt og
Stjarnan.
ÍBV kemur þar á eftir með sjö
stig eftir auðveldan 27:14-útisigur á
FH. Nýliðar FH virðast eiga lítið
erindi í deildina og er liðið í botn-
sætinu án stiga eftir sjö leiki og
með markatöluna 79 mörk í mínus.
Áhugaverðasta topp-
barátta síðari ára
Morgunblaðið/Þórir
Akureyri Sólveig Lára Kristjáns-
dóttir skoraði fimm mörk.