Morgunblaðið - 10.02.2021, Síða 23
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2021
Knattspyrnumaðurinn Guðmundur
Andri Tryggvason er farinn að æfa af
fullum krafti með norska liðinu Start
eftir að hafa verið frá keppni í heilt ár.
Guðmundur Andri var í láni hjá Vík-
ingum árið 2019 og var markahæsti
leikmaður þeirra í úrvalsdeildinni með
sjö mörk. Hann gat hins vegar ekki
leikið einn einasta leik með Start í
norsku úrvalsdeildinni á síðasta ári.
Ársþing Knattspyrnusambands Ís-
lands sem haldið verður 27. febrúar
verður með öðru sniði en venjulega.
Vegna samkomutakmarkana verður
þingið rafrænt í ár og haldið með fjar-
fundabúnaði.
Vegna sóttvarnaráðstafana geta
Benfica og Arsenal ekki mæst á sínum
heimavöllum í Evrópudeildinni í fót-
bolta. Heimaleikur Benfica verður í
Róm 18. febrúar og heimaleikur Arsen-
al í Aþenu 25. febrúar.
Þá getur lið Manchester United ekki
farið til Spánar til að spila við Real
ociedad í sömu keppni. Heimaleikur
spænska liðsins verður í staðinn leik-
inn í Tórínó á Ítalíu 18. febrúar.
Handboltamaðurinn Fannar Þór
Friðgeirsson leikur ekki með ÍBV
næstu sex vikurnar vegna meiðsla á
hné en hann staðfesti þetta við hand-
bolti.is í gær. Þá kom fram að Sig-
tryggur Daði Rúnarsson verði ekki
með ÍBV næstu þrjár vikurnar eða svo
vegna fingurbrots.
Cristiano Ronaldo er á leið í sinn
31. úrslitaleik á ferlinum. Það komst á
hreint í gærkvöld þegar
Juventus gerði
markalaust jafntefli
við Inter Mílanó í
seinni undan-
úrslitum ítölsku
bikarkeppninnar í
knattspyrnu og
vann þar með ein-
vígið 2:1 sam-
anlagt. Juventus
leikur gegn ann-
aðhvort Napoli eða
Atalanta í úrslita-
leiknum en þau
skildu jöfn í fyrri
leiknum, 0:0, og
mætast aftur í
kvöld.
Eitt
ogannað
Berglind Björg Þorvaldsdóttir,
landsliðskona í knattspyrnu og leik-
maður Le Havre í Frakklandi, hef-
ur misst af síðustu tveimur leikjum
liðs síns. Ástæðan er sú að Berglind
fékk kórónuveiruna í desember og
hefur síðustu vikur verið að glíma
við eftirköst af henni. Ljóst er að
hún mun líka missa af leik Le
Havre um næstu helgi en eftir
tveggja vikna hlé sem þá verður á
keppni í Frakklandi er líklegt að
hún verði klár í slaginn á ný þegar
lið hennar sækir Bordeaux heim 27.
febrúar.
Með eftirköst
af veirunni
Ljósmynd/Le Havre
Veikindi Berglind Björg Þorvalds-
dóttir hefur þurft að sleppa leikjum.
Íslandsmótið í knattspyrnu 2021 á
að hefjast á sumardaginn fyrsta,
fimmtudaginn 22. apríl, samkvæmt
drögum sem KSÍ gaf út í gær. Val-
ur og ÍA eiga þá að mætast í upp-
hafsleik mótsins í úrvalsdeild karla,
Pepsi Max-deildinni.
Keppni í kvennaflokki hefst
þriðjudaginn 4. maí með leik ÍBV
og Þórs/KA í Vestmannaeyjum og
aðrar deildir karla og kvenna fara
af stað dagana þar á eftir.
Keppnistímabilið hefst hins veg-
ar með fyrstu leikjum í bikarkeppni
karla 8. apríl.
Byrjað á sumar-
daginn fyrsta
Morgunblaðið/Eggert
Hlíðarendi Íslandsmótið hefst með
viðureign Vals og Skagamanna.
stórum sigrum gegn ÍR og svo KR
þar sem við fundum taktinn mjög
snemma og völtuðum yfir bæði liðin.
Persónulega hefur mér liðið mjög
vel inni á vellinum í vetur og ég er
með liðsfélaga sem standa mjög þétt
við bakið á mér. Þeir hafa hjálpað
mér mikið það sem af er tímabili,
skref fyrir skref, og það er algjör-
lega frábært að vera hluti af þessu
Þórsliði í dag. Það er líka virkilega
góður taktur í liðinu í dag, það eru
allir með sín hlutverk á hreinu,
boltaflæðið er gott og andinn í hópn-
um frábær.“
Stórt hlutverk í Hveragerði
Styrmir Snær gekk til liðs við
Hamar í Hveragerði á láni á síðustu
leiktíð þar sem hann öðlaðist dýr-
mæta reynslu.
„Ég bjó í Reykjavík á mínum
yngstu árum en flutti til Þorláks-
hafnar sex ára. Ég var alltaf í fót-
bolta en ákvað að skipta yfir í körf-
una árið 2011 þegar félagið komst
upp í efstu deild í körfunni. Síðan þá
hefur ekki verið aftur snúið. Ég æfði
upp yngri flokkana hérna og í og við
tíunda bekkinn var ég tekinn inn í
meistaraflokkinn í fyrsta sinn. Mín-
úturnar mínar á vellinum hafa svo
stigmagnast undanfarin ár, án þess
þó að ég hafi spilað meira en tíu mín-
útur í leik.
Í fyrra kom svo í ljós að ég var
með gáttaflökt en ég fór strax í að-
gerð vegna þess og hef ekki fundið
fyrir því síðan. Á sama tíma fékk ég
ekki að spila jafn mikið og ég hafði
gert mér vonir um og ég fór þess
vegna til Hamars á láni sem ég hafði
mjög gott af. Þar fékk ég stórt og
gott hlutverk í liðinu, svipað og í
Þórsliðinu í dag. Máté Dalmay, þjálf-
ari Hamars, sá algjörlega um mig
þar. Ég fékk dýrmætan spilatíma og
auðvitað reynslu í Hveragerði og það
er svo sannarlega að skila sér í dag.“
Meira eins og æfingar
Lárus Jónsson tók við þjálfun
Þórsara síðasta sumar af Friðriki
Inga Rúnarssyni sem lét af störfum
eftir síðasta tímabil.
„Lalli þjálfari [Lárus Jónsson]
hringdi í mig nokkrum dögum eftir
að hann var ráðinn þjálfari liðsins
síðasta sumar og tjáði mér að ég
myndi fá stórt og mun stærra hlut-
verk í liðinu en undanfarin ár. Þá var
hann ekki einu sinni búinn að sjá mig
á æfingum en þrátt fyrir það hafði
hann strax mikla trú á mér. Ég hef
svo fengið að spila mun meira en ég
átti von á og sjálfstraustið aukist
jafnt og þétt samhliða því.
Ég finn ekki fyrir neinni pressu,
farandi inn í leikina, þrátt fyrir fína
spilamennsku á tímabilinu. Það er
mjög skrítið að spila leiki í hæsta
gæðaflokki án áhorfenda og manni
líður oft bara eins og maður sé á æf-
ingu. Ég hef reynt að láta leikinn
koma til mín í vetur og spila hann á
réttan hátt, þá gengur manni best. Á
sama tíma þá get ég ekki beðið eftir
því að fá Græna drekann aftur í hús
og að spila fyrir framan fullt íþrótta-
hús í Þorlákshöfn.“
Með stjörnur í augunum
Styrmir Snær fékk það hlutverk
að dekka Jón Arnór Stefánsson í leik
Vals og Þórs á Hlíðarenda í áttundu
umferð deildarinnar á dögunum en
Styrmir hefur lengi litið upp til Jóns
Arnórs.
„Ég hef alltaf litið mjög mikið upp
til Jóns Arnórs [Stefánssonar] og
svo Martins [Hermannssonar] í
seinni tíð. Það var mjög skrítið að
mæta Jóni Arnóri á dögunum því
þetta er leikmaður sem maður fylgd-
ist með á landsleikjum með stjörnur
í augunum þegar maður var níu ára
gamall. Svo er maður allt í einu byrj-
aður að spila á móti honum í dag og
dekka hann jafnvel, sem er mjög
skrítið og hálfsúrrealískt. Ég tók
bara þöglu meðferðina á þetta þegar
ég var að dekka hann, sagði ekki orð,
og passaði mig að gera ekkert til
þess að kveikja í honum.
Hvað varðar framtíðina þá er
markmiðið að vinna fast sæti í lands-
liðinu og komast svo í atvinnu-
mennsku á næstu þremur árum. Ef
það á að ganga eftir þarf ég að ná
upp meiri stöðugleika í skotin mín og
styrkja mig meira þar sem það vant-
ar ennþá aðeins upp á líkamlega
styrkinn,“ bætti Styrmir Snær við í
samtali við Morgunblaðið.
Súrrealískt að dekka
átrúnaðargoðið sitt
Styrmir Snær Þrastarson hefur slegið í gegn með Þór frá Þorlákshöfn í vetur
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Troðsla Hinn 19 ára gamli Styrmir Snær Þrastarson hefur skorað rúm 12
stig, tekið fimm fráköst og átt fjórar stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur.
KÖRFUBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Hinn 19 ára gamli Styrmir Snær
Þrastarson er sá leikmaður sem hef-
ur komið einna mest á óvart í úrvals-
deild karla í körfuknattleik, Dom-
inos-deildinni, það sem af er tímabili.
Styrmir, sem er alinn upp í Þor-
lákshöfn, leikur með Þórsurum þar á
bæ og hefur skorað 12 stig að með-
altali í deildinni í vetur í níu leikjum,
tekið fimm fráköst og gefið fjórar
stoðsendingar.
Þá hafa Þórsarar einnig komið
mikið á óvart á tímabilinu til þessa
en liðið er í þriðja sæti deildarinnar
með 12 stig eftir fyrstu níu umferð-
irnar.
„Við ætluðum okkur að gera góða
hluti á þessu tímabili og ég myndi
þess vegna segja að við værum á
þeim stað í dag sem við ætluðum
okkur að vera á í upphafi leiktíð-
arinnar,“ sagði Styrmir Snær í sam-
tali við Morgunblaðið.
„Okkur var ekki spáð svona góðu
gengi af þessum helstu sérfræð-
ingum og spámönnum en við vitum
sjálfir best hvað við getum. Við ætl-
uðum okkur að vera að berjast við
toppinn og það hefur gengið eftir
enn sem komið er. Við græddum á
því að þegar hlé var gert á keppni
strax í upphafi móts héldum við þeim
leikmönnum sem höfðu komið til fé-
lagsins fyrir tímabilið. Við sendum
ekki útlendingana heim eins og önn-
ur lið gerðu og við höfum því fengið
góðan tíma til þess að slípa okkur
saman.
Umgjörðin í kringum körfuna í
Þorlákshöfn hefur líka alltaf verið
geggjuð og maður er búinn að vera í
hálfgerðri mótun hérna frá því Balli
Ragg [Baldur Ragnarsson] tók
mann ungan að árum í afreks- og
styrktarþjálfun. Hann á mjög stóran
þátt í að móta mig og aðra unga leik-
menn hérna og það er frábært fyrir
unga krakka að alast upp í Þorláks-
höfn, sérstaklega í kringum körf-
una,“ bætti Styrmir við en hann er
204 sentimetra hár framherji.
Líður vel á vellinum
Þórsarar hafa einungis tapað
þremur leikjum í deildinni til þessa
og þá vann liðið frækinn sigur gegn
Stjörnunni í Garðabæ í fjórðu um-
ferð deildarinnar.
„Við undirbjuggum okkur í raun
ekkert öðruvísi fyrir Stjörnuleikinn í
Garðabænum. Við mættum til leiks
eins og við mætum alltaf til leiks og
okkur fannst við vera með betra lið
fyrir fram. Við förum að sjálfsögðu
inn í alla leiki til þess að vinna þá og
okkur tókst að byggja ofan á sig-
urinn í Garðabænum með tveimur
Þýskaland
Fraport Skyliners – Bamberg ........... 76:86
Jón Axel Guðmundsson skoraði 10 stig
fyrir Fraport og tók 4 fráköst á 26 mín-
útum.
Litháen
Lietkabelis – Siaulai............... (frl.) 108:105
Elvar Már Friðriksson skoraði 21 stig
fyrir Siauliai, átti 8 stoðsendingar og tók 3
fráköst á 32 mínútum.
Spánn
B-deild:
Real Canoe – Girona ........................... 73:77
Sigtryggur Arnar Björnsson lék ekki
með Real Canoe.
Kári Jónsson skoraði 10 stig fyrir Gi-
rona, tók 3 fráköst og átti 2 stoðsendingar á
20 mínútum.
NBA-deildin
Charlotte – Houston........................... 119:94
Chicago – Washington ..................... 101:105
Memphis – Toronto .......................... 113:128
Dallas – Minnesota........................... 127:122
San Antonio – Golden State............. 105:100
Phoenix – Cleveland......................... 119:113
Denver – Milwaukee ........................ 112:125
LA Lakers – Oklahoma City .. (frl.) 119:112