Morgunblaðið - 10.02.2021, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2021
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 8.30-12.30. Söngstund við
píanóið, með Helgu kl. 13.45. Kaffi kl. 14.30-15. Bókaspjall með Hrafni
kl. 15. Vegna fjöldatakmarkana þarf að skrá sig í viðburði hjá okkur og
jafnframt er grímuskylda í Samfélagshúsinu, gestir bera ábyrgð á að
koma með eigin grímu og passa uppá sóttvarnir. Nánari upplýsingar
í síma 411-2702, allir velkomnir.
Árskógar Opin vinnustofa kl. 9-12. Smíðar, útskurður með leiðbein-
anda kl. 9-14. Stóladans með Þóreyju kl. 10.30. Bónusbíllinn fer frá
Árskógum 6-8 kl. 12.55. Spænskukennsla kl. 14. Hádegismatur kl.
11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.15-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir.
Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa, 411-2600.
Boðinn Handavinnustofa er opin frá kl. 13-16, skráning í síma 441-
9922, munið grímuskyldu og tveggja metra regluna. Sundlaugin er
opin frá kl. 13.30-16.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Tálgað með Valdóri
frá kl. 9.15. Morgunkaffi í kaffihorninu kl. 10. Opið kaffihús kl. 14.30.
Vegna sóttvarnaregla biðjum við ykkur að skrá ykkur fyrirfram í alla
viðburði hjá okkur í síma 535-2760.
Bústaðakirkja Það verður opið hús hjá okkur kl. 13-16. Við gætum
millibils og sóttvarna. Allt verður á sínum stað. Hlakka til að sjá yk-
kur. Hólmfríður djákni.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Opið frá kl. 8.10-16. Kaffisopi og
spjall kl. 8.10-11. Upplestararhópur Soffíu kl. 10-12. Línudans kl. 10-11.
Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Tálgun með Valdóri kl. 13-16. Síðdegis-
kaffi kl. 14.30-15.30. Þátttökuskráning í síma 411-2790 og á skrifstofu.
Grímuskylda og fjöldatakmörk miðast við 20 manns. Virðum allar
sóttvarnir. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Garðabær Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi
kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Stólajóga í Jónshúsi kl. 10
og 11. Málun Smiðju Kirkjuhvoli kl. 13. Zumba í sal í kjallara
Vídalínskirkju kl. 16.30 og 17.15. Litlakot opið kl. 13–16 . Áfram skal
gæta að hand-þvotti og smitvörnum og virða 2 metra reglu, athugið
grímuskylda.
Guðríðarkirkja. Það verður opið hús hjá okkur kl. 13, við pössum
uppá millibilið og virðum sóttvarnir. Spjall, og samvera ásamt hug-
vekju og bæn. Hrönn organisti kemur og spilar nokkur lög og við
syngjum undir hjá henni og Lovísa töfrar fram kaffi og meðlæti, kr.
700.- Við hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Guðríðarkirkju; sr. Karl,
sr. Leifur, Hrönn og Lovísa.
Gullsmári Myndlist kl. 9. Postulínsmálun kl. 13. Sóttvarnir, grímu-
skylda og tveggja metra reglan.
Hraunsel Dansleikfimi á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 8.30 og
9.30. Bingó á miðvikudögum kl. 13. Handverk á miðvikudögum kl. 13.
Píla á fimmtudögum kl. 13. Línudans á föstudögum kl. 10 og 11.
Grímuskylda og 2ja metra reglan eru í gildi og nauðsynlegt að skrá
sig í allt starf fyrirfram í síma 5550142.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Dansleikfimi kl. 10. Handavinnuhópur kl. 13-16. Bíó-
dagar í Hvassaleiti kl. 13.15 miðvikudag, fimmtudag og föstudag.
Bíómyndin Á hverfanda hveli ,,Gone With The Wind“ sýnd í þremur
hlutum.
Korpúlfar Glerlistarnámskeið kl. 9 í Borgum í dag. Gönguhópar
leggja af stað kl. 10 frá Borgum og inni í Egilshöll. Minnum á skrán-
ingu í mat og kaffiveitingar fyrir kl. 12 deginum áður. Allir velkomnir,
kaffi á könnunni. Grímuskylda í Borgum og 20 manna hópaskipting.
Takk fyrir tillitssemina, við gerum þetta saman, það er gaman.
Seltjarnarnes Gler á neðri hæð félagsheimilisins kl. 9 og 13. Leir á
Skólabraut kl. 9. Botsía í salnum á Skólabraut kl. 10. Kaffispjal í
krókn-um kl. 10.30. Handavinna, samvera og kaffi í salnum á
Skólabraut kl. 13-16. Á morgun fimmtudag verður bingó í salnum á
Skólabraut kl. 13.30. Grímuskylda er í félagsaðstöðunni á Skólabraut.
Virðum almennar sóttvarnir.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
með
morgun-
nu
✝ Herdís Stein-grímsdóttir
sameindalíffræð-
ingur fæddist í
Reykjavík 26.
mars 1953. Hún
lést á Royal Sussex
County-sjúkrahús-
inu í Brighton á
Englandi 24. jan-
úar 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Jóhanna
Eggertsdóttir, húsmóðir, f.
31.5. 1919, d. 12.5. 1975, og
Steingrímur Benediktsson
garðyrkjufræðingur, f. 9.6.
1915, d. 25.9. 1997.
Systkini hennar eru: Unnur,
f. 18.10. 1945; Benedikt Stein-
ar, f. 18.8. 1947; Björk, f. 20.4.
1949, d. 22.6. 1973; Eggert, f.
21.1. 1951, og Steinunn, f. 24.4.
1961. Þá átti Herdís eina hálf-
systur (samfeðra), Steinunni
Margréti, f. 2.2. 1942.
Herdís kynntist eftirlifandi
eiginmanni sínum, Dave Gill-
ard endurskoðanda, f. 30.11.
1953, á háskólaárunum í Leeds
og giftust þau í janúar 1983.
Synir þeirra eru: (1) Daniel,
lífefna- og tölvufræðingur, f.
22.7. 1982. Hann er í sambúð
fékk Herdís starf á rannsókn-
arstofu við sameindalíffræði-
deild Háskólans í Sussex. Hún
fékk brennandi áhuga á faginu
og sýndi strax hvað í henni bjó.
Fyrr en varði hóf hún nám í
fræðunum samhliða vinnu.
Herdís lauk doktorsprófi í sam-
eindalíffræði 1990. Næstu árin
starfaði hún áfram við rann-
sóknir við háskólann í Sussex
og við King’s College í London.
Árið 1998 stofnaði hún
ásamt Dave líftæknifyrirtækið
Microzone, þar sem hún hóf
þróun á prófefnablöndum fyrir
sameindalíffræðilegar rann-
sóknir. Þannig tók hún þátt í
þróun á bóluefnum við ýmsum
illvígum smitsjúkdómum, s.s.
berklum. Hún lætur eftir sig
mikið rannsókna- og þróun-
arstarf. Í árslok 2018 seldu þau
fyrirtækið, en Herdís vann sem
ráðgjafi nýju eigendanna. Síð-
astliðið vor leituðu þeir til
hennar um þróun á prófefna-
blöndu fyrir skimun á Co-
vid-19. Fljótlega varð til nýtt
skimunarpróf sem var tekið í
notkun í september að loknum
klínískum athugunum. Herdís
var kona sem hafði ætíð ráð
undir rifi hverju; hún dó ekki
ráðalaus.
Útför Herdísar verður frá
Downs Crematorium Main
Chapel í Brighton, í dag, 10.
febrúar 2021, klukkan 14 og
verður henni streymt til ætt-
ingja og vina.
með Maija Hall
lögfræðingi. Þau
búa í London; (2)
Róbert, f. 6.7.
1985, hljóðverk-
fræðingur og
hönnuður. Róbert
er í sambúð með
Marie Lytken, hús-
gagnasmiði og
hönnuði. Þau búa í
Kaupmannahöfn.
Þegar Herdís
fæddist, bjó fjölskyldan í Þor-
móðsdal í Mosfellssveit og þar
eyddi hún bernskuárunum en
1960 fluttist fjölskyldan til
Reykjavíkur. Hún hóf skóla-
göngu í Laugarnesskóla, en ár-
ið 1973 lauk hún stúdentsprófi
frá MR. Að prófi loknu vann
hún hjá Rannsóknarráði rík-
isins, en hélt til Englands 1974
og hóf nám í matvælafræði við
Háskólann í Leeds. Hún lauk
BS-prófi 1978 og vann síðan við
matvælarannsóknir við há-
skólastofnanir í Leeds.
Herdís og Dave fluttu til Ís-
lands 1980; þau bjuggu í
Reykjavík og starfaði Herdís á
RALA. Í apríl 1983 fluttu þau
til Englands og settust að í
Brighton. Í ársbyrjun 1984
Þegar Hedda var námsmaður
í Leeds á áttunda áratugnum
komumst við að því að enginn
spegill var til á hennar litla
heimili. Flestar ungar konur
hefðu líklega saknað slíks hús-
gagns, en ekki Hedda. Hún
þurfti enga spegla til þess að
vita hver hún var.
Við vinkonurnar höfum feng-
ið að vera samferða Heddu
gegnum lífið. Þess vegna bland-
ast minningarnar um tímabilin
og árin okkar saman í lifandi
púsluspil. Þess vegna er Hedda
enn menntaskólastúlkan sem
vann í sjoppunni á Langholts-
veginum – sú sem var búin með
kaupið sitt nokkrum dögum eft-
ir útborgun þótt hún eyddi nán-
ast engu í sjálfa sig. Hún er líka
unga stúlkan í Íslandsúlpunni
með nafnið Che skrifað stórum
stöfum á bakið, tilbúin að takast
á við óréttlæti heimsins. Og
einnig sú sem vann á Herjólfi
áður en hún fór til Leeds að
læra matvælafræði þar sem hún
hitti manninn sinn, öðlinginn
hann Dave. Hún er unga konan
sem settist að í Brighton og bjó
þar síðan með Dave og strákun-
um þeirra tveimur. Hún er
einnig vísindamaðurinn og at-
hafnakonan sem stofnaði Micro-
zone-líftæknifyrirtækið og rak
um langt árabil og örláta vin-
konan sem bauð okkur í æv-
intýraferðir um sveitir Eng-
lands, í gönguferð um
Yorkshire-dalina, í vikuferð um
ána Thames á langbát, til vi-
kudvalar á gömlu herrasetri í
Devon og fleiri ógleymanlegar
ferðir. Hedda var alltaf stór-
huga og ákveðin en um leið
sanngjörn og góðviljuð. Hjarta-
hlýr töffari – gjarnan með
kankvíst bros á vör, tilbúin að
takast á við áskoranir og erf-
iðleika með jákvæðu hugarfari
og spriklandi húmor. Þannig er
Hedda í hjörtum okkar, á ýms-
um aldri og óteljandi góðum
vinafundum. Gálgahúmor
Heddu var alla tíð til staðar. Og
orðin „hún dó ekki ráðalaus“
lýsa henni best.
Um leið og við þökkum
Heddu samfylgdina og örlætið
sendum við Dave og strákunum
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ragnheiður, Auður
og Guðrún Íris.
Kæmi maður heim til Her-
dísar vinkonu okkar að kvöldi
til þegar við vorum unglingar
var eins víst að öll fjölskyldan
sæti í kvöldkaffi í eldhúsinu, og
hlátrasköll kvæðu við. Færum
við vinkonurnar á flakk kom
Björk, eldri systir Heddu, ávallt
með, og væri gangan lengri en
heilsa hennar leyfði var hún
umsvifalaust tekin á hestbak af
einhverri stöllunni. Mikið var
hlegið saman þá, og þegar
Steina yngsta systirin var með í
för í Englandi 2013 rifjaðist upp
glaði hlátur systranna fyrrum.
Hedda var þá og síðar einstak-
lega fjölskyldu- og vinrækin.
Í MR var Hedda stúlka sem
stóð fyrir sínu og tók til dæmis
ekki þegjandi athugasemdum
kennara sem beindust að því
sem litlu skipti, svo sem stóru
R-i inni í miðjum orðum í stíl á
töflunni. Hedda leitaði til
stjórnenda og fékk hnekkt þeim
úrskurði að hún skyldi stroka
út öll R-in í stílnum. Áræði ein-
kenndi námsferil hennar sem
var í raungreinum, innanlands
og síðar á Englandi. Áræði var
það líka þegar hún stofnaði sitt
eigið fyrirtæki í Englandi og
rak það af myndarskap.
Hún varð fyrir miklu áfalli
tvítug að aldri, er Björk systir
hennar lést eftir hjartaaðgerð í
Bretlandi. Móðir Heddu og kær
móðursystir kvöddu einnig á
skömmu árabili. Samstaða fjöl-
skyldunnar og vinátta skipti
mestu, og miklir kærleikar voru
með Heddu og „Steina Ben.“,
eins og hún nefndi gjarnan föð-
ur sinn sem oft heimsótti hana
til Englands.
Hedda og Dave, maðurinn
hennar, voru sérlega úrræðagóð
sem foreldrar tvítyngdra sona.
Þriggja ára búseta hérlendis
dugði Dave til að læra íslensku
svo vel að æ síðan var hún
heimilismálið. Þetta skipti öllu
máli í heimsóknum afa, og
Daniel og Róbert skiptu líka
vandræðalaust yfir í íslensku í
ferðum heim til Íslands.
Heimili þeirra í Brighton var
opið vinum, jafnvel heilu fjöl-
skyldunum. Þar fengum við að
læra frá fyrstu hendi hversu vel
Hedda, Dave og strákarnir
kunnu að njóta lífsins. Að hjóla
og ganga um fjöll og firnindi,
elda góðan mat, njóta þess að
borða úti, gjarnan framandi
rétti – og taka fram spilastokk
við borð á veitingastað, ef son-
unum leiddist að bíða eftir
matnum þegar þeir voru yngri.
Það var fastur liður hjá Heddu
og Dave að bjóða hvort öðru í
óvissuferð á afmælinu – flug
eða lest, og að kvöldi var komið
í nýja borg í nýju landi, að
borða úti á nýjum stað. Seinna
leiddi hún íslenska saumaklúbb-
inn sinn í ótrúlegar óvissu- og
ævintýraferðir sem lengi verða
í minnum hafðar.
Hedda ræktaði vinskap við
menn og málleysingja og átti
góða fjölskyldu, vini á ýmsum
aldri, frá Íslandi, Englandi,
Kólumbíu – og hunda, sem voru
oft tveir og gáfu henni mikla
gleði. Vinkona frá Íslandi sat í
sófanum og ræddi við Heddu
við litla hrifningu tíkurinnar
Týló. Greinilega rétt hjá Heddu
að betra væri að hundarnir
væru tveir á heimilinu, svo þeir
hefðu líka félagsskap hvor af
öðrum.
Innilegar samúðarkveðjur til
Dave, sona og tengdadætra, til
Lellu og Daneliu og allra ást-
vina Heddu.
Eva, Helga og
María Vigdís.
Hugurinn hvarflar til ung-
lingsáranna þar sem vinkonur
hittast og spjalla, ólíkar stelpur
sem endurspegla umrót tímans.
Umræðurnar snerust gjarnan
um þjóðfélagsmál, tónlist og
framtíðarplön. Það lá fyrir að
hópurinn mundi tvístrast um
tíma þar sem sjálfsagt þótti að
finna áhugamálum sínum far-
veg hér heima eða ytra en leiðir
lágu saman á ný eins og ósýni-
legur segull togaði. Vísindamað-
urinn Herdís Steingrímsdóttir
settist að í Brighton ásamt
manni sínum Dave og tveimur
sonum en hún hélt sambandinu
við okkur lifandi með tíðum
heimsóknum enda Dave aðdá-
andi íslenskrar náttúru og tal-
aði tungumálið. Vinkvennahóp-
urinn stækkaði og fleiri fengu
að kynnast Heddu okkar sem
geislaði af lífsorku. Bros og
hlátur hennar var eins og
hressandi andblær. Ekkert vol
né víl í návist hennar. Þannig
hugarfar er farsælast þegar
ferðast er saman og ferðirnar
áttu eftir að verða margar. All-
ar þær ævintýralegu göngu-
ferðir á breskri grundu sem
hún skipulagði eru ógleyman-
legar.
Átti hún það til að koma okk-
ur á óvart með því að láta ekk-
ert uppi um áfangastað og til-
högun ferðar, heldur segja
bara; þið mætið á flugvöllinn og
ég sæki ykkur. Hvern hefði
grunað viku siglingu á Thames
eða dvöl á herragarði frá 17.
öld? Var henni metnaðarmál að
við borðuðum staðbundinn
breskan mat sem finna má á
matseðlum breskra kráa og
herragarða. Rausnarskap henn-
ar voru engin takmörk sett og
forgangsraðaði hún hlutunum
samkvæmt lífsgildum sínum þar
sem falleg samskipti og vinátta
voru í fyrirrúmi. Stórt skarð er
nú hoggið í hópinn og þökkum
við samfylgdina, allar góðu
stundirnar og vottum nánustu
aðstandendum okkar dýpstu
samúð.
Kristjana, Kristín,
Rakel og Þórunn.
Við viljum kveðja kæra vin-
konu okkar, Herdísi Stein-
grímsdóttur, Heddu, með
nokkrum orðum. Við kynntumst
Heddu fyrir rúmum 35 árum
fyrir hreina tilviljun á götu-
markaði í Brighton. Þessi til-
viljun varð okkur til mikillar
gæfu. Við eignuðumst hana að
vini. Milli okkar varð það sem
við viljum kalla djúp vinátta.
Þótt stundum liðu mánuðir á
milli þess að við heyrðumst eða
ár á milli þess að við hittumst
var alltaf eins og við hefðum
heyrst eða sést í gær. Og við
fengum líka að kynnast Dave,
manninum hennar, þessum ein-
staka öðlingi, og sonunum
tveimur, Daniel og Róbert, sem
heita alltaf Danni og Robs á
okkar heimili og eru eins og
hluti af fjölskyldunni.
Hedda bjó yfir mörgum
mannkostum. Efst í huga er
heiðarleikinn, hreinskilnin, gjaf-
mildin og gestrisnin. Hún kom
alltaf til dyranna eins og hún
var klædd, sagði skoðanir sínar
umbúðalaust. Hún var femín-
isti. Þau Dave höfðingjar heim
að sækja. Margar góðar veisl-
urnar höfum við setið í hús-
unum þeirra fallegu í Brighton.
Og ekki má gleyma kímnigáf-
unni hennar sem stundum var
skemmtilega kaldhæðin.
Ógleymanlegar eru gönguferð-
irnar með þeim Dave um sveitir
Sussex þar sem farið var á milli
kráa og spjallað um allt milli
himins og jarðar eða heimsókn í
skógarlundinn hans Dave. Og
margar góðar samverustundir
höfum við átt með henni og
þeim hér á landi, meðal annars í
sumarbústaðnum okkar við
Meðalfellsvatn. Þær stundir
hefðu vissulega mátt vera enn
fleiri.
Og ekki má gleyma því að
Hedda var skarpgreindur vís-
indamaður; raunvísindakona, og
ekki síður frjór hugvitsmaður.
Hér verður ekki sögð saga af
því hvernig við fengum að njóta
góðs af því á ögurstundu. En
hjá Heddu var allt „ekkert
mál“. Eftir að hafa starfað lengi
á rannsóknarstofu við Sussex-
háskólann stofnaði Hedda eigið
fyrirtæki í kringum uppgötvan-
ir sínar í lífvísindum. Hún naut
þess að vinna sjálfstætt.
Um margra ára skeið, líklega
í ein tíu ár, meðan Danni og
Robs voru ungir, höfðum við
(Lilja) það hlutverk að aðstoða
Heddu og Dave við að finna
þeim au-pair. Flest þeirra ung-
menna sem fengu starfið urðu
síðan nánast eins og hluti af
fjölskyldu þeirra. Ræktarsemi
er svo sannarlega orð sem kem-
ur í hugann þegar við minnumst
Heddu. Fyrir ári birtist hún
óvænt í stórafmæli – kom án
þess að gera boð á undan sér – í
sólarhringsferð – bara til að
vera með okkur og koma okkur
skemmtilega á óvart. Svona var
Hedda.
Við sendum Dave, Danna,
Maiju, Robs og Marie og öðrum
aðstandendum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Söknuð-
urinn er sár. Megi allar góðu
minningarnar sem við eigum
um Heddu létta sorgina. Það
eru forréttindi að hafa fengið að
eignast hana að vini.
Lilja og Ingvar.
Herdís
Steingrímsdóttir