Morgunblaðið - 03.02.2021, Side 11

Morgunblaðið - 03.02.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2021 Töfrar eldhússins byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Hvort sem þú leitar að klassískum retro kæliskáp á heimilið, rómantískri eldavél í sumar- bústaðinn, litríkum matvinnslutækjum í eldhúsið eða nýrri fallegri innréttingu erum við með frábæra valkosti fyrir þig. Vöruúrval Eirvíkur er afar fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Af hverju að vera eins og allir hinir - þegar maður getur verið einstakur! Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 Dómstóll í Moskvu úrskurð- aði í gær að Alex- ei Navalní hefði rofið skilorð sitt frá árinu 2014, og því bæri að senda hann í fangelsi. Upphaf- legur dómur var til þriggja og hálfs árs, en frá honum dregst tími sem Navalní hefur dvalið í haldi stjórnvalda. Navalní sagði við réttarhöldin að þeim væri ætlað að hræða rúss- nesku þjóðina en stuðningsmenn Navalnís hafa þegar boðað til mót- mæla honum til stuðnings. Sendur í fangelsi til tveggja og hálfs árs Alexei Navalní RÚSSLAND Hinn hundrað ára gamli Tom Moore, fyrrver- andi höfuðs- maður í breska hernum, lést í gær vegna kór- ónuveirunnar. „Kafteinn Tom“ vakti heims- athygli síðasta vor fyrir söfnun- arátak sitt en hann safnaði millj- ónum punda í baráttuna gegn kór- ónuveirunni. Boris Johnson forsætisráðherra sagði að Moore hefði verið „vonarneisti fyrir alla veröldina“. Voru fánar í hálfa stöng í gær vegna andlátsins. Kafteinn Tom fallinn frá vegna Covid-19 Kafteinn Tom Moore BRETLAND Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bandaríska utanríkisráðuneytið ákvað í gær að binda enda á alla fjárhagsaðstoð við stjórnvöld í Búrma, sem einnig er þekkt sem Mjanmar, eftir að herinn steypti af stóli lýðræðislega kjörnum valdhöf- um þar. Forsvarsmenn stjórnar- flokksins NLD skoruðu á herfor- ingjastjórnina að sleppa Aung San Suu Kyi, leiðtoga flokksins, og Win Myint, forseta landsins, úr haldi þegar í stað, sem og öllum öðrum sem handteknir hefðu verið vegna valdaránsins. „Við lítum á þetta sem svartan blett á sögu ríkisins og hersins,“ sagði í yfirlýsingu flokksins, sem birtist á facebook-síðu hans. Krafð- ist flokkurinn einnig að herinn við- urkenndi úrslit þingkosninganna í nóvember á síðasta ári, en NLD hlaut þar mikið fylgi umfram USDP, stjórnmálaarm hersins, og vann hreinan meirihluta á þinginu. Íhuga enn frekari aðgerðir Bandaríkjastjórn tók undir það ákall, en ákvörðun utanríkisráðu- neytisins um að útnefna atburði mánudagsins sem valdarán þýðir að allri fjárhagsaðstoð og viðskiptum Bandaríkjamanna við stjórnvöld í Búrma er sjálfhætt. Ákvörðun ráðuneytisins er þó sögð mestmegnis táknræn, þar sem langstærstur hluti þeirrar aðstoðar sem Bandaríkin hafa veitt Búrma á undanförnum árum hefur runnið til frjálsra félagasamtaka en ekki stjórnvalda. Þá munu Bandaríkja- menn áfram styðja við mannrétt- indamál í landinu, þar á meðal minnihlutahóp Róhingja, sem hafa verið ofsóttir af stjórnvöldum. Flestir af herforingjunum sem viðriðnir voru valdaránið sæta nú þegar viðskiptaþvingunum vegna herferðarinnar gegn Róhingjum, en Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í fyrrinótt að ríkisstjórn sín myndi íhuga enn frekari aðgerðir í ljósi valdaránsins. Þá hafa Banda- ríkjamenn sett sig í samband við Japani og Indverja um að þeir þrýsti á herforingjastjórnina, en bæði ríki hafa lagt sig fram um að bæta sam- skiptin við Búrma á undanförnum misserum, meðal annars til þess að koma í veg fyrir of mikil ítök Kín- verja í landinu. Suu Kyi aftur í stofufangelsi Hermenn voru á götum höfuð- borgarinnar Naypyidaw í gær og stóðu vörð um alla helstu staði þar. Talsmenn NLD-flokksins sögðu í gær við AFP-fréttastofuna að þeir hefðu ekki heyrt í Aung San Suu Kyi, en herinn hefur sett hana aftur í stofufangelsi á heimili sínu. Ná- granni hennar sagði þó að hún hefði sést á gangi um garð sinn, og vildi hún þannig senda þau skilaboð að hún væri enn við góða heilsu. Íbúar í borginni Jangon, áður Rangoon, létu í ljós óánægju sína með aðgerðir hersins með því að ýta á bílflautur sínar og slá saman pott- um og pönnum í mótmælaskyni. Var boðað til mótmælanna á samfélags- miðlum, og hrópuðu sumir mótmæl- enda „lengi lifi móðir Suu“, henni til stuðnings. Öryggisráðið á fundi Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í gær til þess að ræða mál- efni Búrma, en fastafulltrúar Breta, sem nú fara með forystu í ráðinu, settu fundinn á dagskrá með það að markmiði að leita samþykkis ráðsins fyrir ályktun, þar sem valdaránið yrði fordæmt og herinn hvattur til þess að láta aftur af völdum. Fundurinn var hins vegar haldinn fyrir luktum dyrum að beiðni Kín- verja, en ríkisfjölmiðlar þar hafa viljað gera lítið úr valdaráninu og sagt það í raun ekkert annað en upp- stokkun á ríkisstjórninni. Kínverska utanríkisráðuneytið hefur kallað eft- ir því að allir aðilar í Búrma „leysi úr ágreiningi“ sínum, en ekki var víst í gær hvort stuðningur Kínverja myndi fást fyrir tillögu Breta. Stöðva viðskipti við Búrma  Biden hótar frekari refsiaðgerðum gegn herforingjastjórninni  Flokkur Suu Kyi krefst þess að henni verði sleppt án tafar  Valdaráninu mótmælt í Jangon AFP Barið á búsáhöld Íbúar í Jangon, stærstu borg Búrma, börðu á potta og pönnur í gær í mótmælaskyni við valdarán hersins á mánudagsmorgun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.