Morgunblaðið - 01.02.2021, Blaðsíða 32
Sýningin Undiralda var opnuð í Hannesarholti um
helgina. Á henni eru verk eftir Lilý Erlu Adamsdóttur
sem vinnur á mörkum myndlistar, hönnunar og list-
handverks. Verk hennar einkennast af litum og form-
um, þar sem endurtekning er ríkjandi á myndfletinum
og eru yfirborð henni hugleikin, finnur hún gjarnan
sterkan samhljóm milli innra og ytra landslags. Áferð
verkanna og form þeirra sameina í myndbyggingu sinni
fleiri en eitt sjónarhorn og mynda þannig víðfeðmt
sjónarspil, eins og segir í tilkynningu og er sýningin
sögð óður til orkunnar sem býr undir yfirborðinu.
Vegna sóttvarna er fólk beðið að bóka skoðun í síma
511-1904 eða á hannesarholt@hannesarholt.is.
Óður til orkunnar undir yfirborðinu
neinni gerð af kortum: „Ég fleygi
aldrei korti,“ segir hún. Það gildir
líka um auglýsingamiða sem kynni
að rata inn um lúguna á morgun þar
sem nýjustu garðstólarnir eru
kynntir neytendum.
Guðrún var með búskap á Götum í
Mýrdal í hartnær hálfa öld ásamt
bónda sínum Jóni Hjaltasyni, þar til
þau fluttu til Víkur fyrir nokkrum ár-
um. Dætur þeirra eru fjórar og segir
Guðrún ekki laust við að það sé safn-
ari í þeim. Hvort þær taki við kyndl-
inum þegar þar að kemur er óráðið
en fari svo verður áskorunin nokkur.
Eigandi svona safns þarf nefnilega
að þekkja það út og inn, því að reki
nýtt kort á fjörur hans þarf hann að
vita hvort hann eigi annað eins. Í
safni Guðrúnar er aðeins eitt kort af
hverri sort. Annað væri auðvitað arg-
asti óþarfi.
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
„Það sem heitir kort, því safna ég.“
Guðrún Einarsdóttir frá Kaldrana-
nesi í Mýrdal á vafalaust stærsta
safn korta á landinu, hún hefur safn-
að þeim markvisst í rúmlega hálfa
öld. „Þetta er auðvitað árátta, að
vera að safna svona öllu í kringum
sig þörfu og óþörfu. Af hverju? Ég
veit það ekki. Það er eitthvað í
manni, kannski einhver gen,“ segir
Guðrún í samtali við Morgunblaðið.
Guðrún á einhvers staðar á milli
tuttugu og þrjátíu þúsund kort af
ýmsum toga, sem eru skipulega
flokkuð eftir skreytingum. Þau eru í
97 möppum og þekur safnið heilan
vegg í einu herbergja heimilis henn-
ar á Vík í Mýrdal. Upptök árátt-
unnar eru í æsku Guðrúnar á fimmta
áratug síðustu aldar, þegar jólakort
voru enn grundvallarboðleið hátíð-
legra kveðja hjá þorra landsmanna.
„Þegar ég var krakki hirti ég alltaf
þau kort sem ég náði í en var ekki
beint að safna þeim. Það er ekki fyrr
en eftir að ég eignast stelpurnar mín-
ar sem ég fer virkilega að safna
þessu,“ segir Guðrún. Það er upp úr
1960, þannig að söfnunin hefur staðið
yfir lengur en hálfa öld. Móðir Guð-
rúnar geymdi öll jólakort sem hún
fékk, þó að þar hafi ekki verið um
skipulagða söfnun að ræða. Það var
þó álitlegt safn, sem kom í hlut Guð-
rúnar þegar móðir hennar lést. Þar
leyndist til dæmis jólakort frá 1912,
sem er elsta kortið í safninu núna.
Fleygir aldrei korti
Enda þótt söfnun Guðrúnar ein-
skorðist alls ekki við jólakort er sá
flokkur uppistaða safnsins. Í einni
möppu eru kort með jólakúlum, í
næstu kort með jólasveinum, svo
jólatrjám, jólafuglum, jólakertum og
þannig mætti lengi telja. Á eftir jóla-
kortum koma póstkort, sem eru
einnig umtalsvert mörg. Þau skulu
helst íslensk og eru þá flokkuð eftir
því hvaðan af landinu þau koma.
Guðrún áréttar að þó að áherslan sé
á þessi kort fúlsi hún raunar ekki við
Aðeins eitt kort
af hverri sort
Safnið telur 20-30.000 kort „Þetta er auðvitað árátta“
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
97 möppur Guðrún við eina kortamöppuna. Hún þarf að þekkja hvert kort.
MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 32. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Höttur vann sinn fyrsta sigur í Dominos-deild karla í
körfubolta er liðið vann 88:83-sigur á Njarðvík á heima-
velli í gær. Þór Akureyri vann óvæntan 98:89-sigur á Val
og KR vann sannfærandi 103:87-sigur á Haukum á úti-
velli. Mesta spennan var hins vegar í Þorlákshöfn þar
sem Tindastóll vann 104:103-sigur á Þór í fram-
lengdum leik. Toppbaráttan í deildinni er mögnuð og
skilja aðeins tvö stig efstu sjö liðin að eftir leiki gær-
dagsins. Stjarnan og Keflavík eru með tíu stig, tveimur
stigum á undan næstu liðum. »27
Tvö stig skilja sjö efstu liðin
að í ótrúlegri toppbaráttu
ÍÞRÓTTIR MENNING
Gítarar
Frábært úrv
al
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is