Morgunblaðið - 24.02.2021, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2021
Næstsigursælasti kylfingur sög-
unnar, Tiger Woods, var fluttur á
sjúkrahús í gær eftir bílveltu í Kali-
forníu. Fór hann beint í aðgerð vegna
ýmissa áverka á fótum samkvæmt
Golf Digest sem hafði það eftir um-
boðsmanni Woods. Frekari fréttir lágu
ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun en
í gærkvöldi var slysið fyrsta frétt hjá
helstu miðlum í Bandaríkjunum. Engin
önnur bifreið kom við sögu í slysinu og
mun Woods hafa verið einn í bílnum.
Knattspyrnusamband Evrópu,
UEFA, hefur aflýst Evrópumótum U19
ára karla og kvenna sem átti að ljúka á
þessu ári. Undankeppni átti að fara
fram í mars og apríl þar sem til stóð
að íslensku piltarnir myndu spila í
Noregi en stúlkurnar í Búlgaríu.
Haukur Helgi Pálsson, landsliðs-
maður í körfuknattleik, er klár í slag-
inn á ný með Andorra eftir að hafa ver-
ið frá keppni undanfarnar sex vikur
vegna meiðsla. Haukur tognaði á ökkla
í leik með liðinu í janúar og hefur því
misst af leikjum liðsins í spænsku A-
deildinni og í Evrópubikarnum þar sem
liðið er í riðlakeppni 16-liða úrslitanna.
Jón Dagur Þorsteinsson, fyrirliði
21-árs landsliðsins í knattspyrnu, er í
úrvalsliði 17. umferðar dönsku úrvals-
deildarinnar, bæði hjá deildinni sjálfri
og hjá Tipsbladet. Jón Dagur átti mjög
góðan leik með AGF um helgina þegar
liðið sigraði SönderjyskE, 2:0.
Meiðsli sem Aron Einar Gunnars-
son landsliðsfyrirliði í knattspyrnu
varð fyrir í upphitun fyrir leik Al-Arabi
og Al-Sadd í katörsku úrvalsdeildinni
reynd-
ust
ekki
alvarleg.
Aron stífn-
aði í hálsi
og gat
ekki
hreyft
sig eðli-
lega, að sögn
Freys Alexand-
erssonar aðstoð-
arþjálfara Al-Arabi
sem sagði við mbl.is
að þessi meiðsli
myndu engin áhrif
hafa á þátttöku
Arons í landsleikj-
unum í næsta
mánuði og reiknað
væri með honum í
næsta leik liðsins.
Eitt
ogannað
Geir Guðmundsson handknattleiks-
maður missir væntanlega af næstu
leikjum Hauka eftir að hafa fengið
þungt höfuðhögg í leik liðsins gegn
ÍR í fyrrakvöld. „Ég er með haus-
verk og því fylgir ógleði sem kemur
og fer. Ég er mjög orkulaus og við-
kvæmur fyrir hávaða og birtu. Þeg-
ar ég er orðinn einkennalaus undir
áreynslu er ég orðinn nægilega góð-
ur til þess að spila á nýjan leik að
sögn lækna. Ég veit hins vegar ekk-
ert hvað það mun taka langan tíma,“
sagði Geir í gær en ítarlegt viðtal er
við hann á mbl.is/sport/handbolti.
Geir missir af
næstu leikjum
Morgunblaðið/Eggert
Höfuðhögg Geir Guðmundsson veit
ekki hvenær hann má spila á ný.
Ari Freyr Skúlason, landsliðs-
maður í knattspyrnu, er á góðum
batavegi eftir að hafa fengið kór-
ónuveiruna og misst af fjórum leikj-
um með belgíska liðinu Oostende.
„Ég útskrifaðist síðasta fimmtudag,
ég missti bragð- og lyktarskyn og
ég fann fyrir smá þreytu fyrstu vik-
una en ekkert alvarlegt þannig. Við
fengum þetta öll fjölskyldan og
miðað við hvernig ástandið er í
heiminum í dag tel ég okkur öll
hafa sloppið mjög vel,“ sagði Ari
við Morgunblaðið í gær en hann er
byrjaður að æfa með liðinu á ný.
Ari aftur af stað
eftir veiruna
Morgunblaðið/Eggert
Kórónuveiran Ari Freyr Skúlason
er byrjaður að æfa á nýjan leik.
HM 2022
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Mánuði áður en „leiðin til Katar“
hefst í Duisburg, fimmtudaginn 25.
mars, er ekki auðvelt að stilla upp
mögulegu íslensku landsliði sem
þann dag mætir stórveldinu Þýska-
landi í fyrsta leik J-riðils undan-
keppni HM karla í fótbolta.
Arnar Þór Viðarsson, nýr lands-
liðsþjálfari með Eið Smára Guðjohn-
sen sér við hlið, þarf að setja saman
lið sem gæti orðið talsvert breytt frá
því í nóvember þegar forveri hans
Eric Hamrén stýrði því í síðasta
sinn, gegn Ungverjalandi, Dan-
mörku og Englandi.
Þegar Ísland og Ungverjaland
mættust í leiknum dramatíska í
Búdapest 12. nóvember, og Ungverj-
ar tryggðu sér EM-sætið með því að
skora tvisvar undir lokin og vinna
2:1, var stillt upp því liði sem eflaust
flestir eru sammála um að hafi verið
það sterkasta sem völ var á.
Hannes Þór Halldórsson, Guð-
laugur Victor Pálsson, Kári Árna-
son, Ragnar Sigurðsson, Hörður
Björgvin Magnússon, Jóhann Berg
Guðmundsson, Aron Einar Gunn-
arsson, Rúnar Már Sigurjónsson,
Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðs-
son og Alfreð Finnbogason hófu leik-
inn.
Fjórum og hálfum mánuði síðar,
25. mars, gæti nokkuð breytt lið
gengið inn MSV-leikvanginn í Duis-
burg.
Eins og staðan er í dag eru bara
fimm af þessum ellefu „tiltölulega
öruggir“ um sæti í liðinu. Guðlaugur
Victor, Hörður Björgvin, Aron Ein-
ar, Birkir og Gylfi.
Þeir hafa allir spilað reglulega
með félagsliðum sínum undanfarnar
vikur og mánuði. Aron stífnaði
reyndar í hálsi í upphitun fyrir leik á
mánudag og gat ekki spilað með Al-
Arabi en ætti að vera fljótur að
hrista það af sér. Það er eini leik-
urinn sem landsliðsfyrirliðinn hefur
misst af vegna meiðsla á þessu
keppnistímabili í Katar.
Ekki spilað í marga mánuði
Hjartað í varnarleiknum er hins
vegar stærsta spurningarmerkið.
Hannes Þór Halldórsson mark-
vörður og Kári Árnason miðvörður
leika með Val og Víkingi og hafa ekki
spilað deildaleik með félagsliði síðan
í byrjun október. Ragnar Sigurðsson
miðvörður hefur ekki spilað leik með
félagsliði síðan í september og hans
síðasti fótboltaleikur til dagsins í dag
var í Búdapest 12. nóvember. Hann
kom í nýtt lið, Rukh Lviv í Úkraínu,
eftir áramót en er ekki byrjaður að
spila með því.
Hannes, Kári og Ragnar hafa
myndað magnað þríeyki í öftustu línu
landsliðsins á velgengnisárum þess
en ásamt verkefnaleysi vetrarins eru
þeir 37, 39 og 35 ára á þessu ári og
endast ekki að eilífu. Kári sagði sjálf-
ur eftir leikina í nóvember að hann
sæi ekki fram á mikla spurn eftir 39
ára leikmanni frá íslensku liði þegar
komið yrði fram á árið 2021.
Ragnar gæti þó enn náð að spila
fjóra leiki fram að landsleikjahléinu
sem myndi vafalítið breyta miklu fyr-
ir hann.
Rúnar Már hefur ekkert spilað síð-
an í nóvember. Hann var ekki með í
lokaleikjum Astana í Kasakstan
vegna meiðsla og er ekki byrjaður að
spila með sínu nýja liði í Rúmeníu,
CFR Cluj, en gæti þó náð þremur til
fjórum leikjum í mars.
Meiðsli Alfreðs og Jóhanns
Þá hefur Alfreð misst af fjórum síð-
ustu leikjum Augsburg vegna meiðsla
og óvíst er með þátttöku hans. Jó-
hann Berg meiddist í leik með Burn-
ley um síðustu helgi en útlit er fyrir
að þau meiðsli séu ekki alvarleg.
Maður kemur í manns stað. Jón
Daði Böðvarsson frá Millwall og Al-
bert Guðmundsson frá AZ Alkmaar
hafa spilað mikið undanfarnar vikur
og mánuði og myndu væntanlega
fylla skörð Alfreðs og Jóhanns ef
þannig færi. Ari Freyr Skúlason ætti
líka að vera klár eftir að hafa hrist af
sér kórónuveiruna en hann hefur
annars spilað mikið í vetur. Arnór
Ingvi Traustason sem hefur oft verið
í byrjunarliðinu spilar með Malmö í
Svíþjóð þar sem tímabilið hefst ekki
af alvöru fyrr en í apríl og hann
stendur því ekki vel að vígi.
Jón Dagur Þorsteinsson hefur
leikið afar vel með AGF í Danmörku
á þessu keppnistímabili og gæti gert
tilkall til sætis í byrjunarliðinu. Að
öðrum kosti verður hann í Ungverja-
landi á sama tíma í úrslitakeppni
Evrópumóts 21-árs landsliðanna.
Þar eru reyndar gjaldgengir líka
þeir Arnór Sigurðsson frá CSKA
Moskvu og Mikael Anderson frá
Midtjylland sem hafa báðir hafa
nokkuð við sögu með A-landsliðinu
síðustu misserin. Andri Fannar
Baldursson frá Bologna og Ísak
Bergmann Jóhannesson frá Norr-
köping, sem fengu að spreyta sig
kornungir með A-landsliðinu á síð-
asta ári, eru örugglega á leið til
Ungverjalands.
Markvörðurinn og miðverðirnir
eru stærsti óvissuþátturinn og svo
gæti farið að Arnar þyrfti að hefja
undankeppnina með algjörlega
nýju þríeyki. Rúnar Alex Rún-
arsson hefur leikið fimm leiki í
marki Arsenal frá því í desember
og Ögmundur Kristinsson tvo bik-
arleiki með Olympiacos. Þeir eru
annars varamarkverðir sinna liða
og ekki sjálfgefið að annar þeirra
taki skrefið fram fyrir Hannes Þór
í goggunarröð landsliðsins.
Sverrir fyrstur á blað
Sverrir Ingi Ingason spilar nán-
ast alla leiki PAOK í Grikklandi og
þótt hann sé miðvörður er hann
markahæsti íslenski fótboltamað-
urinn erlendis frá áramótum með
fjögur mörk. Sverrir er án efa
fyrsti maður á blað til að fylla skarð
Kára eða Ragnars, enda hefur
hann gert það reglulega undan-
farin ár. Hjörtur Hermannsson er
annars sá miðvörður sem er í
mestri leikæfingu en hann hefur
spilað flesta leiki Bröndby í vetur, á
meðan Hólmar Örn Eyjólfsson hjá
Rosenborg og Jón Guðni Fjóluson
hjá Hammarby eru í svipaðri stöðu
og leikmenn íslensku liðanna og
byrja ekki sín tímabil af alvöru fyrr
en í apríl.
Á sama báti og þeir Hólmar og
Jón eru líka m.a. þeir Viðar Örn
Kjartansson, Birkir Már Sævars-
son, Kolbeinn Sigþórsson og Sam-
úel Kári Friðjónsson.
Þarf Arnar nýtt „þrí-
eyki“ fyrir marsleikina?
Óvissa með marga lykilmenn fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni HM
Morgunblaðið/Golli
Þríeykið Kári Árnason, Hannes Þór Halldórsson og Ragnar Sigurðsson hafa myndað magnaða „bakvarðasveit“
íslenska landsliðsins um árabil en nú er óvíst hvort þeir spili fleiri leiki saman í landsliðstreyjunni.
Ísland leikur þrjá af tíu leikjum sínum í undankeppni HM 2022 dagana 25.
til 31. mars. Fyrst er leikið við Þýskaland í Duisburg, þá við Armeníu í
Jerevan og loks við Liechtenstein í Vaduz. Hinir sjö leikirnir fara fram í
haust þegar leikið verður við Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskaland á
heimavelli í september, og við Armeníu og Liechtenstein í október, en end-
að verður á útileikjunum í Rúmeníu og Liechtenstein í nóvember.
Sigurlið riðilsins fer beint á HM í Katar ásamt níu öðrum sigurvegurum
en liðið í öðru sæti fer í tólf liða umspil um þrjú síðustu sætin á HM.
Fyrir utan þessa tíu leiki í undankeppninni mun íslenska landsliðið mæta
Færeyingum og Pólverjum í vináttulandsleikjum í Þórshöfn og Poznan
dagana 4. og 8. júní.
Undankeppni HM öll á árinu
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin:
Dalhús: Fjölnir – Keflavík ................... 18.15
Smárinn: Breiðablik – KR ................... 19.15
Stykkish.: Snæfell – Skallagrímur...... 19.15
Origo-höll: Valur – Haukar.................. 20.15
HANDKNATTLEIKUR
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Varmá: Afturelding – Grótta............... 19.30
Kórinn: HK U – Fjölnir/Fylkir ........... 19.30
Hleðsluhöll: Selfoss – Fram U ............ 19.30
Austurberg: ÍR – Víkingur.................. 20.15
Í KVÖLD!
NBA-deildin
Houston – Chicago ........................... 100:120
Dallas – Memphis ............................... 102:92
Oklahoma City – Miami ..................... 94:108
Phoenix – Portland........................... 132:100
Utah – Charlotte............................... 132:110
LA Lakers – Washington........ (frl.) 124:127