Morgunblaðið - 03.02.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.02.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2021 Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is ÖFLUGAR ÞVOTTAVÉLAR OG ÞURRKARAR Verkstæði Heilbrigðis-stofnanir Fiskvinnslu- fyrirtæki Hótel og gistiheimili Leikskólar og skólar Íþróttafélög og sundlaugar Efnalaugar og þvottahús Björn Zoëga, sem áður stýrðium tíma Landspítalanum, stýrir nú Karólínska háskóla- sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Morg- unblaðið sagði frá því í gær að mikil og jákvæð umskipti hefðu orðið í reksti sjúkrahússins þar í fyrra. Reksturinn skilaði afgangi og sjúkrahúsið veitti 6% meiri þjónustu en samið hafði ver- ið um. Starfsfólk Karólínska er nú 700 færra en áður en Björn hóf hagræðingaraðgerðir, án þess þó að heilbrigðisstarfsfólki hafi verið sagt upp. Sparnaðurinn er metinn á 5% af rekstrarkostnaði og launakostnaður stóð í stað þrátt fyrir launahækkanir og mikla yfirvinnu vegna kórónu- veirufaraldursins.    Afköstin hafa aukist og þarmeð tekjurnar því að í Sví- þjóð fá sjúkrahús greitt eftir þeirri þjónustu sem þau veita, ólíkt því sem er hér á landi. Hér eru ekki sömu hvatarnir í heil- brigðiskerfinu til að ná árangri eins og í Svíþjóð og það skýrir líklega þá staðreynd að á sama tíma og þessi góði árangur næst í Stokkhólmi hefur framleiðni starfsfólks íslenskra sjúkrahúsa farið minnkandi á undanförnum árum, samkvæmt nýlegri skýrslu heilbrigðisráðuneytisins.    Hérlendis snúast umræður umlausn á vanda í heilbrigð- iskerfinu yfirleitt aðeins um auk- ið fjármagn. Er ekki kominn tími til að horfa frekar á málin út frá afköstum og framleiðni og reyna að bæta kerfið fremur en að hækka sífellt kostnaðinn? Mætti ekki jafnvel splæsa í einn fjar- fund með forstjóranum í Stokk- hólmi og kanna hvort hægt væri að læra eitthvað af reynslunni þar? Björn Zoëga Athyglisverður árangur í Svíþjóð STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Heilsusamlegasta land í heimi til bú- setu er að finna á Spáni. Portúgal er í öðru sæti og er Ísland einnig meðal efstu landa eða í 5. sæti á lista yfir 20 heilsusamlegustu lönd heims sem breski vefmiðillin money.co.uk hefur tekið saman, en hann sérhæfir sig í samanburði af ýmsum toga, einkum í fjármála- og fasteignageiranum. Fjölmargir þættir eru bornir sam- an við mat á heilsusamlegustu lönd- unum, s.s. lífslíkur, tíðni offitu, heil- brigðisþjónusta, loftmengun, framboð og verð á heilsusamlegum matvælum, glæpatíðni og öryggi, gæði samgangna, fjöldi sólarstunda á ári o.fl. Sviss og Japan lenda í 3. og 4. sæti á listanum. Svíþjóð er í 7. sæti og Noregur í 8. sæti. Vefsíðan birtir einnig lista yfir 40 heilsusamlegustu borgirnar til að búa í. Þar er Valencia á Spáni í efsta sætinu og Madrid í 2. sæti. Lissabon í Portúgal raðast í 3. sæti og Vín í Austurríki í 4. sæti. Reykjavík lendir í 14. sæti á þessum lista yfir sam- anburð á heilsusamlegustu borg- unum. Reykjavík kemur einna best út þegar metnar eru lífslíkur íbúa og þegar glæpatíðni í borgunum er bor- in saman en nokkur lönd eru þó talin öruggari en Reykjavík á lista vef- miðilsins. Loftmengun er óvíða minni en í Reykjavík en loftgæðin eru þó talin meiri í Helsinki þar sem þau eru talin mest, í Wellington á Nýja-Sjálandi og í Canberra, höfuð- borg Ástralíu. Í engri þessara 40 borga er hins vegar að finna færri sólarstundir á ári en í Reykjavík. Nokkrar fleiri borgir á Norður- löndum er að finna á listanum yfir heilsusamlegustu borgirnar. Kaup- mannahöfn er í 20. sæti, Helsinki er í 17. sæti og Osló í 33. sæti en borgir Svíþjóðar komast ekki inn á listann. Morgunblaðið/Eggert Lífsgæði Fjöldi sólarstunda dregur Ísland nokkuð niður á listanum. Í hópi heilsusam- legustu landa  Reykjavík í 14. sæti á lista 40 borga Í lokaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, siglingasviðs, koma ekki fram skýringar á því hvað gerð- ist þegar báturinn Blíða SH 277 sökk á Breiðafirði 5. nóvember 2019. Þrír voru í áhöfn Blíðu og björg- uðust þeir allir. Segir í skýrslunni að nefndin álykti ekki í málinu þar sem ekki sé vitað hvað gerðist. Hins vegar telur nefndin afar mik- ilvægt, m.a. vegna rannsóknarhags- muna, að í tilfellum sem þessum sé skipsflak tekið upp og vísar í því sambandi til þess er vélbáturinn Jón Hákon BA sökk í Aðalvík sumarið 2015. Með Jóni Hákoni fórst einn maður, en þremur skipverjum var bjargað af kili skipsins. Sumarið 2016 tókst að hífa Jón Hákon upp af botninum og koma bátnum á þurrt land. Í lokaskýrslunni um Blíðu SH er atvikum m.a. lýst þannig að skipið hafi verið á á beitukóngsveiðum. Undir hádegi hafi skipstjóri verið að færa sig á önnur mið þegar hann hafi tekið eftir að því að sjór var kominn á þilfarið að aftan. Sökk mjög hratt Skipstjórinn sagði skipið hafa sokkið mjög hratt; það hefði lagst á bakborðshliðina og sokkið með skut- inn fyrst niður. Fram kemur í skýrslunni að björgunarbátar hafi opnast sjálfkrafa en verið á hvolfi og fastir við skipið. Skipverjarnir náðu að koma sér fyrir á botni annars þeirra og tókst að finna neyðarsendi úr hinum bátnum sem þeir gang- settu. Samkvæmt lýsingum áhafnar virtist sem óvæntur leki hefði komið að skipinu. Daginn eftir fannst flakið á um 40 metra dýpi og var kafað við skipið en ekkert athugavert kom í ljós sem gat skýrt það sem gerðist, segir í skýrslunni. Mikilvægt að ná flaki Blíðu SH upp  Ekki ljóst hvað gerðist er skipið sökk á Breiðafirði  Flakið á 40 metra dýpi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.