Morgunblaðið - 03.02.2021, Page 2

Morgunblaðið - 03.02.2021, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2021 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-,�rKu KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Innflutningur á jurtaosti og jurta- rjóma minnkaði stórlega á síðasta ári frá árinu á undan. Innflutning- urinn hrapaði síðustu mánuði ársins. Mjólkuriðnaðurinn hefur einmitt á þessum tíma vakið athygli á þessum innflutningi og talið hann að ein- hverju leyti ranglega tollflokkaðan. Innflutningur á mjólkurosti held- ur áfram að aukast. Hann jókst um 41 tonn á síðasta ári sem er 7% aukn- ing frá fyrra ári. Markaðshlutdeild íslensks osts er nú komin niður í 89% á móti 11% hlut innfluttra osta. Breytt tollaframkvæmd Ef jurtaostur er tekinn með í út- reikninginn er markaðshlutdeild ís- lenskrar framleiðslu 86% og inn- fluttra osta 14%. Talið er að umræddur jurtaostur sé að ein- hverju leyti rifinn ostur með hertri pálmafitu sem notaður er við fram- leiðslu á pítsum í sérstökum pítsu- ofnum. Tollflokkur jurtaosta er án tolla. Mjólkuriðnaðurinn hefur gert athugasemdir við það, talið að þenn- an ost ætti að flokka með öðrum osti og falla þá eftir atvikum undir inn- flutningskvóta samkvæmt milliríkja- samningum eða bera tolla sam- kvæmt tollskrá. Það var staðfest af tolla- og skattaskrifstofu ESB í júní. Erna Bjarnadóttir, verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni, vekur at- hygli á því að 13% af heildarinnflutn- ingi jurtaosta hafi komið til landsins á síðasta þriðjungi ársins en 87% fyrstu átta mánuði ársins. Telur hún freistandi að draga þá ályktun að þarna hafi breytt tollaframkvæmd komið til og viðkomandi vara sé nú annaðhvort ekki flutt inn eða toll- flokkuð með osti eins og vera ber. Innflutningur á jurtarjóma minnkaði einnig verulega eða um 46%. Erna telur að þessi vara fari mikið til veitingahúsa og fækkun ferðamanna hafi haft mikil áhrif í þeim geira. Innflutningur gæti aukist Erna telur ýmislegt benda til að markaðshlutdeild íslenskra osta kunni að minnka áfram. Nefnir hún stækkandi kvóta Evrópusambands- ins í því efni. Sala á innlendri fram- leiðslu mjólkurvara dróst saman á síðasta ári, vegna fækkunar ferða- manna í kórónuveirufaraldrinum, þrátt fyrir viðspyrnu með öflugu markaðsstarfi. Markaðurinn er minni þegar ferðafólkið vantar. Loks nefnir hún að lækkandi markaðsverð á búvörum í Evrópu geri tollvernd- ina heldur minni en hún hefur verið. Jurtaosturinn á hröðu undanhaldi  Barátta mjólkuriðnaðarins leiðir til breytinga á innflutningi jurtaosta sem ekki eru greiddir tollar af  Innflutningur mjólkurosta eykst og er markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu komin niður í 89% Innlend framleiðsla og innflutningur á osti árið 2020Tonn innflutnings 2019 og 2020 Innflutningur á mjólkurafurðum árið 2020 2019 2020 Breyting 2019-2020 Mjólk, rjómi 108 93 -15 -14% Jógúrt 170 170 0 Smjör, mjólkurviðbit 5 4 -1 Ostar 603 644 41 7% Skyr 0 1 1 Mjólkurafurðir alls 886 912 26 3% Jurtavörur Jurtarjómi 174 94 -80 -46% Jurtaostur 299 216 -83 -28% Alls með jurtavörum 1.359 1.222 -137 -10% Innflutningur árið 2020 með jurtaosti: 860 tonn, 14%Heimild: Hagstofa Íslands, bráðabirgðatölur Innlend framleiðsla, 5.994 tonn, 89% Innflutningur, 644 tonn, 11% Starfsmenn Veðurstofu Íslands flugu í gær yfir Jökulsá á Fjöllum og upp með allri ánni til að kanna hvort hugsanleg hætta stafaði af stíflu- myndun í henni sökum íshröngls og krapa. Ef illa færi gæti flætt upp á brúna yfir Jökulsá. Þegar Morgunblaðið fór í prentun í gær lá ekki fyrir hvaða niðurstöður fengust úr vettvangsrannsókn Veðurstofu en fundað verður um stöðu mála klukkan hálftíu árdegis í dag og ákvörðun tekin um fram- haldið. Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum var opnuð fyrir umferð í gærmorg- un eftir að hafa verið lokuð yfir nótt- ina, en gripið hefur verið til þess ráðs að loka brúnni þegar myrkva tekur. Brúnni var síðan lokað um há- degisbil. Í samtali við Vegagerðina í gærkvöldi fengust þær upplýsingar að vegurinn yrði lokaður þar til fundað yrði í dag. Skömmu fyrir há- degi í gær var vatnshæðin í Jökulsá komin í 534 sentimetra. Á ellefta tímanum í gærkvöldi hafði vatns- hæðin minnkað og náði hún þá tæp- um 485 sentimetrum. Funda um áframhald lokunar Ljósmynd/Ólafur Tryggvi Ólafsson Jökulsá á Fjöllum Óttast er að klaki geti flætt yfir brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Veðurstofan og Vegagerðin munu funda með almannavörnum um áfram- haldandi aðgerðir en veginum um ána var lokað í gær. Ólafur Tryggvi Ólafsson hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra tók þessa mynd í gær. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki undanfarið, þess efnis að bólu- efnaframleiðandinn Pfizer hafi sam- þykkt þær umleitanir sóttvarnayfir- valda að Ísland verði tilraunaland fyrir fjórða fasa rannsókna á bólu- efninu. Þýddi það að Íslandi myndi berast nægt bóluefni til að skapa hér hjarðónæmi samkvæmt skilgrein- ingu í sóttvarnafræðum. Hefur því verið fleygt fram áður af sóttvarna- yfirvöldum hér á landi að nægilegt væri að bólusetja um 60% lands- manna til að ná því fram. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekkert sé frekar að frétta af umleit- unum Íslendinga umfram það sem áður hefur verið sagt. Enginn samningur liggi á borðinu og því sé ekkert meira um málið að segja á þessu stigi. „Auðvitað eru menn að ræða málin og velta upp hugmyndum fram og til baka. Pfizer hefur lýst miklum áhuga á þessum tillögum sem við settum fram, en það er ekki kominn neinn samningur og við vitum ekkert hvort samningur eða tillögur þeirra séu ásættanlegar fyrir okkur,“ segir Þórólfur. Ein sögusögnin er á þá leið að búið sé að ákveða bólusetningar- dagana og þeir verði í kringum næstu mánaðamót. Þórólfur segir það rangt. „Þetta er ekki komið svo langt að búið sé að ákveða hvaða daga eigi að bólusetja. Ég myndi nú vita það. Þetta er ekki komið eins langt og einhverjir eru að segja. Það er áhugi hjá Pfizer og áhugi hjá okkur. Menn eru bara að ræða málin og umfram það er ekkert klárt,“ sagði Þórólfur við mbl.is í gær. Þórólfur segir að ef af samningi við Pfizer verður sé ekki um að ræða kaup á bóluefni heldur verði bólu- efnaskammtar sendir hingað í þágu rannsóknarinnar. „Það er hluti af ferlinu að skoða hvort þetta samræmist samningnum við Evrópusambandið.“ Slær á orðróm um samning  Ekkert enn í höfn um bóluefnatilraun Íslands  Bóluefni Pfizer verður væntanlega gefins ef af samningum verður Þórólfur Guðnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.