Morgunblaðið - 03.02.2021, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2021
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
10 gíra skipting, auto track milli-
kassi, multipro opnun á afturhlera,
flottasta myndavélakerfið á markað-
num ásamt mörgu fleirra. Samlitaðir
brettakantar, heithúðaður pallur með
gúmmímottu, sóllúga.
VERÐ
13.380.000 m.vsk
2021 GMC Denali Ultimate 2500
10 gíra skipting, auto track milli-
kassi, multipro opnun á afturhlera,
flottasta myndavélakerfið á markað-
num ásamt mörgu fleirra. Samlitaðir
brettakantar, heithúðaður pallur með
gúmmímottu, sóllúga.
VERÐ
13.480.000 m.vsk
2021 GMC Denali Ultimate 2500
Bjóðum upp á glæsilega 37” breytingu.
Innifalið í TREMOR-pakkanum er læst framdrif, 2” upphækkun að framan,
35” dekk, Drive mode stillingar, TREMOR demparar, minni svunta undir
framstuðara, hærra loftinntak.
Sem sagt original stórkostlegur
OFF ROAD bíll! 475 hö, 1050 pund
tog og 10 gíra sjálfskipting.
VERÐ FRÁ
12.990.000 m.vsk
2021 Ford F-350 TREMOR
Eigum á leiðinni nokkra Lariat, Lariat Sport og Platinum bíla.
Útför Svavars Gestssonar, fyrrverandi alþingismanns,
ráðherra og sendiherra, fór fram frá Dómkirkjunni í
Reykjavík í gær. Sr. Elínborg Sturludóttir jarðsöng,
Tumi Torfason lék á trompet og Kammerkór Dóm-
kirkjunnar söng. Barnabörn Svavars báru kistu hans
úr kirkju eftir athöfnina.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Útför Svavars Gestssonar
Mennta- og menningarmálaráðu-
neytið hefur óskað eftir tilnefningum
í nýja heimsminjanefnd. Áður voru
starfandi nefndir til að vinna að und-
irbúningi og skráningu á heims-
minjaskrá en skipunartími síðustu
nefndarinnar rann út árið 2013.
Hlutverk nefndarinnar er meðal
annars að fjalla um endurskoðun
yfirlitsskrár Íslands. Núverandi
skrá er úrelt. Nefndinni er ætlað að
ræða forgangsröðun nýrra tilnefn-
inga á heimsminjaskrá Unesco áður
en tillaga er gerð til ráðherra.
Torfhúsahefðin líkleg
Þrír heimsminjastaðir eru á Ís-
landi, Þingvellir, Surtsey og Vatna-
jökulsþjóðgarður, og fram hefur
komið að torfhúsahefðin er talin lík-
legust til að verða næst í röðinni. Þá
er unnið að skráningu óáþreifan-
legra minja. Þannig hafa Norður-
löndin ákveðið að tilnefna saman á
heimsskrá hefðbundna smíði báta
með súðbyrðingslagi. Ráðherra hef-
ur falið Stofnun Árna Magnússonar
að undirbúa tilnefningu laufabrauðs-
hefðarinnar.
Ráðuneytið óskar eftir tilnefning-
um umhverfisráðuneytis, Þjóðminja-
safns, Minjastofnunar, Þingvalla-
þjóðgarðs, Vatnajökulsþjóðgarðs og
Umhverfisstofnunar í nýja heims-
minjanefnd. Í nefndinni munu einnig
sitja fulltrúi ráðuneytisins og aðalrit-
ari íslensku Unesco-nefndarinnar.
Búist er við að skipan nefndarinnar
liggi fyrir í lok febrúar. helgi@mbl.is
Vinna við skráningu hefst
Ráðherra óskar tilnefninga í nýja heimsminjanefnd
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Byggingahefð Einn merkasti torfbær landsins er í Glaumbæ í Skagafirði.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það hefur verið mikið um gesti
hér eftir að snjórinn kom og við
eigum von á ansi mörgum í vetrar-
fríinu,“ segir María Tryggvadóttir,
verkefnastjóri ferðamála hjá Akur-
eyrarbæ.
Í kringum helgina 19.-21. febrúar
verður vetrarfrí í öllum grunn-
skólum á höfuðborgarsvæðinu og
búast má við að margir verði á far-
aldsfæti. Í Kópavogi er frí á
fimmtudegi og föstudegi fyrir þá
helgi en í Reykjavík, Hafnarfirði,
Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og
Garðabæ er frí á mánudegi og
þriðjudegi eftir umrædda helgi.
Garðbæingar taka sér reyndar frí
alla þá viku.
Takmarkað framboð á sætum
Óvenjulegt er að vetrarfrí sé hjá
öllum sveitarfélögum á höfuðborg-
arsvæðinu á sama tíma. Á tímum
kórónuveirunnar gæti það hljómað
varhugavert en ferðamálayfirvöld á
Akureyri hafa ekki áhyggjur af því
að of margt fólk verði í bænum.
„Við treystum á að fólk haldi áfram
að sýna varkárni. Þetta á að geta
gengið vel,“ segir María í samtali
við Morgunblaðið.
„Við bjóðum gesti velkomna en
við hvetjum fólk til að skipuleggja
sig vel. Það er takmarkað framboð
á sætum á veitingastöðum og eins í
fjallið. Það þurfa því allir að bóka
fyrirfram og fara varlega.“
Hún segir að aðstæður í Hlíðar-
fjalli hafi verið hinar bestu að und-
anförnu og býst við að svo verði
áfram. „Svo er líka nóg af öðrum
útivistarvalkostum, bæði hér og í
nágrannasveitarfélögum. Það er til
að mynda mjög vinsælt að fara á
gönguskíði.“
Þær upplýsingar fengust hjá
Reykjavíkurborg að sami háttur
verði hafður á í vetrarorlofi nú og
fyrir áramót. Vegna kórónuveir-
unnar og samkomutakmarkana
verði ekki boðið upp á viðburði eins
og jafnan er gert heldur er bent á
margvíslega afþreyingu sem börn
og fjölskyldur geta notið saman
heima við og utan dyra. Þar á með-
al eru gönguferðir, ratleikir, vís-
indatilraunir, föndur og streymis-
viðburðir.
Ekki sameiginleg ákvörðun
Helgi Grímsson, sviðsstjóri
skóla- og frístundasviðs Reykjavík-
urborgar, segir að það sé ekki með
ráðum gert að svo mörg stór sveit-
arfélög séu með vetrarfrí á sama
tíma í ár. Ekki hafi verið tekin
sameiginleg ákvörðun þar að lút-
andi.
„Það eru kannski óvenjumörg
sveitarfélög á sömu dögum núna.
Það hittist bara þannig á og
ákvörðun um þessar tímasetningar
er yfirleitt tekin langt fram í tím-
ann,“ segir Helgi og bendir á að
vetrarleyfi séu mislöng hjá sveitar-
félögum. Reykjavík sé til að mynda
með vetrarorlof bæði á haustönn og
vorönn en dæmi eru um að sveitar-
félög hafi eitt langt vetrarlof. Orlof
á vorönn sé yfirleitt miðja vegu
milli jóla- og páskaleyfis og því sé
það oftast á svipuðum tíma.
Þarf að sýna varkárni í vetrarfríinu
Vetrarfrí verður í öllum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu í kringum sömu helgina í febrúar
Búast má við að margir hyggi á ferðalög Akureyri nýtur vinsælda Þarf að skipuleggja sig vel
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Hlíðarfjall Það getur myndast einstök stemning í Hlíðarfjalli á góðum dögum. Nú þarf að panta sér tíma í fjallið.