Morgunblaðið - 10.02.2021, Side 28
Kvintett trompetleik-
arans Ara Braga Kárason-
ar kemur fram á tón-
leikum vordagskrár
Jazzklúbbsins Múlans í
Flóa í Hörpu í kvöld, mið-
vikudagskvöld, klukkan
20. Að sögn skipuleggj-
enda fær Ari Bragi á tón-
leikunum í lið með sér
„þéttskipaðan hóp sem
leikur jafnt í sókn og
vörn“. Á dagskrá hljóm-
sveitarinnar eru lög úr
ýmsum áttum djassheimsins auk þess sem leikin verða
lög eftir Ara Braga. Lofað er kraftmikilli og fjölbreytti
dagskrá. Með Ara Braga koma fram Ingimar Andersen á
saxófón, Eyþór Gunnarsson á píanó, Valdimar Kolbeinn
Sigurjónsson á bassa og Einar Scheving á trommur.
Alls verða um 15 tónleikar í tónleikaröðinni þetta vorið
sem er 24. starfsár Jazzklúbbsins Múlans. Miðar fást í
miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is.
Kárason kvintett á Múlanum
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Halldór Hafdal Halldórsson er gest-
gjafi á íslenskum öræfum. Í síðustu
viku mætti hann á vaktina í Land-
mannalaugum, en löng hefð er fyrir
því að skálar Ferðafélags Íslands
þar séu opnir ferðamönnum þegar
líða fer á veturinn. „Ég hef verið
skálavörður í mörg ár og víða um
landið, en finnst fátt toppa að vera
hér í Laugum. Í augnablikinu er ég
hér einn en finn mig samt ekki sem
Róbínson Krúsó, staddur á eyðieyju.
Varla kemur sá dagur að ekki séu
einhverjir á ferðinni og fleiri mæta
eftir því sem lengra líður á vetur-
inn,“ sagði Halldór í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Verður á svæðinu
fram yfir páska
Það var á fimmtudaginn í síðustu
viku sem Halldór mætti í Laugar og
þar kveðst hann munu verða meira
og minna fram yfir páska. „Hér er
snjór yfir öllu og færið er gott. Ætli
fólk í Landmannalaugar núna er
best að fara Sigölduleiðina og þá er
maður ekki nema um klukkutíma að
rúlla hingað á harðfenninu,“ segir
Halldór.
„Allur er þó varinn góður; þessi
leið er um 25 kílómetrar og í fyrra
var ég með strákunum sem voru tólf
tíma að brjótast hingað inn eftir. Svo
er líka hægt að fara um Dómadals-
leiðina úr ofanverðri Landsveit hing-
að inn eftir, en þar að Fjallabaki er
eitt vinsælasta vélsleðasvæði lands-
ins. Yfirleitt má njóta vetrardýrðar
þessa svæðis nokkuð fram í apríl, en
þá fer að hlána og kemst blámi og
bloti í snjóinn svo allt verður ófært.
Við slíkar aðstæður varð ég innlyksa
hér fyrir nokkrum árum og var sótt-
ur af þyrlu frá Landhelgisgæslunni.“
Ferðafélag Íslands á stóran gisti-
skála í Landmannalaugum, sem tek-
ur tæplega 80 gesti. Aðstaðan er öll
hin besta og staðurinn hefur að-
dráttarafl. Eftir slark á fjöllum er
fátt notalegra en að baða sig í heitri
náttúrulauginni; snarpheitri og
notalegri. „Fólk notar laugina alveg
óspart, enda er þetta algjör lukku-
pottur,“ segir Halldór sem hefur síð-
ustu daga verið að dytta að húsum í
Landmannalaugum og koma hlutun-
um í stand fyrir komu gesta. Margs
þarf búið við, rétt eins og máltækið
segir.
Titlar bókanna
hæfa staðháttunum
„Mér finnst alveg dásemd að vera
á hálendinu aleinn; töfrar þessa
staðar og umhverfis eru miklir alveg
sama hver árstíðin er. Öryggismálin
hér eru líka í fínu lagi; Landmanna-
laugar eru með net- og farsíma-
samband á allra hæsta styrk svo ég
næ hér að fylgjast með öllum frétt-
um og er í fínu sambandi við um-
heiminn. Hef líka góðar bækur að
lesa, hef síðustu kvöldin verið að
glugga til dæmis í Grænlandssögur
Kim Leine og Kulda eftir Yrsu Sig-
urðardóttur. Þær bækur eða að
minnsta kosti titlar þeirra hæfa stað-
háttum hér alveg ágætlega,“ segir
Halldór Hafdal Halldórsson skála-
vörður að síðustu.
Halldór á vaktinni
aleinn á öræfunum
Ljósmyndir/Halldór Hafdal
Fjallakarl „Mér finnst alveg dásemd að vera á hálendinu aleinn; töfrar
þessa staðar og umhverfis eru miklir,“ segir Halldór Hafdal.
Lífið er í Landmannalaugum Fljótfarið á harðfenni
Sæluhús Talsvert vetrarríki er nú í Landmannalaugum þar sem Ferðafélag
Íslands á stóran skála sem tekur um áttatíu gesti. Hér er gott að vera.
2012
2020
HJÁ OKKUR FÁST
VARA
HLUTIR
Í AMERÍSKA BÍLA
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík Sími: 517 5000
stalogstansar.is
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 41. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Þorsteinn Leó Gunnarsson hefur stimplað sig hratt inn
í handboltalið Aftureldingar í vetur. Þorsteinn er aðeins
18 ára gamall og er 205 cm á hæð sem gefur honum
mikla möguleika í skyttustöðunni. „Ef hann heldur
þessu áfram og leggur hart að sér verður hann hvalreki
fyrir íslenska landsliðið eftir nokkur ár og fer í Bundes-
liguna. Ég er alveg klár á því,“ segir Gunnar Magnússon
þjálfari Aftureldingar. »22
Gæti orðið hvalreki fyrir
landsliðið eftir nokkur ár
ÍÞRÓTTIR MENNING