Morgunblaðið - 24.02.2021, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Margt hefurbjargastfrá glötun
vegna þess að gæt-
ið fólk og góðviljað
hefur tekið svari
þess. Þess vegna
er tekið eftir því
þegar Hollvinafélag Austur-
bæjarskóla biður um að aðrir
leggi þeim lið svo ekki verði
haft af þeim dulítið rými í risi
skólans, sem skólastjórinn
hafði tryggt því svo að mætti
„varðveita þar gamla muni,
bækur, myndir og skjöl skól-
ans.
Áhugasamt félagsfólk vinn-
ur sjálfboðastarf við að koma
hlutunum fyrir í risinu og taka
á móti gestum og gangandi, t.d.
á menningarnótt og vorhátíð.
Guðmundur R. Sighvatsson,
fyrrverandi skólastjóri, varð-
veitti þessa gömlu muni og átti
frumkvæðið að því að sýna þá,“
eins og segir í ályktun félags-
ins. Þar segir og: „Hollvina-
félag Austurbæjarskóla, með
skólamunastofuna sem sitt að-
alverkefni, hefur verið í sam-
starfi við Reykjavíkurborg í 20
ár og er skemmst að minnast
ánægjulegs samstarfs við
borgarskjalasafn við að flokka
gamla pappíra og koma þeim í
varðveislu.
Þar er oft um ómetanlegar
heimildir að ræða.
Félagar í hollvinafélaginu
eru á ýmsum aldri, flestir eru
fyrrverandi nemendur og
starfsfólk. Sumir hafa fært fé-
laginu góða gripi, s.s. skrifborð
Stefáns Jónssonar
rithöfundar, og
hafa sýnt skóla-
munastofunni mik-
inn áhuga og einn-
ig skólanum
sjálfum sem er lík-
lega merkasti safn-
gripurinn. Skólamunastofan í
Austurbæjarskóla er einstök á
landsvísu.“
Yfirvöld í Reykjavík sækjast
eftir fyrrnefndu afdrepi. En
óneitanlega virðist það illa fall-
ið til þeirrar starfsemi sem
nefnt er í bréfi til Hollvina-
félagsins eins og formaður
þess bendir á: „Það hreinlega
getur ekki verið vilji yfirvalda
að safngripirnir fari á haugana
eða í ófullkomnar geymslur hér
og þar. Það er löngu tímabært
að íslensku skólastarfi sé sýnd
sú virðing að saga þess og þró-
un sé einhvers staðar sýnileg.
Skólamunastofan er vísir að
þess konar safni, og það er von
okkar og trú að yfirvöld sýni
henni áhuga og stuðli að við-
haldi hennar og viðgangi.
Skólamunastofan er í löngu,
mjóu herbergi undir súð í risi
Austurbæjarskóla, langt frá
annarri starfsemi skólans.
Margir stigar eru þangað upp
en engin lyfta. Á henni eru ein-
göngu þakgluggar og ekkert
útsýni. Dyr eru á báðum end-
um stofunnar og almenn um-
ferð í gegn. Bannað er að læsa
stofunni með sérlyklum af ör-
yggisásæðum. Engar snyrt-
ingar eru nálægar, ekkert
rennandi vatn og langt í það.“
Trúa verður því að
varla vefjist fyrir
yfirvöldum í Reykja-
vík að bregðast rétt
við lítilli bón }
Lítið mál, en stórt
Rekstur versl-ana í dreifbýli
getur verið vanda-
samur. Í hnot-
skurn má segja að
vandinn sé sá að
verðlagið í þeim sé
of hátt fyrir almenning og of
lágt til að reksturinn beri sig.
Það er skiljanlegt að rekstur
verslana í fámennum byggð-
arlögum sé erfiður. Í nýrri
rannsóknarskýrslu eftir Emil
B. Karlsson, fyrrverandi for-
stöðumann Rannsóknaseturs
verslunarinnar, kemur fram að
meðalverð á vörukörfu ASÍ,
sem í eru 104 vörutegundir, var
48% hærra í dreifbýlisversl-
unum en í lágvöruverðsversl-
unum.
Emil sagði í viðtali í Morgun-
blaðinu í gær að hann teldi að
það væri borin von að reka
verslanir í fámennum byggðum
án einhvers stuðnings. Verð-
lagið í þessum verslunum
skipti þar mestu. „Þær sitja
ekki að sömu kjörum og stóru
lágvöruverðsverslanirnar, þær
geta ekki nýtt sér stærðar-
hagkvæmnina og
hafa ekki sama
kaupmátt og fá
ekki sömu afslátt-
arkjör og stóru
keðjurnar,“ segir
hann og bætir við
að margar þessara verslana
kaupi jafnvel vörur sínar úr
lágvöruverðsverslunum.
Þetta eru athyglisverð orð.
Þetta mætti lesa þannig að í
krafti stærðar sinnar hafi
verslunarkeðjur birgja í skrúf-
stykki og geti fengið þá til að
lækka verðið. Litlu versl-
anirnar hafa hins vegar engin
tök á að beita slíkum þrýstingi
og verða að sætta sig við það
verð sem birgjarnir setja upp
og eru jafnvel að niðurgreiða
vöruna í lágvöruverðsversl-
anirnar. Hér er augljóslega
misræmi á ferð, sem vert er að
athuga. Það er í það minnsta
eitthvað öfugsnúið við að eig-
endur lítilla verslana sjái sér
jafnvel hag í að fara í lág-
vöruverðsverslanir til að fylla
hjá sér hillurnar fremur en að
fara beint til birgja.
Verðið er of hátt
fyrir viðskiptavinina
og of lágt til að
reksturinn beri sig}
Vandi verslana í dreifbýli
Í
leiðara Kjarnans frá 19. febrúar síðast-
liðnum, „Viljið þið að upplýsinga-
fulltrúar og spunameistarar segi ykk-
ur fréttir?“, fer Þórður Snær
Júlíusson yfir stöðu fjölmiðla í dag.
Fjölmiðlar, sem áður voru vettvangur lýðræð-
islegrar samfélagsumræðu, eru nú í harðri
samkeppni við samfélagsmiðla og glíma við
tæknibreytingar í samskiptum manna á milli.
Fjölmiðlar eru ekki lengur í ritstjórnar-
hlutverki gagnvart opinberri umræðu, svokall-
aðri „hliðvörslu“.
Jakob Bjarnar Grétarsson, fjölmiðlamaður á
Vísi, fjallar um grein Þórðar í fésbókarhópi
fjölmiðlanörda þar sem hann víkur að mikil-
vægi þess að almenningur þurfi að „vakna til
vitundar um hvers kyns vá er hér fyrir dyrum“.
Tilkynningar frá upplýsingafulltrúum eða
stjórnmálamönnum séu ekki fréttir og falsfréttir þrífast á
samfélagsmiðlum, miðlum sem stjórnmálamenn kaupa
auglýsingar hjá fyrir fé sem þeir skammta sjálfum sér úr
almannasjóðum.
Sama dag birtist tilkynning frá mennta- og menningar-
málaráðuneytinu um stofnun sáttanefndar ríkisstjórnar-
flokkanna um hlutverk RÚV og tillögur að breytingum –
eða alla vega að skoða hvort það þurfi að breyta einhverju
– eða hvort hægt sé að ná einhverri sátt um hverju þarf að
breyta. Það er í raun mjög óljóst hvaða árangri sáttanefnd
stjórnarflokkanna á í raun og veru að ná. Á að greina
vandann, á að koma með tillögur til þess að leysa vandann
eða á bara að ná pólitískri sátt milli stjórnarflokkanna?
Umræðan um vanda fjölmiðla fer víða, skilj-
anlega, því vandinn er raunverulegur. Upplýs-
ingaóreiða og falsfréttir eru vandamál. Frjáls-
ir fjölmiðlar ættu að gegna þar lykilhlutverki í
að greina hvað er satt og hvað er logið, að
leggja fram sjónarmiðin á skýran og aðgengi-
legan hátt. Í staðinn eru flestir fjölmiðlar ann-
aðhvort fastir í fjármögnun frá hagsmuna-
aðilum eða auglýsendum. Þórður Snær tekur
dæmi um nýlega forsíðufrétt þar sem Ragnar
Þór Ingólfsson formaður VR var stimplaður,
samkvæmt áreiðanlegum heimildum, veiði-
þjófur. Þær heimildir reyndust koma frá
ónafngreindum aðilum og stóðust ekki nánari
skoðun.
Fjármögnun með auglýsingum er svo hitt
vandamálið. Ólíkt fyrri tíð þegar auglýsingar
höfðu áþreifanlegt pláss í prentuðum miðlum
eða tíma í útsendingu þá miðast þær nú við fjölda birtinga.
Það þýðir að það er betra að gefa út margar litlar fréttir
sem laða að sér marga smelli og mörk „læk“. Upp er
runnið annað tímabil æsifréttamennsku með tilheyrandi
látum og afleiðingum.
Eftir sitjum við öll og getum illa gert greinarmun á
kostaðri birtingu, falsfrétt, tilkynningu, auglýsingu, yf-
irlýsingu, pistli, skoðun, orðrómi eða frétt. Allir keppast
við að vera fyrstir með birtingu til þess að sanka að sér
smellunum á undan öðrum og enginn verður upplýstari
fyrir vikið. Bara ringlaðri. bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Kerfislægur vandi fjölmiðla?
Höfundur er þingmaður Pírata
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Aðgengi að dagvöruversl-unum, hátt vöruverð ogtakmarkað vöruúrval get-ur haft mikil áhrif á
ánægju íbúa í fámennari byggðar-
lögum og afstöðu þeirra til áfram-
haldandi búsetu. Mikill munur er þó á
því milli landsvæða. Nýlegar niður-
stöður íbúakönnunar landshluta-
samtaka sveitarfélaga sýna m.a. að
íbúar í Dölunum, á Ströndum og
Reykhólum, á sunnanverðum Vest-
fjörðum og í Austur-Húnavatnssýslu
eru óánægðir með vöruverð þegar
spurt er um búsetuskilyrði. Á Akra-
nesi og Hvalfirði, Akureyri og á
Borgarfjarðarsvæðinu eru íbúar hins
vegar jákvæðastir hvað vöruverð
varðar.
Samkvæmt upplýsingum Vífils
Karlssonar, hagfræðings hjá Sam-
tökum sveitarfélaga á Vesturlandi,
sýna svör íbúa að fámennari svæði
settu hátt vöruverð efst á listann yfir
það sem talið var mikilvægast varð-
andi áframhaldandi búsetu en spurt
var um 40 atriði sem áhrif hafa á bú-
setuskilyrði á hverjum stað.
Í skýrslu Emils B. Karlssonar
um verslun í heimabyggð, sem sagt
var frá í blaðinu í gær, segir að mikill
verðmunur sýni að fjölskyldur í fá-
mennum byggðarlögum hafi ástæðu
til að kaupa matvæli til heimilisins í
lágvöruverðsverslunum þó svo að
verja þurfi tíma og fjármunum og
leggja í löng ferðalög til að gera inn-
kaup fyrir heimilið. Íbúi á Patreks-
firði þarf t.d. að aka rúma 120 km til
að komast í næstu lágvöruverðs-
verslun á Ísafirði eða 318 km í Borg-
arnes.
Kemur fram að lágvöruverðs-
verslunarkeðjurnar Bónus, Krónan
og Nettó eru á 17 stöðum á landinu
utan höfuðborgarsvæðisins. Þær eru
allar á flestum þéttbýlustu stöðunum.
Öll bæjarfélög þar sem lágvöruverðs-
verslun er staðsett eru með yfir eitt
þúsund íbúa, að undanskilinni Vík í
Mýrdal. „Þá vekur athygli að á Norð-
urlandi vestra er engin lágvöruverðs-
verslun staðsett,“ segir í skýrslunni.
Litlar dreifbýlisverslanir eru um 40
talsins á landinu. Þá rekur Samkaup
verslanir á 24 stöðum á landinu utan
höfuðborgarsvæðisins.
Ástæður hærri verðlagningar í
dreifbýlisverslunum en öðrum dag-
vöruverslunum eru sagðar þríþættar:
Hærra innkaupsverð frá birgjum,
flutningskostnaður og hlutfallslega
hærri rekstrarkostnaður á hverja
selda einingu. Tekin eru dæmi um
fraktkostnað með landflutningum til
nokkurra staða. Kostnaður á vöru-
bretti frá Reykjavík til Þingeyrar
getur t.d. verið rúmar 125 þúsund kr.
og 122 þús. kr. til Kópaskers.
Segjast ekki fá sanngjörn kjör
Emil tók viðtöl við rekstraraðila
dreifbýlisverslana sem nefndu ýmis
dæmi og töldu sig ekki fá sanngjörn
kjör frá birgjum í samanburði við
verslunarkeðjurnar. Þetta megi m.a.
sjá á því að útsöluverð í lágvöruverðs-
verslunum á ýmsum algengum
vörum sé lægra heldur en heild-
söluverð sem dreifbýlisverslanir fái.
Í skýrslunni er lýst stuðnings-
aðgerðum við dreifbýlisverslun sem
gefist hafi vel í öðrum norrænum
ríkjum, t.a.m. Merkur-áætlunin í
Noregi og fyrirkomulag þar sem
dreifbýlisverslanir eru reknar undir
hatti stórra verslunarkeðja en eign-
arhald þeirra og ábyrgð er þó í hönd-
um heimamanna á hverjum stað.
Leggja í löng ferðalög
til að gera innkaupin
Dagvöruverslanir og vöruverð
Hærra verð í dreifbýlis-
verslunum í samanburði
við lágvöruverðsverslanir
Mjólkur-
vörur
Brauð,
kex og
morgun-
korn
Kjöt- og
fi skvörur
og álegg
Frosnar
vörur
Dósa-
matur
og þurr-
vörur
Ávextir
og
græn-
meti
Drykkj-
arvörur
Sælgæti
og snakk
Te og
kaffi
Hrein-
lætis-
vörur
Annað
Heimild: Verslun
í heimabyggð.
Skýrsla Emils B.
Karlssonar
Lágvöruverðs-
verslun
24%
60%
39%
56%
61%
49%
76%
69%
48%
80%
38%
M
eð
al
ta
l
4
8%
Í Svíþjóð ryðja sér nú til rúms
ómannaðar sjálfsafgreiðsluversl-
anir í dreifbýli. Í skýrslunni um
dreifbýlisverslanir kemur fram að
í Svíþjóð reka þrjú fyrirtæki slíkar
verslanir og áætla að opna 500-
600 sjálfsafgreiðsluverslanir á
næstu fimm árum. Skýrsluhöf-
undur heimsótti slíka verslun
sem er í einföldu húsnæði, er rek-
in sem hluti af viðskiptasérleyfi
og hefur aðgang að stórri inn-
kaupakeðju með hagstæðum
kjörum. Eigandinn ræktar græn-
meti og korn sem er selt í búðinni
og hefur haft til sölu egg sem
hænur hans verpa og er
viðskiptavinum treyst til að
greiða sjálfviljugir það verð sem
sett er upp og skilja eftir peninga.
Ryðja sér
víða til rúms
ÓMANNAÐAR VERSLANIR