Morgunblaðið - 24.02.2021, Síða 21
SB, Rótarý og einnig innan
Verkstjórasambandsins. Öll
voru þau störf unnin í sjálfboða-
vinnu.
Töluverður aldursmunur var
á okkur Gísla, en hann flutti að
heiman um það leyti sem ég
byrjaði í barnaskóla, en eftir að
ég varð fullorðin og þau Gunna
byrjuðu að búa hefur samband
okkar verið mikið og gott, þau
bæði glaðsinna, afar samhent,
hörkudugleg, bæði mikil snyrti-
menni með myndarleg hóp í
kringum sig, börnin fjögur,
tengdabörn og barnabörn.
Sumarbústaður fjölskyldunn-
ar í Svartagili var í gegnum tíð-
ina mikill samkomustaður okk-
ar, og einnig var mjög oft komið
við hjá þeim Gunnu og Gísla á
leið til eða frá bústaðnum.
Við höfum heilmargt
skemmtilegt gert saman í gegn-
um tíðina, Gísli og Gunna og við
Kristján. Fyrir 27 árum fórum
við ásamt börnum í mjög
skemmtilega ferð til Mallorca,
ógleymanleg er ferð til Parísar
þegar við Borgarnesvinkonurn-
ar urðum fimmtugar, einnig
höfum við farið saman í margar
útilegur og ferðalög um landið.
Ég kveð minn kæra bróður
með þökkum fyrir allt og allt.
Gunnu, Möggu, Sigrúnu,
Kristínu Hebu, Alla og fjöl-
skyldum vottum við fjölskyldan
innilega samúð.
Sigurbjörg Halldórsdóttir.
Í dag kveðjum við Gísla Vil-
hjálm Halldórsson, frænda
minn og vin. Ég fylgdist með
honum í æsku, sá þennan ljós-
hærða strák vaxa úr grasi og
verða að virtum og gegnum
borgara. Gísli lærði bifvélavirkj-
un hjá BTB undir leiðsögn Kar-
els Einarssonar. Hann taldi það
gæfu sína að hafa fengið þenn-
an vandvirka og flinka leiðsögu-
mann sem Karel var. Gísli var
einn af stofnendum Prjónastofu
Borgarness hf. og var verk-
smiðjustjóri og hægri hönd
framkvæmdastjóra. Hann og
Sigurborg sáu um að aldrei fór
illa frá gengin eða gölluð flík úr
húsi. Velgengni Prjónastofunn-
ar var ekki síst Gísla að þakka.
Eftir langt og giftudrjúgt starf
hjá Prjónastofu Borgarness
breytti hann um starfsvettvang
og stofnaði eigið fyrirtæki, rak
um tíma bifreiðaverkstæði í
Borgarnesi. Snyrtimennska var
Gísla í blóð borin og kom það
greinilega fram á verkstæðinu
hjá honum. Haft var á orði að
þar væri allt pússað og fínt eins
og í stássstofu. Þar átti Guðrún
Birna sinn þátt. Allt sem Gísli
sagði og gerði stóð eins og staf-
ur á bók. Hann hafði yndi af
samskiptum við fólk, tók þátt í
félagslífi, var lengi í stjórn UM-
SB og meðal annars þegar hin
eftirminnilegu Húsafellsmót
voru haldin. Hann var einnig
virkur í starfi Framsóknar-
flokksins. Alltaf tilbúinn að
starfa, vinna verkin, ekki bara
tala. Hér verða ekki talin upp
öll þau félagsmálastörf sem
Gísli tók að sér. Þó er ekki
hægt annað en minnast á áhuga
hans á gengi UMF Skallagríms,
hvort heldur var í körfubolta
eða öðrum íþróttum. Hann var
ómissandi á pöllunum. Ég leit á
Gísla sem fósturbróður minn.
Hann og fjölskylda hans sýndu
mér og mínum vináttu í verki.
Hann tók á móti okkur þegar
við fluttum í Borgarfjörðinn,
var hjálparhella okkar meðan
við vorum að aðlagast nýju um-
hverfi og viljum við þakka fyrir
það. Hann var sannarlega vinur
í raun. Hans er sárt saknað.
Við Gerður og fjölskylda
vottum Guðrúnu Birnu og fjöl-
skyldu innilega samúð og þökk-
um vináttu og ánægjuleg sam-
skipti á liðnum árum.
Sveinn Hallgrímsson.
Gísla má minnast fyrir margt
gott, þótt sérstaklega sé mér
minnisstætt tvennt. Ég kynntist
Gísla fyrst sem félagsmála-
manni, virkum í ungmenna-
félagshreyfingunni, sérstaklega
innan UMF Skallagríms og
UMSB og síðar sem húsverði
við Varmalandsskóla. Hvar sem
Gísli kom að starfi lagði hann
metnað sinn í vandaða og fág-
aða vinnu, ekkert skyldi spara
til þess að ná árangri. Þetta
kom vel fram við rómaðar
Húsafellshátíðir og við kaup
UMSB á húsnæði í Borgarnesi.
En sá kostur og eiginleiki sem
Gísli hafði fram yfir okkur
mörg var einstök snyrti-
mennska hans. Þegar hann rak
ásamt konu sinni Guðrúnu
Birnu bílaverkstæði úti í Brák-
arey sást aldrei að þar færi
nokkur bifreið inn. Allt þrifið og
pússað. Ég var svo heppinn að
fá að starfa með Gísla þegar
hann réðst til Varmalandsskóla
eitt skólaár. Þar sáust spor
hans um allt hvort sem var inn-
anhúss eða úti á skólalóð. Virð-
ing, umhirða og ræktun lands
og lýðs var hans aðalsmerki.
Þótt við félagar værum ekki
skoðanabræður í pólitík bar
aldrei skugga á samstafið. Ein
lítil saga. Ég hafði orð á því að
gaman væri að mála hurðir í
kjallara skólans. Og viti menn.
Nokkrum dögum síðar var minn
maður búinn að mála og kallaði
á mig. Mig rak í rogastans. Nú
voru þær rauðar en ekki græn-
ar. „Því breyttirðu um lit,
Gísli?“ spurði ég. Og svarið kom
strax. „Hvað gerir maður ekki
fyrir vini sína?“
Guðrúnu Birnu og fjölskyldu
sendum við Kristín Ingibjörg
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Flemming Jessen.
Margs er að minnast nú við
fráfall félaga okkar Gísla V.
Halldórssonar sem lést 16. febr-
úar síðastliðinn. Ungur að árum
tók hann þátt í félagslífinu í
Borgarnesi og var meðal annars
alla tíð virkur og áhugasamur
ungmennafélagi. Gísli gekk til
liðs við Rótarýklúbb Borgar-
ness árið 1971, því vantar nú
einungis fáeina mánuði að hann
hefði náð 50 ára samferð með
klúbbnum. Hann var sannur
rótarýfélagi og hafði gegnt öll-
um embættum í stjórn klúbbs-
ins og sumum oftar en einu
sinni, t.d. var hann tvívegis for-
seti klúbbsins. Gísli var glað-
sinna maður, snyrtivirkur, sam-
viskusamur og vandaður í orði
og athöfnum, maður sem virki-
lega var gaman að vinna með.
Fyrr að árum voru klúbbfundir
haldnir vikulega allt árið um
kring og ýmislegt þar til gam-
ans gert og gagns fyrir klúbb
og samfélag. Í klúbbstarfinu
komu kostir Gísla vel í ljós;
brennandi áhugi fyrir viðfangs-
efninu og mikill dugnaður.
Hann tók virkan þátt í um-
ræðum á fundum klúbbsins og
var hrókur alls fagnaðar á góðri
stundu. Gísli var mjög minn-
ugur á liðna atburði og var
gaman að heyra hann segja frá
á sinn skemmtilega og glaðværa
máta. Hann var góð fyrirmynd
og leiðbeinandi nýrra félaga
þegar þeir voru að stíga sín
fyrstu skref í störfum innan
klúbbsins. Í klúbbstarfinu var
Gísli lengi vel burðarásinn og
skipulagshæfileikar hans nýtt-
ust vel; undirbúningur árshá-
tíða, starfsfræðsludagar, at-
vinnusýningar og hvaðeina, allt
gert í réttri röð og á réttum
tíma og hann lét ekki bíða eftir
sér. Þá kom Gísli einnig mikið
að undirbúningi þeirra þriggja
umdæmisþinga sem klúbburinn
stóð að á félagstíma hans.
Klúbbfundi sótti hann mjög vel,
enda náði hann nokkrum sinn-
um 100% mætingu yfir heilt
starfsár. Klúbbfundir eru oft
haldnir utan hins venjulega
fundarstaðar og þar á meðal á
heimilum rótarýfélaga. Marg-
sinnis buðu þau Gísli og Guðrún
okkur félögunum heim við
rausnarlegar móttökur og nota-
legt spjall. Slíkra stunda er
meðal annars gott að minnast
nú. Fyrir allmörgum árum
heiðraði klúbburinn Gísla með
veitingu Poul Harris-orðunnar
fyrir áratuga farsælt starf í
þágu klúbbs og samfélags. Við
rótarýfélagarnir söknum góðs
vinar og þökkum honum sam-
leiðina og vottum Guðrúnu og
fjölskyldunni allri innilega sam-
úð.
Fyrir hönd félaga í Rótarý-
klúbbi Borgarness,
Guðmundur Þ.
Brynjúlfsson.
Í dag verður til moldar bor-
inn góður vinur, Gísli V. Hall-
dórsson í Borgarnesi. Gísli
fæddist á Staðarfelli á Fells-
strönd í Dölum og átti sína
bernsku þar, en fluttist með
fjölskyldu sinni í Borgarnes
vorið 1955 þar sem faðir hans
hafði tekið við starfi sveitar-
stjóra. Búferlaflutningar fara
ekki alltaf vel í unga fólkið sem
er þar með skilið frá jafnöldrum
og vinum en Borgarnes tók
Gísla vel. Teningunum var kast-
að um framtíð hans og þaðan í
frá var hann fyrst og síðast
Borgnesingur. Hann bar heill
og hag Borgarness fyrir brjósti
alla tíð, bæði í orði og verki,
kom víða við, bæði sem óbreytt-
ur starfsmaður, lærður bifvéla-
virki, verkstjóri, framkvæmda-
stjóri og atvinnurekandi. Gísli
var athafnasamur og orkumikill
en eitt sem einkenndi hann öllu
öðru framar var snyrtimennska
og reglusemi í hverju því sem
hann tók sér fyrir hendur.
Gísli var mikill félagsmála-
maður og á þeim vettvangi kom
hann einnig víða við og þar
mættumst við tveir. Kynni okk-
ar voru lítil á unglingsárum en
það átti eftir að breytast þegar
leiðir okkar lágu saman á vett-
vangi ungmennafélaganna þeg-
ar við báðir, fyrir meira en
hálfri öld, vorum komnir í for-
ystusveit fyrir okkar ung-
mennafélög. Þá var ungmenna-
félagshreyfingin hér í héraðinu
í mikilli uppsveiflu undir for-
ystu silfurmannsins Vilhjálms
Einarssonar og einnig á lands-
vísu undir forystu Hafsteins
Þorvaldssonar. Þetta voru
menn sem hrifu aðra með sér. -
En nú er komið að Húsafells-
mótakaflanum hugsa einhverjir
og geta sér rétt til. Fyrsta sum-
arhátíðin í Húsafelli á vegum
UMSB var haldin um verslun-
armannahelgina 1967 og áttu
þær sér síðan lífdaga um tíu ára
skeið. Á þeim vettvangi kynn-
umst við Gísli betur og árið
1971 erum við komir í innsta
hring, kjörnir í stjórn UMSB og
Ófeigur heitinn Gestsson ári
síðar, allir sjóaðir Húsafells-
mótamenn. Fram undan voru
fleiri Húsafellsmót en einnig
var UMSB með í undirbúningi
þjóðhátíðar í héraði 1974 og
framkvæmdaaðili ásamt Umf.
Skipaskaga að Landsmóti
UMFÍ 1975. Allt brasið í kring-
um þetta starf treysti vináttu-
böndin sem hafa haldið meðan
allir lifðu. Það hefði mátt þess
vegna kalla okkur þríeyki. Við
Gísli áttum einnig samleið undir
merkjum Framsóknarflokksins,
þó aðallega í baklandinu. Þar
vildi Ófeigur ekki vera og við
Gísli umbárum það. Í seinni tíð
voru tíðari samfundir okkar
allra gleðiefni og innlegg í sjóð
minninganna.
Undanfarin ár hafði Gísli átt
við veikindi að stríða, þó ekki
þannig að hann væri ekki lík-
amlega hraustur og frár á fæti.
En hann var rændur sjálfinu
smátt og smátt sem gerði
tengsl hans við raunheima sí-
fellt óskýrari. Þó var sem opn-
uðust gluggar af og til og varð
allt um stund sem áður væri.
Anga af þessu þekkjum við flest
þegar árin færast yfir eins og
t.d. þegar við gleymum nöfnum
einhverra en náum þó oftast að
rifja þau upp. En sem eiginleg
veikindi er það bæði þeim sem
við slíkt glíma og ástvinum erf-
itt að upplifa.
Elsku Guðrún Birna og fjöl-
skylda, systkini og fjölskyldur
þeirra. Við Guðrún Ása sendum
ykkur innilegar hluttekningar-
kveðjur. Blessuð sé minning
Gísla V. Halldórssonar.
Jón G. Guðbjörnsson.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2021
✝ Ninna Dórót-hea Leifsdóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 15.
maí 1940. Hún lést á
Landspítalanum 24.
janúar 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Leifur Sig-
fússon tannlæknir,
f. 4. nóvember 1892,
d. 25. febrúar 1947,
og Ingrid Sigfússon
(f. Steengaard) tannsmiður, f. 30.
september 1909 í Danmörku, d.
29. desember 1987.
Börn Ninnu eru :
1) Lis Svein-
björnsdóttir, f. 6.
nóvember 1958.
Maki Anna Lange, f.
18. ágúst 1950.
2) Leifur Lúther
Garðarsson, f. 9
apríl 1963. Sam-
býliskona Ása Við-
arsdóttir, f. 18. júní
1963.
3) Jóhanna Vil-
helmína Jóhann-
esdóttir, f. 12. desember 1979.
Útförin fór fram 18. febrúar
2021 að viðstöddum nánustu ætt-
ingjum og vinum.
Þá er komið að kveðjustund,
elsku Ninna mín. Það er langt síð-
an við kynntumst, um það bil 60
ár.
Þá vorum við ungar námsmeyj-
ar í Danmörku að læra snyrti-
fræði.
Með okkar tókst vinátta sem
entist alla ævi þína og mína það
sem komið er af henni. Það var
dásamlegt að vera vinkona Ninnu
Leifsdóttur.
Móðir Ninnu var dönsk og hafði
Ninna oft á sínum uppvaxtarárum
dvalið langtímum saman í Dan-
mörku. Ninna talaði því dönsku
jafnvel og íslensku, sem kom sér
oft vel. Við útskrifuðumst saman
og fluttum þá til Íslands þar sem
störf blöstu við og tímarnir breytt-
ust. En vináttan hélst óbreytt.
Fullorðinsárin gengu í garð og
við eignuðumst fjölskyldur. Ninna
eignaðist þrjú börn, Lís, Leif og
Jóhönnu, og ég eignaðist tvö, Guð-
laugu og Ólaf.
Við unnum báðar ætíð störf,
þar sem við nýttum þá kunnáttu
sem nám okkar í Danmörku veitti.
Og svo vildi til að leiðir okkar lágu
saman þegar við unnum hlið við
hlið um nokkurra ára skeið á
Hrafnistu í Reykjavík.
Þegar húmar og hallar að degi
heimur hverfur og eilífðin rís.
Sjáumst aftur á sólfögrum ströndum
þar sem sælan er ástvinum vís.
(Guðrún Halldórsdóttir)
Elsku Ninna mín, þakka þér
fyrir alla vinátta þína og samveru.
Sendi samúðarkveðju til fjöl-
skyldunnar.
þín vinkona,
Guðbjörg Guðmundsdóttir
(Gauja).
Ninna Dóróthea
Leifsdóttir
Elsku Sveinn.
Takk fyrir alla
hlýjuna og kærleik-
ann í sveitinni.
Sumrin á Stekkjarvöllum voru
það besta. Frelsið og lömbin,
hænurnar og kálfarnir. Öll ástin
sem var á heimilinu, þú og Heiða
voruð enn eins og unglingakær-
ustupar síðast þegar ég sá ykkur.
Sveinn Guðjónsson
✝ Sveinn Guð-jónsson fæddist
8. október 1933.
Hann lést 28. janúar
2021.
Útför Sveins fór
fram 9. febrúar
2021.
Þú varst svo sann-
arlega góð fyrir-
mynd. Takk fyrir
einar bestu minn-
ingar æsku minnar.
Takk fyrir allt sem
þú kenndir mér,
reka, mjólka og
moka skít! Takk
fyrir að vera auka-
afi minn. Ég hef
alltaf hugsað til þín
þannig og mun
seint hætta því. Takk fyrir að
sýna mér hvernig á að ganga rétt
frá matardisknum mínum. Ég
læt þetta bara hérna og kveð þig,
þangað til næst.
Rakel Ósk Þorgeirsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN Þ. G. JÓNSDÓTTIR,
Lalla,
Njálsgötu 1, Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
aðfaranótt 16. febrúar, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í
Reykjavík fimmtudaginn 25. febrúar klukkan 13. Þeim sem vilja
minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Sóltún.
Ingibjörg Þóra Marteinsd. Hilmar Teitsson
Kristinn Óskar Marteinsson Þóra Stefánsdóttir
barnabörn og langömmubörn
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við
andlát okkar ástkæra
HALLGRÍMS SVEINS SÆVARSSONAR.
Hrefna María Hallgrímsdóttir
Linda Hreggviðsdóttir og fjölskylda
Sigþór Sævar Hallgrímsson og fjölskylda
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vinsemd og hlýhug við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður og afa,
PÁLS RAGNARSSONAR,
tannlæknis á Sauðárkróki.
Sérstakar þakkir til sr. Höllu Rutar Stefánsdóttur, ættingja, vina,
félaga í Tindastóli og starfsfólks LSH sem annaðist hann í
veikindunum. Stuðningur ykkar hefur verið ómetanlegur.
Guð blessi ykkur öll.
Margrét Steingrímsdóttir
Ragnar Pálsson
Helga Margrét Pálsdóttir Jón Þorsteinn Oddleifsson
Anna Rósa Pálsdóttir Gunnar Valur Stefánsson
og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir og amma,
BIRNA GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR,
sem lést sunnudaginn 14. febrúar, verður
jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn
26. febrúar klukkan 13.
Athöfninni verður streymt.
Sigurður Rúnar og Róbert Örn
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar