Morgunblaðið - 03.02.2021, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 3. F E B R Ú A R 2 0 2 1
Stofnað 1913 28. tölublað 109. árgangur
LEIKHÓPURINN
PÓLÍS FRUMSÝNIR
Í TJARNARBÍÓI VETRARFRÍ Í VÆNDUM
VIÐSKIPTIN
MARKA
KAFLASKIL
TREYSTA Á VARKÁRNI FÓLKS 4 VIÐSKIPTAMOGGINNGAMANLEIKUR 25
Sjúkratryggingar Íslands hafa aug-
lýst eftir viðræðum við aðila um að
taka við rekstri fjögurra hjúkrunar-
heimila, í Vestmannaeyjum, Fjarða-
byggð og á Akureyri, sem viðkom-
andi sveitarfélög hafa rekið.
Að sögn Sjúkratrygginga er nauð-
synlegt að auglýsa þar eð sveitar-
félögin sem ráku hjúkrunarheimilin
hafa tilkynnt að þau muni ekki fram-
lengja samninga um reksturinn þeg-
ar núgildandi samningar renna út.
Gísli Páll Pálsson, formaður Sam-
taka fyrirtækja í velferðarþjónustu,
segir að sveitarfélögin treysti sér
ekki til að reka þessi heimili áfram
vegna viðvarandi hallareksturs.
Sjúkratryggingar voru spurðar
hvort einhver von væri um að nýir
rekstraraðilar gætu rekið heimilin
með hagnaði miðað við óbreytta
samninga?
„Markmiðið er ekki að þetta sé
rekið með hagnaði heldur að rekstur
sé í jafnvægi og þjónusta í takt við
þær kröfur sem heilbrigðisyfirvöld
gera. Þetta hefur tekist hjá sumum
rekstraraðilum en ekki öðrum,“
sagði í svari Sjúkratrygginga.
Starfshópur hefur unnið að grein-
ingu á raunverulegum kostnaði við
rekstur hjúkrunarheimila. Hann
hefur ekki lokið störfum. Sjúkra-
tryggingar sögðu aðspurðar að æski-
legt hefði verið að bíða með að aug-
lýsa þar til niðurstöðurnar lægju
fyrir. Það hefði þó verið óhjákvæmi-
legt að auglýsa þar eð sveitarfélögin
voru ekki reiðubúin að framlengja
samninga. Ríki og sveitarfélög hafa
staðið sameiginlega að uppbyggingu
hjúkrunarheimila og eiga húsnæðið í
mismunandi hlutföllum eftir atvik-
um. Eitt af verkefnum starfshópsins
er að skoða húsnæðismál heimilanna
og kostnað vegna þeirra. »6
Auglýsa rekstur
hjúkrunarheimila
Sveitarfélögin sögðu upp samningum
„Þetta gekk alveg ótrúlega vel. Við bólusett-
um um 750 manns 90 ára og eldri,“ sagði
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, fram-
kvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins. Í gær var öllum íbú-
um á höfuðborgarsvæðinu sem voru orðnir
90 ára boðið að koma í bólusetningu fyrir
Covid-19 á Suðurlandsbraut 34.
„Fólk var mjög hresst og ánægt að fá að
koma. Það hafði haft sig til og þetta var
hvað margir myndu skila sér. Nú verður farið
yfir listana og athugað með framhaldið.
Ragnheiður taldi að áfram yrði farið niður
aldursröðina og bólusett þegar kæmi meira
bóluefni. gudni@mbl.is
greinilega hátíðisdagur. Ég hefði viljað geta
boðið þeim upp á kaffi og kleinur, en það má
víst ekki,“ sagði Ragnheiður. Hún sagði að
send hefðu verið boð á um 1.000 manns vegna
bólusetningarinnar í gær. Ekki var vitað
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Komu í hátíðarskapi og uppáklædd að fá bólusetninguna
Umtalsverðar tekjur munu myndast
á þessu ári af skráningum flugvéla
sem ekki eru ætlaðar til notkunar
hér á landi. Tekjurnar renna bæði til
Samgöngustofu og annarra flug-
þjónustuaðila, eins og viðhaldsþjón-
ustufyrirtækisins Aero Design Glob-
al, ADG. Fyrirtækið vinnur með
Samgöngustofu að skráningunum.
Í skriflegu svari frá Samgöngu-
stofu segir að hún telji jákvætt að
stuðla að verkefni sem kalli á sér-
hæfða þjónustu frá íslenskum að-
ilum og nýti þá sérþekkingu sem
fyrir hendi er í landinu. „Stofnunin
metur möguleika í framtíðinni með
framhald á slíkum verkefnum í sam-
starfi við íslensk fyrirtæki,“ segir í
svarinu.
Von er á a.m.k. fimm flugvélum á
íslenska loftfaraskrá á þessu ári,
samkvæmt upplýsingum frá Ægi
Thorberg Jónssyni, framkvæmda-
stjóra ADG, en fyrsta vélin var
skráð nýverið. Ber hún einkennis-
stafina TF-GOA og er staðsett í Abu
Dhabi í Sameinuðu arabísku fursta-
dæmunum. Eigandinn er írska fyrir-
tækið Limpopo Aviation Leasing
Limited. Þrjár aðrar Airbus A320-
vélar sem ADG sér um viðhalds-
stjórnun á eru í Abu Dhabi.
Samgöngustofa segir að kostn-
aður í tengslum við skráningu á
þungu loftfari, með tilheyrandi eft-
irlitsgjöldum fyrsta árið á skrá, sé af
stærðargráðunni 3-4 milljónir
króna, háð þyngd loftfarsins. Einnig
getur bæst við kostnaður t.d. vegna
ferða eftirlitsmanna, samþykkis á
viðhaldsáætlunum o.fl.
»ViðskiptaMogginn
Framtíðarmöguleikar í
skráningu erlendra véla
Ein þota komin í íslenska loftfaraskrá og fjórar á leiðinni
Vél ADG sinnir nú viðhaldi TF-GOA í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.