Morgunblaðið - 10.02.2021, Síða 25

Morgunblaðið - 10.02.2021, Síða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ VA R I E T Y C H I C AG O S U N T I M E S I N D I E W I R E T H E T E L E G R A P H Þessi óvenjulega og frægaskáldsaga skáldsins Rai-ners Maria Rilke, skrifuð ánokkrum árum fyrir 1910, þegar hún kom út, er réttilega kölluð tímamótaverk og hafði talsverð áhrif á þróun skáldsagnaskrifa. Hún er nú komin út í vandaðri íslenskri þýðingu Benedikts Hjartarsonar og með ítar- legum og greinar- góðum formála hans, sem ber að fagna, því tjáning- arrík frásögnin, þar sem sögumað- ur gerir í því að hlaupa útundan sér í ýmsar áttir, er hlaðin allra- handa vísunum, í sögu og bók- menntir. Með formálanum og fjölda eftirmálsgreina þar sem misaugljósar vísanir höfundarins eru skýrðar jafn óðum hjálpar þýðandinn lesandanum við að halda sér á lestrarbrautinni. Það er óvenjulegt, en þó ekki ein- stakt, að skáldsaga birtist í hinni virðulegu röð Lærdómsrita Bók- menntafélagsins. En á fyllilega við – því þótt tjáningarríkt og draumkennt verkið sé skáldað þá dansar það á mörkum margskonar skrifa, með allrahanda vísunum, og er frágengið með afar faglegum og fræðilegum hætti með hinum 70 síðna langa for- mála Benedikts. Þá má geta þess að þetta verk Rilke er eitthundraðasta verkið sem kemur út í ritröð Lær- dómsritanna, á hálfri öld, en að meðaltali hafa komið út tvö Lær- dómsrit á hverju ári síðan upphafs- maðurinn og ritstjóri þeirra í á þriðja áratug, Þorsteinn Gylfason, hratt út- gáfunni úr vör. Núverandi ritstjóri, Jón Ólafsson, bendir á það í eftirmála að með útgáfu þessa verks Rilke sé gert nákvæmlega það sem Þorsteinn lagði þunga áherslu á: „að gera sígild rit aðgengileg hinum almenna les- anda á vandaðri íslensku sem upp- fyllti líka öll skilyrði fræðilegrar ná- kvæmni. Sömuleiðis að fylgja þeim úr hlaði með inngangi og skýringum sem hefðu sama markmið, að hjálpa lesandanum.“ (362) Og þessi lesandi þáði með þökkum hjálpina við ánægjulegan og upplýsandi lesturinn. Rilke, sem lést úr hvítblæði ein- ungis 51 árs gamall árið 1926, var þekktastur – og svo sannarlega dáður – fyrir ljóð sín. Prósaskrif hans, út- gefin bréf og þessi eina skáldsaga, Minnisblöð Maltes Laurids Brigge, eru einnig mótuð af ljóðrænu og tján- ingarríku flugi hins menntaða skálds, sem var svo meðvitað um sögu, listir og arfleifð genginna kynslóða í Evr- ópu og vísaði til hennar á margs kon- ar hátt í skrifunum. Rilke fæddist og ólst upp í Prag, í þýsku minnihluta- málsamfélagi eins og Franz Kafka sem var átta árum yngri. Sérstaklega við lestur fyrsta hluta Minnisblað- anna reikaði hugur þessa lesanda iðu- lega til skrifa Kafka, sem sýndi manngerðan heiminn og kerfin innan hans í framandi ljósi, gegnum sögu- mann sem stendur fyrir utan og má sín einskis – Brigge sá sem párar minningar sínar og hugsanir í eins- konar vitundarflæði í sögu Rilke, og ber á margan hátt svipmót höfundar síns, er alls ekki á fjarlægum slóðum. Ungur lagðist Rilke í flakk, ferðað- ist til að mynda víða um Ítalíu, til Rússlands og um Frakkland – ungur hafði hann einnig dvalist um tíma í Danmörku, áður en hann settist fyrir þrítugt að í París um nokkurra ára skeið og þar skrifaði hann Minnis- blöðin. Í flæðandi textanum fylgir les- andinn Brigge í eins konar leit að þroska og skilningi, þar sem hann eins og reynir að ná áttum í hverf- ulum og ógnvekjandi heiminum en hann hverfur líka til upprifjana og skýringa á sögulegum persónum, list- sköpun, viðburðum og aðstæðum, allt aftur á miðaldir, sem sumar eru tengdar sögumanni fjölskyldubönd- um, aðrar tilfinninga- og hugmynda- lega. Rikle sagði síðar að Minnisblöðin hefðu leitt sig „í ýmsar ófyrirséðar áttir,“ stundum í „æskuminningar, síðan París, síðan andrúmsloftið í Danmörku, loks myndir sem mér virtust ekki vera í neinu samhengi við mitt eigið sjálf.“ (45) Og eftir að hafa bent á þetta í formálanum segir Benedikt að fræðimenn greini texta- brotin sem mynda frásögnina í þrjá flokka: „í fyrsta lagi brot sem snúast um líf Maltes í París; í öðru lagi æskuminningar í Danmörku; í þriðja lagi brot sem hverfast um þekktar sögulegar persónur.“ Og gegni brotin mismunandi hlutverki í frásögninni: „Parísarbrotin hverfast um reynslu og skynjun, Danmerkurbrotin um minni og endurminningu en sögulegu kaflarnir um lestur, túlkun og sköp- un.“ Gott var að hafa þetta í huga við lesturinn en þessum lesanda þóttu fyrri hlutarnir tveir mun áhugaverð- ari en sá síðasti; að lesa um reynslu, skynjun og minningar Brigge í flæði sem iðulega var hrífandi og fallega skáldlegt, þótt örvænting og óvissa sögumanns væru á stundum all- nokkur. Í byrjun fylgjumst við með unga manninum með ofurnæma skynjun- ina reyna að fanga heiminn í hugsun sinni. „Ég held ég ætti að fara að koma einhverju í verk, úr því ég er að læra að sjá,“ (97) segir hann eftir morgungöngu um Tuileries-garðana í París þar sem við njótum næmrar og skáldlegar skynjunar á umhverfinu, skynjunar þar sem Brigge finnst allt „vera einfaldað, fellt að réttum og ljósum myndfletinum eins og andlit á olíumálverki eftir Manet.“ Og þessi skynjun flæðir áfram, og virðir lítils mörk staða og tíma: „Þetta er hlægi- legt. Hér sit ég, Brigge, í litla her- berginu mínu, orðinn tuttugu og átta ára og enginn veit af mér. Hér sit ég og er ekkert. Og samt fer þetta ekk- ert að hugsa og það hugsar þessa hugsun,“ (100) segir sögumaður og spyr um hvað maður geti mögulega vitað og skynjað, jafnvel gjörþekkt fortíð sem aldrei var? Og þessi sögu- maður á eftir að sýna að hann veit sitthvað um fortíðina og til að mynda dauðann. Hvað það varðar bendir Benedikt á tengsl skrifa Rilke við dulspekikenn- ingar þessa tíma og hvernig „virðist mega rekja raunir Maltes til þess að hann búi yfir einhvers konar list- rænni skyggnigáfu.“ (62) Minnisblöð Maltes Laurids Brigge er margbrotið verk, tilraunakennt vissulega og víða laust í reipunum. Flæðið er iðulega fallegt og heillandi í ljóðrænunni og lýsingu á glímu ein- staklingsins við lífið og skynjunina, sérstaklega í fyrri hlutunum tveimur. Þeir sem gefa sér tíma til að upplifa tjáningar- og blæbrigðaríkan textann sem vellur svo frjálslega frá skáldinu í þessu sögulega mikilvæga verki, munu eflaust njóta vel. Hér sit ég og er ekkert Íhugull Rainer Maria Rilke við skrifborðið. Minnisblöð Maltes Laurids Brigge er eina skáldsaga skáldsins, margbrotið verk og tilraunakennt. Skáldsaga/Fræði Minnisblöð Maltes Laurids Brigge bbbbm Eftir Rainer Maria Rilke. Benedikt Hjartarson þýddi og ritaði inngang. Lærdómsrit Hins íslenska bókmennta- félags. Innbundin, 374 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Mary Wilson, einn stofnenda Mo- town-sönghópsins Supremes, er lát- in 76 ára að aldri. Wilson myndaði Supremes ásamt Diönu Ross og Florence Ballard strax í grunnskóla. Fyrst kölluðu þær sönghópinn Primettes og vöktu þannig nokkra athygli. Eftir að þær höfðu gengið til liðs við Mo- town-útgáfuna árið 1961 breyttu þær nafninu og á næstu árum á eft- ir sendu þær frá sér hvert lagið á fætur öðru sem náði í efstu sæti vin- sældalistanna. Meðal vinsælustu laga þeirra má nefna „Baby Love“, „Stop! In the Name of Love“ og „You Can’t Hurry Love“. AFP Söngdrottningin Mary Wilson var einn stofnenda hinna ofurvinsælu Supremes. Mary Wilson úr Supremes látin Bandalag þýð- enda og túlka (ÞOT) efnir til upplestrarkvölds til kynningar á þeim bókum sem tilnefndar eru til Íslensku þýð- ingaverð- launanna. Seinna upplestrar- kvöldið verður í Gunnarshúsi annað kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 20. Tilnefndir þýð- endur lesa upp úr þýðingum sínum. Þetta eru Sigrún Eldjárn sem les upp úr Öll með tölu eftir Kristin Roskifte, Þórarinn Eldjárn úr Ham- let eftir William Shakespeare og Þórdís Gísladóttir úr Álabókinni eftir Patrik Svensson. Viðburðinum er streymt á facebooksíðu ÞOT. Tilnefndar þýð- ingar kynntar William Shakespeare

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.