Morgunblaðið - 22.02.2021, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2021
FASTEIGNIR
Fasteignablað
Morgunblaðsins
Efnistökin er t.d þessi:
• Hvernig er fasteigna-
markaðurinn að
þróast?
• Viðtöl við fólk sem
elskar að flytja.
• Hvernig gerir þú
heimili tilbúið fyrir
fasteignamyndatöku?
• Viðtöl við
fasteignasala.
• Innlit á heillandi
heimili.
• Góðar hugmyndir
fyrir lítil rými.
Pöntun auglýsinga:
Sigrún Sigurðardóttir
569 1378
sigruns@mbl.is
Bylgja Sigþórsdóttir
569 1148
bylgja@mbl.is
KEMUR ÚT
26.
feb
70 ára Aðalsteinn er
Hafnfirðingur en býr í
Reykjavík. Hann er
dýralæknir að mennt
frá Den Kongelige
Veterinær- og Landbo-
højskole í Kaupmanna-
höfn. Aðalsteinn var
síðast dýralæknir hjá Matvælastofnun.
Maki: Stefanía Skarphéðinsdóttir, f.
1954, bókari á fjármálaskrifstofu Reykja-
víkurborgar.
Börn: Brimar, f. 1978, og Rebekka Helga,
f. 1982. Barnabarn er Bjarki Steinn Brim-
arsson, f. 2020.
Foreldrar: Sveinn Ólafur Sveinsson, f.
1924, d. 2000, húsasmiður, og Rebekka
Helga Aðalsteinsdóttir, f. 1926, hús-
móðir. Hún er búsett í Hafnarfirði.
Aðalsteinn
Sveinsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Tengsl þín við peninga byggjast á
innsæi. Hvert sem þú ferð verður tekið vel
á móti þér og auðvitað verður þér boðið
aftur í heimsókn.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er engin minnkun í því að leita
ráða hjá öðrum. Einbeittu þér að styrk-
leikum þínum, þú býrð yfir mörgum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er svo góður félagsskapur að
þér að fólk er óvenju gjafmilt til að halda í
þig. Mundu að ekki eru allir viðhlæjendur
vinir.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Treystu innsæi þínu í samskiptum
við aðra í dag. Vendu þig á að taka strax á
málum og leysa þau. Vertu tillitssamur.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Haltu ró þinni á hverju sem gengur og
líttu bara á björtu hliðarnar. Vertu opinn
fyrir nýjum hugmyndum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú gætir hafa orðið fyrir von-
brigðum með nýja vinnu eða nýtt tækifæri
sem þú varst að öðlast. Hugsaðu um hvað
þú þarft að gera í þeim efnum og fram-
kvæmdu það svo.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú færð tækifæri til þess að láta reyna
á hyggjuvitið. Hafðu hugfast að allt á sér
sinn stað og sína stund. Leyfðu óleystum
vandamálum að tilheyra fortíðinni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefur lengi talað um þörf-
ina á því að endurskoða vinnulag þitt.
Gerðu það án þess að hugsa of mikið.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Fjölskyldan er hornsteinninn
hvort heldur er í gleði eða sorg. Þú ert eitt-
hvað viðkvæmur og þarft umfram allt að
halda sjálfsstjórn innan um aðra.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er ekki nóg að hafa svörin á
reiðum höndum ef maður getur ekki unnið
rétt úr þeim. Fólk leggur eyrun við þegar þú
talar.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Sjálfsagi þinn og skipulagning
vekja aðdáun annarra. Hvað sem stóð í vegi
fyrir fullkomnum friði á heimilinu verður nú
gert opinbert og rætt til hins ýtrasta, fljótt
og vel.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ættir ekki að láta smá orðaskak
við vini þína fara í taugarnar á þér. Hlýddu
vel á sjónarmið annarra áður en þú tekur
ákvörðun.
stofnun um að byggja sjálf hjúkr-
unarheimili fyrir sjúka aldraðra í
Kópavogi. Þann 20. maí 1982 tók ég
sem framkvæmdastjóri við lykli að
heimilinu úr hendi stjórnar-
formanns, Ásgeirs Jóhannessonar.
Fékk ég eins árs launalaust leyfi frá
bæjarfógetaembættinu til að taka
fyrstu sporin með nýja heimilinu.“ Í
30 ár sat Hildur í stjórn Sunnuhlíðar
sem ritari, en vel skrifaðar fundar-
gerðir hennar lögðu grunninn að bók
um Sunnuhlíð sem út kom í nóv-
ember 2019.
Auk þess að helga hjúkrunar-
og langömmubörn og fá að njóta
samverustunda með þeim er mikil
Guðs gjöf og æðra öllu öðru. Þess hef
ég svo sannarlega notið,“ en fallegar
peysur sem hún hefur prjónað á af-
komendur sína eru óteljandi.
„Ég er alltaf með eitthvað á prjón-
unum, en að öðru leyti ber hæst í
minningunni undirbúning stofnunar
Hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópa-
vogi og fyrstu ár þess. 17. mars 1979
tóku níu klúbbar og félagasamtök í
Kópavogi, þ.á m. Soroptimista-
klúbbur Kópavogs, höndum saman
og stofnuðu formlega sjálfseignar-
H
ildur Árdís Hálfdanar-
dóttir fæddist 22.
febrúar 1931 á Þórs-
götu 17 í Reykjavík
og ólst þar upp. Hún
lauk prófi frá Verzlunarskóla Ís-
lands 1949, stundaði nám við Tónlist-
arskólann í Reykjavík 1939-50, var í
Leiklistarskóla Ævars Kvaran 1949-
1950 og hefur sótt fjölda námskeiða,
m.a. hjá Dale Carnegie, hjá Endur-
menntunarstofnun Háskóla Íslands,
stundað nám við Tölvuskóla Reykja-
víkur, sótt fjölda tölvunámskeiða,
ýmis stjórnunarnámskeið, sótti
frönskunámskeið hjá Alliance Fran-
caise og Málaskólanum Mími í nokk-
ur ár og var í sumarskóla 1989 í Suð-
ur-Frakklandi.
Hildur var bókari hjá Raforku-
málaskrifstofunni 1949, 1952-54, og
1957-59, Skipadeild SÍS 1950, skrif-
stofumaður hjá Central Mortgage
and Housing Corporation í Winni-
peg í Kanada 1950-51 og skrif-
stofustjóri hjá bæjarfógetanum/
sýslumanninum í Kópavogi 1962-
2001.
Hildur er einn af stofnfélögum
Soroptimistaklúbbs Kópavogs 4. júní
1975, þar sem hún hefur frá upphafi
gegnt hinum ýmsu störfum í stjórn,
s.s. ritari, fulltrúi, formaður og fjár-
öflunarnefnd. Hjá Landssambandi
Soroptimista var hún í laganefnd,
verkefnastjóri og i útbreiðslunefnd,
sendifulltrúi landssambandsins
1988-90 og forseti 1992-94, varafor-
seti Evrópusambands Soroptimista
1995-97 og upplýsingafulltrúi lands-
sambandsins 2001-2005.
Hildur brennur fyrir hugsjón So-
roptimista sem vinna að bættri stöðu
kvenna, að mannréttindum öllum til
handa sem og jafnrétti, framförum
og friði með alþjóðlegri vináttu og
skilningi að leiðarljósi. Hún er ennþá
virk í félagsstarfi Soroptimista og
tekur virkan þátt í því sem þar er að
gerast hverju sinni. Áhugi hennar á
samtökunum hefur smitað út frá sér
svo að bæði tengdadóttir og dóttir
hennar eru virkar í samtökunum.
Margs að minnast
„Á langri ævi er margs að minn-
ast. Að eignast góð börn, barnabörn
heimilinu krafta sína var Hildur frá
árinu 1993 ritari í stjórn Þóru Ein-
arsdóttur, sem stofnaði og rak skóla
í Chennai (Madras) á Indlandi fyrir
fyrrverandi holdsveikar „stétt-
lausar“, fatlaðar og fátækar stúlkur
og fékk Hildur Soroptimasystur sín-
ar á Íslandi til að styrkja skólagöngu
barna í skóla Þóru. Eftir það sat
Hildur í stjórn „Vina Indlands“ frá
2005 til 2015, og hefur séð um að
nokkur börn í héraðinu Tamil Nadu
fái stuðning til skólagöngu. Hún sat
einnig sem ritari í stjórn Samtaka
eldri Sjálfstæðismanna 2003-2009,
þar sem reynsla hennar af öldr-
unarmálum féll í góðan farveg. Fyrir
störf sín að mannúðarmálum var
Hildur sæmd Hinni íslensku fálka-
orðu 1. janúar 2002.
Þar sem fróðleiksfýsnin eða for-
vitnin, eins og hún segir, rekur hana
áfram, þá lætur hún tæknina ekkert
vefjast fyrir sér og leitar sér upplýs-
inga á netinu, eða gúgglar það, eins
og hún orðar það. Facebook er heim-
sótt daglega, til að fylgjast með því
sem er í gangi hjá vinum og vanda-
mönnum og settar inn athugasemd-
ir. Einnig er hún í góðu sambandi við
Soroptimistasystur um allan heim.
„Skemmtilegast er þó að heyra í
fólki í síma og að fá í heimsókn, en þá
er alltaf til heitt á könnunni og eitt-
hvað nýbakað, allavega sandkaka
eða vöfflur. Heilt ár af Covid-19 hef-
ur komið í veg fyrir heimsóknir og
hafa heimsóknir á Facebook verið
nauðsynlegar og ómissandi gleði-
gjafar í þeim heimsfaraldri.“
Þau hjónin hafa ferðast mikið inn-
anlands. Þau voru í 30 ár með sum-
arbústað í Hjallaskógi austur á Hér-
aði og síðan árið 2000 með sumar-
bústað á Brettingsstöðum í Laxár-
dal. „Við ferðuðumst einnig til
útlanda, mest til Bandaríkjanna að
heimsækja nána fjölskyldumeðlimi.
Flestar utanlandsferða minna hafa
þó verið tengdar félagsskap Sor-
optimista, þar sem ég hef gegnt ýms-
um embættum í þeirra þágu og þurft
að ferðast víða. Þegar nokkrar okkar
í klúbbnum komust á eftirlaun tók-
um við okkur saman og ferðuðumst
vítt og breitt um heiminn í rúm 10 ár.
Það hefur verið skemmtileg og fróð-
Hildur Hálfdanardóttir, fv. skrifstofustjóri hjá Sýslumanninum í Kópavogi – 90 ára
Í Bandaríkjunum Hildur, Karl, dóttir þeirra og fjölskylda hennar í heim-
sókn hjá systur Karls og eiginmanni í Albuquerque í Nýju-Mexíkó 1987.
Brennur fyrir mannúðarmálum
Hjónin Hildur og Karl á brúðkaupsdegi sínum 1.11. 1952 og 68 árum síðar.
50 ára Bryndís er
Garðbæingur. Hún er
jógakennari að mennt
og starfar mest við
meðgöngujóga-
kennslu ásamt því að
starfa við bókhald hjá
Íslandshótelum.
Áhugamál Bryndísar hafa snúið að ýmiss
konar foreldrastarfi.
Maki: Arnar Laufdal Ólafsson, f. 1969,
einn af stofnendum og eigendum hug-
búnaðarfyrirtækisins Kaptio.
Synir: Ólafur Arnar, f. 1996, Davíð, f.
1999, og Birkir, f. 2008.
Foreldrar: Rósa Þórhallsdóttir, f. 1951,
og Ólafur Torfason, f. 1951. Þau eru eig-
endur og reka Íslandshótel. Þau eru bú-
sett í Reykjavík.
Bryndís
Ólafsdóttir
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is