Morgunblaðið - 22.02.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.02.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2021 Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 11-16 VÖNDUÐ LJÓS Í ÚRVALI Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framkvæmdir við breikkun Vestur- landsvegar á Kjalarnesi, frá Varm- hólum í Kollafirði að Vallá, eru í full- um gangi. Verktaki er Ístak hf. í Mosfellsbæ. Vegna framkvæmdanna er umferðarhraði á svæðinu tak- markaður við 70 km/klst og vegfar- endur beðnir að sýna aðgát. Framkvæmdir hófust seinnihluta september í fyrra og aukinn kraftur hefur verið settur í þær eftir áramót- in, að sögn Þrastar Sívertsen staðar- stjóra hjá Ístaki. Nú er unnið að því að fergja, þ.e. aka grjóti í vegarstæði nýja hringvegarins og hliðarvegi nær Esjunni. Það er kallað ferging þegar efni/farg er sett ofan á land, sem veld- ur sigi í jarðveginum. Þegar sigi er lokið verður fargið undirlag fyrir sjálfan veginn. Einmuna blíða hefur verið í vetur en hún er ekki heppileg fyrir vinnu eins og nú er unnin á Kjalarnesi, eins og halda mætti. Erfitt getur verið að aka stórum og þungum farartækjum í bleytu og drullu. „Frostið er okkar besti vinur við svona aðstæður,“ segir Þröstur. Engu að síður hafa fram- kvæmdir gengið vel og eru á áætlun. Alls vinna 25 starfsmenn Ístaks við verkið auk 10 undirverktaka á vöru- bílum. 15 vörubílar sækja grjótið í efnishauga í Hvalfirði og eru í stöð- ugum ferðum. Verkfræðistofan Efla hefur eftirlit með verkinu. Uppbygging vegar hefst 2022 Stefnt er að því að fergingu á veg- stæðinu ljúki í haust en þá tekur við biðtími þar til sigi í jarðveginum er lokið. Á næsta ári, 2022, verður svo byrjað að byggja upp hina eiginlegu vegi. Um er að ræða breikkun á 4,13 km löngum kafla hringvegar á Kjalar- nesi. Breikka á núverandi tveggja ak- reina veg í 2+1-veg með aðskildum akbrautum. Í verkinu eru hringtorg, tvenn undirgöng úr stálplötum, án- ingarstaður, hliðarvegir og stígar. Fergja á vegstæði og framtíðarstæði stíga meðfram hliðarvegum. Verkinu tilheyra ræsi, regnvatnslagnir, veg- lýsing, lagnir fyrir upplýsingakerfi Vegagerðarinnar og breytingar á lögnum veitufyrirtækja. Verkinu skal að fullu lokið fyrir júní 2023. Ístak hf. átti lægsta tilboðið, rúma 2,3 milljarða króna, og var gengið frá samningum við Vegagerðina í sept- ember sl. „Frostið okkar besti vinur“  Framkvæmdir við breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi í fullum gangi  Unnið að fergingu og einmuna blíða í vetur er ekki heppileg fyrir slík verk Morgunblaðið/Eggert Vesturlandsvegur Starfsmenn Ístaks að fergja vegarstæðið. Fimmtán vörubílar eru í stöðugum ferðum með grjót sem sótt er í efnishauga í Hvalfirði. Þórunn Svein- bjarnardóttir, fyrrverandi ráð- herra, er stigin aftur fram á völlinn og mun taka sæti á lista Samfylking- arinnar í Suðvestur- kjördæmi. Fram kemur í viðtali við vefritið Lifðu núna að hún hyggist á ný leggja sitt af mörk- um í stjórnmálunum og segja skil- ið við Bandalag háskólamanna (BHM), þar sem hún hefur gegnt formennsku undanfarin sex ár. Fram kemur að Þórunn telur trúnaðarstörf innan verkalýðs- hreyfingarinnar nýtast vel á þingi: „Þetta síðasta ár hefur reynt mik- ið á okkur öll. Svo sjáum við líka að þótt faraldurinn hafi hitt alla fyrir hafa efnahagslegu áhrifin sem af honum hlutust hitt fólk mjög misilla fyrir. Atvinnuleysið er gífurlegt og mikið áhyggjuefni. Það er stóra verkefnið í nánustu framtíð og eins gott að vel takist til við nýsköpun og atvinnu- uppbyggingu.“ Þórunn Sveinbjarn- ardóttir boðar end- urkomu í stjórnmál Þórunn Sveinbjarnardóttir Heiða Guðný Ás- geirsdóttir, bóndi og sveit- arstjórnarkona, gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista Vinstri-grænna í Suðurkjördæmi fyrir komandi al- þingiskosningar. Þetta tilkynnti hún í gær. Heiða hefur setið í sveitarstjórn Skaftárhrepps í 10 ár og verið varaþingmaður VG á yfirstandandi kjörtímabili. Í fréttatilkynningu segir hún sín helstu áherslumál í stjórnmálum vera umhverfismál, jafnrétti og landbúnað. Auk Heiðu hafa Kolbeinn Ótt- arsson Proppé, Róbert Marshall og Hólmfríður Árnadóttir gefið kost á sér til þess að leiða listann. Heiða gefur kost á sér í fyrsta sætið Heiða Guðný Ásgeirsdóttir Jón Sigurðsson Nordal jonn@mbl.is Vonir standa til að ný stólalyfta á skíðasvæði Hlíðarfjalls verði tekin í notkun í næstu eða þar næstu viku, að sögn Höllu Bjarkar Reynisdóttur, formanns stjórnar Hlíðarfjalls. „Ég geri ráð fyrir að lyftan verði tilbúin í vikunni, en það er ekki kom- in nein ákveðin dagsetning á afhend- inguna,“ segir Halla Björk við Morg- unblaðið. „En þar sem það er vetrarfrí núna myndum við gjarnan vilja opna lyftuna áður en því lýkur.“ Lyftan, sem er keypt notuð frá Austurríki, kom til landsins fyrri hluta árs 2018, og áætlað var að hún yrði tilbúin til notkunar í desember það ár. Það gekk ekki eftir af ýmsum ástæðum, og hennar hefur því verið beðið með eftirvæntingu síðan. Taka við lyftunni fyrir verklok Rekstraraðilar skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli munu taka við nýju lyft- unni áður en verkinu verður form- lega lokið. „Við bókuðum það áður að skíða- svæðið tæki við lyftunni strax eftir verklok, en svo var samþykkt í síð- ustu viku að gengið yrði til samninga um afhendingu fyrr. Verkinu öllu mun líklega ekki ljúka fyrr en í sum- ar,“ segir Halla Björk, og vísar til tafa sem eiga rætur að rekja til veirufaraldursins. Aðspurð segist hún vonast til að hægt verði að fagna formlegri af- hendingu lyftunnar með glæsibrag, þrátt fyrir samkomutakmarkanir. „Við viljum auðvitað blása í lúðra og gera eitthvað skemmtilegt. Vonandi verðum við heppin með veður svo fólk geti safnast þarna saman og not- ið þess þegar hún fer af stað í fyrsta sinn.“ Vilja opna fyrir lok vetrarfrísins  Ný stólalyfta kemst loksins í gagnið Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Stólalyfta Hér má sjá þá gömlu en brátt verður ný lyfta tekin í gagnið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.