Morgunblaðið - 24.02.2021, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2021
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
544 5151
tímapantanir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
Getum sótt og skilað bílum á höfuðborgarsvæðinu án endurgjalds
Förum yfir bifreiðar fyrir aðalskoðun/endurskoðun
og förum með bifreiðina í skoðun
Kominn tími á aðalskoðun?
Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR
25% afsláttur af vinnu út febrúar
Ríkustu þjóðir heims fordæmdu í gær yfirmenn hers Mjan-
mar, áður Búrma, og herforingjastjórnarinnar fyrir að svara
kröfum friðsælla andstæðinga valdaráns hersins um endur-
reisn lýðræðis í landinu og endurkomu Aung San Suu Kyi í
Yangon með vopnavaldi. „Beiting skotvopna gegn óvopn-
uðum almenningi er óviðunandi,“ sagði í harðorðri yfirlýs-
ingu leiðtoga G7-ríkjanna. Hafa ESB og Bandaríkin verið að
herða efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Mjanmar. Mun her-
inn hafa skotið minnst þrjá friðsama mótmælendur síðustu
daga. Í gær settu Bandaríkin yfirmann flughers Mjanmar og
samverkamenn á svartan lista sem takmarkar ferðafrelsi
þeirra. Mörgum var heitt í hamsi við mótmæli í Yangon í gær.
AFP
Skotárás á mótmælendur harðlega fordæmd
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Facebook hefur söðlað um og aft-
urkallað bann sitt við birtingu frétta-
efnis á samfélagsmiðli sínum í Ástr-
alíu. Notendur síðunnar höfðu ekki
haft fullan aðgang að henni frá því á
fimmtudag vegna ágreinings um fyr-
irhugaða löggjöf sem knýja myndi
Facebook og Google til að borga fjöl-
miðlum fyrir að brúka fréttir þeirra.
Josh Frydenberg, fjármálaráð-
herra Ástralíu, sagði eftir viðræður
sínar við Mark Zuckerberg, for-
stjóra Facebook, að fréttabanninu
myndi ljúka á næstu dögum. Sagði
Frydenberg að breytingar yrðu
gerðar á lögum er ná myndu yfir
starfsemi miðla samfélagsrisanna.
„Facebook er vinur Ástralíu á ný,“
sagði hann í Canberra í gær.
Frumvarp ríkisstjórnar Ástralíu
er nú til meðferðar í þinginu. Það
hefur þegar verið samþykkt í full-
trúadeildinni og var á dagskrá öld-
ungadeildarinnar í gær. Litið er svo
á að lögin geti orðið prófsteinn fyrir
málshöfðun á alþjóðavísu.
Í sáttinni sem náðist á fundi Fryd-
enbergs og Zuckerbergs felst að
frumvarpinu verði breytt á þann veg
að Google og Facebook geti gert
samninga við ástralska fjölmiðla
sem átt hafa erfitt uppdráttar og
veiti þeim þannig stóraukið fjár-
magn fyrir afnot af fréttum þeirra. Í
staðinn losna risarnir tveir undan
skyldugreiðslum sem hefðu getað
orðið miklu hærri en hefðu einnig
haft fordæmisgildi fyrir aðrar
heimsálfur.
Aðeins nokkrum stundum eftir
sáttina tilkynnti Facebook fyrsta
samning sinn við ástralska fjölmiðla-
félagið Seven West. Voru aðrir
samningar við önnur staðbundin
fjölmiðlasamtök sagðir í farvatninu.
Verða þessir samningar nýttir til að
hleypa nýrri fréttaþjónustu af stokk-
um síðar á árinu sem byggja mun á
efni sem framangreindir samningar
veita stafrænu risunum aðgang að.
Skynsamleg málamiðlun
„Með þessum breytingum getum
við haldið áfram á þeirri braut að
fjárfesta í alþýðlegri fjölmiðlun og
endurreisa Facebook fyrir Ástrala á
næstu dögum,“ sagði Will Easton,
aðalstjórnandi Facebook í Ástralíu.
Google hefur þegar samið við ástr-
ölsk fjölmiðlafyrirtæki, þar á meðal
þau tvö stærstu, News Corp, sem er
í eigu Ruperts Murdochs, og Nine
Entertainment. Eru þeir samningar
sagðir margra milljóna dollara virði.
Fréttaskýrendur segja að sam-
komulag Frydenbergs og risafyrir-
tækjanna tveggja sem tekist hafi á
síðustu stundu fyrir lagasetningu
séu „skynsamleg málamiðlun“, og að
allir geti farið sáttir frá borði. Hafa
nú Facebook og Google tveggja
mánaða umþóttunartíma til frekari
samninga við fjölmiðlafyrirtæki svo
ekki komi til þess að deilumálin verði
sett í bindandi gerðardóm.
Facebook og Google höfðu barist
kröftuglega gegn lagasetningunni
alla tíð, en netrisarnir óttuðust að
lögin myndu ógna viðskiptamódelum
þeirra. Einkum og sér í lagi lögðust
þau gegn reglum er skylduðu þau til
samninga við áströlsk fyrirtæki ann-
ars vegar og veittu óháðum áströlsk-
um sáttasemjara heimild til að knýja
þá til að taka gerð sinni. Undan
þessu öllu losna fyrirtækin verði það
mat sérfræðinga að með beinum
samningum við fjölmiðlafyrirtækin
hafi þau „veitt verulegt framlag“ til
ástralskrar fréttafjölmiðlunar.
Síðasta áratuginn hafa þúsundir
starfa blaða- og fréttamanna og
fjöldi fjölmiðlafyrirtækja horfið í
Ástralíu vegna aukinnar áherslu á
stafræna fréttamiðlun í stað hefð-
bundinnar blaðaútgáfu, en áætlað er
að um helmingur allra auglýsinga-
tekna í Ástralíu hafni hjá Google og
um fjórðungur hjá Facebook.
Facebook afléttir
fréttabanninu
Netrisarnir greiða áströlskum fjölmiðlum fyrir afnot frétta
AFP
Ná sáttum Facebook og Google hafa sæst við stjórnvöld í Ástralíu.
Bretar hafa sleppt fram af sér beisl-
inu og pantað ferðir í allar áttir í
framhaldi af ræðu Boris Johnsons í
þinginu í fyrradag þar sem hann
birti ítarleg áform um afnám
þvingana í þágu smitvarna og lét
svo ummælt að færi flest á besta
veg gætu Bretar verið komnir yfir
kórónuveirufaraldurinn síðsumars.
Þrátt fyrir að enn sé mörgum
spurningum ósvarað um hvenær
hægt verði að hefja millilandaflug
til og frá Bretlandi á ný jukust bók-
anir í ferðir Tui, stærstu ferðaskrif-
stofu Bretlands, um 500% í gær.
Voru það mest ferðir til sólríkra
landa eins og Grikklands, Spánar
og Tyrklands frá og með júlí.
Þá sagðist eigandi ferðamiðl-
arans Hoseasons Cottages hafa selt
10.000 gistipakka innanlands sem
væri algjört met. Flugfélög nutu
góðs af bjartsýninni en þannig juk-
ust bókanir í ferðir með EasyJet í
gær um 337% miðað við sama dag
vikunni fyrr. Við þetta snarhækk-
uðu hlutabréf í félaginu, samkvæmt
tilkynningu. Hið sama er að segja
um flesta keppinauta EasyJet.
Ferðaskrifstofan Thomas Cook
sagði að heimsóknum á netsíðu
hennar hefði fjölgað um rúmlega
100% í gær. „Bókunum rignir yfir
okkur til áfangastaða í Grikklandi,
Kýpur, Mexíkó og Dóminíkanska
lýðveldinu,“ sagði á síðunni.
Bóka utanlandsferðir í stórum stíl
AFP
Barcelona Bretar eru tíðir gestir í
sólarlöndum og vonast eftir betri tíð.
BRETLAND