Morgunblaðið - 10.02.2021, Blaðsíða 15
MINNINGAR 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2021
✝ Einar GuðniJónasson múr-
arameistari frá
Grundarbrekku
fæddist í Vest-
mannaeyjum 24.
nóvember 1938.
Hann lést 3. febr-
úar 2021.
Foreldrar hans
voru þau Jónas
Guðmundsson og
Guðrún Magnús-
dóttir. Hann var þriðji í röð sex
systkina. Þau voru: Jóhanna,
Hilmar, Jóhann, Sigurbjörg og
Magnús Þór. Af systkinunum
eru Jóhann og Sigurbjörg enn á
lífi.
Einar kvæntist Halldóru
Traustadóttur ljósmóður frá
Vestmannaeyjum 1961 og eign-
uðust fjóra syni. Þeir eru:
Trausti Ragnar kvæntur Evu
Susanne Andersson og saman
kynntist hann Halldóru sinni.
Þau bjuggu fyrstu hjúskaparár
sín í Betel, Faxastíg 6, en flutt-
ust á Höfðaveg 2 tveimur árum
síðar í hús sem þau byggðu.
Þau fluttu til Reykjavíkur
1967, þar sem Einar nam múr-
araiðn og lauk sveinsprófi 1969,
en varð svo meistari og vann
við iðn sína þar til heilsan leyfði
ekki meir. Einar nýtti verk-
kunnáttu sína vel og græjaði
sjálfur þau íbúðarhúsnæði sem
þau bjuggu í um ævina auk og
sumarhúss. Einar var alla tíð
mjög virkur í safnaðarstarfi
Hvítasunnukirkjunnar og sat
m.a. í stjórn kirkjunnar um
langt árabil. Einar og Halldóra
voru trúföst á Alfanámskeiðum
sem haldin voru þar og voru
leiðtogar á yfir 20 námskeiðum.
Útförin fer fram frá Fíla-
delfíukirkjunni 10. febrúar kl.
11 en henni verður streymt á
filadelfia.is og á
tinyurl.com/yqv5hthb
Virkan hlekk á streymi má
finna á: https://www.mbl.is/andlat
eiga þau Tinnu
Lindu Linnéu.
Gunnar Jónas.
Hann á soninn Elí
Þór sem hann eign-
aðist með fyrri eig-
inkonu sinni Sig-
ríði Lund
Hermannsdóttur.
Gunnar kvæntist
síðar Þóru Guð-
björgu Arnar-
dóttur og á með
henni Arnar Inga og Dóru
Kristnýju.
Fjalar Freyr kvæntur Dögg
Harðardóttur og eiga þau syn-
ina Einar Aron og Jóel.
Sindri Reyr kvæntur Sól-
veigu Unni Ragnarsdóttur.
Dóttir þeirra er Ragna María.
Einar ólst upp í Vest-
mannaeyjum þar sem hann var
virkur þátttakandi í Betel, söfn-
uði hvítasunnumanna. Þar
Minningarnar um pabba eru
margar og flestar tengdar vinnu
eða kirkjunni. Pabbi vildi alltaf
hafa okkur strákana sína með
sér þegar verið var að brasa
eitthvað, þannig byrjaði hann á
að taka okkur með sér í auka-
vinnuna, aðallega á laugardög-
um þegar pabbi fékk þannig
verkefni að hann gat komið því
við.
Þetta var frábær leið að
kenna okkur sonum sínum að
vinna við múrverk. Ég á pabba
mikið að þakka því það er
grunnurinn að því sem ég kann í
dag varðandi iðnaðarstörf.
Þegar pabbi og mamma
byggðu sumarbústaðinn Sælu-
kot í Grímsnesi fékk ég að fara
með honum þangað og þar lærði
ég mikið af honum varðandi
byggingu timburhúsa og áttum
við margar góðar stundir saman
þar.
Pabbi var alltaf að, mjög
vinnusamur og vandvirkur, ef
ég bað um aðstoð þá var hann
mættur.
Gleymi ekki þegar ég og
Sigga þáverandi eiginkona mín
keyptum okkur fokhelda íbúð,
þá var pabbi mættur að aðstoða
við múrverk á íbúðinni.
Pabbi og mamma höfðu það
eitt að leiðarljósi að vilja að-
stoða syni sína og gerðu það vel.
Fyrir það er ég þakklátur og
það er það sem góðir foreldrar
gera. Pabbi var góður pabbi og
hjálpsamur. Það var nú bara
þannig að það var bara gott að
hafa pabba í kringum sig, hann
var svo rólegur og úrræðagóð-
ur.
Þegar pabbi og mamma
keyptu fokhelt raðhús í Garð-
stöðum, fékk ég tækifæri til að
vera með pabba við uppbygg-
ingu á húsinu að innan og unn-
um við pabbi mjög vel saman og
þurftum við oft ekki að tala
saman, það var nóg að segja
hvor við annan
„heyrðu, þetta þarna, já sé
það,“ og þá fór annar hvor okk-
ar í verkið og verkið klárað en í
kók- og súkkulaðipásunum okk-
ar áttum við alltaf gott spjall.
Samskipti okkar pabba hafa
legið niðri í nokkur ár því mið-
ur, en við skiljum sáttir.
Ég heimsótti pabba á Akra-
nes í febrúar 2020 og áttum við
mjög góðan tíma saman þar
ásamt Dóru Kristnýju dóttir
minni. Í dag er þessi tími mér
mjög dýrmætur.
Ég fékk símtal frá Fjalari
bróður 31. janúar um það að
pabba væri að hraka mjög hratt
og náði ég að heimsækja hann
og kveðja hann.
Pabbi sýndi viðbrögð þegar
ég talaði við hann og tók í hönd-
ina á honum. Rifjaðist upp á
þessari kveðjustund hvað við
pabbi vorum vel tengdir hvor
öðrum.
Hvíl í friði, elsku pabbi.
Takk fyrir allt.
Sjáumst síðar.
Góða ferð, góða ferð, góða ferð
góða ferð já það er allt og síðan bros
því ég geymi alltaf vinur það allt er
gafstu mér
góða ferð, vertu sæll já góða ferð.
(Jónas Friðrik)
Þinn sonur
Gunnar.
„Þetta er strol,“ sagði pabbi
gjarnan frá því, þegar ég var lít-
ill strákur, þegar hann var
ánægður með verkið. Þegar ég
spurði hann hvað það þýddi
sagði hann að strol væri bara
strol. Það sagði mér ekki mikið
en ég vissi þó að það væri gott.
Þegar ég varð eldri skildi ég að
þetta var sletta frá Norður-
landamálunum og merkir ljóm-
andi eða eitthvað sem er mjög
gott.
Það eru svo undarlegar til-
finningar sem bærast með mér
þegar ég minnist hans pabba.
Pabbi var búinn að vera svo
veikur, ekki síst síðustu mán-
uðina. Líkaminn alveg búinn.
Ég þráði fyrir hans hönd að
andi hans fengi að fara til Jesú
en pabbi sagði mér margoft að
hann hlakkaði til að fara til
himna. Ég hélt að vikurnar og
mánuðirnir sem ég hafði til að
kveðja pabba myndu undirbúa
mig fyrir lokakveðjuna og
myndu gera lokastundina auð-
veldari. En hún var ekki auð-
veld. Þótt gráturinn hellist yfir
mig fyrirvaralaust þessa dag-
ana, þá græt ég ekki af sorg. Ég
græt af ást. Ást pabba til mín og
ást minni til pabba.
Pabbi var ekki mjúki mað-
urinn sem sagði mér hvaða til-
finningar hann bæri til mín. Í
Jakobsbréfi 2:18 stendur:
„Sýndu mér trú þína án verk-
anna og ég skal sýna þér trúna
af verkum mínum.“ Pabbi minn
sýndi tilfinningar sínar með
verkum sínum. Ef ég þurfti að-
stoð, þurfti ég bara að nefna
það. Það var ekki til sjálfsagðari
hlutur fyrir pabba en koma og
hjálpa og aldrei minntist hann
einu orði á neitt af sínum verk-
um. Þegar ég var að brasa
heima birtist pabbi eitt sinn í
vinnugallanum. Hann hafði tek-
ið eftir að steinarnir á bílaplan-
inu höfðu sigið. Pabbi var mætt-
ur til að laga það, óbeðinn og án
þess að nefna það. Ég hugsaði
hlýlega til hans þá. Nú er þetta
dýrmæt minning.
Ég á svo margar minningar
um pabba. En minningarnar
sem ég hugsa til eru ekki þessir
stóru hlutir heldur þeir einföldu
og hversdagslegu. Þegar pabbi
kíkti í heimsókn og fékk sér
kaffibolla með mér og hélt svo
áfram inn í daginn. Hrósið þeg-
ar ég hafði lokið einhverju verki
sem mig langaði að vera stoltur
af. Þegar hann lá í sjúkrarúm-
inu og horfði bara á mig. Hvern-
ig hann kinkaði kolli uppörvandi
þegar ég talaði við hann.
Ég er svo þakklátur fyrir
pabba minn sem elskaði mig og
gerði mig að þeim manni sem ég
er í dag. Ég er svo þakklátur
fyrir að nú hefur pabbi minn
fengið hvíldina og fengið að
hitta frelsarann sinn. Ég er svo
þakklátur fyrir að geta leyft
mér að gráta þegar ég hugsa til
pabba. Gráta af því að pabbi
elskaði mig og ég elskaði hann.
Nú er pabbi farinn í sitt síð-
asta ferðalag. Ég trúi að hann
hafi hitt himnaföðurinn og feng-
ið að heyra: „Gott, þú góði og
trúi þjónn, yfir litlu varstu trúr,
yfir mikið mun ég setja þig.
Gakk inn í fögnuð herra þíns.“
Og þegar pabbi lítur til baka
og horfir á lífsskeið sitt sé ég
fyrir mér að hann horfi til mín
og segi: „Fjalar, þetta var
strol.“ Þá mun ég svara: „Já,
pabbi minn. Þetta var strol.“
Fjalar Freyr Einarsson.
Þetta er strol, var pabbi van-
ur að segja þegar eitthvað var
framúrskarandi. Þegar hann
var svo spurður hvað það þýddi
varð frekar lítið um svör.
Pabbi hefur komið fjórum
sonum á legg. Þar var ekkert
sem vantaði upp á framúrskar-
andi uppeldi. Allir fengum við
mikla ást, góð húsakynni, okkur
skorti aldrei mat, þótt stundum
hafi verið þröngt í búi, og reynt
var að þóknast öllum kröfum
sem komu frá öllum börnum
hans. Hjálpsemi við breytingar
á húsakynnum okkar bræðr-
anna var meira en sjálfsögð.
Þetta var sem sagt strol uppeldi
og þakka ég þér pabbi fyrir það.
Söknuður minn til þín er yf-
irgnæfandi mikill. Vinskapur
okkar hefur orðið sterkari eftir
því sem árin líða. Mér hefur
alltaf fundist gott að leita til þín
fyrst af öllum og deila með þér
mínum hugrenningum og melta
hvort ákvörðun sé góð eður ei.
Þú hefur verið rödd skynsem-
innar fyrir mér, alltaf hvatt mig
og dáð. Ekki vantaði upp á hrós-
ið frá þér og þú hafðir alltaf trú
á að allt væri fallegt sem ég
kann að hafa gert.
Aldrei hefur þú séð eftir þeim
tíma og fjármagni sem þú hefur
eytt við að hjálpa mér við mínar
íbúðir þegar hefur komið að
uppbyggingu. Þvert á móti var
pabbi vanur að segja „þetta
gerði Sindri“ en raunin var sú
að þú gerðir þetta allt pabbi
minn.
Hvað það var gott að leita
ráða hjá þér með breytingar á
húsakynnunum hjá mér. Eins
og með allt annað var það auð-
fengið að fá slíka aðstoð og
kennslu hvernig má gera betur,
sér í lagi múrverk enda fagmað-
ur á ferð. Hvað þetta voru sér-
stakar og góðar stundir saman.
Mest er þó einkennandi sú
vinnusemi sem þú bjóst yfir,
hafðir gaman af því að vinna að
flottum verkefnum í múrvinn-
unni og skila sómasamlega af
þér. Mín trú er sú að flestir okk-
ar bræðra hafi átt nokkrar af
sínum bestu stundum með þér í
vinnunni, það gerði ég alla vega
enda sóttist ég frekar eftir að
vinna með þér en öðrum og þyk-
ir mér afskaplega vænt um þær
stundir. Þú sýndir mér ást þína
með verkum þínum og ósér-
hlífni.
Þegar ég hugsa um allar
minningarnar sem hrannast upp
á þessari stundu þá er af nægu
að taka, en allar eiga þær það
sameiginlegt að minnast hversu
góður faðir þú hefur verið. Þú
hefur beitt brosi en ekki vendi,
hjálpsemi ekki nísku. Þetta hef-
ur einkennt þig.
Skaplyndi þitt var svo ein-
stakt, alltaf rólegur, aldrei neitt
til að æsa sig yfir þó að aðilar
væru að ýta á réttu staðina hjá
þér. Brosið uppmálað og held ég
að allir þekki þig þannig og er
það til eftirbreytni.
Þegar ég hugsa um þær
stundir sem þú hefur gefið mér
sem faðir þá er svo margt að
þakka fyrir. Alltaf valdir þú mig
og okkur strákana fram yfir
þínar þarfir. Það er svo margt
sem hægt er að horfa á í þínu
fari og tileinka sér, bæði í upp-
eldi, vinnuframlagi og hvernig á
að koma fram við aðrar mann-
eskjur.
Þessar minningar mun ég
varðveita í hjarta mínu elsku
pabbi minn.
Þinn sonur og kóngurinn
þinn,
Sindri Reyr.
„Sjáumst á himnum,“ sagði
Jóhann bróðir Einars þegar
þeir kvöddust á Grundarbrekku
í maí 2019. Einar hafði farið til
Vestmannaeyja til að fylgja
Magnúsi, yngsta bróður sínum,
til grafar.
Kveðjustund Einars og Jó-
hanns var alvöru þrungin. Þeir
vissu báðir að sá dagur færðist
nær þegar engu yrði við að
bæta. Engu orði, engu verki,
engu flýtt né frestað.
Okkur sem urðum vitni að
þessari kveðjustund setti hljóð.
Þarna á lóðinni, við æskuheimili
þeirra, birtist strengur sem
hafði fylgt þeim frá barnæsku.
Trúin sem þeim hafði verið inn-
rætt í þessu húsi, á þessari lóð,
á þessum stað, hafði aldrei
brostið.
Strengurinn til himins var
enn til staðar. Fullvissan um
fyrirgefningu syndanna, full-
vissan um endurfundi og eilíft
líf í öryggi og friði var augljós.
Þeir vissu að þeir myndu ekki
hittast aftur á þessari jörð. En
þeir myndu hittast aftur. Þeir
myndu hitta aftur þau sem
færðu þeim sem litlum strákum
þennan dýrmæta arf sem hvorki
fæst keyptur né seldur. Aðeins
gefinn og þeginn.
Að leiðarlokum er ljóst að ég
stend í þakkarskuld við tengda-
föður minn sem bað fyrir mér,
sem studdi mig og vildi mér allt-
af allt hið besta. Drottinn var
hans hirðir og ég naut góðs af
því.
Ég stend líka í þakkarskuld
við þann sem öllu ræður fyrir að
hafa leitt mig inn í þessa fjöl-
skyldu. Það var lán mitt og fyrir
það er ég þakklát. Seinasta árið
sitt dvaldist Einar á Sóltúni.
Í einni af heimsóknum mínum
til hans þangað sagðist hann
telja að sér og Halldóru hefði
sennilega tekist að sigla fleyinu
sínu sómasamlega í höfn. Það er
gott að geta litið sáttur til baka
og skilið við ævistarfið í friði við
Guð og menn. Það hlýtur að
vera verkefni okkar allra.
Starfsfólki Sóltúns færi ég
þakkir fyrir einstaka alúð og
umönnun seinasta árið í lífi Ein-
ars.
Um leið og ég kveð elsku
tengdapabba og þakka fyrir allt
og allt þá tek ég undir með Jó-
hanni: „Sjáumst á himnum.“
Dögg Harðardóttir.
Við afi tengdumst sterkum
böndum strax í upphafi enda
bæði nafnar og góðir félagar.
Eins og hálfs árs hellti hann
kaffi í bolla og við dýfðum
kleinu í til skiptis og borðuðum
þegar við vorum einir heima.
Þegar ég kúrði í fanginu hans
átti hann það til að kjamsa á
nefinu mínu sem mér þótti svo
vinalegt.
Ég kynntist afa svo upp á
nýtt þegar við fjölskyldum flutt-
um suður. Við vorum enn þá
nafnar en nú bestu vinir. Ég átti
þá reglulegri samskipti við hann
og fór að skilja húmorinn hans.
Sögurnar sem hann sagði náðu
betur til mín. Hann deildi af
reynslu sinni og hughreysti mig
þegar mér leið illa. Afi hringdi
og bað mig um að koma í heim-
sókn. Þá sitja þau amma í stof-
unni og afi rétti mér lítið box.
Þau brostu bæði út að eyrum.
Þar var Gídeon-bindisnælan
hans sem hann vildi gefa mér
eftir mikla lofræðu. Hann hafði
trú á mér, hann var alltaf hvetj-
andi og jákvæður og sagði mér
og sýndi hve stoltur hann var af
mér. Ég vissi að hann elskaði
mig.
Fljótlega eftir að afi fór á
Sóltún kom ég í heimsókn. Það
var að koma matartími og afi
bað mig um að sitja hjá sér. Eft-
ir matinn fengu þau eftirrétt,
búðing sem afa fannst mjög
góður. Hann bauð mér með sér
en ég afþakkaði. „Ekki láta
svona nafni“ en ég afþakkaði
aftur. Afi kallaði þá á starfs-
mann og bað um aukaskeið,
hann skyldi sko fá að gefa nafna
sínum það besta sem hann gat
boðið upp á. Það var afi. Vildi
öllum það besta.
Afi sýndi í verki hvernig hann
elskaði fólk. Hann lagaði hluti
óumbeðinn. Hann var rausnar-
legur. Hann sýndi fólki einlæg-
an áhuga. Faðmlögin hans voru
hlý og sögðu mikið. Síðustu ár
er ég þakklátastur fyrir bæna-
stundirnar, lesturinn úr Biblí-
unni og trúna sem sameinaði
okkur þá og mun gera aftur
þegar minn tími kemur. Afi líkt-
ist Kristi á þann hátt að ég vil
líkjast afa.
Síðasta árið sagði hann mér
sama hlutinn tvisvar. Ég veit að
hann sagði það ekki við marga.
Hann sagðist elska mig. Ég
vissi að hann gerði það og hafði
sýnt mér það svo margoft. Hann
vildi bara segja mér það.
Nú þegar ég kveð afa minn
og nafna, góðan vin og félaga,
fyrirmynd og minn helsta aðdá-
anda, fyllist ég þakklæti fyrir að
hafa fengið að kynnast honum
og hafa í lífi mínu. Það er mér
heiður að hafa fengið að heita í
höfuðið á honum.
Takk fyrir allt, nafni. Ég
elska þig líka.
Einar Aron Fjalarsson.
Elsku afi minn.
Mikið vildi ég óska að þú
hefðir getað verið með okkur
Nikka á brúðkaupsdeginum
okkar síðastliðinn ágúst. En
mikið er ég þakklát fyrir að við
fengum leyfi til að fara og hitta
þig, mættan niður í anddyri
spariklæddan. Það tók smá tíma
fyrir þig að átta þig á hvað væri
í gangi en á endanum varstu svo
glaður að sjá okkur og glaður
fyrir okkar hönd.
Annars man ég nú yfirleitt
eftir þér í vinnugallanum, ann-
aðhvort með múrskeið í hend-
inni eða skítugan vinnubolla
sem þú helltir í kaffi úr kaffi-
brúsanum, já eða kók. Þér
fannst nú kók alltaf svo gott, al-
veg fram á síðustu dagana. Ég
er nú eiginlega hætt að drekka
kók en ég hef fengið mér
óvenjumörg glös síðustu daga
til heiðurs þér. Kippti með einni
flösku úr búðinni daginn sem þú
kvaddir, kveikti á kerti og skál-
aði í kóki. Svona eins og „kús-
kvöldin“ sem við áttum í Sælu-
koti.
Það er svo skrýtið stundum
hvaða minningar standa upp úr
hjá manni. Ég man sérstaklega
eftir því eitt sinn þegar ég hafði
verið að handlanga með ykkur
pabba fyrir nokkrum árum. Ég
ætlaði að fá bílinn þinn lánaðan
eftir daginn þannig að við fórum
saman svo ég gæti tekið hann
eftir að þú værir kominn heim.
„Keyrð þú Tinna mín,“ sagðir
þú og réttir mér lyklana og eftir
nokkrar mínútur af bílferðinni
sagðirðu við mig: „Mér finnst
svo gott að láta þig keyra mig.
Þú keyrir svo vel.“ Og það
skipti mig svo miklu máli.
Það er sárt að missa þig en á
sama tíma gleðst ég yfir því að
þú varst tilbúinn að fara. Þú
hefur fengið hvíldina sem hefur
verið svo langþráð og nú ertu
kominn heim til föður okkar.
Eins og við fjölskyldan töluðum
um hefur þú fært þig frá því að
vinna með steypu og ferð nú að
vinna með gull. Það hlýtur að
vera eitthvað þarna uppi sem
þarf að laga og gera við og við
vitum að þú naust þín best með
verkefni fyrir stafni.
Elsku afi minn, við sjáumst
aftur og ég hlakka til að sjá af-
raksturinn af verkefnum þínum
á himnum.
Ég læt fylgja með ljóð sem ég
samdi handa þér í 70 ára afmæl-
isgjöf.
Aldur þinn, hugsaður sem bók.
Samansafn blaðsíðna, hver og ein
táknar eitt ár.
Hún segir sögu, sögu af lífi,
sögu sem aldrei deyr.
Hver blaðsíða, þakin textum.
Samansafn minninga, þeirra sem
minnst er.
Myndir þar á meðal, þær augljósu
og þessar óljósu.
Við hverja mínútu, bók þín þykknar,
blekið sekkur inn, er þú heldur áfram
að lifa.
Varðveitir líf þitt, heldur því með þér,
deilir með öðrum.
Þessi bók er sterk,
regnið getur ekki skolað henni burt,
sólin getur ekki brennt hana,
vindurinn getur ekki feykt henni burt,
frostið getur ekki fryst hana.
Þessi bók mun lifa að eilífu,
með þér, og þeim er elska þig.
Þessi bók er þín.
Bók tíma þíns.
Tinna Linda Linnéa
Traustadóttir.
Einar G. Jónasson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar