Morgunblaðið - 10.02.2021, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.02.2021, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 0. F E B R Ú A R 2 0 2 1 Stofnað 1913  34. tölublað  109. árgangur  RÓTGRÓIN VÖRUMERKI LOKS SKRÁÐ EINSTAKUR VETTVANGUR SKÖPUNAR STYRMIR SNÆR SLÆR Í GEGN METAMORPHONICS 24 STÓR OG STÆÐILEGUR 23VIÐSKIPTAMOGGINN Snorri Másson snorrim@mbl.is Ljóst varð í gærdag að ekki verður af hjarðónæm- isrannsókn lyfjaframleiðandans Pfizer hér á landi líkt og vonir höfðu staðið til. Forsvarsmenn fyrir- tækisins tilkynntu fulltrúum Íslendinga þetta á fjar- fundi, en þeir ræddu að honum loknum við fjölmiðla. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ítrekaði að engin samningsdrög hefðu legið fyrir á nokkru stigi málsins, heldur hefði þetta alltaf verið á viðræðu- stigi. Í ljósi þess hefði umræðan gengið of langt á stundum og væntingar úr hófi. Orðrómur um að samningurinn væri í höfn varð æ háværari síðustu vikur. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagrein- ingar, sagði í samtali við mbl.is í gær að hann teldi fjölmiðlaumfjöllun hafa haft neikvæð áhrif á fram- vindu málsins. „Það var talað of mikið um þetta og óvarlega, sem menn hefðu helst ekki átt að gera,“ sagði Kári. Fulltrúar Pfizer sögðu að í ljósi þess hve fáir væru smitaðir á Íslandi væru litlar líkur á að slík bólu- rannsókn skilaði gagnlegum niðurstöðum. Kári kveðst sammála því mati og sagði að „það þyrfti að vera einhvers staðar laus skrúfa“ hjá Pfizer til að fyrirtækið teldi að þetta væri góð hugmynd á þess- ari stundu. 4.856 manns hafa verið bólusettir við Covid-19 á Íslandi enn sem komið er, sem er 1,33% þjóðarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagt að hún telji raunhæft að meiri hluti þjóðarinnar verði bólusettur um mitt ár. Þá sagði Þórólfur Guðnason það í gær að hann byggist við að afhending bóluefnis yrði örari á 2. og 3. ársfjórðungi en hinum fyrsta. Um sinn vill hann verja góðan árangur innanlands með öflugu skipu- lagi á landamærunum. Þar hefur hann viðrað kosti á borð við skyldudvöl í farsóttarhúsi við komuna til landsins. Fyrir slíku er heimild í sóttvarnalögum, en ríkisstjórnin hefur ekki gefið upp hvort hún verði nýtt. Eftirlit með fimm daga heimasóttkví ferða- manna núna er ekki strangt. PFIZER SAGÐI NEI Morgunblaðið/Eggert Laugardalshöll Fjöldi fólks var farinn að sjá Laugardalshöll í hillingum sem miðstöð hjarðónæmisrannsóknar Pfizer á Íslandi. Sú von er úti í bili.  Pfizer reyndist ekki hafa áhuga á fjórða fasa rannsókn hérlendis  Veiran ekki nægilega útbreidd til þess að rannsóknin geti skilað gagnlegum niðurstöðum MLyktir Pfizer-fundarins... »4 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, segir fyrir- tækið hafa velt 60 milljörðum í fyrra. Með því hefur ársveltan fimm- tíufaldast að nafnvirði frá 1990, sem var fyrsta heila rekstrarárið. Guðmundur hefur verið einn helsti verslunarmaður landsins í aldarfjórðung en haldið sér til hlés. Guðmundur fer í ítarlegu viðtali við ViðskiptaMoggann yfir ferilinn og þau gildi sem hann telur hafa tryggt stöðu fé- lagsins í 30 ár. Guðmundur var aðstoðar- maður Jóns Ás- geirs Jóhann- essonar áður en hann tók við lyklavöldunum í Bónus árið 1998. Við það tilefni hafi Jón Ásgeir lagt honum þær grundvallarreglur sem tryggt hafi velgengni fyrirtækisins, m.a. í samkeppninni við Costco en hún hafi lækkað vöruverð frekar. Ætluðu í útrás til Bretlands Að sögn Guðmundar hugðist Jón Ásgeir flytja út hugmyndafræði Bónuss til Bretlands, í kjölfar kaupa á Iceland-keðjunni bresku. Jón Ásgeir hafi af því tilefni spurt hvort hann mætti senda fimm af stjórnendum Iceland í Bretlandi í stutta þjálfun til Íslands. Þeir hafi svo dvalið vikulangt í höfuðstöðvum Bónuss í Skútuvogi og kynnt sér hugmyndafræðina. Í kjölfarið hafi þeir síðan farið aftur til Bretlands og sagt upp 500 af 1.300 manns á skrif- stofu Iceland. Ætlunin hafi verið að stytta boðleiðir, skerpa á ákvarðana- töku og draga úr skrifræðinu ytra. Guðmundur segir Jón Ásgeir óvenjuhugmyndaríkan í viðskiptum en hafi færst of mikið í fang og misst sjónar á því sem tryggði velgengni í upphafi. Hefði að mati Guðmundar kannski betur munað eigin heilræði er hann afhenti lyklavöld í Bónus. Bónus veltir 60 milljörðum  Framkvæmdastjórinn rýfur þögnina  Veltan hefur fimmtíufaldast frá 1990 Guðmundur Marteinsson „Við erum með mörg járn í eldinum en höfum enn ekkert fast í hendi,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Samtökin eru í samskiptum og viðræðum við allmarga áhugasama aðila um eign sína, Hótel Sögu við Hagatorg. Þar á meðal eru innlendir og erlendir fjár- festar sem hafa áhuga á að reka hót- elið áfram, fyrirtæki á heilbrigðissviði sem kanna möguleika á að breyta hótelinu í hjúkrunarheimili og Há- skóli Íslands sem sýnt hefur áhuga á að taka hótelið í þágu háskólans og nemenda hans. Gunnar segir að erlendu aðilarnir vilji skoða eignina áður en þeir ganga til samninga en erfitt sé við það að eiga vegna aðgerða á landamærum í þágu sóttvarna. Segir Gunnar að möguleikar á áframhaldandi rekstri Hótels Sögu sveiflist með væntingum um þróun faraldursins, bólusetningar og opnun landamæra. »10 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Viðræður Erlendir sem og innlendir aðilar sýna Hótel Sögu nú áhuga. Mikill áhugi á Hótel Sögu  Viðræður í gangi  Söfnun er áformuð fyrir við- gerðum á Húsavíkurkirkju en stofn- un hollvinasamtaka verður á dag- skrá sóknarnefndar í næstu viku. „Húsavíkurkirkja er tákn Húsa- víkur og fólkinu þykir vænt um kirkjuna sína. Þessi grein var það sem þurfti,“ segir Helga Kristins- dóttir, formaður sóknarnefndar, en fjallað var um skemmdir á kirkjunni í Morgunblaðinu sl. mánudag. Vakti fréttin sterk viðbrögð heimamanna og fólks sem tengist Húsavík. Talið er að viðgerð á kirkj- unni og safnaðarheimilinu kosti tugi milljóna króna. »6 Safna fyrir viðgerð- um á kirkjunni Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsavík Kirkjan fallega liggur undir skemmdum, einkum turninn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.