Morgunblaðið - 24.02.2021, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2021
40 ára Þórður er
Breiðhyltingur og býr í
Breiðholti. Hann er
með UEFA A- og UEFA
elite-réttindi sem
knattspyrnuþjálfari.
Hann er yfirþjálfari
yngri flokka Þróttar.
Þórður stofnaði Knattspyrnufélag Breið-
holts og stýrði og spilaði með félaginu og
einnig Leikni. Hann fékk jafnréttis-
verðlaun KSÍ árið 2015.
Maki: Jéssica Santos Fernandes, f. 1992
í Brasilíu, enskukennari í meistaranámi í
kennslufræðum við HÍ.
Foreldrar: Einar Marel Þórðarson, f.
1952, rafeindavirki, búsettur í Reykjavík,
og Margrét Harðardóttir, f. 1959, sjúkra-
liði, búsett í Reykjavík.
Þórður
Einarsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Vertu með peningamálin á hreinu í
dag og vingastu við bankareikninginn, ef
svo má að orði komast. Menn vilja
skemmta sér í dag.
20. apríl - 20. maí
Naut Haltu áfram að skipuleggja þig betur.
Þú ert sáttari við ástandið á heimilinu en
þú hefur verið. Skapandi hugmyndir eru
orkusprauta.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Vertu óhræddur við að bera upp
þær spurningar, sem þér liggja á hjarta.
Láttu ekki allt hvíla á mótaðilanum heldur
leggðu fram þinn skerf.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Samstarfsmenn þínir munu koma
auga á hæfileika þína og vilja njóta þeirra.
Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar
um líf annarra.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er eitthvað í fari þínu sem kallar á
athugasemdir félaga þinna. Gakktu hik-
laust til verks og láttu utanaðkomandi hluti
ekki trufla þig.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Samböndum, sem þurfa á að halda
að vera byggð upp upp á nýtt, mun vegna
vel. Reyndu að leita skjóls frá utanaðkom-
andi kröfum og hvíla þig.
23. sept. - 22. okt.
Vog Mundu að láta aðra í friði með sín
leyndarmál og gerðu þér heldur ekki upp
hugmyndir um eðli þeirra. Vertu ekki nið-
urdreginn þótt þú sjáir eftir orðum þínum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú átt ekki að reka á eftir mál-
um, nema þú sért tilbúinn til að hlusta á
lyktir þeirra. Gættu þess vegna orða þinna.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Samkeppnin ræður ríkjum í
vinnunni, en ef þú vinnur vel heima, ferðu
auðveldlega með sigur af hólmi. Reyndu að
sjá hlutina í jákvæðu ljósi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þótt friður sé æskilegur getur
hann stundum verið of dýru verði keyptur.
Skilaðu öllu sem þú hefur að láni.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Stundum þarf að kafa djúpt í
hlutina, dýpra en hægt er að ímynda sér
við fyrstu sýn. Reyndu að forðast alla
árekstra milli starfs og heimilis.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Fátt er betra en góðir vinir svo
leggðu þig fram um að eiga með þeim
ánægjulega stund. Viljastyrkurinn er ekki
mikill þessa dagana.
P
étur Hrafn Sigurðsson
fæddist 24. febrúar
1961 í Reykjavík og
ólst upp í Hlíðunum að
stærstum hluta, en átti
heima í Vestmannaeyjum tveggja
til sex ára.
Pétur gekk í Hlíðaskóla en tók
10. bekk í Ármúlaskóla þar sem 10.
bekkur var ekki í Hlíðaskóla á
þessum tíma. Hann fór svo í
Menntaskólann við Hamrahlíð og
lauk síðan BA-prófi í sálfræði við
Háskóla Íslands.
„Ég var fimm sumur í sveit í
Efri-Lækjardal í Engihlíðarhreppi
í Austur-Húnavatnssýslu hjá
ömmubróður mínum Friðgeiri
Kemp og konu hans Elísabetu
Geirlaugsdóttur Kemp. Það var
frábær tími þar sem ég lærði til
verka, allt frá girðingavinnu og
heyskap yfir í smalamennsku á
haustin. Eftir menntaskóla tók ég
mér frí og fór á sjóinn og var m.a.
á Ingólfi Arnarsyni sem var mikil
og góð reynsla.“
Pétur stundaði íþróttir með Val,
aðallega knattspyrnu upp alla
yngri flokka en hætti eftir 2. flokk.
„Ég var aðeins í körfubolta og í
marki í handbolta þar til leikmenn
fóru að skjóta svo fast að ég dofn-
aði upp í höndunum þegar ég varð
fyrir boltanum. Á þessum tíma
voru ekki margar æfingar í viku í
hverri grein eins og nú er og því
var hægt að prófa ýmislegt og ég
prófaði sund hjá Ármanni og frjáls-
ar hjá ÍR þar sem ég fór á æfingar
með Þórdísi Gísladóttur hástökkv-
ara. Hún hélt áfram og varð ein
besta íþróttakona landsins, en mín-
ir hæfileikar lágu ekki í frjálsum
og stoppaði ég stutt við. Ég náði
þó að mæta á nokkrar æfingar hjá
Guðmundi frjálsíþróttaþjálfara í
ÍR-húsinu á Túngötu.“
Pétur varð framkvæmdastjóri
Körfuknattleikssambands Íslands
1987 og starfaði þar í 17 ár. „Það
var afar skemmtilegur tími. Mikil
sprenging varð í íþróttinni þegar
Michael Jordan kom fram í banda-
ríska körfuboltanum. Við hjá KKÍ
lögðum ofurkapp á að vinna að út-
breiðslu íþróttarinnar og fjölga fé-
lögum sem höfðu körfubolta innan
sinna vébanda og fjölga iðkendum
sem tókst mjög vel. Starfið var oft
og tíðum mjög krefjandi sér í lagi
að afla fjármagns til reksturs sam-
bandsins og landsliðanna. Í þá
daga var síminn aðalsam-
skiptatækið og hringt hvenær sól-
arhringsins sem var. Fyrstu árin
var skemmtilegt að hitta forsvars-
menn félaga af landsbyggðinni sem
ég hafði aldrei séð, en talað við í
síma í heilan vetur. Þá þekkti mað-
ur þá af röddinni. Þegar ég hætti
hjá KKÍ fannst mér ég allt í einu
ekki eiga neina vini þar sem síminn
hætti að hringja!“
Árið 1994 varð Pétur alþjóðlegur
eftirlitsmaður í körfubolta og var
þá sá yngsti í Evrópu. „Þegar ég
mætti til Madríd sem eftirlitsdóm-
ari hjá Real Madrid spurðu forviða
Madrídingar hvort nú tíðkaðist að
senda „baby commissioner“. Ég sat
í unglinganefnd FIBA í átta ár.
Fyrra kjörtímabilið var ég lang-
yngstur en síðara kjörtímabilið
kom inn yngra fólk sem gerði tölu-
vert miklar breytingar á móta-
fyrirkomulagi yngri landsliða.
Eftir að Pétur hætti hjá KKÍ tók
hann að sér sjálfboðaliðastörf eins
og að vera formaður dómara-
nefndar KKÍ í nokkur ár. Hann
var síðan formaður körfuknatt-
leiksdeildar Breiðabliks í þrjú ár.
Hann er silfurbliki og fékk félags-
málabikar Breiðabliks 2009. Pétur
hefur fengið gullmerki bæði frá
KKÍ og ÍSÍ sem viðurkenningu
fyrir störf hans innan íþróttahreyf-
ingarinnar.
Pétur gerðist deildarstjóri hjá
Íslenskri getspá 2004 og starfar
þar enn. „Má segja að þá hafi ég
flust hinum megin við borðið því
Íslensk getspá leggur íþróttahreyf-
Pétur H. Sigurðsson, deildarstj. hjá Íslenskri getspá og bæjarfulltrúi í Kópavogi – 60 ára
Fjölskyldan Pétur og Sigrún, börn, tengdadóttir og barnabörn ásamt
Þóreyju, móður Péturs, á 86 ára afmæli hennar í fyrra.
Reynslan úr íþróttahreyfing-
unni nýst vel í stjórnmálum
Fjallahlaup Pétur með Bakkagerði
í Borgarfirði eystra í baksýn.
Hjónin Sigrún og Pétur á göngu-
skíðum í Selárdal á Ströndum.
30 ára Andri er
Árbæingur en er ný-
fluttur í Kópavog.
Hann er með M.Sc.-
gráðu í við-
skiptafræði frá Há-
skóla Íslands og er
rekstrarstjóri hjá
Hringiðu netþjónustu. Andri lék yfir
100 leiki með meistaraflokki Fylkis í
fótbolta.
Maki: Þórunn Björg Guðmundsdóttir,
f. 1992, M.Sc. í viðskiptafræði og vinn-
ur hjá Icelandair.
Foreldrar: Magnea Ragna Ögmunds-
dóttir, f. 1961, skrifstofustjóri hjá
Verslunarskólanum, og Jón Ingi Ingi-
marsson, f. 1952, vann hjá Johan
Rönning. Þau eru búsett í Kópavogi.
Andri Þór
Jónsson
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is