Morgunblaðið - 26.02.2021, Blaðsíða 6
H
vað varð til þess að þú ákvaðst að gerast fasteignasali?
„Það var aldrei á stefnuskránni að gerast fasteignasali
þegar ég byrjaði að huga að því hvað ég vildi starfa við í
framtíðinni, þó að áhugi á fasteignum hafi verið til staðar
síðan ég man eftir mér. Án þess að vita nákvæmlega hvað
ég vildi gera eftir menntaskóla þá fór ég í lögfræði við Háskóla Íslands
og í framhaldinu kláraði ég löggildingarpróf til þess að starfa sem lög-
maður. Ég starfaði við lögmennsku í um sjö ár og komst að því að það
hentaði mér alls ekki. Þó að lögmennskan hafi verið skemmtileg á köfl-
um þá fannst mér neikvæði hluti starfsins of mikill til þess að vilja
starfa á þeim vettvangi til framtíðar. Í framhaldinu má segja að ég hafi
slysast inn á þennan starfsvettvang. Það atvikaðist þannig að ég fór ut-
an í vikufrí og allan þann tíma hugsaði ég ekki um annað en þau verk-
efni sem biðu mín þegar ég kæmi til baka úr fríi. Þegar heim var kom-
ið úr fríi opnaði ég blaðið og það fyrsta sem ég sá var auglýsing um
starf fasteignasala. Eftir að hafa kynnt mér starfið nánar og farið í við-
tal var ekki aftur snúið og hef ég mætt til vinnu brosandi og fullur til-
hlökkunar hvern einasta vinnudag síðan ég hóf störf sem fast-
eignasali,“ segir Heimir.
Hvað drífur þig áfram í starfinu?
„Það er klárlega fólkið sem ég umgengst á hverjum degi. Þá meina
ég kúnnarnir, seljendur og kaupendur, og samstarfsfólk mitt á Lind
fasteignasölu. Starf fasteignasala er að mínu mati skemmtilegasta
starf sem hægt er að hugsa sér og ég hefði ekki getað endað á betri
vinnustað þegar litið er til fagmennsku og góðs vinnuanda. Nálægð við
kúnnann er mikil og maður hittir skemmtilegt og áhugavert fólk á
hverjum degi. Það að kveðja glaða og ánægða kúnna í lok viðskipta er
það sem maður stefnir að í hverri einustu eign sem maður tekur í sölu-
meðferð.“
Hver er mesta áskorunin í starfinu?
„Það er að standa ávallt undir því trausti sem mér er sýnt af hálfu
seljanda annars vegar og kaupanda hins vegar. Hagsmunir seljanda og
kaupanda fléttast að vissu leyti saman þar sem seljandi vill selja og
kaupandi vill kaupa. Þegar kemur að kaupverðinu þá eru hagsmunir
aðila ekki alveg þeir sömu þar sem seljandi vill selja á sem hæstu verði
og kaupandi vill kaupa á sem lægstu verði. Því er mikilvægt að tryggja
að seljandi fái hæsta mögulega verð sem markaðurinn er tilbúinn til
þess að greiða fyrir eignina á þeim tíma og að sama skapi tryggja jafn-
ræði milli tilboðsgjafa/kaupenda, þ.e. að allir sitji við sama borð og fái
að bjóða í eignina og hækka boð sín eftir atvikum. Þá þarf að passa
upp á að allar upplýsingar sem hægt er að afla um eignina liggi á borð-
inu fyrir væntanlega tilboðsgjafa. Það er nú þannig að fasteignasalar
sýsla með stærstu viðskipti sem flestir einstaklingar gera á lífstíð sinni
og því er afar mikilvægt að það sé gagnkvæmt traust milli aðila.“
Nú ertu ekki bara fasteignasali heldur mikill fjallagarpur.
„Ég hef ávallt haft mikinn áhuga á útivist og verið duglegur að
þvælast á fjöll frá unga aldri. Bakterían í að klífa hærri fjöll og há-
fjallamennska hófst þó ekki af alvöru fyrr en árið 2018, þegar ég
kynntist Vilborgu Örnu Gissurardóttur og Sigurði Bjarna Sveinssyni
eða Sigga eins og hann er kallaður í ferð á Hvannadalshnjúk. Það
sama ár fórum við þrjú, ásamt Hrafni Svavarssyni, á topp Mont Blanc.
Þremur mánuðum síðar var ég kominn með Vilborgu Örnu ásamt góð-
um hópi upp í grunnbúðir Everest og þaðan náðum við á topp Island
Peak í Nepal.“
Þú ert á leiðinni í mikla svaðilför, hvernig kom það til?
„Eins og svo margir vita þá hefur áhugi minn á Everest alltaf verið
mikill. Allt frá því ég las um Everest í grunnskóla hafa blundað í mér
draumórar um að vita hvernig tilfinning það er að standa skýjum ofar,
á hæsta punkti veraldar. Ég get ekki sagt að Everest hafi verið of-
arlega í huganum á mér undanfarin ár en að sjá toppinn með eigin
augum árið 2018 og standa í grunnbúðum Everest ýtti enn meira undir
þá hugsun að þessi draumur gæti orðið að veruleika einn daginn. Það
var svo á síðasta ári sem aðstæður í annars vegar einkalífi og hins veg-
ar vinnulega séð opnuðu óvænt á þann möguleika, að láta þennan
draum rætast, að reyna að klífa Everest. Í framhaldinu heyrði ég í
Sigga og kannaði hvort þetta væri ekki rétti tíminn í svona verkefni
saman. Eftir nokkurra daga umhugsunarfrest þá kom Siggi til baka og
sagðist vera til í þetta. Frá því símtali höfum við Siggi verið í miklum
undirbúningi vegna ferðarinnar sem og vinnu með Umhyggju – félagi
langveikra barna. Frá því ákvörðun var tekin vorum við Siggi ákveðnir
í að reyna að láta gott af okkur leiða samhliða ferðinni og munum
standa að söfnun með Umhyggju sem ber heitið „Með Umhyggju á
Everest“,“ segir Heimir.
Hvernig fer fasteignasala og fjallamennska saman?
„Það fer nokkuð vel saman eins og flest áhugamál ef maður er vel
skipulagður. Ég viðurkenni þó að 70 daga ferð til Nepal til þess að
klífa hæsta tind veraldar fer ekkert sérstaklega vel saman við sölu á
fasteignum þar sem mikill hraði einkennir fasteignamarkaðinn og fast-
eignasalar þurfa að bregðast hratt við gagnvart kúnnum sínum á
hverjum degi. Það sem gerir það að verkum að ég get farið í ferð af
þessari stærðargráðu í tíma og umfangi er gífurlega sterk liðsheild og
samheldni sem einkennir Lind fasteignasölu og því afar sterkt bakland
sem tekur við mínum verkefnum meðan á ferð stendur. Þess má geta
að Lind fasteignasala er einn af aðalstyrktaraðilum ferðarinnar sem
við Siggi erum afar þakklátir fyrir.“
Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með undirbúningi og ferðinni
sjálfri á Instagram-reikningi Heimis, Sigga og Umhyggju.
Hætti í lögmennsku
og gerðist fasteignasali
Heimir er á leið-
inni á Everest en
hann smitaðist
af fjallabakt-
eríunni 2018.
Heimir Hallgrímsson, löggiltur fasteignasali og einn
af eigendum Lindar fasteignasölu, er menntaður lög-
fræðingur. Eftir að hafa unnið við lögmennsku í um sjö
ár gerðist hann fasteignasali. Nú er hann að undirbúa
ferð á Everest en hann smitaðist af fjallabakteríu 2018
og þá varð ekki aftur snúið.
Marta María | mm@mbl.is
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2021
Heimir Bergmann
Löggiltur fasteigna- og
skipasali og löggiltur
leigumiðlari.
Sími 630 9000
heimir@logheimili.is
Kristín
Skjaldardóttir
Löggiltur fasteignasali
Sími 824 4031
kristin@logheimili.is
Ásgeir þór
Ásgeirsson
Löggiltur fasteignasali og
lögfræðingur
Sími 772 0102
asgeir@logheimili.is
Guðmundur Ólafs
Kristjánsson
Löggiltur fasteigna-
og skipasali
Sími 847 0306
gudmundur@logheimili.is
Unnur Alexandra
Nemi til löggildingar
fasteignasala og
viðskiptalögfræðingur
Sími 788 8438
unnur@logheimili.is
Sólrún Aspar
Hefur lokið námi til
fasteignasala.
Sími 862 2531
solrun@logheimili.is
Jónas H. Jónasson
Nemi til löggildingar
fasteignasala
Sími 842 1520
jonas@logheimili.is
Skipholti 50d, 105 Reykjavík
Skólabraut 26, 300 Akranesi
530 9000 • www.logheimili.is
Ertu í sölu-
hugleiðingum?
Getum bætt
við eignum á
söluskrá
Fagmennska og traust
í meira en áratug
1 Fyrsta skrefið í að undirbúa flutninger að taka til á eigin heimili. Farðu yf-
ir allar skúffur og skápa og ekki pakka
neinu niður sem þú veist að mun ekki
verða notað á nýju heimili.
2 Farðu yfir eigur þínar og seldu þaðsem þú getur komið í verð. Úti í sam-
félaginu eru safnarar sem líta á eigur þín-
ar sem fjársjóð þótt þú kunnir ekki að
meta þær. Á Facebook eru fjölmargir
hópar sem bjóða upp á sölu á húsgögnum,
fötum og öðru dóti sem fólk vill ekki eiga
lengur. Svo má alltaf setja varning inn á
Bland. Ef þú átt að flytja eftir tvo mánuði
byrjaðu þá strax.
3 Byrjaðu að pakka niður. Pakkaðuþví sem þú notar sjaldan og komdu
fyrir á góðan stað. Vertu með almenni-
lega kassa og vandaðu þig þegar þú pakk-
ar niður. Gættu þess svo vel að merkja vel
kassana svo þú verðir ekki í hálft ár að
koma þér fyrir á nýjum stað.
4 Byrjaðu að þrífa smátt og smátt.Það tekur lúmskan tíma að þrífa eld-
hússkápa, bakarofn og allt þetta helsta
sem þú vilt að sé upp á tíu þegar þú af-
hendir nýjum kaupanda íbúðina þína.
5 Ef þú átt alvöruvini þá munu þeirhjálpa þér að flytja. Þiggðu alla hjálp
því fleiri hendur vinna léttara verk. Vertu
með svalandi drykki og huggulegar veit-
ingar fyrir þá sem hjálpa þér á ögur-
stundu. Það mun margborga sig.
5ráð til aðauðvelda
flutninga
Fólk er misöflugt þegar kem-
ur að flutningum. Mörgum
finnast flutningar hið mesta
böl meðan aðrir sperrast allir
upp þegar þeir flytja. Hér eru
fimm góð ráð fyrir þá sem eru
með kvíðahnút í maganum
yfir komandi flutningum.
Marta María | mm@ mbl.is