Morgunblaðið - 10.02.2021, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2021
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
544 5151
tímapantanir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
Getum sótt og skilað bílum á höfuðborgarsvæðinu án endurgjalds
Förum yfir bifreiðar fyrir aðalskoðun/endurskoðun
og förum með bifreiðina í skoðun
Kominn tími á aðalskoðun?
Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR
25% afsláttur af vinnu út febrúar
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar
erfðagreiningar, kveðst ekkert hafa
við það að athuga að Pfizer meti það
sem svo, að hér á landi sé ekki til
nægilega mikils að vinna til að rétt-
lætanlegt sé að ráðast í framkvæmd
bólusetningartilraunar.
„Þetta er ekki spurning um já eða
nei, heldur um það hvort fá megi
nægilega þekkingu úr rannsókninni
svo hægt sé að réttlæta hana,“ segir
Kári í samtali við mbl.is.
„Þeirra mat er að svo sé ekki og
ég er sammála þeim.“
Kári telur ólíklegt að nokkuð
breytist, að það „þyrfti að vera ein-
hvers staðar laus skrúfa“ hjá Pfizer,
til að þeir ákvæðu upp úr þessu að
láta verða af þessu.
Undanfarnar
vikur hafa fjöl-
margir Íslend-
ingar talað sín á
milli eins og varla
nokkuð geti úr
þessu komið í veg
fyrir að þjóðin
verði fyrir valinu
sem viðfang þess-
arar hjarðónæm-
istilraunar. Fjölmiðlar hafa flutt
misnákvæmar fréttir um líkindi og
ólíkindi í þessu máli.
Kári telur umræðuna ekki hafa
verið til bóta.
„Það var talað of mikið um þetta
og óvarlega, sem menn hefðu helst
ekki átt að gera. Ég held að það hafi
verið fjallað of mikið um þetta í
pressunni fyrir smekk Pfizer og ég
tel að það geti hafa haft einhver
áhrif, ef ekki úrslitaáhrif.“
„Þetta er engum að kenna,“ segir
Kári, aðspurður hvort þetta sé þá
fjölmiðlamönnum að kenna. „Það
hefði einfaldlega átt að fara að þessu
með meiri leynd en gert var.“
Sjálfur hefur Kári ekki verið til
viðtals hjá fjölmiðlum um nokkurra
vikna skeið, aldrei þessu vant. Hann
hefur haft grunsemdir um neikvæða
niðurstöðu í málinu í smá tíma, segir
hann.
„Ég hef ekki tjáð mig um þetta í
nokkurn tíma, þar sem mér fannst
þetta verða hægt og hægt vafa-
samara.“ snorrim@mbl.is
Umræðan hjálpaði ekki
Hefur skilning á því að Pfizer vilji ekki gera tilraunina
hér Fór hægt og hægt að efast um jákvæða niðurstöðu
Kári Stefánsson
Þórólfur Guðna-
son sóttvarna-
læknir sagði í við-
tali í Kastljósi í
gær að þjóðin
þyrfti að halda
uppteknum hætti
fyrst ekki yrði af
tilraunaverkefni
Pfizer. Halda
þyrfti bólusetn-
ingum áfram og verja þann árangur
sem náðst hefur innanlands með
vandaðri umgjörð á landamærunum.
Hann sagði ólíklegt að leitað yrði hóf-
anna hjá öðrum lyfjaframleiðendum
vegna svipaðra verkefna þó að hald-
inn hafi verið einn fundur með
AstraZeneca um svipaða hugmynd.
Þórólfur telur að gangurinn í bólu-
setningum verði meiri á öðrum og
þriðja ársfjórðungi en hann hefur
verið á þeim fyrsta.
Halda uppteknum
hætti í staðinn
Þórólfur Guðnason
Katrín Jakobs-
dóttir forsætisráð-
herra segist hafa
verið undirbúin
fyrir það að fund-
ur Pfizer og Ís-
lands vegna til-
raunaverkefnis í
bólusetningu
myndi ekki fara á
besta veg. „Við
vissum vel að
brugðið gæti til beggja vona,“ segir
Katrín við mbl.is. „Auðvitað væri frá-
bært ef af þessu gæti orðið, en við
höldum ótrauð áfram í okkar
bólusetningum sama hvað.“ Aðspurð
segir Katrín ESB ekki hafa beitt ríkis-
stjórnina neinum þrýstingi í málinu.
Þá segir forsætisráðherra að ekkert
liggi fyrir um tilraunaverkefnissamn-
inga við aðra bóluefnaframleiðendur.
Vissi að brugðið
gæti til beggja vona
Katrín
Jakobsdóttir
Snorri Másson
Aron Þórður Albertsson
Viðar Guðjónsson
Fundur bandaríska lyfjaframleið-
andans Pfizer með Þórólfi Guðna-
syni sóttvarnalækni, Kára Stefáns-
syni, forstjóra Íslenskrar erfða-
greiningar, og Má Kristjánssyni,
yfirlækni smitsjúkdómadeildar
Landspítalans, í gærdag endaði
þannig að ljóst má telja að ekki verð-
ur af rannsókn Pfizer hér á landi. Í
henni átti að felast fjöldabólusetning
Íslendinga í því skyni að kanna áhrif
slíkrar aðgerðar á útbreiðslu
Covid-19.
Þrálátur orðrómur hefur verið síð-
ustu vikur um að rannsóknin gæti
orðið að veruleika. Tíðindin um að
svo yrði ekki ollu því mörgum mikl-
um vonbrigðum. Einhverjir höfðu
gengið út frá því að samningurinn
væri svo gott sem tilbúinn, en bólu-
setningarmiðstöð í Laugardalshöll
og áform um að koma upp fleiri slík-
um miðstöðvum renndu stoðum und-
ir orðróminn. Fréttaflutningur af
þeim ráðstöfunum kynti undir um-
ræðu um að hingað kynni að vera
von á miklu magni af bóluefni. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
átti þannig að senda 500 þúsund
skammta af bóluefni í tveimur
skömmtum. Sömu heimildir herma
að lykilfólk hjá Pfizer hafi verið mjög
áfram um verkefnið, en á fundinum í
gær kom á daginn að önnur sjón-
armið höfðu orðið yfirsterkari.
Fyrir fund í gær var rætt við
Katrínu Jakobsdóttur forsætisráð-
herra. Skilja mátti á orðum hennar
að líkur á samningi væru góðar.
Hljóðið var svipað hjá heimildum
Morgunblaðsins innan heilbrigðis-
kerfisins. Ekki var þó búist við því að
samningur yrði undirritaður í gær,
heldur mætti eiga von á viljayfirlýs-
ingu eða drögum að samningi. Sömu-
leiðis var búið að ræða við fyrirtæki
sem myndu koma að væntanlegri
rannsókn með einhverjum hætti og
þeim gerð grein fyrir hvað kynni að
eiga sér stað hér á landi. Þá töldu
aðrir ráðherrar í ríkisstjórn sem
Morgunblaðið ræddi við að samning-
urinn væri í höfn.
Voru í startholunum
Forsvarsmenn þeirra stofnana
sem stóðu að því sem virtist í aðra
röndina vera undirbúningur fyrir
rannsókn Pfizer tóku ávallt fyrir að
það væri það sem þau væru að und-
irbúa. „Við höfum ekki verið beðin
sérstaklega um að vera reiðubúin að
bólusetja marga á skömmum tíma.
Við höfum hins vegar verið búin und-
ir það frá því í nóvember, enda vitum
við hvernig á að gera þetta,“ sagði
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsu-
gæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, í
samtali við mbl.is í gær. Í bólusetn-
ingarmiðstöð í Laugardalshöll verð-
ur óháð samningi Pfizer hafist handa
við bólusetningar í dag. Það verður
með bóluefni frá AstraZeneca, sem
kom til landsins um helgina.
Dreifingaraðili Pfizer á Íslandi var
tilbúinn að fara af stað ef af verkefn-
inu yrði. „Það var búið að impra á því
við okkur að þetta gæti kannski stað-
ið til. Það var ekki með neinum
ákveðnum hætti heldur á svipaðan
máta og sóttvarnalæknir er búinn að
útskýra. Við vorum í startholunum,“
sagði Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri
umboðsfyrirtækisins Veritas.
Á meðan ekkert var fast í hendi
um afstöðu Pfizer til tilraunarinnar,
var sem segir að ofan rætt um að
hingað gætu verið sendir 500.000
skammtar af bóluefni við Covid-19.
Þeir ættu að duga til að koma hlut-
falli bólusettra nær því sem kenn-
ingar kveða á um að megi kalla
hjarðónæmi. Slíkur árangur hefur
ekki verið rannsakaður og ekki er
vitað hvort hjarðónæmið hafi þau
áhrif sem reiknað er með. Röksemd-
ir Pfizer fyrir því að ráðast ekki í
verkefnið lutu að sögn Kára Stefáns-
sonar að því að hér væru ekki nægi-
lega margir smitaðir.
Morgunblaðið/Eggert
Allt til reiðu Anddyri Laugardalshallar þessa stundina. Þar er komin upp fjöldabólusetningarstöð, þar sem bólusetning hefst í dag.
Lyktir Pfizer-fundarins
ollu miklum vonbrigðum
Ráðherrar töldu málið í höfn Pfizer jákvætt þar til á síðustu stundu
Magnús Gott-
freðsson, pró-
fessor í smit-
sjúkdómum og
yfirlæknir á
Landspítala, seg-
ir þær röksemdir
og efasemdir
Pfizer, sem
ræddar voru á
fundinum í gær,
ekki koma sér á
óvart. „Til að geta sýnt fram á áhrif
af íhlutun eins og víðtækri bólu-
setningu, verður þú að vera með
einhvern viðmiðunarpunkt,“ segir
Magnús í samtali við mbl.is. Þá sé
staða Íslands í kórónuveirufaraldr-
inum það góð að stilla þurfi rann-
sókninni upp öðruvísi til að geta
sýnt fram á einhvern ávinning. „Og
það er ekki alveg einfalt mál.“
Röksemdir Pfizer
koma ekki á óvart
Magnús
Gottfreðsson
Viðræður um hjarðónæmistilraun á Íslandi