Morgunblaðið - 03.02.2021, Page 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2021
✝ Svava Snorra-dóttir fæddist á
Fáskrúðsfirði 12.
febrúar 1934. Hún
lést á kvennadeild
Landspítalans 23.
janúar 2021.
Foreldrar hennar
voru Snorri Magn-
ússon rafvirkja-
meistari, f. á Gagn-
stöð í Hjaltastaða-
þinghá 12. maí 1906,
d. 16. maí 1990, og Anna Gunn-
laug Guðmundsdóttir, f. á Ak-
ureyri 7. september 1901, d. 14.
desember 1953. Systkini Svövu
eru Magnús, f. 1935, eiginkona
hans var Sylvía Arnardóttir, f. 9.
febrúar 1935, d. 4. febrúar 2016;
Elínbjörg, f. 13. september 1939,
eiginmaður hennar er Berg-
sveinn Gíslason, f. 2. febrúar
1938.
Svava eignaðist tvö börn,
Snorra Bogason, f. 18. sept-
ember 1952, og Önnu Rósu Sig-
urgeirsdóttur, f. 22. september
1953. Fyrri kona Snorra var
Berglind Adda, f. 1973, eig-
inmaður Jónas Árnason. Þau
eiga tvo syni; Sigurrós, f. 1978,
eiginmaður Daði Gränz. Þau
eiga tvö börn.
Svava flytur með föður sínum
og börnum að Mjólkárvirkjun
við Arnarfjörð þar sem þau hefja
störf við virkjunina. Þaðan flyt-
ur Svava með börnin til Kópa-
vogs, þar hóf hún störf á leik-
skóla og síðan ýmis önnur störf,
var lengi á Hótel Loftleiðum þar
sem hún lærði smurbrauðsgerð
og rak á tímabili veisluþjónustu.
Hún starfaði við smurbrauð og
fleira á ýmsum veitingastöðum,
síðast sem matráður hjá Rík-
isútvarpinu.
Síðustu árin hefur Svava búið
í Hæðargarði 33 í Reykjavík.
Útför Svövu fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag 3. febrúar 2021
og hefst athöfnin klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna verða ein-
ungis nánustu ættingjar og vinir
viðstaddir athöfnina en henni
verður streymt á:
https://youtu.be/icW6ZXzuK8A
Finna má virkan hlekk á
streymi á slóðinni:
https://www.mbl.is/andlat
Ragnheiður Al-
freðsdóttir. Þeirra
börn eru Kristjana
Milla, f. 1978, sam-
býlismaður hennar
er Guðmundur
Gunnarsson og
eiga þau tvö börn;
Bergsveinn Magn-
ús, f. 1980, sam-
býliskona hans er
Herborg Eiríks-
dóttir. Þau eiga
tvö börn; Inga Sigríður, f. 1984,
sambýlismaður hennar er Óli
Finnsson. Móðir Ingu Sigríðar er
Anna Margrét. Seinni kona
Snorra er Agnes Ásgeirsdóttir,
f. 1962. Þeirra sonur er Jóakim,
f. 1987, en fyrir átti Agnes son-
inn Ásgeir Kristinsson, f. 1982,
sem Snorri gekk í föðurstað,
sambýliskona hans er Arna
Rannveig Guðmundsdóttir og
eiga þau tvö börn. Eiginmaður
Önnu Rósu er Halldór Leifsson
og þeirra börn eru Svava Björk,
f. 1972, eiginmaður Björn Þor-
geirsson. Þau eiga tvo syni;
Elsku besta amma mín er fallin
frá, það er erfitt að hugsa til þess
að ég fái ekki að sjá hana aftur.
Eiginlega finnst mér það ótrúlegt
þar sem ég hélt að hún yrði að
minnsta kosti 100 ára, við héldum
það báðar. Mér hefur verið sagt að
þegar amma var ung þá hafi hún
verið ákveðin og dugleg kona og
þannig var hún líka á sínum seinni
árum. Hún var heilsuhraust
kjarnakona allt þar til krabbinn
náði henni.
Ég á margar góðar minningar
um elsku ömmu og er þakklát fyrir
allar góðu stundirnar okkar sam-
an. Minningar sem seint gleymast,
enda var hún yndisleg og mikill
karakter. Í mínum augum var hún
einstök amma. Elskaði að dansa
og klæða sig upp. Það var henni
efst í huga að vera fín og mikill tími
fór í að skoða föt, fallega og litríka
kjóla. Ég held að Kringlan hafi
verið einn af hennar uppáhalds-
stöðum, þar gat hún eytt heilu og
hálfu dögunum. Þegar elsku
amma var komin inn á spítala og
einungis nokkrum dögum áður en
hún féll frá, þá hringdi hún í mig
þar sem hún var á Facebook á út-
sölum, hana vantaði svo kjól, þessa
elsku.
Þær eru ófáar minningarnar
sem tengjast því að sitja með
henni yfir kaffibollanum og ræða
alla heimsins hluti, það var nota-
legt að tala við hana og alveg
magnað að hún var alltaf með putt-
ann á púlsinum sama hvert um-
ræðuefnið var. Amma var alveg of-
boðslega gestrisin kona og það var
alltaf þannig að það sást ekki í
borðið fyrir mat.
Það var alveg ómetanlegt að
ferðast með ömmu. Vesturferðirn-
ar með henni voru svo dýrmætar,
þar sem hún var búin að nesta okk-
ur upp með gott kaffi og brauð-
meti. Þvílíkur fróðleikur sem kom
frá henni í hverri ferð. Hún var
mikil sögukona, gaf sig alla í sög-
urnar og sagði skemmtilega frá.
Svíþjóðarferðin þegar við fórum
tvær til að heimsækja Millu og
Begga er ógleymanleg og hvað þá
þegar við fórum í stelpuferð til
Alicante þar sem strandlengjan
var þakin básum með litríkum
kjólum, þar gat hún þrætt strönd-
ina fram og til baka í sól og yl, því-
líkur sælustaður.
Amma var ofboðslega fé-
lagslynd, nærðist á því að vera
með sem flesta hjá sér og hafði
mikinn áhuga á fólkinu sínu og
vildi vera með þeim sem oftast.
Henni þótti svo vænt um börnin
mín og ef þau komu ekki með mér í
heimsókn til hennar þá spurði hún
um þau og hafði mikinn áhuga á
því sem þau voru að gera. Hún
hafði mjög gaman af því að gefa og
lána Karen Rós kjóla, þannig að
yfirleitt fór ég klyfjuð heim með
urmul af litríkum kjólum handa
henni eða þegar hún fór sjálf frá
henni. Ömmu þótti vænt um að sjá
myndir af henni í fötum frá sér.
Amma nefndi það oft hve hlýr og
ljúfur hann Anton Orri væri og
þótti alltaf svo vænt um að fá sím-
tal frá þeim systkinum til ömmu
sinnar.
Ég get endalaust talað um hve
mikið hörkutól hún amma var og
hún kvartaði aldrei yfir neinu, t.d.
þegar hún var orðin mikið veik lét
hún mann aldrei heyra annað en að
hún væri bara eldhress bara svolít-
ið löt. Þá var hún komin á það stig
að vera hætt að geta gengið.
Ég kveð ömmu mína með sorg.
Ég mun ávallt minnast hennar
með hlýhug og virðingu. Blessuð
sé minning hennar.
Sigurrós.
Meira á www.mbl.is/andlat
Það er erfitt að hugsa til þess að
hún amma mín sé farin. Ég á svo
margar og góðar minningar um
ömmu og ég elskaði að koma í
heimsókn til hennar. Í einni heim-
sókninni sátum við saman og sagði
hún mér frá áhugaverðri ævi sinni.
Ég tók niður þessa frásögn hennar
og langar mig að birta hana hér.
Fyrri hlutinn er hér en frásögnina
í heild sinni má finna á vefsíðu
mbl.is.
Þegar ég spyr ömmu hvernig
hún myndi lýsa persónuleikanum
sínum, byrjar hún á að segja mér
að hún sé vatnsberi. Hún segir að
vatnsberinn sé ekki frekur, svolítið
ljúfur og heldur listrænn, en bætir
einnig við að ættingjar hennar og
vinir myndu ekki taka undir þessi
orð. Hún er nefnilega frekar
ákveðin og beinskeytt, en segir að
hún hafi orðið svoleiðis eftir að
hafa þurft að taka stórar ákvarð-
anir og bera mikla ábyrgð.
Amma bjó á Akureyri frá níu
ára aldri og þar til hún varð fimm-
tán ára. Á þeim tíma var hún mikið
í íþróttum og vann verðlaunapen-
ingana hvern á eftir öðrum fyrir
hlaup, stökk og fleira. Hún þótti
alltaf best í handbolta og fékk allt-
af hæstu einkunnir í sundi. Á
sumrin fór hún í sveit á bæ rétt fyr-
ir utan Akureyri og hún þótti svo
efnileg að þegar kom að íþrótta-
mótum var hún sótt í sveitina svo
hún gæti tekið þátt fyrir hönd KA,
Knattspyrnufélags Akureyrar.
Hún eyddi miklum tíma á íþrótta-
vellinum og segir frá því þegar hún
hljóp fyrst í takkaskóm. „Hrylli-
lega var það vont, manni fannst
maður ekki drullast neitt áfram,“
segir hún hlæjandi. Hún segist þó
aldrei hafa skilið af hverju þeim
var kennt að hoppa yfir hesta og
klifra í köðlum, hún vildi mikið
frekar læra dans, því henni þótti
dansinn svo skemmtilegur, en
dans og föt voru hennar helstu
áhugamál. Hún bætir við: „Þegar
ég var tíu ára vorum við vinkon-
urnar alveg fatasjúkar, við elskuð-
um að fara heim eftir skóla og
klæða okkur upp í föt af mömmu.“
Vinkonurnar stífmáluðu sig, fóru í
eitthvað fínt, settu á sig hatta og
gengu niður í bæ með regnhlífar í
glampandi sólskini. „Mamma hafði
verið úti í Danmörku og átti eitt-
hvað agalega sniðugt, sem var
kallað naglalakk,“ segir hún bros-
andi. Hún lýsir þessum stundum
sem dásamlegum.
Það var spennandi þegar her-
mennirnir komu á Akureyri.
Krakkarnir fylgdust grannt með
þegar herskipin sigldu upp að höfn
Akureyrar og bærinn fylltist af
flottum hermönnum. Amma var
mikið hjá frænku sinni árin sem
hermennirnir komu til Akureyrar
en húsið hennar var með gott út-
sýni yfir braggana þar sem her-
mennirnir áttu heima. Þegar ég
spyr hana hvernig henni hafi litist
á hermennina svarar hún: „Ég var
svo hryllilega hrædd við þá maður,
ég ætla ekki lifandi að segja þér
það,“ svo hlógum við báðar. En
hún segir að þeir hafi staðið vörð
með byssur og í öllum skrúðanum,
en það þótti henni ofboðslega
hræðilegt. Hermennirnir voru
samt alltaf mjög glaðir og pössuðu
vel upp á börnin, gáfu þeim lakkrís
og ýmis sætindi. „Maggi bróðir
fékk stundum að fara til her-
mannanna og kom oft til baka með
tyggjó alveg einstaklega mont-
inn,“ segir hún.
Karen Rós.
Meira: www.mbl.is/andlat
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Takk elsku Svava fyrir alla
skemmtilegu stundirnar sem við
höfum átt saman í dansi og leik.
Ég kveð þig með söknuði og þakk-
læti.
Guðrún Sveina María Jóns-
dóttir (Sveina).
Svava Snorradóttir, yndisleg
vinkona okkar allra í Hæðargarði
33-35, lést eftir stutta legu. Hún
fluttist hingað fyrir fáum árum og
var fljót að eignast hér vini og
festa rætur. Svava var afar minn-
ug á ýmsa skemmtilega viðburði
sem höfðu gerst hér og þar og
sagði frá þeim skilmerkilega, enda
hafði hún mjög áheyrilega fram-
sögn.
Einnig var hún dugleg að finna
upp tilefni fyrir okkur hér í húsinu
til að koma saman og eiga saman
glaðar stundir.
Áður en faraldurinn skall á í
fyrra voru hér laugardagssam-
komur í sólstofunni okkar og var
gjarnan haft kaffi og með því. Oft-
ar en ekki kom þá Svava klyfjuð
kökum og smurbrauði handa öll-
um. Sagði hún svo frá skemmtileg-
um hlutum í daglega lífinu og
hvatti aðra til að gera það líka.
Svava var afar skoðanaföst og
sagði aldrei já þegar hún meinti
nei. Var það gjarnan þegar þjóð-
málin bar á góma. Svo hafði Svava
sín hugðarefni, sem einkenndust
öðru fremur af fallegum hlutum.
Sérstakan áhuga hafði hún á fal-
legum fötum og er kjólasafn henn-
ar stórkostlegt. Er okkur til efs að
hún hafi haft tölu á kjólunum sín-
um. Líka var mikill áhugi á falleg-
um munum og skrautljósum til að
prýða íbúðina, en heimili hennar
var í einu orði sagt gullfallegt, svo
að eftir var tekið.
Á hverjum degi fór Svava niður í
kaffistofu til að blanda geði við vini
sína og kunningja. Einnig hafði
hún náið samband við fjölskyldu og
vini, hvort sem var í formi heim-
sókna eða í gegnum síma og tölvu.
Svo hafði Svava brennandi áhuga á
línudansi og tók virkan þátt í hon-
um, bæði hér í húsinu, sem og ann-
ars staðar.
Nú hefur verið höggvið stórt
skarð í hóp okkar þriggja, sem
skiptumst á að elda kvöldmat und-
anfarin ár, og er söknuðurinn sár.
Við teljum okkur mæla fyrir hönd
allra í húsinu þegar við vottum að-
standendum Svövu okkar dýpstu
samúð.
Erla (íb. 404) og Nikulás
(íb. 601).
Nú komið er að kveðjustund,
Svava Snorradóttir er látin. Við
vorum oft samferða gegnum lífið
og áttum góðar stundir við vinnu
og ýmis samskipti. Svava var æv-
inlega kát og hress er ég kom til
hennar. Síðasta heimsóknin var
fyrir rúmu ári, rétt fyrir jólin. Við
Dóri sonur litum við hjá henni seint
um kvöld með pakka að vestan.
Þáðum kaffi og kökur og Dóri
fékk eina skondna sögu um hvern-
ig henni tókst að festa litla bílinn í
umferðinni. Þau hlógu mikið sam-
an og höfðu bara gaman af. Þegar
við kvöddum sagði hún: „Komið þið
ekki bara aftur á morgun, það er
svo gaman að fá svona jólasveina í
heimsókn á kvöldin.“ Þökkum fyrir
margar góðar sögur og samveru-
stundir um ævina.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Önnu Rósu, Snorra, Lóu,
Magga og fjölskyldum þeirra send-
um við samúðarkveðjur á þessum
erfiðu tímum.
Dagrún Sigurðardóttir og
bræðurnir frá Hjarðardal.
Elsku Svava vinkona okkar er
fallin frá og lögð af stað í ferðalagið
mikla sem bíður okkar allra.
Við sem fengum að kynnast
henni munum sakna hennar mikið
og minnast hennar af mikilli virð-
ingu og þakklæti.
Ferðin til Vestfjarða er ógleym-
anleg, harmonikumót, dans og
gleði. Dýrafjörðurinn fagri þar
sem systir hennar og mágur búa
átti hug hennar allan og við feng-
um að njóta með henni og eiga þau
öll þúsund þakkir fyrir.
Svava var létt á fæti í línudansi
o.fl. sem var hennar yndi.
Drottningin eins og við kölluð-
um hana, lifði lífinu lifandi.
Takk fyrir allt og allt. Góða ferð
í sumarlandið.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Árný, Sigríður og
Ragnheiður.
Svava Snorradóttir
Minn kæri frændi,
GUÐLAUGUR GUÐLAUGSSON,
Skúlagötu 20,
lést miðvikudaginn 27. janúar.
Sigurður Aðils
Ástkær móðir okkar,
SIGRÍÐUR JÓNATANSDÓTTIR,
lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn
31. janúar.
Útförin auglýst síðar.
Jónatan Þórðarson
Þórður Þórðarson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGIBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 24. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Þórunn Erna Jessen Peter Winkel Jessen
Guðjón Haukur Stefánsson Ingibjörg Stefánsdóttir
Bryndís Stefánsdóttir Lars Thøgersen
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug við andlát og
útför okkar ástkæra eiginmanns, föður,
tengdaföður og afa,
HRÓBJARTS HRÓBJARTSSONAR
arkitekts.
Karin Hróbjartsson Stuart
Úlfur Helgi Hróbjartsson Sjöfn Evertsdóttir
Ólafur Evert Úlfsson
Karin Sigríður Úlfsdóttir
Elsku mamma okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
ANNA MARÍA HARALDSDÓTTIR,
Miðtúni 9, Seyðisfirði,
lést miðvikudaginn 27. janúar á
hjúkrunarheimilinu Fossahlíð á Seyðisfirði.
Jarðsett verður laugardaginn 6. febrúar klukkan 11 frá
Seyðisfjarðarkikju. Hægt verður að fylgjast með á
https://youtu.be/0b0W_GLonqs.
Blóm og kransar afþakkast en þeim sem vilja minnast hennar er
bent á hjúkrunarheimilið Fossahlíð eða Slysavarnafélagið Rán á
Seyðisfirði.
María S. Sigurðardóttir Þráinn E. Gíslason
Haraldur Sigurðsson María Cecilia Sigurðsson
Unnar Sigurðsson Adela Sigurðsson
Ingibjörg I. Sigurðardóttir Trausti Marteinsson
Þorsteinn Guðmundsson
barnabörn og langömmubörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir og afi,
SIGFÚS ÓLAFSSON,
Engjavegi 81, Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands,
Selfossi, fimmtudaginn 28. janúar.
Útförin fer fram föstudaginn 5. febrúar
klukkan 14 frá Selfosskirkju. Í ljósi aðstæðna verða einungis
nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Athöfninni verður streymt
á vefsíðu Selfosskirkju. Blóm og kransar afþakkast vinsamlega.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks lyflækningadeildar HSU,
Selfossi, fyrir alúð og stuðning.
Svanborg Egilsdóttir
Guðmundur Rúnar Sigfússon
Arnar Freyr Guðmundsson
Helga Valentína Guðmundsdóttir
Matthías Wilhelm Guðmundsson
Sigmar Benjamín Guðmundsson