Morgunblaðið - 03.02.2021, Blaðsíða 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
VA R I E T Y C H I C AG O S U N
T I M E S
I N D I E W I R E T H E T E L E G R A P H
Jazzklúbburinn Múlinn hefur
göngu sína á ný í kvöld kl. 20 í Flóa
í Hörpu. Djassrokksveitin Gammar
heldur þá útgáfutónleika. Undan-
farin misseri hefur hljómsveitin
hljóðritað nýtt efni og gaf út 14.
október síðastliðinn á öllum helstu
miðlum, eins og segir í tilkynningu.
Gammar eru Stefán S. Stefánsson á
saxófón, gítarleikarinn Björn Thor-
oddsen, Þórir Baldursson á píanó
og orgel, Bjarni Sveinbjörnsson á
bassa og Sigfús Óttarsson sem leik-
ur á trommur.
Gammar Djassrokksveitin góða.
Gammar leika í
Múlanum í Flóa
JFDR, Indriði,
Úlfur o.fl. hafa
gefið út góð-
gerðarplötu til
styrktar sam-
félaginu á
Seyðisfirði í
kjölfar aur-
skriðanna sem
ollu þar miklu
tjóni í desem-
ber í fyrra.
Hljómsveitin
Hell Yeah, Beautiful gefur plötuna
út en hún er skipuð Indriða Arnari
Ingólfssyni, Tuma Árnasyni, Úlfi
Hanssyni, Jófríði Ákadóttur, Ólafi
Sverri Traustasyni og Arnljóti Sig-
urðssyni sem komu saman til að
taka upp þessa stöku hljómplötu
sem nefnist Blue Church Session.
Platan varð til árið 2013 og var
samin og hljóðrituð í Seyðisfjarðar-
kirkju. Figureight records gefur
plötuna út í samstarfi við „Saman
fyrir Seyðisfjörð“ og hana má
kaupa á bandcampsíðu figureight
records fyrir átta dollara.
Bláa kirkjan
Plata til styrktar
Seyðisfirði
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég fékk hugmyndina að því að
setja upp leiksýningu á pólsku 2019
eftir að hafa séð Pólverja streyma út
úr Bíó Paradís að lokinni kvik-
myndasýningu. Ég hugsaði með mér
að gaman væri að bjóða þessum fjöl-
menna hópi Pólverja sem hér búa
upp á annars konar afþreyingu á
pólsku,“ segir Ólafur Ásgeirsson um
sýninguna Co za poroniony pomysł –
Úff hvað þetta er slæm hugmynd!
sem leikhópurinn PólíS frumsýnir í
Tjarnarbíói annað kvöld kl. 20.
„Á þessum tíma þekkti ég bara
tvo Pólverja og mótaði hugmyndina
utan um þau, en hvorugt þeirra er
menntað í leiklist,“ segir Ólafur og
vísar þar til Jakubs Ziemanns og
Aleksöndru Skołozynska sem leika
með honum í uppfærslunni.
„Jakub er lífeindaverkfræðingur
sem starfar sem kokkur og Aleks-
andra er búinn að vera að vinna sem
þjónn, en ég kynntist henni gegnum
Improv Ísland. Ég byrjaði á því að
taka við þau viðtöl og síðan vannst
sýningin áfram í spuna,“ segir Ólaf-
ur og bendir á að Pétur Ármannsson
hafi komið að hugmyndavinnunni.
„Sýningin byggist að hluta á okk-
ur og okkar sögu. Við erum þannig
að setja á svið nokkurs konar hliðar-
sjálf við okkur sjálf. Sýningin byrjar
á því sem er satt, en spinnst síðan
áfram yfir í hluti sem liggja fjær
raunveruleikanum. Ég held að
margir Pólverjar eigi auðvelt með að
setja sig í spor Jakubs og Aleks-
öndru,“ segir Ólafur og tekur fram
að leiðarstef sýningarinnar sé löng-
unin til að tengjast öðrum.
„Þetta er gamanleikur með sönn-
un tón. Verkið fjallar fyrst og fremst
um það hvernig við tengjumst öðru
fólki. Við gerum það að stórum hluta
gegnum tungumálið, en matur leik-
ur líka stórt hlutverk,“ segir Ólafur
og tekur fram að undir yfirborðinu
kraumi oft fordómar í garð útlend-
inga. „Við fjöllum ekki um það ber-
um orðum, enda höfum við engan
áhuga á að predika yfir leikhús-
gestum. En það er auðvitað pólitískt
í sjálfu sér að setja upp leiksýningu
á Íslandi fyrir Pólverja, en við erum
samt ekki að móta einhverja afstöðu
fyrir áhorfendur,“ segir Ólafur.
Lærði pólsku fyrir sýninguna
Aðspurður segir hann sýninguna
að stærstum hluta leikna á pólsku þó
smá enska komi einnig fyrir, en hún
er síðan textuð á íslensku á skjá.
Sem hluta af undirbúningsferlinu
lærði Ólafur pólsku, fyrst upp á eig-
in spýtur með aðstoð smáforritsins
Duolingo og síðan með því að sækja
námskeið hjá Mími. „Enda ekki
hægt að læra tungumál bara með
hjálp smáforrits,“ segir Ólafur og
tekur fram að tungumálanám hans
fléttist inn í sýninguna. „Þegar ég
var að æfa pólska framburðinn not-
aðist ég töluvert við Google Trans-
late og lét forritið lesa upp fyrir mig
textann, sem var ótrúlega hjálplegt.
Þetta var auðvitað algjör páfagauka-
lærdómur,“ segir Ólafur.
Spurður nánar um eigin bakgrunn
segist Ólafur hafa útskrifast af leik-
arabraut Listaháskóla Íslands 2015
og í framhaldinu farið til New York
þar sem hann nam við skóla Mich-
aels Chekhovs í eitt ár. Eftir heim-
komu hefur Ólafur starfað sem
leiklistarkennari á öllum skólastig-
um og verið aðstoðarleikstjóri að
smærri sýningum ásamt því að
starfa með Improv Ísland. „Ég hef
örugglega sýnt yfir hundrað spuna-
sýningar á vegum Improv Ísland.
Ég var síðan í Inni, sem var
útskriftarverkefni Birnis Jóns Sig-
urðssonar af sviðshöfundabraut
Listaháskólans í fyrra,“ segir Ólaf-
ur, en Birnir Jón er dramatúrg sýn-
ingarinnar Co za poroniony pomysł
– Úff hvað þetta er slæm hugmynd!
sem Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir
leikstýrir. Aðrir listrænir stjórn-
endur eru Þórdís Erla Zoëga sem
hannar leikmynd og búninga, Krist-
inn Smári Kristinsson sem er höf-
undur tónlistar, Kjartan Darri
Kristjánsson sem hannar lýsingu og
Gréta Þorkelsdóttir sem sér um
grafíska hönnun.
Nýverið var tilkynnt hvaða sviðs-
listahópar hlytu styrk úr sviðslista-
sjóði árið 2021 og þar hlaut PólíS 2,8
milljónir króna til að vinna sýn-
inguna Tu jest za drogo – Úff hvað
allt er dýrt hérna. „Ég veit því á nú-
verandi tímapunkti að ég er að fara
að gera aðra sýningu undir merkjum
PólíS, en hvað framtíðin ber í skauti
sér verður bara að koma í ljós.
Draumurinn væri auðvitað að hér á
landi væri starfandi pólskt leikhús,
nokkurs konar pólskt Tjarnarbíó,“
segir Ólafur að lokum.
Ljósmynd/Marcin Matusiak
Tengsl „Verkið fjallar fyrst og fremst um það hvernig við tengjumst öðru fólki,“ segir Ólafur Ásgeirsson, einn höf-
unda og leikara leiksýningarinnar Co za poroniony pomysl – Úff hvað þetta er slæm hugmynd!, í Tjarnarbíói.
Setja hliðarsjálfið á svið
Leikhópurinn PólíS frumsýnir Co za poroniony pomysł – Úff hvað þetta er
slæm hugmynd! í Tjarnarbíói „Þetta er gamanleikur með sönnun tón“