Morgunblaðið - 03.02.2021, Síða 20

Morgunblaðið - 03.02.2021, Síða 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2021 50 ára Inga Rut er Reykvíkingur, ólst upp í miðbænum en býr í Kópavogi. Hún er ferðafræðingur og grunnskólakennari að mennt og vinnur á skrifstofu hjá Ice- landair. Maki: Sigurður Arnarson, f. 1967, sókn- arprestur í Kópavogskirkju. Börn: Kristinn Örn, f. 1999, Birna Magn- ea, f. 2002, Karólína María, f. 2006, og Gunnar Karl, f. 2009. Foreldrar: Karl Sigurbjörnsson, f. 1947, biskup og Kristín Guðjónsdóttir, f. 1946, fv. bankastarfsmaður. Þau eru búsett í Reykjavík. Inga Rut Karlsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er til lítils að vera að gera sér rellu út af öllum sköpuðum hlutum. Mestu skiptir að á þig er hlustað. Gerðu ráðstafanir til að lyfta þér á kreik. 20. apríl - 20. maí  Naut Fólk laðast að þér og þú nýtur þess en gefðu þér tíma til að hugleiða hvort þú þurfir á því að halda. Mundu að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú kemur þér að kjarnanum í vinnunni og gerir þér grein fyrir að hingað til hefur þú eytt of miklum tíma til einskis. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ástúðlegar tilfinningar til einhvers sem er þér nákominn eru sterkar í dag. Hættu að vinna þegar þú segist ætla að gera það. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú færð góðar hugmyndir í dag um það hvernig þú getur nýtt orku annarra til að gera gagn. Valdi fylgir sú mikla ábyrgð að misnota það ekki. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér kann að þykja það erfitt hversu vinur þinn er hikandi við að standa við sinn hluta af skuldbindingum ykkar. Málið er að sinna aðeins raunverulegum þörfum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Allt er breytingum háð og því skaltu ekki blekkja sjálfan þig með því að þú sért búinn að skipa málum til eilífðar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu liðið vera liðið í sam- skiptum við aðra og hafðu stjórn á skapi þínu. Of mikið umtal kallar bara á öfund- armenn sem gera þér lífið leitt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þótt þér líði frábærlega skaltu láta það eiga sig að upplýsa aðra um hvað veldur því. Gættu þess að ganga ekki of langt, það hefnir sín. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þetta er ekki góður dagur til þess að sinna fjármálunum. Sumt er okkur ætlað að eiga um sinn en annað bara um stund- arsakir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vertu passasamur með þína hluti og gættu þess sérstaklega að aðrir komist ekki í mál sem að þeim koma ekki við. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er auðveldara að yfirvinna hindr- anir í peningamálum ef maður fer ekki á taugum. Taktu þér bara góðan tíma til að beita kunnáttu þinni. verið í mörgum gönguhópum með Ferðafélaginu og Útivist og það er algjör draumur að ganga á fjöll með góðu fólki allan ársins hring. Vetr- arferðirnar eru í mestu uppáhaldi, þá eru aðstæður oftast meira krefj- andi. Að sumarlagi hef ég einnig yndi af að egna fyrir bleikju og urr- iðafiska, og kappkosta að eiga nægi- legt bleikfiskmeti í frystinum fyrir mjög hrifnir af náttúru landsins. Ég kynntist mörgu yndislegu fólki og hef samband við sum þeirra enn. Ég hef mikla útiveru- og hreyfi- þörf og sameina það í göngu- og fjallaferðum. Fyrstu tjaldgönguferð- ina fór ég á Hornstrandir 1987, lent- um þar í algjöru úrhelli, en eins og svo oft var rosalega gaman eftir á, og hef ég lítið stoppað síðan. Ég hef B irgir Martin Barðason fæddist 3. febrúar 1961 á Landspítalanum í Reykjavík og ólst upp til sex ára aldurs í Álf- heimum 36. „Þar var mikið opið leik- svæði fyrir aftan blokkirnar sem við krakkarnir kölluðum Sultuna, mold- ar- og drulluflag að mestu þar sem nú er Grasagarðurinn.“ Fjölskyldan fluttist í Garðahrepp, sem þá var, 1967 og Birgir byrjaði í Barnaskólanum þar um haustið. „Við bjuggum eitt ár í Englandi, ég gekk eitt ár í skóla þar sem var ómetanlegt, lærði enskuna og kynnt- ist hefðum og siðum þar. Síðan gekk ég í Gagnfræðaskólann og eftir hann héldum við flest áfram skólagöngu í Garðabænum, og vorum fyrstu nem- endurnir í framhaldsdeildinni, sem síðar varð að Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.“ Seinni tvö árin voru síðan í Flensborgarskólanum og varð Birgir því stúdent þaðan 1981 af raungreinabraut. „Ég fékk þar mik- inn áhuga á eðlisfræði, en hafði alltaf haft mikinn áhuga á bókmenntum og las mikið, þ.a. valið stóð á milli raun- greina og bókmennta.“ Raungreinar urðu ofan á og Birgir útskrifaðist með BS-próf í eðlisfræði vorið 1986, en hafði að auki bætt við sig heilu ári í efnafræði. Kennir eðlisfræði Eftir námið hefur Birgir að mestu starfað við eðlisfræðikennslu í fram- haldsskólum síðan og líkað vel, lengst af í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hann gerði hlé á kennslu í tvö ár til að ljúka kennsluréttinda- námi og var á sama tíma í Leiðsögu- skólanum í Kópavogi og útskrifaðist þaðan sem leiðsögumaður með þýsku og ensku vorið 1991. „Þýskuna fékk ég frá móður minni en hún passaði vel upp á að við bræð- urnir myndum ná tökum á því fal- lega tungumáli. Ég er því tvítyngdur sem er mjög mikilsvert. Ég var síðan eins og þeytispjald með ferðamenn í tjald- og gönguferðum hvert sumar um 12 ára skeið, var þá kominn með fjölskyldu svo aðstæður breyttust. Það var mjög gefandi að kynna land- ið okkar fyrir erlendum ferðamönn- um, sem voru undantekningalaust vetur komanda. Ekki má gleyma berja- og sveppatínslu, förum á hverju hausti, krækiberjasaft er ómissandi út á vanillubúðinginn. Lestur og framsækið rokk Lestur er síðan eilífðaráhugamál hjá mér, ég les nánast alla daga og íslenskir gæðahöfundar og erlendir eru í miklum metum. Það hefur verið unnið mikið brautryðjendaverk í þýðingum erlendra heims- bókmennta og ómetanlegt að geta sökkt sér ofan í þær. Við eigum tölu- verðan hóp af virkilega góðum og frumlegum rithöfundum og það er hrein unun að lesa fagurlega mót- aðan texta þeirra. Framsækin rokktónlist stendur hjarta mínu mjög nærri, við vorum miklir pælarar félagarnir í Garða- bænum og hittumst reglulega til að hlusta og skeggræða. Listinn yfir uppáhaldshljómsveitir er langur og ánægjustundirnar sem tónlist þeirra hefur veitt mér eru ómælanlegar og ómetanlegar. Rokkið er alvöru- listform sem er stórlega vanmetið af menningarforkólfum. Ég hef einnig áhuga á sinfóníum og fúgum og við Birgir Martin Barðason framhaldsskólakennari 60 ára Gönguferð Marina, eiginkona Birgis, og börn þeirra, Jakob og Tamara, að vori til í Selvogi. Vetrarferðir í mestu uppáhaldi Afmælisbarnið Birgir á toppi Dýja- fjallshnjúks á Tröllaskaga. Hjónin Birgir og Marina við Gull- foss, uppáhaldsfossinn þeirra. 40 ára Ólöf ólst upp að mestu í Garðinum en býr nú á Akur- eyri. Hún lauk félagsliðaprófi frá Sí- mey og er félagsliði á Öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri. Maki: Konráð Logi Fossdal, f. 1979, félagsliði á búsetusviði Akureyrar- bæjar. Börn: Inga Dóra, f. 2016, og Júlíus Grétar, f. 2018. Foreldrar: Leifur Ólafsson, f. 1959, verkamaður hjá fjarskiptafyrirtækinu Tengir, búsettur á Akureyri, og Gréta Sævarsdóttir, f. 1959, d. 2019, hús- freyja í Garði og á Akureyri. Ólöf Sandra Leifsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.