Morgunblaðið - 24.02.2021, Síða 26

Morgunblaðið - 24.02.2021, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2021 Lengjubikar kvenna A-deild, riðill 1: Valur – ÍBV............................................... 8:0  Keflavík, Þróttur R. og Valur eru með þrjú stig eftir fyrstu umferð, ÍBV, KR og Selfoss eru án stiga. England Leeds – Southampton .............................. 3:0 Staðan: Manch. City 25 18 5 2 50:15 59 Manch. Utd 25 14 7 4 53:32 49 Leicester 25 15 4 6 44:27 49 West Ham 25 13 6 6 39:29 45 Chelsea 25 12 7 6 41:25 43 Liverpool 25 11 7 7 45:34 40 Everton 24 12 4 8 37:33 40 Aston Villa 23 11 3 9 37:26 36 Tottenham 24 10 6 8 37:27 36 Leeds 25 11 2 12 43:43 35 Arsenal 25 10 4 11 31:26 34 Wolves 25 9 6 10 26:32 33 Crystal Palace 25 9 5 11 29:43 32 Southampton 25 8 6 11 31:43 30 Burnley 25 7 7 11 18:30 28 Brighton 25 5 11 9 26:32 26 Newcastle 25 7 4 14 26:43 25 Fulham 25 4 10 11 21:32 22 WBA 25 2 8 15 19:55 14 Sheffield Utd 25 3 2 20 15:41 11 B-deild: Luton – Millwall....................................... 1:1  Jón Daði Böðvarsson lék fyrstu 75 mín- úturnar fyrir Millwall sem er í ellefta sæti deildarinnar. D-deild: Colchester – Exeter ................................ 1:2  Jökull Andrésson varði mark Exeter sem er komið í sjötta sæti deildarinnar. Holland B-deild: Jong PSV – Helmond Sport ................... 2:2  Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á hjá Jong PSV eftir 75 mínútur. Volendam – Jong Ajax............................ 3:2  Kristian Nökkvi Hlynsson var ekki í leikmannahópi Jong Ajax. Meistaradeild Evrópu 16-liða úrslit, fyrri leikir: Lazio – Bayern München......................... 1:4 Atlético Madrid – Chelsea....................... 0:1 Undankeppni EM kvenna A-riðill: Eistland – Slóvenía................................... 0:9 D-riðill: Aserbaídsjan – Moldóva .......................... 1:0 Spánn – Pólland........................................ 3:0  Pólland hafnaði í þriðja sæti riðilsins, á eftir Spáni sem fer beint á EM og Tékk- landi sem fer í umspil. Pólland þurfti sigur til að komast í umspilið. E-riðill: Skotland – Portúgal ................................. 0:2 Kýpur – Finnland..................................... 0:5  Portúgal endar í öðru sæti riðilsins, á eft- ir Finnlandi sem fer beint á EM, en Portú- galar þurfa að fara í umspil. H-riðill: Króatía – Rúmenía ................................... 0:1  Meistaradeild karla A-RIÐILL: París SG – Kielce................................. 37:26  Sigvaldi Björn Guðjónsson lék ekki með Kielce og Haukur Þrastarson er frá keppni vegna meiðsla.  Kielce 17, Flensburg 15, París SG 12, Meshkov Brest 11, Pick Szeged 10, Porto 8, Elverum 5, Vardar Skopje 4. B-RIÐILL: Kiel – Aalborg...................................... 28:26  Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal- borg. Nantes – Zagreb................................... 30:28  Barcelona 24, Veszprém 17, Aalborg 12, Motor Zaporozhye 12, Kiel 11, Nantes 10, Celje Lasko 6, Zagreb 0. Evrópudeild karla B-RIÐILL: Sporting Lissabon – Kristianstad ..... 27:26  Teitur Örn Einarsson skoraði 5 mörk og gaf eina stoðsendingu fyrir Kristianstad og Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 1.  Nimes 11, Füchse Berlín 10, Kristianstad 10, Sporting Lissabon 8, Dinamo Búkarest 5, Tatran Presov 2. C-RIÐILL: Magdeburg – Alingsås........................ 36:21  Ómar Ingi Magnússon skoraði 2 mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist- jánsson 2 og gaf 5 stoðsendingar.  Aron Dagur Pálsson skoraði 3 mörk fyr- ir Alingsås og gaf 2 stoðsendingar.  Magdeburg 14, Montpellier 10, CSKA Moskva 12, Nexe 8, Alingsås 4, Besiktas 0. D-RIÐILL: GOG – Trimo Trebnje......................... 32:31 Viktor Gísli Hallgrímsson varði 14 skot í marki GOG og gaf 2 stoðsendingar. Tatabánya – Kadetten ........................ 30:32  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten.  Rhein-Neckar Löwen 15, GOG 10, Ka- detten 10, Pelister 9, Trimo Trebnje 4, Tatabánya 0.   MEISTARADEILDIN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Chelsea og Bayern München eru í afar góðri stöðu til að komast í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fót- bolta eftir góða útisigra í sextán liða úrslitunum í gærkvöld. Olivier Giroud skoraði glæsilegt mark með hjólhestaspyrnu á 70. mínútu gegn Atlético og það reynd- ist sigurmark Chelsea, 1:0. Sann- gjarn sigur enska liðsins en leikið var í Búkarest þar sem ensk lið mega ekki koma til Spánar. Giroud hefur nú skorað sex mörk fyrir Chelsea í Meistaradeildinni og liðið er taplaust í sjö leikjum þar í vetur. Aðeins Norðmaðurinn Erling Haaland hefur skorað fleiri mörk en Giroud í keppninni í vetur, átta tals- ins fyrir Dortmund. Bayern fór létt með Lazio í Róm og vann 4:1 eftir að staðan var 4:0 eftir 50 mínútna leik. Robert Lew- andowski, Jamal Musiala og Leroy Sané skoruðu fyrir hlé og Lazio hóf seinni hálfleik á sjálfsmarki. Joaquín Correa svaraði strax fyrir Lazio en þar við sat.  Lewandowski er með markinu orðinn þriðji markahæstur í sögu meistaradeildarinnar með 72 mörk, á eftir Cristiano Ronaldo (134) og Lionel Messi (119). Lewandowski fór fram úr spænska markaskor- aranum Raúl sem gerði 71 mark í keppninni á sínum tíma.  Jamal Musiala varð yngsti Eng- lendingurinn til að skora í Meistara- deildinni, 17 ára og 363 daga gamall, og er jafnframt næstyngsti leikmað- urinn til að skora í útsláttarkeppni deildarinnar. Bojan Krkic á metið en hann skoraði 17 ára og 217 daga gamall fyrir Barcelona. Seinni leikirnir í báðum einvígjum fara fram 17. mars. Fyrri leikjum sextán liða úr- slitanna lýkur í kvöld. Þá tekur þýska liðið Borussia Mönchenglad- bach á móti enska toppliðinu Man- chester City, í Búdapest, og Atal- anta fær Spánarmeistara Real Madrid í heimsókn til Bergamo á Ítalíu. Seinni leikir 16-liða úrslitanna fara síðan fram á bilinu 9. til 17. mars. Magnað sigur- mark Girouds  Bayern München ekki í vandræðum AFP Tilþrif Olivier Giroud skorar sigurmark Chelsea gegn Atlético með stór- brotinni hjólhestaspyrnu. Markið var dæmt af en síðan úrskurðað löglegt. Leeds United fór nokkuð létt með Southampton í ensku úrvalsdeild- inni í gær og sigraði 3:0 á Elland Road en reyndar var staðan 0:0 að loknum fyrri hálfleik. Patrick Bamford skoraði fyrsta markið á 47. mínútu og Stuart Dall- as bætti við öðru marki þegar tólf mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Raphinha setti punktinn yfir i-ið á 84. mínútu þegar hann skoraði þriðja markið. Leeds er í 10. sæti deildarinnar með 35 stig eftir 25 leiki en South- ampton er í 14. sæti með 30 stig. Leeds í 10. sæti eftir góðan sigur AFP 3:0 Patrick Bamford fagnar marki sínu ásamt samherjunum í gær. Frá og með deginum í dag mega allt að 200 áhorfendur mæta á íþrótta- viðburði, svo framarlega sem ströngum reglum heilbrigðis- yfirvalda er fylgt. Ný reglugerð sem kynnt var í gær gildir næstu þrjár vikurnar. Sérsamböndin vinna nú að útfærslum sem ráðuneytið þarf síð- an að samþykkja áður en áhorf- endur geta byrjað að mæta í íþrótta- húsin. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, sagði við mbl.is að það gæti tekið einhverja daga að fá útfærslurnar samþykktar. Áhorfendur leyfðir á ný Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Áhorfendur Tómir áhorfendapallar heyra vonandi sögunni til. Valur burstaði ÍBV 8:0 þegar liðin fóru af stað í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu í gær en leikurinn fór fram á Hlíðarenda. Anna Rakel Pétursdóttir, sem gekk í raðir Vals frá Uppsala í Sví- þjóð í vetur, skoraði tvívegis. Þá skoraði Mary Alice Vignola einnig í leiknum en hún kom til Vals frá Þrótti í vetur. Markadrottningin Elín Metta Jen- sen skoraði tvívegis, Bergdís Fann- ey Einarsdóttir og Mist Edvards- dóttir skoruðu sitt markið hvor og eitt markanna var sjálfsmark. Liðin leika í riðli 1 í A-deild keppninnar. Keflavík, Þróttur R. og Valur eru með þrjú stig eftir fyrstu umferð en ÍBV, KR og Selfoss eru án stiga. Um fyrri helgi vann Keflavík lið Selfoss 8:2 og Þróttur vann KR 3:1. Morgunblaðið/Eggert Á Hlíðarenda Landsliðskonan Elín Metta Jensen ógnar marki ÍBV í gær en hún skoraði fimmta og sjötta mark Vals , hvort sínum megin við hálfleik. Valur rótburstaði ÍBV Fjölnir fór illa með Skautafélag Reykjavíkur þegar liðin mættust í Hertz-deild kvenna í íshokkíi í Egils- höllinni í gærkvöldi. Fjölnir vann 10:2 sem eru nánast ótrúlegar loka- tölur í ljósi þess að staðan var 1:1 að loknum fyrsta leikhluta. Fjölnir vann annan leikhluta 7:0 og því var staðan 8:1 fyrir síðasta leikhlutann. Sigrún Árnadóttir skoraði fjögur mörk fyrir Fjölni. Laura Murphy og Berglind Valdimarsdóttir skoruðu tvö og þær Harpa Kjartansdóttir og Maríana Birgisdóttir sitt markið hvor. Brynhildur Hjaltested skoraði bæði mörk SR. Fjölnir náði þar með í annan sig- urinn í vetur og er með sex stig eftir fimm leiki. Akureyringar í Skauta- félagi Akureyrar hafa unnið alla fimm leiki sína og eru með fimmtán stig. SR hefur tapað fyrstu fjórum og er því án stiga á botninum. sport- @mbl.is Fjölnir skoraði tíu mörk Morgunblaðið/Eggert Í Grafarvogi Fjölniskonur stungu SR-konur af í öðrum leikhluta í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.