Morgunblaðið - 03.02.2021, Page 24

Morgunblaðið - 03.02.2021, Page 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2021 SÉRBLAÐ SMARTLANDS BLAÐIÐ Fylgir Morgunblaðinu 12. febrúar –– Meira fyrir lesendur PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til 8. febrúar NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Fjallað verður um tískuna 2021 í förðun, snyrtingu, útliti og fatnaði auk umhirðu húðarinnar, heilsu, dekur o.fl. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Einleikurinn Vertu úlfur var frum- sýndur á dögunum í Þjóðleikhúsinu og er leikgerð Unnar Aspar Stef- ánsdóttur, leikstjóra sýningarinnar, byggð á sjálfsævisögulegri frásögn Héðins Unnsteinssonar í bókinni Vertu úlfur! en aðstandendur leik- sýningarinnar leituðu einnig fanga í öðrum verkum eftir Héðin; blaða- greinum, ljóðum, fyrirlestrum og viðtölum. Á vef leikhússins er sagt um verkið að það hrífi okkur með í brjálæðislegt ferðalag um hættu- lega staði hugans inn í veröld stjórnleysis og örvæntingar og aft- ur til baka en í bók sinni segir Héð- inn frá reynslu sinni af geð- hvörfum. Höfundur tónlistar í sýningunni er Valgeir Sigurðsson en Prins Póló, Emilíana Torrini og Markéta Irglová sömdu einnig lög fyrir sýn- inguna. Flýtt en ekki seinkað Valgeir hefur hlotið mikið lof, á Íslandi sem og erlendis, fyrir tón- smíðar sínar en auk þess að semja eigin tónlist hefur hann samið verk fyrir kvikmyndir og leikhús og rek- ur hljóðverið Gróðurhúsið. Svo óvenjulega vill til, nú á tímum kófs- ins með ítrekuðum frestunum og aflýsingum menningarviðburða, að frumsýningu Vertu úlfur var flýtt en upphaflega stóð til að frumsýna í mars. Valgeir er spurður hvort þetta hafi haft áhrif á vinnu hans fyrir sýninguna. „Já, en við Unnur höfum verið í samtali um þetta verkefni frá því í mars þannig að ég kom ekki alveg kaldur að borð- inu. Hún var búin að vinna mjög góða undirbúningsvinnu, sem betur fer. Hún er skipulögð. En jú, jú, auðvitað var þetta smá átak en það voru allir til í að demba sér í verk- efnið,“ svarar Valgeir. Hann segir að í æfingaferlinu hafi hann og leikstjórinn farið að velta tónlistinni fyrir sér, hvaða hlutverki hún gæti gegnt. Unnur hafi rætt við Emilíönu um að flytja þemalag og frá upphafi hafi verið uppi sú hugmynd að Emilíana kæmi inn með einhvers konar melódískt efni. „Ég vinn með þetta þemalag að einhverju leyti og síðan er tónlistin frá mér oft í samtali við persónuna á sviðinu, lýsir hans hugarheimi,“ segir Valgeir en eini leikari verksins er Björn Thors og persónan sem hann leikur kölluð úlfurinn. Rafrænn heimur á móti slagverksuppbrotum Valgeir segir að þau Unnur hafi rætt um það, í upphafi æfingaferl- isins, að þau þyrftu að finna hvar úlfurinn væri staddur. „Við gerðum ekki ráð fyrir að það væri mikil tónlist í sýningunni en hún jókst í raun eftir því sem hann vantaði meira í sitt umhverfi. Verandi uppi á stóra sviðinu spilar tónlistin og hljóðmyndin sterkan þátt sem per- sóna á móti honum í verkinu. Hún er að lýsa hans hugarheimi, varpa ljósi á hann hverju sinni þegar hann er að ferðast í gegnum sín geðhvörf, sinn rússíbana, hvort sem það eru hæðir eða lægðir. Þetta er hans ferðalag,“ segir Valgeir. – Tónlistin þarf þá að tjá mjög breiðan tilfinningaskala? „Já, og hann heyrir líka lög í út- varpi sem kallast á við tímann sem hann er að upplifa þetta á þannig að það er líka önnur tónlist í sýn- ingunni. En „skorið“ er svolítið þessar geðrænu sveiflur sem hann er að fást við,“ svarar Valgeir. Hann segist snemma hafa farið að velta fyrir sér slagverki í tónlist- inni, máta eitt og annað þar til hann varð sannfærður um að hann þyrfti að hóa í Einar Scheving trommuleikara sem hann og gerði. Útkoman varð einhvers konar ab- strakt ferðalag með slagverki. „Annað er rafrænni heimur á móti þessum slagverksuppbrotum,“ út- skýrir Valgeir. „Við töluðum um það við Unnur að tónlistin yrði frekar á tíðnum en laglínum eða einhverjum hljóma- göngum. Við erum í raun að stilla okkur inn á hans tíðni.“ Plata til styrktar Geðhjálp Valgeir segir Unni hafa lagt mikla áherslu á samvinnu og sam- ræður í æfingaferlinu. Hann hafi mætt reglulega á æfingar og verið vel inni í öllu ferlinu. „Ég vinn mik- ið þannig þegar ég vinn í leikhúsi, þarf að sjá þetta koma saman frek- ar en að skila af mér efni,“ segir Valgeir. Hann hefur samið tónlist við fjölda leiksýninga, m.a. fyrir Kæru Jelenu í Borgarleikhúsinu árið 2019 sem Unnur leikstýrði. Þau hafa því starfað saman áður sem Valgeir segir vissulega hjálpa til þegar vinna þurfi hlutina hratt. Hann hafi samið fyrir leiksýningar bæði hér á landi og erlendis og þær séu nú orðnar nokkuð margar. Tveir kaflar úr tónlist Valgeirs við Vertu úlfur koma út á vínyl- plötu sem gefin er út í 39 eintökum til styrktar Geðhjálp en Héðinn er formaður samtakanna. „Ég hef ekki hugsað um hvort hún komi út í sjálfstæðu formi og býst ekki endilega við því,“ segir Valgeir. Leikhústónlist sé svo oft bundin samhenginu við verkið. Valgeir segist líta á tónlist sem hann semji fyrir aðra sem sama mengið, allt sé þetta hans tónlist. „Ég er reyndar með kvikmynda- músík sem ég gef út núna í lok febrúar og síðan er ég alltaf að vinna í einhverju sem ég stefni að því að gefa út seinna á árinu. Ég er alltaf að búa til tónlist,“ segir Valgeir. Njóta þess að vera í garðinum Hann er spurður að því hvort Gróðurhúsið sé ekki meira eða minna alltaf bókað og segir hann Covid-19 hafa haft mikil áhrif þar. Erlendir tónlistarmenn hafi verið tíðir gestir fram að kófinu og því hafi þeim fækkað vegna ferðatak- markana. „Ég hef því nýtt tímann betur fyrir sjálfan mig,“ segir Val- geir. – Þið hjónin ætluðuð á tímabili að selja Gróðurhúsið, er það ekki? „Fyrir Covid kom upp sú hug- mynd, jú, að söðla um og prófa eitthvað nýtt. Við erum búin að vera hérna í tuttugu ár. En svo hættum við snarlega við og fórum eiginlega bara að njóta þess enn þá betur að vera hérna og þess sem þessi staður hefur upp á að bjóða. Við fórum að njóta þess að vera úti í garðinum, rækta og svo- leiðis.“ Morgunblaðið/Eggert Rækt Valgeir Sigurðsson í hljóðveri sínu, Gróðurhúsinu, þar sem hann vinnur bæði að eigin tónsmíðum og annarra. Tónlistin í huga úlfsins  Valgeir Sigurðsson er höfundur tónlistar í einleiknum Vertu úlfur  Tónlistin leikur stórt hlut- verk í sýningunni  Ferðalag um hæðir og lægðir geðhvarfa, segir Valgeir um tónlistina Íslenska gamanmyndin Hvernig á að vera klassa drusla var frumsýnd í gærkvöldi með viðhöfn og fór frum- sýningin fram í Smárabíói. Hand- ritshöfundur og leikstjóri mynd- arinnar er Ólöf Birna Torfadóttir og með aðalhlutverk fara Ásta Júla Elí- asdóttir, Ylfa Marín Haraldsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Þorsteinn Bachmann. Í myndinni segir af Karen, lífs- reyndri sveitapíu og vinkonu hennar Tönju. Þær halda saman út á land þar sem þær hyggjast vinna á stóru sveitabýli yfir sumarið. „Tanja á erf- itt með sig eftir sambandsslitin og virðist strax sjá eftir ferðinni en þegar á býlið er komið fellur hún fljótt fyrir myndarlegum sveitapilti þar á bæ. Hins vegar þegar tilraunir hennar til að heilla piltinn upp úr skónum misheppnast herfilega byrj- ar hún að dást að því hvernig Karen virðist geta sofið hjá hverjum sem er án væntinga eða eftirmála. Tanja biður því Karen um að kenna sér að vera eins og hún. Kenna henni hvernig á að vera klassa drusla,“ segir um myndina á vefnum kvik- myndir.is. Almennar sýningar hefjast á myndinni á föstudag og verður viðtal við leikstjórann í Morgunblaðinu á morgun, fimmtudag. Upphaflega átti að frumsýna myndina í byrjun apríl í fyrra en vegna farsóttarinnar var frumsýningu frestað og það oft- ar en einu sinni. Morgunblaðið/Eggert Frumsýning Leikstjórinn Ólöf Birna Torfadóttir fyrir miðju og leikkonur í aðalhlutverkum þær Ylfa Marín Haraldsdóttir og Ásta Júlía Elíasdóttir. Hvernig á að vera klassa drusla loksins frumsýnd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.