Morgunblaðið - 22.02.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.02.2021, Blaðsíða 1
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hef- ur fengið minnisblað Þórólfs Guðnasonar sótt- varnalæknis sem felur í sér tillögur um tilslak- anir á sóttvarnaaðgerðum. Gera má ráð fyrir því að ráðherra kynni minnisblaðið og ákvörð- un sína um mögulegar tilslakanir á ríkis- stjórnarfundi á þriðjudag. Heilbrigðisráðherra játti því í samtali við mbl.is í gær að í tillögum í drögum minnisblaðs Þórólfs væri að finna tilslakanir en vildi ekki ræða nánar hvað í þeim fælist. Sem kunnugt er tóku hertar aðgerðir á landamærunum gildi á föstudag, en Þórólf- ur hefur sagt þær eina af forsendum þess að unnt sé að slaka á að- gerðum innanlands. Hann hamraði þó enn á því á upplýsinga- fundi á fimmtudag að fara yrði afar hægt í að slaka á aðgerðum og lét þess sérstak- lega getið að lengst yrði sjálfsagt haldið í grímuskyldu. Afar fá smit hafa greinst það sem af er febr- úar og þeir sem hafa sýkst af kórónuveirunni voru allir í sóttkví. Ráðherra og sóttvarnalæknir eru ekki fylli- lega samstiga í vonum og væntingum til bólu- setningar. Hún veltur bæði á afhendingu bólu- efnis og leyfi nýrra bóluefna. Þó er talið að miðað við spár nýútgefins bólusetningardaga- tals verði öllum þeim 16 ára og eldri sem vilja þiggja bólusetningu boðið að gera það. Til að svo megi verða er ljóst að nota verður bóluefni frá fleiri framleiðendum en hingað til hafa sent bóluefni til landsins; Pfizer, Moderna og Astra- Zeneca. Tilslak- ana að vænta  Ákvörðunar ríkisstjórn- ar að vænta á þriðjudag M Bólusetning þorra fólks fyrir júlí óviss »4 Sóttvarna- aðgerðir » Tillögur sótt- varnalæknis komnar » Nokkrar til- slakanir eru í þeim » Ný reglugerð að líkindum á þriðjudag M Á N U D A G U R 2 2. F E B R Ú A R 2 0 2 1 Stofnað 1913  44. tölublað  109. árgangur  FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | www.fi.is Sjáumst á fjöllum VILL HORFA TIL AÐSTÆÐNA UNGS FÓLKS KOMIN YFIR ÞAÐ VERSTA DYRNAR ER MÖGNUÐ OG ÓVÆGIN BÓK ÁRATUGUR FRÁ JARÐSKJÁLFTA 13 ÞÝÐINGAVERÐLAUN 29KRISTRÚN FROSTADÓTTIR 11  „Það eru fleiri tækifæri á öðrum mörkuðum en ég held að þetta sé nóg í bili,“ segir Sindri Már Finn- bogason, stofnandi íslenska miða- sölufyrirtækisins Tix. Forsvars- menn fyrirtækisins ákváðu að nýta sér kórónuveirufaraldurinn til að leita nýrra tækifæra og víkka út starfsemi þess í Evrópu. Er nú svo komið að Tix er með starfsfólk í sex löndum og selur miða í sjö löndum. Fyrir ári voru starfsmenn Tix 13 en eru nú 22. Tix seldi um þrjár millj- ónir miða árið 2019. Áhrif kórónu- veirunnar þýddu að umsvif fyrir- tækisins drógust mikið saman í fyrra en Sindri segir aðspurður að eftir að nýir viðskiptavinir hafa bæst við megi gera ráð fyrir að Tix selji um fimm milljónir miða á ári þegar eðlilegt ástand kemst á að nýju. »6 Ljósmynd/John Berge Útrás Sindri Már Finnbogason og Björn Steinar Árnason hjá Tix sem stækkar ört. Munu selja fimm milljónir miða á ári  Vilhjálmur Árnason sækist eftir 1. sæti á lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í komandi kosn- ingum og keppir þar með við Pál Magnússon sem nú er oddviti og sækist eftir því hlutverki áfram. Þá er Guðrún Hafsteinsdóttir iðnrek- andi í Hveragerði að íhuga fram- boð. Sjálfstæðismenn eru með þrjá þingmenn í kjördæminu, sem allir leita endurkjörs, en það eru þeir Páll, Ásmundur Friðriksson sem vill áfram verða í 2. sæti og Vil- hjálmur. Atkvæðamenn í flokknum telja að góðir möguleikar standi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn nái inn fjórum mönnum í komandi kosningum, en alls eru tíu þing- menn í kjördæminu. »4 Oddvitaslagur í Suðurkjördæmi Það voru margir á faraldsfæti um helgina enda vetrarfrí í flestum skólum á höfuðborgarsvæðinu nú í byrjun vikunnar. Mikil ásókn var í skíðabrekkurnar, uppselt var í Blá- fjöllum í gær, en ekki síður norðan heiða. Á skíðasvæði Tindastóls á Sauðárkróki var hermt að færið væri „upp á 10,5“ og svipaða sögu var að segja úr Hlíðarfjalli á Akur- eyri. Sem kunnugt er njóta göngu- skíði sífellt meiri vinsælda hér á landi og þess sáust merki í Bláfjöll- um í gær. Margir renndu sér sömu- leiðis á Ísafirði. Morgunblaðið/Eggert Ungir sem aldnir renndu sér í skíðabrekkunum Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Taktur Fjölmargir fóru á gönguskíði á Ísafirði um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.