Morgunblaðið - 03.02.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.02.2021, Blaðsíða 28
Duo Atlantica flytur evrópsk þjóðlög í útsetningum fyr- ir rödd og gítar í Salnum í Kópavogi í dag kl. 12.15. Flutt verða lög frá Íslandi, Noregi, Írlandi, Spáni, Frakklandi, Skotlandi, Slóveníu og Ítalíu. Dúó Atlantica er skipað mezzósópransöngkonunni Guðrúnu Jóhönnu Ólafs- dóttur og spænska gítarleikaranum og tónskáldinu Francisco Javier Jáuregui og eru þau þekkt fyrir að skapa mikla nánd við áhorfendur, innlifun, frumlegt efnisval, heillandi framkomu, tilfinningaríka túlkun og áhugaverðar kynningar, sem færa hlustendur inn í heim hvers lags fyrir sig, eins og segir í tilkynningu. Duo Atlantica flytur þjóðlög Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Námskeið hjá Stílvopninu hafa legið niðri á tíma kórónuveirufaraldursins hérlendis, en Björg Árnadóttir, eig- andi fyrirtækisins og kennari á nám- skeiðunum, snýr aftur í dag þar sem frá var horfið, nema hvað nú kennir hún ritlistina á netinu í fyrsta sinn. Björg segir að núverandi starf sitt, það að kenna ritlist, hafi sprottið upp úr myndlistinni. Hún hafi flutt með eiginmanni sínum til Svíþjóðar 1983, þá nýútskrifaður myndlistarkennari, og fengið þar vinnu hjá stofnun sem hafi haft það hlutverk að auka virkni jaðarsetts fólks með listsköpun. „Ég fór þar inn sem myndlistarkennari og út sem ritlistarkennari,“ segir hún, en eftir að hjónin fluttu aftur til Íslands hélt hún sitt fyrsta ritlistar- námskeið 1989. Heilluð af ritlistinni hefur Björg haldið áfram á sömu braut í yfir þrjá áratugi auk þess sem hún hefur sinnt ýmsum störfum, m.a. blaðamennsku, ritstjórn og stjórnun fræðslufyrir- tækja og rannsókna, en undanfarin tólf ár hefur hún starfað sjálfstætt í ReykjavíkurAkademíunni, þar sem hún er með aðstöðu fyrir námskeiðin. „Mér finnst ritlistin svo skemmtileg, bæði að skrifa sjálf og leiðbeina öðr- um um skrif,“ segir hún um áráttuna, sem kunni að stafa af fjölda rithöf- unda í fjölskyldunni. Ekkert sé henni óviðkomandi á sviði ritlistar. Hún kenni bæði á námskeiðum og í einka- tímum, veiti ráðgjöf og taki að sér að hjálpa fólki með ýmiskonar texta. „Ég stofnaði Stílvopnið 2015 og síðan hefur þetta verið mitt aðalstarf.“ Fjölbreyttur hópur Björg segir að þátttakendur, að hámarki 16 í hverjum hópi, hafi fjöl- breyttar áherslur og misjafnan bak- grunn og námskeiðin séu af ýmsum toga. „Konur hafa verið fleiri en karl- ar en körlunum fer fjölgandi og nám- skeiðið Hetjuferðin höfðar sérstak- lega til þeirra, ekki síst ungra karla, sem er mjög skemmtilegt,“ segir Björg, en Hetjuferðin er einmitt fyrsta verkefni ársins. Hún leggur áherslu á að hún hafi reynslu af því að kenna öllum samfélagshópum en ekki síst fólki sem hafi ekki skrifað mikið og jafnvel ekki lesið mikið enda hafi hún kennt hópum jaðar- settra í mörgum löndum. „Almenn- ingur kemur til mín, líka höfundar útgefinna verka og allt þar á milli. Allir passa saman á sama námskeið- inu, allir læra með öllum, en ég býð upp á margvíslega aðstoð og nýti mér reynsluna af því að skrifa frá skýrslum til skáldsagna.“ Björg sá sæng sína uppreidda þegar kórónuveirufaraldurinn skall á í fyrra og setti starfsemi Stílvopnsins á ís. „Ég var með bók í smíðum og ætlaði að einbeita mér að henni í staðinn, en þá varð skyndilega aukin eftirspurn eftir hliðarþjónustu minni, sem ég hafði ekkert auglýst, aðstoð minni við skrif og jafnvel skrifum fyrir fólk,“ segir hún. „Þessi þjónusta blómstraði, en ég hef líka gefið mér tíma til þess að skrifa fyrstu skáld- sögu mína og er að skrifa síðasta kaflann.“ Fjarkennsla er nýlunda hjá Björgu og hún segir mikla ögrun fel- ast í breyttum vinnubrögðum. Hún byggi leiðsögnina mikið á nánd og samvinnu og hafi komist að raun um að viðhalda megi hefðinni á netinu. „Það leggst vel í mig að byrja aftur.“ Kennsla Björg Árnadóttir er vön að kenna í stofu en vegna kórónuveirufaraldursins byrjar fræðslan nú á netinu. Stílvopnið og ritlistin  Björg aftur af stað með námskeið en nú á netinu Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is Airpop Light SE öndunargríma • Gríman er létt og situr vel á andlitinu • Hindrar móðumyndun upp á gleraugu • Það er léttara að anda í gegnum Airpop Light SE en hefðbundnar grímur • Hægt að nota í allt að 40 klst (samtals notkun) • Endurlokanlegar umbúðir til að geyma hana milli þess sem þú notar hana MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 34. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Keflavík er með nánast sama leikmannakjarna í ár og á síðustu leiktíð og er það stór ástæða fyrir góðu gengi liðsins í úrvalsdeild karla, Dominos-deildinni, í körfu- bolta á tímabilinu að sögn Harðar Axels Vilhjálmssonar, fyrirliða liðsins. Liðið er með 12 stig í efsta sæti deildarinnar, hefur unnið sex af sjö leikjum sínum og að undanskildu stór- tapi gegn Stjörnunni í sjöttu umferð deildarinnar hefur liðið varla stigið feilspor. Rætt er við Hörð Axel um gengi Keflavíkur í blaðinu í dag. »23 Litlar breytingar á hópnum koma Keflvíkingum til góða í vetur ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.