Morgunblaðið - 03.02.2021, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2021
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Sjúkratryggingar Íslands hafa aug-
lýst eftir viðræðum við aðila, fyrir-
tæki, félög eða stofnanir um að taka
við rekstri fjögurra hjúkrunarheim-
ila. Þau eru Hraunbúðir í Vest-
mannaeyjum, Hulduhlíð á Eskifirði,
Uppsalir á Fáskrúðsfirði og Öldr-
unarheimili Akureyrar sem rekur
Hlíð og Lögmannshlíð. Á þessum
heimilum eru samtals 244 hjúkrun-
arrými, 12 dvalarrými og 46 dagd-
valarrými.
Í auglýsingu Sjúkratrygginga
segir að æskilegt sé að rekstrar-
aðilar séu sjálfseignarstofnanir eða
þar sem hagnaður er endurfjárfest-
ur í þágu starfseminnar. Einnig að
greiðslur til nýs eða nýrra rekstrar-
aðila muni byggjast á núgildandi
samningum um þjónustuna.
Taprekstur á heimilunum
Bæjarstjórn Vestmannaeyja gerði
nýlega sameiginlega bókun þar sem
lýst var áhyggjum af þeirri óvissu
sem ríkir um framtíðarrekstrar-
fyrirkomulag dvalar- og hjúkrunar-
heimilisins Hraunbúða. Jafnframt
lýsti bæjarstjórnin undrun „á við-
bragðs- og úrræðaleysi Sjúkra-
trygginga Íslands“.
Hjúkrunarheimilin sem hér um
ræðir eru í Samtökum fyrirtækja í
velferðarþjónustu. Formaður þeirra
er Gísli Páll Pálsson.
„Sveitarfélögin treysta sér ekki til
að reka þessi hjúkrunarheimili
áfram vegna viðvarandi hallarekst-
urs og ríkið vill greinilega að einhver
annar reki þessi heimili en þeir sjálf-
ir og þá auglýsa þeir,“ sagði Gísli.
Hann sagði um auglýsinguna:
„Mér þykir þetta mjög áhugaverð
auglýsing. Þar kemur fram að æski-
legt sé að nýir rekstraraðilar muni
endurfjárfesta hagnað í þágu starf-
seminnar en samanlagt rekstrartap
þessara fyrirtækja síðustu þrjú ár
eru mörg hundruð milljónir ef ekki
meira. Tekjurnar eru of lágar og
gjöldin of mikil. Ég held að það séu
allir sammála um það.“
Muni ekki ganga betur
Gísli kvaðst ekki sjá að nýjum
rekstraraðilum myndi ganga betur
en sveitarfélögunum að reka þessi
hjúkrunarheimili miðað við að
greiðslur ríkisins yrðu óbreyttar
eins og boðað er í auglýsingunni.
Hann nefndi að kjarasamningar
hjúkrunarheimila sveitarfélaga við
starfsfólk væru um 10% hærri en
sambærilegir kjarasamingar til
dæmis hjá Grund og Mörk sem Gísli
veitir forstöðu og eins hjá fleiri
hjúkrunarheimilum á borð við
Hrafnistu, Skjól og Eir.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Akureyri Hjúkrunarheimilin Hlíð og Lögmannshlíð eru á meðal þeirra heimila sem leitað er rekstraraðila að.
Auglýsa rekstur
hjúkrunarheimila
Akureyri, Fjarðabyggð og Vestmannaeyjar sögðu upp
Þrautakappinn Einar Hansberg
hyggst gera tilraun nk. laugardag
við heimsmet í samanlagðri þyngd í
réttstöðulyftu og fá það skráð í
Heimsmetabók Guinness. Núver-
andi met er 500 tonn. Með þessu vill
Einar vekja athygli á velferð barna,
segir í tilkynningu.
Einar hyggst reyna við metið í
húsakynnum Crossfit Reykjavík í
Faxafeni frá kl. 12 á laugardag til
12 á hádegi á sunnudag. Streymt
verður á Facebook á vefsíðunni
Heimsmet fyrir börn.
Guinness Einar Hansberg hyggst reyna
við heimsmet í samanlagðri réttstöðulyftu.
Reynir að slá heims-
met í réttstöðulyftu
Margir buðu í afla norska loðnuskips-
ins Vendlu, sem kom á miðin austur
af landinu um helgina. Fiskeribladet/
Fiskaren greindi frá því í gær að afl-
inn, 435 tonn, hefði verið seldur á 4,2
milljónir norskra króna eða fyrir 9,61
krónu á kíló. Í íslenskum krónum
gerir þetta rúmlega 63 milljónir fyrir
farminn og 145 krónur á kíló.
Segir í fréttinni að fyrirtæki víða í
Noregi hafi boðið í aflann og hann
hafi á endanum verið seldur á mun
hærra verði en búist var við. Kaup-
andinn er Lofoten Viking í Værøy.
Engar loðnuveiðar hafa verið við Ís-
land né í Barentshafi síðustu tvö ár
og er því mikil spurn eftir loðnuaf-
urðum.
Aflinn fékkst í nót rétt norðan við
línu sem dregin er í austur frá punkti
sunnan Álftafjarðar, en sunnar mega
Norðmenn ekki veiða. Loðnan var
stór, 38-39 stykki í kílói, og hrogna-
fyllingin um 10%. Norðmönnum er
heimilt að veiða samtals 33.388 tonn
af loðnu í lögsögunni til og með 22.
febrúar 2021. Í gær voru norsku skip-
in Österbris, Birkeland, Sjöbris og
Senior að veiðum fyrir austan. Níu
norsk skip voru á leiðinni á miðin.
Alls hefur verið úthlutað 61 þúsund
tonnum af loðnu á vertíðinni og er
leyfilegur heildarafli íslenskra skipa
rúmlega 20 þúsund tonn. Grænlensk-
um skipum er heimilt að veiða sam-
tals 4.453 tonn og Færeyingum 3.050
tonn. Beðið er eftir niðurstöðum um-
fangsmikilla loðnumælinga í síðustu
viku og þá hvort bætt verði við ráð-
gjöfina. aij@mbl.is
Hátt verð fyrir
íslensku loðnuna
Norsk skip að veiðum fyrir austan
Á loðnu Vendla var fyrst norsku skipanna til að tilkynna afla.
Hlutfall slysa sem eldri ökumenn
voru valdir að hækkaði á síðasta ári
frá fyrri árum. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Samgöngustofu voru 9,1%
slysa og óhappa í umferðinni hér á
landi af völdum ökumanna sem eru
70 ára og eldri í fyrra. Þær tölur ná
aðeins til fyrstu ellefu mánaða árs-
ins. Hlutfall slysa sem eldri öku-
menn voru valdir að var 8,7% allt ár-
ið 2019 og 8,6% allt árið 2018.
Þórhildur Elínardóttir, sam-
skiptastjóri Samgöngustofu, segir í
svari við fyrirspurn Morgunblaðsins
að „eilítil hækkun“ hafi orðið hjá
elsta aldurshópnum í fyrra.
„Það þýðir þó ekki að hann hafi
valdið fleiri einstökum slysum held-
ur má að líkindum rekja til almennr-
ar fækkunar í tengslum við Cov-
id-19. Fátt erlent ferðafólk var hér á
síðasta ári og jafnframt var minna
um að fólk ferðaðist til og frá vinnu.
Þar með varð fólk 70 ára og eldra
stærra hlutfall af heildarmengi öku-
manna,“ segir Þórhildur.
Samkvæmt upplýsingum frá Guð-
björgu S. Bergsdóttur, verkefnis-
stjóra á þjónustusviði embættis rík-
islögreglustjóra, eru 24.262 manns,
71 árs og eldri, með gilt ökuskírteini
á Íslandi, svokölluð B-réttindi. Þar
af eru 13.172 karlar og 11.090 konur.
hdm@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Umferð Eldri ökumenn ollu 9,1%
slysa og óhappa í umferðinni 2020.
9,1% slysa í fyrra af
völdum eldri ökumanna
Heilbrigðisráðherra skipaði í ágúst 2020 starfshóp til að greina raun-
gögn um rekstur og rekstrarkostnað hjúkrunarheimila.
Í hópnum sitja fulltrúar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, Sjúkratrygginga Íslands og heilbrigð-
isráðuneytisins.
Formaður starfshópsins er Gylfi Magnússon prófessor. Hann segir að
ekki sé komin dagsetning á hvenær starfshópurinn skilar niðurstöðum
sínum en að farið sé að sjá fyrir endann á þessari vinnu.
Farin að sjá fyrir endann
STARFSHÓPUR