Morgunblaðið - 10.02.2021, Side 12
Staða launafólks
Efnislegur skortur meðal launafólks
Auðvelt eða
erfitt að
ná endum
saman meðal
launafólks
Hlutfall launafólks sem hefur neitað sér um heilbrigðisþjónustu
Ekki efni á síma,
sjónvarpstæki
eða þvottavél
Ekki efni á
kjötmáltíð
annan hvern dag
Vanskil á
leigu eða
lánum
Ekki efni
á bíl
Ekki árlegt frí
með fjölskyldu
Geta ekki mætt
óvæntum
útgjöldum
Almenna
heilbrigðisþjónustu
Geðheilbrigðis-
þjónustu
Tannlækna-
þjónustu
Neitað sér um einhverja
heilbrigðisþjónustu
1,4%
3,4%
4,5% 5,2%
14%
19%
Heimild: Varða Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins
Auðvelt 37%
Nokkuð auðvelt 39%
Frekar erfitt 17%
Erfitt 7%
13% 16% 29% 34%
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Margar sláandi niðurstöðurkoma fram í könnunVörðu, rannsóknastofn-unar vinnumarkaðarins,
á högum launafólks á Íslandi, sem birt
var í gær. Rannsóknin leiðir í ljós að
staða fjölda innflytjenda, atvinnu-
lausra og ungs fólks er sérstaklega al-
varleg. Tölurnar tala sínu máli: And-
leg heilsa 40,5% atvinnulausra mælist
slæm en það sama á við um 21,4%
launafólks almennt. 47% ungra
kvenna, undir þrítugu, búa við slæma
andlega heilsu. 35% innflytjenda eiga
erfitt eða frekar erfitt með að ná end-
um saman.
Könnunin var gerð meðal launa-
fólks í aðildarfélögum ASÍ og BSRB
sem telja tæplega 119 þúsund félags-
menn. Drífa Snædal, forseti ASÍ,
bendir á í samantekt að sláandi munur
sé á líðan þeirra sem eru utan eða inn-
an vinnumarkaðar „og birtist í þessari
rannsókn hinn grimmi tollur atvinnu-
leysis,“ skrifar hún.
Þegar litið er á heildarniður-
stöður úr svörunum kemur m.a. í ljós
að um fjórðungur launafólks á erfitt
eða frekar erfitt með að ná endum
saman. Um fjórðungur kvenna í fé-
lögum ASÍ og BSRB á vinnumark-
aðnum býr við slæma andlega heilsu
og um fimmtungur launafólks segist
ekki geta mætt óvæntum útgjöldum.
Um tíu prósenta atvinnuleysi var
á landinu þegar könnunin var gerð
(nóv.-des.). Þegar atvinnulausir voru
spurðir um fjárhagsstöðu sína kom
m.a. í ljós að um helmingur þeirra seg-
ist eiga erfitt (24,4%) eða frekar erfitt
(26,1%) með að ná endum saman. Tæp
ellefu prósent atvinnulausra hafa þeg-
ið fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi á
síðustu tólf mánuðum og 18,2% þeirra
fengið aðstoð frá ættingjum eða vin-
um. 7,2% atvinnulausra karla hafa
þegið mataraðstoð. Einnig kemur
fram að 16,4% atvinnulausra karla
voru í vanskilum á leigu eða lánum á
síðustu tólf mánuðum, rúm tólf pró-
sent atvinnulausra kvenna og karla
segjast ekki hafa efni á kjöt-, fisk- eða
grænmetismáltíð annan hvern dag og
rúm 39% atvinnulausra karla og
kvenna geta ekki mætt óvæntum út-
gjöldum. Enn fremur má sjá að 54,6%
atvinnulausra sögðust hafa þurft að
neita sér um heilbrigðisþjónustu.
Þegar allir launamenn sem tóku
þátt í könnuninni eru spurðir hversu
oft þeir hafi tekið sér lengra en
tveggja vikna sumarfrí á síðastliðnum
fimm árum kemur á daginn að rúm
20% launafólks hafa annaðhvort aldr-
ei eða aðeins einu sinni tekið lengra
en tveggja vikna sumarfrí á þessum
tíma. Hlutfallið er mun hærra meðal
atvinnulausra þar sem 36,7% hafa
aldrei eða aðeins einu sinni tekið
lengra en tveggja vikna sumarfrí á
seinustu fimm árum.
„Innan við helmingur atvinnu-
lausra býr í eigin húsnæði en þrír
fjórðu hlutar launafólks og 35% at-
vinnulausra búa í leiguhúsnæði en
15,5% launafólks,“ segir í niðurstöð-
unum. Níu prósent atvinnulausra búa
hjá ættingjum eða vinum.
Niðurstöðurnar sýna eins og
fyrr segir að margir atvinnulausir
búa við slæma andlega heilsu. 32%
þeirra segjast hafa neitað sér um al-
menna heilbrigðisþjónustu á undan-
förnum sex mánuðum og tæp 47%
allra atvinnulausra hafa neitað sér
um tannlæknaþjónustu á sama tíma.
62% kvenna og 50,1% karla segjast
hafa haft þörf fyrir heilbrigðisþjón-
ustu á sl. sex mánuðum. Meðal at-
vinnulausra sögðust nálægt 47%
karla og kvenna hafa neitað sér um
tannlæknaþjónustu á sl. sex mán-
uðum og ein af hverjum þremur kon-
um neitaði sér um geðheilbrigðis-
þjónustu.
Þegar sjónum er beint að inn-
flytjendum kemur í ljós að fjárhags-
staða þeirra er verri en innfæddra á
öllum mælikvörðum könnunarinnar.
„Þeir eiga erfiðara með að láta enda
ná saman, líða frekar efnislegan skort
og hafa í meira mæli þegið matar- og/
eða fjárhagsaðstoð,“ segir í nið-
urstöðunum. Andlegt heilsufar er
einnig verra og mælast 30,5% þeirra
með slæma andlega heilsu.
„Hinn grimmi tollur
atvinnuleysis“
Rannsóknin
» Könnunin var lögð fyrir í
lok nóvember og byrjun des-
ember sl. meðal launafólks í
ASÍ og BSRB.
» Gerð var rafræn þýðis-
rannsókn sem var opin öllum
félagsmönnum ASÍ og BSRB
nema félagsmönnum Eflingar
sem tóku þátt í úrtakskönnun.
» 8.461 einstaklingur svar-
aði í þýðiskönnuninni og svar-
hlutfallið var 7%.
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sagt var frá þvíí gær að hertölvuþrjóta
frá Norður-Kóreu
hefði stolið jafnvirði
um 40 milljarða
króna frá fjármála-
stofnunum víða um heim á liðnu
ári. Þessar upplýsingar eru úr
leynilegri skýrslu Sameinuðu
þjóðanna og er talið að fjármun-
irnir hafi meðal annars verið
notaðir til að halda áfram að afla
Kim Jong-un, leiðtoga landsins,
frekari kjarnorkuvopna.
Norður-Kórea er talin hafa
brotið ítrekað og mikið gegn við-
skiptabanni sem lagt hefur verið
á landið vegna kjarnorkuvopna-
brölts þess. Þær þjóðir sem
helst geta haldið aftur af brotum
Kims Jong-uns eru Rússar og
Kínverjar, en þeir hafa ekki
reynst mjög gagnlegir í þessum
efnum og kannast til dæmis ekki
við að Norður-Kórea hafi flutt
inn margfalt magn af bensíni
miðað við það sem gert var ráð
fyrir samkvæmt viðskiptabann-
inu.
Það kemur ekki á óvart að tal-
ið er að við þróun kjarnorku-
vopnanna njóti Norður-Kórea
aðstoðar Írans, sem einnig eru
líkur á að sé að vinna að því að
koma sér upp kjarnorkuvopnum.
Þetta kemur fram í skýrslu
Sameinuðu þjóðanna, en Íran
neitar þessu. Trúverðugleiki Ír-
ans og Norður-Kóreu er þó ekki
mikill, vægt sagt. Ríkin tvö eru
meðal annars talin eiga með sér
samstarf um gerð langdrægra
flauga og eru talin skiptast á
íhlutum í kjarnorkuvopn.
Þá er áhyggjuefni að eftirlits-
menn Alþjóðakjarnorkumála-
stofnunarinnar hafa nýlega
fundið merki um kjarnorku-
vinnslu í Íran þar sem hún átti
ekki að eiga sér
stað. Sýni sem þar
voru tekin geta
bent til þess að Íran
sé að þróa kjarn-
orkuvopn, en Íran-
ar hafa ekki verið
mjög hjálplegir eftirlitsmönnum
og ítrekað haldið þeim frá þeim
stöðum sem til hefur staðið að
skoða, þannig að upplýsingar
um kjarnorkumál Írans eru
ófullkomnar. Um leið er þeim
mun meiri ástæða til að óttast að
írönsk stjórnvöld hafi illt í
hyggju í þessum efnum.
Nú hóta þau að hætta alveg
samstarfi við eftirlitsaðila og
vilja með því þrýsta á nýjan for-
seta Bandaríkjanna að gefa eftir
og slaka á viðskiptaþvingun-
unum sem forveri hans setti á
landið. Biden forseti var vara-
forseti þegar Obama forseti
gerði þau mistök að semja við
Íran og fyllti fjárhirslur stjórn-
valda þar og gaf þeim lausan
tauminn til að hafa slæm áhrif
um öll Mið-Austurlönd og víðar.
Biden segist ekki ætla að gefa
eftir en hann hefur líka sagst
vilja taka aftur upp hinn stór-
gallaða samning. Á næstunni
reynir á hvort hann stendur af
sér þrýsting stjórnvalda í Íran
og hvernig hann nálgast vanda-
málið Norður-Kóreu. Mjög
miklu skiptir að ríki heims sýni
þessum tveimur ríkjum fulla
festu og þvingi þau til sam-
starfs, sem verður að fela í sér
að þau hætti að ógna öðrum ríkj-
um með þróun kjarnorkuvopna.
Í þessu efni skiptir afstaða
Bandaríkjanna miklu, en það
reynir einnig mjög á hvort kín-
versk og rússnesk stjórnvöld
hjálpa til við að halda aftur af
þessum ríkjum eða þvælast
jafnvel fyrir.
Stjórnvöld í Norður-
Kóreu og Íran ná
vel saman og hafa
ekkert gott í hyggju}
Glæparíki
Í ljós kom í gær aðekkert yrði af
samkomulagi við
lyfjafyrirtækið
Pfizer um að bólu-
setja sem flesta Ís-
lendinga þar til næðist hjarð-
ónæmi og jafnvel gott betur.
Kári Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Íslenskrar erfða-
greiningar, sagði í gær að ekk-
ert yrði af þessu og bætti við:
„Það var mat Pfizer að hér væru
of fá tilfelli til þess að fram-
kvæma rannsókn af þessu tagi.
Við höfðum engin haldbær rök
gegn því.“
Sóttvarnaaðgerðir hér hafa
borið þann árangur að nánast
hefur tekist að hefta útbreiðslu
kórónuveirunnar með öllu. Má
því segja að velgengnin í viður-
eigninni við veiruna hafi orðið
Íslandi að fótakefli í viðræðum
við Pfizer.
Reynt hefur verið að gera
verkefnið tortryggilegt. Fimm
fræðimenn skrifuðu grein, sem
birtist í Fréttablaðinu í gær, þar
sem talað er um að
það sé siðferðilega
vafasamt að reyna
að fá sérstakan for-
gang fram yfir aðr-
ar þjóðir sem búi
við alvarlegri vanda en Íslend-
ingar. Það var nákvæmlega það
sem íslensk stjórnvöld reyndu
að gera með því að slást í för
með Evrópusambandinu um að
útvega bóluefni. Höfundarnir
sáu ekki ástæðu til að gagnrýna
það, þótt klárt væri að ESB ætl-
aði sér forgang umfram fátæk-
ari ríki heims.
Niðurstaðan í gær veldur
vonbrigðum, en nú er rétt að
ganga út frá því sem er í hendi.
Talað hefur verið um að þorri
þjóðarinnar verði bólusettur á
fyrri hluta árs og vonandi tekst
það þótt ekki sé útlit fyrir það
eins og er. Velgengnina í sótt-
vörnum, sem varð til þess að
Pfizer sá ekki tilgang með sam-
starfi, á að nota eins og hægt er
til að koma atvinnulífinu af stað
á ný.
Árangurinn í sótt-
vörnum of góður
fyrir Pfizer}
Velgengni varð að fótakefli
S
ífellt kemur betur og betur í ljós að
varnaðarorð okkar miðflokksfólks á
Alþingi í fyrrasumar í umræðu um
sk. samgöngusáttmála voru á rök-
um reist. Í ítarlegum málflutningi
okkar vöruðum við eindregið við þeim sið borg-
arstjórans í Reykjavík að líta á gerða samninga
sem hlaðborð. Sjá má á efndum borgarstjóra á
gerðum samningum yfir tíma þ.á m. nokkra
samninga varðandi Reykjavíkurflugvöll að
aldrei var ætlað að standa við nema það sem
fellur að smekk borgarstjórans.
Þökk sé baráttu Miðflokksins var unnt að
koma í veg fyrir að borgarstjóri hefði frítt spil
um framkvæmd samgöngusáttmála. Það glitti í
gamla ósiðinn nýlega þegar áætlanir um Sun-
dabrú/Sundabraut voru kynntar. Borgarstjóri
steig þegar fram og dró í efa að hægt væri að
fara þá leið sem birt var og vitnaði til áðurnefndra hug-
mynda um göng. Þessi afstaða er viðbót við fyrirsjáan-
legan drátt á byggingu mislægra gatnamóta sem getið er í
sáttmálanum. Skömmu síðar fór fram kynning á fyrsta
áfanga sk. borgarlinu sem ætlað er að kosti 30 milljarða
króna. Ef marka má kynninguna mun fyrsti áfangi verða
um 14 kílómetrar mest um þröngar íbúðagötur og á leið-
inni verða 25 stoppistöðvar.
Ekki beint hraðferð eða hvað? Einnig má spyrja hvern-
ig vagnar af þeirri stærð sem kynnt hefur verið eiga að
komast leiðar sinnar um Hverfisgötu, Lækjargötu og
Borgarholtsbraut svo dæmi séu nefnd nema útiloka eigi
alla aðra umferð. Að auki verður blómleg starfsemi á Ár-
túnshöfða að víkja. Eitt fyrirtæki hefur þegar
flúið höfuðborgina eins og fjölmörg önnur og
mun setjast að í Þorlákshöfn. Öðrum verður
væntanlega beint að Esjumelum sem eru ekki
fýsilegur kostur fyrir starfsemina sem nú er á
Höfðanum. Upplýsingum ber ekki saman um
hvort sk. borgarlína fari fyrstu ferðina árið
2023 eða 2025. Seinni dagsetningin hefur þann
kost fyrir borgarstjóra að hægt er að end-
urnýta þetta kosningamál enn einu sinni og
prika upp með Pótemkíntjöldin einu sinni enn.
Verra er að áform um nauðsynleg mislæg
gatnamót og Sundabraut eru enn á ný í lausu
lofti. Líklegt er að mislægu gatnamótin færist
aftur fyrir 2025 og allt er á huldu um Sunda-
brú/Sundabraut. Hægur vandi er að hefja
framkvæmdir við Sundabraut í báðar áttir frá
Geldinganesi með skjótum hætti.
Þær framkvæmdir eru fljótunnar og myndu ekki trufla
byggð nærri vegstæði. Á framkvæmdatíma væri síðan
hægt að vinna að undirbúningi brúarinnar og hafa samráð
við haghafa eins og Samskip sem lásu í blöðunum að Sun-
dabrú ætti að skera starfsaðstöðu þeirra nánast í tvennt.
Ekki er skýrt hvort uppbygging viðlegukants vestan brú-
ar er inni í kostnaðarmati brúarinnar. Víst er að ef línur
skýrast ekki fljótt um framkvæmdir við Sundabraut og
mislæg gatnamót ásamt tímalínu er sk. samgöngu-
samningur í uppnámi. thorsteinns@althingi.is
Þorsteinn
Sæmundsson
Pistill
Samgöngusáttmáli í uppnámi?
Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Rekjavíkurkjördæmi
suður.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen