Morgunblaðið - 03.02.2021, Page 12

Morgunblaðið - 03.02.2021, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þau ótíðindibárust ámánudags- morguninn, að herinn í Búrma hefði steypt af stóli löglega kjörnum stjórnvöldum. Her- foringjarnir lýstu því um leið yfir að þingkosning- arnar sem haldnar voru í nóvember væru ólöglegar, en þeir höfðu áður haft uppi ásakanir um kosningasvik. Valdaránið réttlætti her- inn með vísan til stjórnar- skrár landsins og ákvæða þar um neyðarástand, en um leið fóru herforingjarnir framhjá Win Myint, forseta landsins, sem einn hefur vald til þess að lýsa slíku ástandi yfir, og settu hann í stofufangelsi ásamt flestum öðrum borgaralegum leið- togum landsins. Þó að yfirstjórn hersins hafi sagt að neyðarstjórn sín muni einungis vara í eitt ár, eða þar til boðað verður til nýrra þingkosninga, er aug- ljóst að með gjörðum sínum hefur herinn bundið enda á vanmáttugar tilraunir til þess að koma á lýðræði aft- ur í Búrma. Herforingja- stjórn ríkti þar með harðri hendi í nærri hálfa öld, frá 1962 og þar til herinn féllst á að deila völdum með borg- aralegum öflum árið 2011. Ekki er hægt að segja að samskipti hers og borgara- legra afla hafi gengið snurðulaust fyrir sig á und- angengnum áratug. Ítök herforingjanna við stjórn landsins voru enn gríðarlega mikil, jafnvel eftir að Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar gegn her- foringjastjórninni, tók við völdum árið 2015, en hún vakti heimsathygli með and- ófi sínu á þeim rúmu 20 ár- um sem herinn hélt henni í stofufangelsi. Ofsóknir hersins gegn Róhingjum sýndu eflaust einna best hversu óþægilegt samstarfið var, og hversu viðkvæmur sá línudans var, sem borgaralegu öflin þurftu stíga til þess að varð- veita völd sín. Aung San Suu Kyi, sem áður hafði hlotið friðarverðlaun Nóbels, varð þannig að andliti ofsókna og þjóðernishreinsana þegar hún reyndi að verja aðfar- irnar sem herinn hafði veg og vanda af. Orðspor hennar varð þannig að fórnarlambi kerfis, sem átti að vera nokkurs konar millivegur milli herforingjastjórn- arinnar og lýðræðisins. Undir því kerfi sem komið var á laggirnar 2011 var hernum tryggður fjórð- ungur allra þing- sæta hið minnsta og um leið neitunarvald um allar stjórnarskrárbreyt- ingar, auk þess sem innan- ríkis- og varnarmálaráðu- neytin voru bæði í höndum traustra bandamanna. Þrátt fyrir það þótti einsýnt að ítök hersins myndu síst fara vaxandi eftir nýafstaðnar þingkosningar, en þar vann flokkur Aung San Suu Kyi góðan sigur, á sama tíma og flokkur hersins galt afhroð. Svo virðist sem það hafi komið illa við kaunin á Min Aung Hlaing, yfirmanni her- aflans, en hann var að nálg- ast eftirlaunaaldur innan hersins og hafði ætlað sér frama í stjórnmálum eftir það. Hlutverk stjórnarand- stöðuleiðtogans mun hins vegar ekki hafa heillað hann, sem skýrir eflaust að látið var til skarar skríða á mánudaginn, degi áður en nýkjörið þing átti að koma saman. Viðbrögð umheimsins hafa mestmegnis verið hörð, og hafa vesturveldin þegar hót- að því að taka upp refsiað- gerðir og viðskiptaþvinganir gagnvart herforingjunum og öðrum sem stutt hafa valda- ránið. Annað hljóð hefur raunar heyrst úr ranni Kín- verja, en í ríkisfjölmiðlunum þar hefur einungis verið greint frá því að ákveðið hafi verið að „stokka dug- lega upp“ í ríkisstjórninni. En þó að kínverskum stjórnvöldum þyki ekki mik- ið til valdaránsins koma, enda ekki sérstaklega áhugasöm um lýðræði, stendur þó eftir að herfor- ingjastjórnin hættir nú á afturhvarf til fyrri tíma, þar sem Búrma varð að hálf- gerðu útlagaríki, einangrað að mestu frá umheiminum. Reynsla þess tíma sýnir að líklega láta herforingjarnir sér það í léttu rúmi liggja, þó að þeir njóti ekki stuðn- ings umheimsins. Hitt er þeim meira áhyggjuefni, að þjóðin stendur ekki með þeim. Þrátt fyrir að ímynd Aung San Suu Kyi á alþjóðavísu hafi laskast mjög vegna Róhingjamálsins, er hún enn nánast í guðatölu meðal al- mennings í Búrma. Óvíst er hvaða áhrif það mun hafa, nú þegar herinn hefur sett hana aftur í stofufangelsi. Herforingjarnir ákváðu að sætta sig ekki við lýðræðis- lega niðurstöðu} Valdarán í Búrma M unum að orð hafa áhrif og að aðgát skal höfð í nærveru sál- ar. Ekki bara þeirrar sálar sem orði er hallað á, heldur líka hinna sem heyra stóryrðin og túlka á versta veg fyrir þann sem logið er upp á. Þetta höfum við verið minnt á að und- anförnu. Einhverjir ganga svo langt að aldrei skuli hallmæla neinum manni. Slíkt nær ekki nokk- urri átt. Þá yrðum við að tala um heiðursmenn- ina Hitler og Stalín, tvo af verstu fjöldamorð- ingjum sögunnar. Okkur ber að vekja athygli á óhæfuverkum þeirra, þó svo að einhver gæti móðgast fyrir hönd þessara valinkunnu góð- menna. Eigum við þá alltaf að segja satt? Prestur nokkur ákvað að fræða börn í sunnudagaskóla um að jólasveinninn væri ekki til. Honum fannst óhugs- andi „að ljúga að börnunum“. Þjóðfélagið fór nánast á ann- an endann yfir grimmd þessa sannsögla manns. Umræðan nú varð til þess að ég rifjaði upp bók sem ég las einu sinni, Liar‘s Paradise eftir Graham Edmonds. Hann bendir á að lygarnar eru misillskeyttar. Siglt undir fölsku flaggi. Stjórnmálamenn lofa einhverju hátíðlega fyrir kosningar, en svíkja svo loforðin vegna „breyttra aðstæðna“ eða „ómöguleika“. Eitthvað gefið í skyn. Viðmælandinn játar hvorki né neitar þegar spurt er hvort hann ætli að styðja réttarbót. Áheyrendur gefa sér að hann geri það, þó að það hafi aldr- ei komið til greina. Bætt við smáatriðum. Lagnir stjórnmálamenn skreyta frásögu sína með atvikum sem eru óháð meg- inefninu, en gera söguna trúverðuga. Að koma sinni útgáfu af sögunni út. Sá sem fyrstur segir frá einhverju hefur forskot. Þá verða aðrir að leiðrétta sögu eða myndband sem komin eru í dreifingu. „Látum helvítið neita því,“ sagði Lyndon B. Johnson Banda- ríkjaforseti, þegar hann laug óeðli upp á and- stæðing sinn. Að segja ekki söguna alla. Ég segist hafa eytt tvöfalt lengri tíma með merkum stjórn- málamanni en að var stefnt. Auðvitað sleppi ég því að fundur okkar átti upprunalega aðeins að vera fimm mínútur. Skjall. Flestir vilja að aðrir séu hrifnir af þeim. Já-menn eru vinsælli hjá hégómlegum valdhöfum en þeir sem segja satt, þótt lítið gagn sé að þeim fyrrnefndu. Spila á tilfinningar. Hvers vegna ætti ég að ljúga að þér? Að svara öðru en spurt er um. Nánast regla hjá sumum stjórnmálamönnum. Þeir varpa líka fram smjörklípum sem beina athyglinni frá kjarna málsins. Virðuleiki. Segja að það sé fyrir neðan virðingu sína að svara spurningum sem efast um sannsögli viðmælandans. Margir halda að tölur séu góðar til blekkinga. Winston Churchill bætti um betur og sagði að eina tölfræðin sem menn gætu treyst væri sú sem þeir byggju til sjálfir. Edwards mælti þó ekki með eintómri sannsögli: „Lífið yrði leiðinlegt, því að við myndum öll þegja. Andrúmsloftið sem fylgir endalausum heiðarleika væri að fara með okkur.“ Benedikt Jóhannesson Pistill Lygin er lævís og lipur Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Tíðni öndunarfærasýkingameðal barna sem erufjögurra ára eða yngri varundir lok desember síð- astliðins aðeins 35% af meðaltíðni slíkra sýkinga á árunum 2015-2019. Tíðni öndunarfærasýkinga lands- manna í öllum aldurshópum fór niður í 36% í desember. Á tímum kórónuveirufarald- ursins fækkaði öðrum smit- sjúkdómum mikið hér á landi og sýklalyfjanotkun dróst verulega saman. Nú liggur fyrir yfirlit yfir fækkun öndunarfærasjúkdóma og sýklalyfjanotkunina yfir allt síðast- liðið ár, sem birt er í Talnabrunni embættis landslæknis. „Takmarkanir á sam- komuhaldi, fjöldatakmarkanir og önnur breytt hegðun almennings í kjölfar faraldursins virðist haldast í hendur við fækkun öndunarfæra- sýkinga, bæði meðal ungra barna og fullorðinna. Færri öndunarfæra- sýkingar, sérstaklega um vor og síðla hausts árið 2020 í kjölfar fyrstu og þriðju bylgju Covid-19- faraldurs, virðast svo aftur hafa leitt til minnkaðrar notkunar á sýklalyfjum, sérstaklega í þeim sýklalyfjaflokkum sem mælt er með til meðhöndlunar algengra öndunarfærasýkinga,“ segja höf- undar greinarinnar. Tíðni öndunarfærasýkinga lækkaði mjög á vormánuðum og var í aprílmánuði aðeins 22% af meðaltíðni áranna 2015-2019 hjá börnum yngri en fimm ára og 35% hjá öllum aldurshópum. Tíðni sýk- inga breyttist lítið yfir sumartím- ann enda er hún að jafnaði í lág- marki á þeim árstíma en þegar haustaði fækkaði öndunarfærasýk- ingum aftur mikið miðað við fyrri ár, bæði hjá börnum og fullorðnum, að því er segir í Talnabrunni. Yfir allt seinasta ár fækkaði greiningum á öndunarfærasýk- ingum allra aldurshópa niður í 67% af meðaltali áranna á undan en meðaltíðnin meðal barna fór niður í 72%. Töluverður munur er þó á tegundum þessara sýkinga í önd- unarfærum. Fram kemur t.a.m. að tíðni berkjubólgu og lungnabólgu lækkaði hlutfallslega mest í fyrra eða niður í 57% af tíðni áranna 2015-2019 en greiningum á háls- bólgu fækkaði minnst og voru þær 92% af meðaltíðni áranna 2015- 2019. Greiningum á miðeyrnabólgu meðal barna fækkaði einnig veru- lega bæði sl. vor og aftur í haust. Benda höfundar á að sýk- ingum í neðri hluta öndunarvegar fækkaði hlutfallslega mest í fyrra miðað við fimm ár þar á undan bæði meðal barna og fullorðinna. Verulegur samdráttur varð á ávísunum sýklalyfja á seinasta ári í öllum aldurshópum. Meðalfjöldi sýklalyfjaávísana var 500 á hverja þúsund íbúa á ári samanborið við tæplega 600 á árinu á undan. „Mest var fækkunin þó hjá börnum, fjögurra ára og yngri, þar sem notkun sýklalyfja á árinu 2020 var aðeins 66% af meðaltali áranna 2015-2019. Alls fækkaði ávísunum um 23% milli áranna 2019 og 2020 hjá þessum yngsta hópi,“ segir í Talnabrunni. Minnst breyting á ávísunum sýklalyfja varð hins veg- ar meðal eldri borgara. „Alls fækk- aði ávísunum um 12% hjá elsta hópnum milli áranna 2019 og 2020.“ Einnig kemur í ljós að ávís- unum sýklalyfja fækkaði mest fyrir börn undir fimm ára aldri en hjá þeim fækkaði sýklalyfjaávísunum um 106% í apríl miðað við sama árstíma áranna 2015-2019 og svo aftur um 59% í desember. Færri sýkingar og minni lyfjanotkun Tíðni öndunarfærasýkinga og notkun sýklalyfja Fjöldi greindra tilfella öndunarfærasýkinga á 1.000 íbúa 2015-2020 Fjöldi ávísaðra sýklalyfja á viku á hver 1.000 börn á aldrinum 0-4 ára 35 30 25 20 15 10 5 0 300 250 200 150 100 50 0 2015 2016 2017 2018 2019 2020 jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. Fjöldi ávísana 2020 Meðaltal 2015-2019 24 66 47 49 48 23 69 51 56 54 26 72 52 53 53 25 67 53 46 52 22 62 50 49 49 38 31 47 34 Miðeyrnabólga Hálsbólga Skútabólga Berkjubólga Lungnabólga 14 234 253 256 243 232 164 Heimild: Embætti landlæknis Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sótthreinsað Sýkingavarnir hafa dregið úr tíðni ýmissa smitsjúkdóma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.