Morgunblaðið - 26.02.2021, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2021
Þ
ú ert ekki bara sérfræðingur í að gera fallegt í
kringum þig og fjölskyldu þína heldur hefur
tekið að þér að græja íbúðir fyrir sölu. Hvernig
kom þetta til?
„Ég byrjaði á þessu vegna þess að ég fór að
aðstoða manninn minn, Hreiðar Levý Guðmundsson fast-
eignasala, og ráðleggja hvernig mætti breyta fasteignum
þannig að þær yrðu söluvænlegri. Hreiðar tók eftir því að
oft einfaldar breytingar juku áhuga kaupenda á íbúðum.
Við Ásta Birna Árnadóttir arkitekt ákváðum í kjölfarið að
taka slík verkefni að okkur og erum að stofna fyrirtæki sem
heitir Kot hönnunarstúdíó. Ég hef alltaf verið fylgjandi því
að fólk móti sinn persónulega stíl og að heimili fólks endur-
spegli persónuleika þess og líf, það er hins vegar ekki alltaf
sem það skilar sér í söluvænlegri íbúð og þá getur verið gott
að leita sér aðstoðar hjá fagfólki,“ segir Hildur.
Hvað skiptir máli þegar íbúð er til dæmis ljósmynduð?
„Það skiptir miklu máli að fá góðan ljósmyndara. Því
miður gerist það of oft að fasteignasalar taki sjálfir myndir
sem eru misgóðar, og sumir fasteignaljósmyndarar leggja
metnað sinn í að klára myndatöku á undir 20 mínútum, en
þá eru gæðin því miður oft samkvæmt því. Best er ef það er
bjart úti og þá þarf að velja tímasetningu myndatökunnar
vel, sér í lagi á veturna. Ef það er súld og dimmt daginn sem
mynda á eignina þá er gott að fresta myndatökunni. Góður
fasteignaljósmyndari færir hundaskál úr mynd og fleira
þess háttar en það má samt ekki reiða sig á það, passa þarf
að allt sé eins og það á að vera. Myndirnar sýna rýmin en
ættu líka að sýna samband milli rýma þannig að hægt sé að
átta sig betur á eigninni. Það má líka ekki gleymast að taka
myndir sem sýna útsýnið ef það er til staðar, en það er of oft
sem það gleymist. Í sumum tilfellum getur verið sniðugt að
láta útbúa fasteignamyndband, sér í lagi í stærri eignum til
þess að gefa kaupendum enn betri innsýn í eignina. Það
skiptir miklu máli að íbúðin sjálf fái að njóta sín en til þess
má hún ekki vera yfirfull af húsgögnum og húsmunum.“
Hvernig þarf íbúð að líta út til þess að hún seljist?
„Góður fast-
eignaljós-
myndari færir
hundaskál úr
mynd“
Hildur hefur stofnað fyrirtæki ásamt
vinkonu sinni sem sérhæfir sig í að
„mublera upp“ íbúðir fyrir sölu.
SJÁ SÍÐU 18
Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt hefur í
gegnum tíðina gert upp eigin heimili þann-
ig að eftir sé tekið. Eftir að hún kynntist
manninum sínum, Hreiðari Levý Guð-
mundssyni fasteignasala, uppgötvaði hún
að fólk í söluhugleiðingum vantaði oft hjálp
við að fegra heimili sitt fyrir fasteigna-
myndatökur. Nú hefur hún stofnað fyrirtæki
ásamt öðrum arkitekt til að mæta þessum
þörfum.
Marta María | mm@mbl.is
Hildur á húsgögn á lager
sem hún notar þegar vantar
húsgögn inn í íbúðir.
Hér sést hvern-
ig íbúðin leit út
áður en Hildur
og Ásta settu
sitt handbragð
á hana.
W W W. A L LT. I S
VANTAR EIGNIR
Á SKRÁ
PÁLL ÞORBJÖRNSSON
s. 560 5501 / pall@allt.is
Löggiltur fasteignasali
Framkvæmdastjóri
KRISTINN SIGURBJÖRNSSON
s. 560 5502 / kristinn@allt.is
Löggiltur fasteignasali
Byggingafræðingur