Morgunblaðið - 26.02.2021, Side 2

Morgunblaðið - 26.02.2021, Side 2
TIL SÖLU Við Stórakrika í Mosfellsbæ er að finna afar heillandi einbýlishús sem byggt var 2007. Húsið er 244 fm að stærð og er fasteignamat hússins 91.450.000 kr. Eldhús, borðstofa og stofa liggja saman og er fallegt útsýni út um stofugluggann sem er risastór. Labbað er nokkrar tröpp- ur niður í stofuna sem gerir lofthæðina þar enn þá meiri. Gler- handrið stúkar af stofu og borðstofu og gerir það að verkum að birtan fær að flæða óhindrað. Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting með svörtum granít-borðplötum. Parket er á stofu og borðstofu en flísar á eldhúsi. Eins og sjá má á myndunum er húsið afar vandað og fallegt. Hægt er að skoða eignina nánar á fasteignavef mbl.is. Stórikriki 13 119.000.000 kr. 2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2021 Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is, María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Auglýsingar Sigrún Sigurðardóttir sigruns@mbl.is Bylgja Björk Sigþórsdóttir bylgja@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Gunnar Sverrirsson H eimir hefur starfað við fasteignasölu í rúm- lega áratug. Hann segir að starfið sé fjöl- breytt og hann viti oft ekki hvað dagurinn muni bera í skauti sér. Þegar hann er spurður að því hvað sé mest spennandi við starfið segir hann að það sé að geta glatt fólk. „Eitt símtal sem getur leitt mig að skoða draumaeign viðskiptavinar sem ég hef verið að leita að eign fyrir. Það eru margir viðskiptavinir mínir í gegnum árin sem hringja í mig og biðja mig um að finna draumaeignina þeirra. Það mætti segja að það væri það sem er mest spennandi við starfið. Orðsporið í fasteignasölu skiptir svo miklu máli og ég hef verið svo heppinn að eignast stóran hóp við- skiptavina sem vísa vinum og kunningjum á mig og því er ég alltaf að heyra í og aðstoða nýja kaupendur ásamt því að aðstoða þá sem hafa verið traustir viðskiptavinir um árabil,“ segir hann. Er hægt að selja allar eignir á núll einni? „Nei ég get ekki sagt það. Þótt það komi oft fyrir að eign seljist nánast áður en hún fer á netið. Það er þó nokkur eftirspurn eftir sérbýlum og 2 til 3 herbergja íbúð- um í flestum hverfum sem fara þá mjög fljótt og fá þá oft færri en vilja þá eign. Það eru fyrst og fremst þessir þættir sem valda þessari miklu eftirspurn. Of lítið hefur verið byggt af sérbýlum á síðastliðnum árum. Einnig hafa lágir húsnæðisvextir og aukinn kaupmáttur hjá mörgum kaupendum hjálpað til. Þetta er samt óvenjuskökk mynd miðað við undanfarin ár því eftir að Covid skall á varð mikið högg á vinnumarkaði víða, þó ekki í öllum lands- hlutum. Fólk er að vinna meira að heiman og því minni kostnaður í ferðir til og frá vinnu. Það eru því margir þættir sem spila inn í hvernig sambandið er milli fram- boðs og eftirspurnar á fasteignamarkaði.“ Hvað þarf eign að hafa til að bera til þess að seljast fljótt og örugglega? „Þessi spurning fær ekkert eitt svar. Grunnþættirnir eru oftast þeir sömu. Eignin þarf að vera í rétta hverfinu og á rétta verðinu. Gott skiplag bæði innan og utan sem og gróið og barnvænt hverfi þegar kaupendur eru fjöl- skyldufólk. Þetta er svona hin dæmigerða vísitölu eign.“ Hvernig er fasteignamarkaðurinn að þróast? „Ég sé hann þróast þannig að yngra fólk fer að færast meira í úthverfin og þá meira í nágrannasveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Það virðist langur vegur í að Reykjavík, Kópavogur og Garðabær komi með nægjanlegt magn lóða til að byggja á.“ Ef fólk er að velta fyrir sér að flytja, ætti það að gera það strax eða bíða? „Ef um fyrstu kaupendur er að ræða þá klárlega er það núna, mjög góð kjör í boði fyrir fyrstu kaupendur víða, þó ekki alls staðar. Þá er ég að tala um nýja úrræði HMS í hlutdeildarlánum. Ef spurningin er frá fólki sem á íbúð sem þarf að selja og kaupa annað þá í flestum tilfellum skiptir það kannski ekki alveg máli því þær eignir haldast saman í verði að mestu leyti og hækka báðar. Ég get ekki séð að verð á fasteignum sé að lækka þegar eftirspurn er meiri en framboðið.“ Hvernig er með þig sjálfan, flytur þú oft eða hefur þú búið á sama staðnum lengi? „Ég, ásamt syni mínum sem er að verða 17 ára, hef búið á Akranesi, sjálfum Floridaskaganum, á frábærri hæð með útsýni úr stofunni yfir Faxaflóa og upp að Esjunni. Við erum nánast á Langasandi og ég sofna með fögur ljós- in frá stórhöfuðborgarsvæðinu og vakna svo við sólarupp- rásina. Við vorum áður í annarri eign hér á Akranesi sem við tókum í gegn sem ég seldi. Þegar ég kom að skoða nú- verandi eign og gekk inn í stofu og sá þetta óhindraða út- sýni þá var það engin spurning, hér vildi ég búa. Það koma margar eignir til greina að flytja í þegar að þú skoðar tugi íbúða á viku. Ég fæ jafnmargar hugmyndir með mína að breyta og bæta. Þá stoppar maður og bíður jafnvel og hugsar, ég ætti kannski að selja og kaupa þessa. Það eru alveg eignir hér á Akranesi sem eru að fara í byggingu sem ég myndi vilja eignast. Svo festi ég kaup á íbúð á Spáni, þar er gott að vera og ég stunda uppáhaldsafþreyinguna mína þar, golfið, þegar tækifæri gefst til.“ Heimir Bergmann. Mikil spenna á fasteignamarkaði Heimir Bergmann, fasteignasali og eigandi Lögheimilis Eignamiðlunar, býr á Akranesi ásamt syni sínum. Hann segir að það sé mikil spenna á fasteignamarkaði vegna þess að eftirspurn er meiri en framboð þeg- ar kemur að húsnæði. Marta María | mm@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.