Morgunblaðið - 10.02.2021, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.02.2021, Qupperneq 22
fyrir sér. Þorsteinn leggur mikið á sig og hefur rétta hugarfarið. Hann hefur það sem þarf en þarf jafn- framt að fá tíma. Ef við gefum hon- um tvö til þrjú ár til að læra meira getur hann náð langt. Hann æfir vel og er tilbúinn til að gera það sem þarf til að fara alla leið í íþróttinni. Hann á örugglega eftir að gera það en þarf að fá tíma til að þroskast. Við höfum fjárfest í honum og mun- um halda því áfram. Hann hefur fengið einhverjar mínútur inni á vellinum frá því í fyrsta æfingaleik þegar tímabilið var að hefjast. Hann er að vaxa og á enn meira inni. Mið- að við það sem hann sýnir á æfing- um þá hefur hann spilað af 60-70% getu í leikjum. Enda er hann reynslulaus og á bara að baki nokkra leiki,“ sagði Gunnar þegar Morgunblaðið spjallaði við hann eft- ir leik FH og Aftureldingar. Áframhaldandi vinnusemi mun skila honum til Þýskalands Í leiknum þurfti Þorsteinn á löngum köflum að leysa skyttustöð- una hægra megin þótt rétthentur sé en örvhenta skyttan Birkir Bene- diktsson er á sjúkralistanum. Þor- steinn leysti hlutverkið vel af hendi í leiknum sem er langt frá því sjálf- gefið þegar menn eiga fáa leiki að baki. Útsjónarsemi og klókindi aukast yfirleitt með aldrinum. Gunnar Magnússon hefur mikla reynslu af alþjóðavettvangi eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari karla- landsliðsins árum saman. Að hans mati gæti Þorsteinn átt bjarta fram- tíð sem handknattleiksmaður. „Þorsteinn getur meira og með aukinni reynslu kemur hann til með að vaxa mikið sem leikmaður. Hann er 205 cm. Ef hann heldur þessu áfram og leggur hart að sér verður hann hvalreki fyrir íslenska lands- liðið eftir nokkur ár og fer í Bundes- liguna. Ég er alveg klár á því,“ sagði Gunnar Magnússon. Þorsteinn gæti orðið hvalreki fyrir landsliðið  Hávaxinn 18 ára strákur vekur mikla athygli með liði Aftureldingar Morgunblaðið/Eggert Slagur Þorsteinn Leó Gunnarsson fékk óblíðar móttökur hjá Haukamann- inum Geir Guðmundssyni í leiknum í Mosfellsbæ í fyrrakvöld. HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Þorsteinn Leó Gunnarsson hefur stimplað sig hratt inn í lið Aftureld- ingar í Olís-deildinni í handknattleik í vetur. Þorsteinn er aðeins 18 ára gamall og er 205 cm á hæð sem gef- ur honum mikla möguleika í skyttu- stöðunni. Þorsteinn skoraði átta mörk gegn öflugu liði FH þegar blaðamaður sá hann spila í Mosfellsbænum á mánudagskvöldið. Þorsteinn var mjög áræðinn í leiknum en hann hefur mjög takmarkaða leikreynslu í meistaraflokki. Í fyrra var hann enn í 3. flokki en lék einnig með Aft- ureldingu U í 2. deild sem er C- deild Íslandsmótsins. Stökkið hefur því væntanlega verið stórt en Gunn- ar Magnússon þjálfari Aftureld- ingar hefur tröllatrú á Þorsteini og segir hann leggja mikið á sig til að vinna úr sínum hæfileikum. „Við höfum mikla trú á honum. Þetta er strákur sem á framtíðina 22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2021 England Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Burnley – Bournemouth......................... 0:2  Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 74 mínúturnar með Burnley. Manchester United – West Ham ... (frl.) 1:0 B-deild: Rotherham – Cardiff................................ 1:2 Sheffield Wed. – Wycombe...................... 2:0 Belgía Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Cercle Brugge – Oostende ..................... 3:1  Ari Freyr Skúlason er með kórónuveir- una og því ekki með Oostende. Holland Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Excelsior – Vitesse .................................. 0:1  Elías Már Ómarsson lék allan leikinn með Excelsior. Ítalía Bikarkeppnin undanúrslit, seinni leikur: Juventus – Inter Mílanó .......................... 0:0  Juventus í úrslit, 2:1 samanlagt. B-deild: Lecce – Brescia ........................................ 2:2  Birkir Bjarnason kom inn á hjá Brescia á 81. mínútu en Hólmbert Aron Friðjónsson sat allan tímann á varamannabekknum. Venezia – Cremonese.............................. 3:1  Bjarki Steinn Bjarkason og Óttar Magn- ús Karlsson voru ekki í leikmannahópi Ve- nezia. Spánn Real Madrid – Getafe............................... 2:0  Grill 66-deild karla Hörður – HK......................................... 26:41 Staðan: Víkingur 8 7 0 1 211:184 14 HK 8 6 0 2 241:179 12 Fjölnir 8 5 2 1 234:216 12 Valur U 8 6 0 2 239:226 12 Kría 8 4 1 3 212:215 9 Haukar U 7 3 0 4 172:177 6 Selfoss U 8 2 1 5 223:237 5 Vængir Júpíters 8 2 0 6 165:210 4 Hörður 7 2 0 5 212:234 4 Fram U 8 0 0 8 195:226 0 Meistaradeild karla A-RIÐILL: Kielce – Porto ...................................... 32:30  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 2 mörk fyrir Kielce en Haukur Þrastarson er frá keppni vegna meiðsla.  Kielce 15, Flensburg 15, Meshkov Brest 9, París SG 8, Porto 8, Pick Szeged 4, El- verum 4, Vardar Skopje 3. B-RIÐILL: Barcelona – Veszprém........................ 37:30  Aron Pálmarsson skoraði 6 mörk fyrir Barcelona.  Barcelona 20, Veszprém 13, Motor Zapo- rozhye 12, Aalborg 10, Kiel 9, Celje Lasko 6, Nantes 4, Zagreb 0. Evrópudeild karla B-RIÐILL: Kristianstad – Füchse Berlín............. 23:36  Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 3 mörk fyrir Kristianstad og Teitur Örn Ein- arsson 3.  Füchse Berlín 9, Nimes 8, Kristianstad 8, Sporting Lissabon 6, Dinamo Búkarrest 3, Tatran Presov 0. C-RIÐILL: Nexe – Alingsås ................................... 35:30  Aron Dagur Pálsson skoraði eitt mark fyrir Alingsås. Magdeburg – Besiktas ........................ 41:22  Ómar Ingi Magnússon skoraði 10 mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist- jánsson 6.  Magdeburg 10, Montpellier 8, CSKA Moskva 6, Nexe 4, Alingsås 4, Besiktas 0. D-RIÐILL: GOG – Kadetten................................... 34:28 Viktor Gísli Hallgrímsson varði 3 skot í marki GOG, 21 prósent.  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten. Trimo Trebnje – RN Löwen............... 29:35  Ýmir Örn Gíslason skoraði 2 mörk fyrir Löwen.  RN Löwen 11, GOG 8, Trimo Trebnje 4, Kadetten 4, Pelister 3, Tatabánya 0.   HANDKNATTLEIKUR Bikar karla, Coca Cola-bikar, 1. umferð: Höllin Ak.: Þór – KA ............................ 19.30 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Hertz-höll: Grótta – Víkingur ............. 19.30 Origo-höll: Valur U – Selfoss............... 19.30 Varmá: Afturelding – Fjölnir/Fylkir.. 19.30 Austurberg: ÍR – HK U....................... 20.15 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Dalhús: Fjölnir b – Stjarnan .................... 21 Í KVÖLD! Óvíst er hvort alþjóðlega mótið sem íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu átti að taka þátt í dagana 17.-23. febrúar í Sedan í Frakklandi geti farið fram. Norðmenn hafa dregið lið sitt úr mótinu vegna sótt- varna í Noregi og þá standa eftir lið Frakklands, Íslands og Sviss. Þor- steinn Halldórsson átti að kynna sinn fyrsta landsliðshóp í gær en því var frestað vegna óvissunnar og KSÍ bíður eftir frekari fréttum af mótshaldinu frá Frakklandi. Ísland átti að mæta Frakklandi í fyrsta leiknum 17. febrúar. Óvissa um Frakk- landsmótið Morgunblaðið/Eggert Biðstaða Ekki er ljóst hvort ís- lenska liðið fari til Frakklands. Baldvin Þór Magnússon náði um helgina besta tíma sem Íslendingur hefur náð í 3.000 metra hlaupi inn- anhúss. Baldvin hljóp á 7:53,92 mín- útum en keppt var á 300 metra braut í Michigan-ríki í Bandaríkjunum en Baldvin keppir þar fyrir Eastern Michigan-háskóla. Algengara er að keppt sé á 200 metra löngum braut- um innanhúss og af þeim sökum verður tíminn ekki skráður sem Ís- landsmet samkvæmt því sem fram kemur hjá Frjálsíþróttasambandinu. Hlynur Andrésson á Íslandsmetið, 7:59,11 mínútur. Baldvin náði besta tímanum Frjálsar Baldvin Þór Magnússon náði mjög góðum tíma. Skoski miðjumaðurinn Scott McTominay tryggði í gærkvöld Manchester United sæti í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Hann skoraði sigur- markið í framlengdum leik, 1:0, gegn West Ham á Old Trafford og hefur þar með skorað í þrem- ur síðustu leikjum liðsins. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley féllu úr keppni þegar þeir töpuðu 0:2 á heima- velli fyrir B-deildarliði Bourne- mouth. Fjórir bikarleikir fara fram í kvöld og þar á meðal er viðureign Everton og Tottenham á Goodison Park. vs@mbl.is AFP Skoraði Scott McTominay í baráttu við tvo leikmenn West Ham. Skotinn skoraði sig- urmarkið í bikarnum Fjögur Íslendingalið eru efst í sín- um riðlum í tveimur sterkustu Evr- ópumótum félagsliða í handknatt- leik karla eftir góð úrslit í bæði Meistaradeildinni og Evrópudeild- inni í gærkvöld. Aron Pálmarsson skoraði 6 mörk fyrir Barcelona gegn Veszprém frá Ungverjalandi í sigri, 37:30, og lið hans er langefst í B-riðli Meist- aradeildar með fullt hús stiga. Sigvaldi Björn Guðjónsson skor- aði tvö mörk fyrir Kielce þegar pólsku meistararnir unnu Porto frá Portúgal, 32:30, og komust í efsta sæti A-riðils. Ómar Ingi Magnússon skoraði 10 mörk og Gísli Þorgeir Kristjánsson 6 í stórsigri Magdeburg á Besiktas frá Tyrklandi, 41:22, í C-riðli Evr- ópudeildarinnar. Magdeburg fór þar með upp fyrir Montpellier og á toppinn. Ýmir Örn Gíslason skoraði tvö mörk fyrir Rhein Necker-Löwen sem vann útisigur gegn Trimo Trebnje í Slóveníu, 35:29, en Löwen náði þar með þriggja stiga forystu í D-riðli Evrópudeildarinnar. Kristianstad missti hins vegar toppsæti B-riðils þegar liðið steinlá fyrir Füchse Berlín, 23:36. Ólafur Guðmundsson og Teitur Örn Ein- arsson gerðu þrjú mörk hvor fyrir sænska liðið. vs@mbl.is Fjögur Íslendingalið í efstu sætum riðla Morgunblaðið/Eggert Tíu Ómar Ingi Magnússon var markahæstur hjá Magdeburg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.