Morgunblaðið - 22.02.2021, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2021
Skokk Vel hefur viðrað til útihlaupa undanfarið og sólin truflar stundum.
Eggert
Í lok síðasta árs
ákvað ríkisstjórnin að
yfirgefa krónuna og
færa sig yfir í evrur til
þess að fjármagna
halla ríkissjóðs. Þessi
kúvending hefur hins
vegar ekkert verið
rædd á Alþingi.
Þegar kórónuveiru-
kreppan skall á lýsti
ríkisstjórnin því yfir að
hún ætlaði að byggja á stuðningi
Seðlabankans og fjármagna halla
ríkissjóðs á lágum vöxtum og án
gengisáhættu í íslenskum krónum.
Viðreisn studdi þá ábyrgu ákvörðun.
Afleiðingar nýrrar
lántökustefnu
Þeir sem vilja halda í krónuna
sem gjaldmiðil hafa helst bent á að
við sérstakar aðstæður geti verið
gott að grípa til peningaprentunar.
Og vera þannig án gengisáhættu
innan eigin gjaldmiðils. Það ætlaði
ríkisstjórnin að gera, en áður en til
þess kom ákvað hún að snúa við
blaðinu og taka lán í evrum með hóf-
legri ávöxtunarkröfu en augljósri
gengisáhættu. Þrátt fyrir að sporin
ættu að hræða. Engu að síður tekur
ríkisstjórnin lán í erlendum gjald-
miðlum meðan tekjur eru í íslensk-
um krónum. Og vonar
hið besta. Þetta er risa-
ákvörðun sem ríkis-
stjórnin hefur ekki
gert Alþingi grein fyr-
ir.
Á dögunum freistaði
ég þess að eiga orða-
stað við forsætisráð-
herra um ástæður þess
að ríkisstjórnin ákvað
að yfirgefa krónuna við
fjármögnun á hallanum
og fá fram mat á því
hvaða afleiðingar það
gæti haft. Fyrir heim-
ili, fyrirtæki og velferðina.
Þjóðleg og ópólitísk afstaða
Forsætisráðherra hafði tvennt
fram að færa:
Annars vegar sagði hún að fyr-
irspurn mín sýndi að ég væri í póli-
tík. Þar hitti hún vissulega naglann á
höfuðið. Þótt ég telji það alla jafna
ekki undrunarefni að þingmenn séu
í pólitík. En það má gagnálykta út
frá þessari athugasemd.
Þannig virðist forsætisráðherra,
sem forðast umræðu um stefnu-
breytingu í jafn stóru máli, ekki vera
að gegna pólitísku hlutverki sínu.
Þegar svo miklir hagsmunir eru í
húfi fyrir almannahag lýsir ópólitísk
afstaða ekki mikilli pólitískri
ábyrgð.
Hins vegar sagði forsætisráð-
herra að ég væri að tala krónuna
niður og gaf um leið í skyn að slíkt
athæfi væri óþjóðlegt.
Að tala krónuna niður
Skoðum þessa staðhæfingu að-
eins:
1. Þegar ríkisstjórn hverfur frá
því að taka lán í krónum og ákveður
að taka lán í evrum er hún sjálf að
lýsa því yfir að það sé ekki hægt að
nota gjaldmiðilinn okkar. Það van-
traust er ekki ópólitískt en kann að
vera raunsætt. Verðgildi krónunnar
verður hins vegar ekki haldið uppi á
sjálfbæran hátt með erlendum lán-
um ríkissjóðs.
2. Stundum er sagt að áhrifamesti
seðlabankastjóri í heimi geti talað
dollarann upp eða niður. Flestir
efast þó um að orð hans eða hennar
dugi ein og sér. En geti formaður í
stjórnarandstöðuflokki talað krón-
una niður ber það vott um annað
tveggja; einstaklega mikil pólitísk
áhrif eða afar veikan gjaldmiðil.
3. Fyrir tveimur árum ákvað
ríkisstjórnin að gjöld vegna fiskeldis
í sjó skyldu vera ákveðinn hundraðs-
hluti af kílóverði í evrum. Ríkis-
stjórn, sem notar erlendan gjald-
miðil í íslenskri löggjöf, er ekki að
tala krónuna niður með lagaboði.
Hún er einfaldlega raunsæ á veik-
leika krónunnar og fjarri því að vera
óþjóðleg.
4. Forsætisráðherra sat í ríkis-
stjórn, sem samþykkti í júlí 2012 að
Ísland stefndi að upptöku evru.
Samþykktin um það samningsmark-
mið var send öllum ríkisstjórnum
aðildarríkja Evrópusambandsins.
Ekki er vitað til þess að hún hafi
formlega verið afturkölluð. En
vissulega er þjóðlegt að þeir sletti
skyri sem eiga það.
Atvinnulífið kallar á ábyrgð
Stefnubreyting ríkisstjórnarinnar
er alvarlegra og stærra mál en svo
að það sé ekki rætt málefnalega á
Alþingi. Gengisáhættan er gríð-
arleg. Bara á síðasta ári jukust
skuldir ríkissjóðs um 45 milljarða
vegna gengisbreytinga. Að svara
með innantómum útúrsnúningum er
ekki boðlegt.
Það er alla jafna ólíkt forsætisráð-
herra að ræða mál á Alþingi með
þeim hætti. Þessi undantekning
gæti bent til þess að stefnubreyt-
ingin hafi ekki verið rædd í þaula
eða hugsuð til enda.
Samtök atvinnulífsins vara við óá-
byrgri afstöðu til lánamála ríkisins.
Lántökurnar hafa þó fyrst og fremst
farið til að hjálpa skjólstæðingum
þeirra. Þær voru óhjákvæmilegar.
En það er rétt hjá Samtökum at-
vinnulífsins að öllu máli skiptir
hvernig á er haldið.
Rússnesk rúlletta
Skuldirnar geta ekki orðið sjálf-
bærar nema vextirnir og gengis-
áhættan verði lægri en nafnvöxtur
þjóðarframleiðslunnar. Annars þarf
niðurskurð eða skattahækkanir. Það
þarf að segja hreint út.
Hvarvetna er litið svo á að ríkis-
stjórnir verði að fjármagna halla
vegna kreppunnar í eigin gjaldmiðli.
Gengisáhættan af svo stórtækum
erlendum lánum er almennt talin of
mikil til að vera ábyrg. Hún getur
virkað eins og rússnesk rúlletta.
Vel má vera að ríkisstjórnin telji
sig yfir það hafna að svara stjórn-
arandstöðunni á Alþingi. En ætlar
hún að láta vera að skýra út fyrir
Samtökum atvinnulífsins, sem nú
kalla á ábyrgð í ríkisfjármálum,
hvers vegna áhættusamari lántaka
var valin en upphaflega var ráðgert?
Hvað með verkalýðshreyfinguna?
Mun hún kalla eftir útskýringu á
hvers vegna stjórnvöld fara í þessa
áhættutöku með velferðarkerfið að
veði fyrir erlendum lánum? Eða
verða það á endanum heimilin í land-
inu sem borga brúsann, ef illa fer?
Eftir Þorgerði
Katrínu
Gunnarsdóttur
» Stefnubreyting rík-
isstjórnarinnar er
alvarlegra og stærra
mál en svo að það sé
ekki rætt málefnalega á
Alþingi. Gengisáhættan
er gríðarleg.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Höfundur er formaður Viðreisnar.
Þegar ríkisstjórnin yfirgaf krónuna
Borgarlínudraum-
urinn er of stór fyrir
höfuðborgarsvæðið,
að minnsta kosti enn.
Draumurinn um
þekkingarmiðju í
Vatnsmýrinni er hins
vegar of smár. Höf-
uðborgarsvæðið er
allt að þróast í átt að
þekkingarmiðju þar
sem sívaxandi áhersla
er á menntun og nýsköpun. Þann-
ig virðist framtíðin vera að krist-
allast fyrir mönnum; að meðan
ferðamannaiðnaður verður lyfti-
stöng landsbyggðar verður ný-
sköpun og hátækniiðnaður vaxt-
arbroddurinn á höfuðborgar-
svæðinu. Öll viljum við hlúa að
nýsköpun.
Talið er að um 80% allrar verð-
mætasköpunar í heiminum muni
eiga sér stað í borgum í framtíð-
inni. Svo er ekki enn í þróunar-
löndunum og ef til vill ekki hér
heldur, með meginhluta grunn-
atvinnuvega, sjávarútvegs, land-
búnaðar og raforkuvinnslu úti á
landsbyggðinni, en þetta stendur
til breytinga. Okkur berast æ oft-
ar fréttir af velgengni innlendra
fyrirtækja á sviði hátækni- og
þekkingariðnaðar og af áformum
þeirra um fjárfestingar. Við þurf-
um að hlúa að þeim þáttum sem
þessi fyrirtæki byggja á, sam-
skiptum og samgöngum sem halda
tengslum milli fólks og fram-
leiðslueininga.
Samgöngu- og samskiptatækni
hefur gjörbreyst á undanförnum
áratugum og hraðinn aukist. Sér-
staklega hafa samskipti aukist um
netið, en eigi að síður hafa bein
mannleg samskipti, þar sem fólk
tekst í hendur og les líkamstján-
ingu hvert annars, haldið gildi
sínu. Á þeim vettvangi byggist
upp það traust sem er svo nauð-
synlegt í mannlegum samskiptum.
Þótt yfirgangandi heimsfaraldur
hafi sýnt hve öflugt netið er í að
halda uppi samskiptum hefur mat
manna á mikilvægi hinna beinu
samskipta ekki
minnkað. Samgöngur
og ferðir fólks um
vegina munu verða
jafn ómissandi þáttur
í framleiðsluferli verð-
mæta framtíðar og
þær hafa verið í for-
tíðinni. Samgöngur og
ferðir fólks um vegina
eru hluti af fram-
leiðsluferli lífsgæða og
þjóðarauðs og út frá
því verður að meta
mikilvægi þeirra.
Þess vegna er það ógnvekjandi
þegar vísbendingar koma fram um
að beinn og óbeinn kostnaður
vegna tafa í samgöngum á höfuð-
borgarsvæðinu kunni að vera orð-
inn um 50 milljarðar króna á ári,
svo sem ein loðnuvertíð, og verði
ekkert að gert mun þessi kostn-
aður vaxa hraðar en efnahagurinn
og að lokum kæfa efnahagslegar
framfarir á höfuðborgarsvæðinu
og þar með á landsvísu. Þessi hlið
mála hefur verið vanrækt.
Ekki hefur þó skort ábendingar.
Þórarinn Hjaltason umferðarverk-
fræðingur hefur sett fram í blaða-
greinum hugmyndir að helmingi
ódýrari borgarlínu en nú er rætt
um og mun sú gera nánast sama
gagn. Hann hefur einnig sett fram
hugmyndir um úrbætur á vega-
kerfi höfuðborgarsvæðisins sem
myndu liðka mjög fyrir umferð og
borga sig upp á skömmum tíma.
Þrátt fyrir þetta hefur hinn
stóri borgarlínudraumur verið
rekinn áfram á fullum hraða og
her manns verið í vinnu við að
skrifa skýrslur um málið, búa til
glansmyndabæklinga og halda
sýningar. Nú síðast, í febrúar
2020, er svo gefin út þykk skýrsla,
um 600 blaðsíður, til að útmála
glæsilegheitin. Enn er þó ekki
upplýst hvort aðrir kostir í stöð-
unni hafi verið metnir eða hvaða
gagn borgarlínan gerir í slíkum
samanburði. Það er einkennilegt,
að á meðan lög kveða á um að
mögulegir kostir til úrbóta á þjóð-
vegum skuli bornir saman fyrir
ákvörðun og kynningu, þá skuli
menn ekki ástunda þau sjálfsögðu
vinnubrögð við hönnun gatnakerfis
höfuðborgarsvæðisins.
Þegar þetta er skrifað er þjóðin
og reyndar heimsbyggðin öll í
dýpkandi kreppu vegna kórónu-
faraldursins. Upp úr henni munum
við að vanda verða að vinna okkur
sjálf af eigin rammleik. Nú hefur
verið kynnt ný skýrsla Samtaka
iðnaðarins og félags ráðgjaf-
arverkfræðinga um ástand inn-
viða. Samkvæmt henni fær vega-
kerfi landsins og sveitarfélaga
þess falleinkunn. Uppsöfnuð við-
haldsþörf vegakerfisins hefur auk
þess vaxið síðustu fjögur ár. Sá
áratugur sem nú er að hefjast
verður að nýtast vel til úrbóta á
þessu sviði.
Á þessum sama áratug verðum
við líka að byggja upp hátækniiðn-
að og nýsköpun á höfuðborgar-
svæðinu. Hinar kostnaðarsömu
umferðartafir auðvelda ekki það
verk, allra síst ef leggja skal mikið
fjármagn í fyrirbæri eins og borg-
arlínu sem skilar árangri bæði
seint og illa. Vel valdar úrbætur á
gatnakerfinu myndu hins vegar
skila sér fljótt og vel og gera Stór-
Reykjavík álitlegri í augum fjár-
festa og fyrirtækja. Þeim er mik-
ilvægi greiðra samgangna vel
kunnt.
Það er óskiljanlegt að menn
skuli taka allan þann tíma sem
notaður hefur verið til að byggja
upp væntingar um borgarlínu en
vanrækja aðrar umbætur á vega-
kerfi höfuðborgarsvæðisins á með-
an. Borgarlínudraumurinn hefur
kostað nóg, nú þurfa aðrir
draumar um farsæla uppbyggingu,
menntun, nýsköpun og hátækni-
iðnað sína athygli.
Stórir draumar og
smáir um Stór-Reykjavík
Eftir Elías
Elíasson
Elías Elíasson
»Enn er þó ekki upp-
lýst hvort aðrir kost-
ir í stöðunni hafi verið
metnir eða hvaða gagn
borgarlínan gerir í slík-
um samanburði.
Höfundur er verkfræðingur.