Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.02.2021, Page 2
Hver er konan?
Hún er utanbæjartútta, tónlistarkona, leikkona, aðstoð-
arforstöðumaður félagsmiðstöðvar og núna útvarpskona! Svo
er ég mjög seinheppin manneskja. Ég kveikti eitt sinn í hárinu
á mér og svo er ég mjög gjörn á að detta upp stiga. Kannski
segi ég brussusögur í beinni!
Hefur þú verið að vinna sem leikkona?
Já, en ég hef aðallega verið að einbeita mér að tónlistinni. En
ég var að leika í Frystiklefanum á Rifi þar sem ég setti upp
mína eigin sýningu.
Hvernig kom það til að þú fórst í útvarp?
Það var haft samband við mig og mér boðið þetta góða tækifæri
sem ég gjörsamlega stökk á. Ég var ótrúlega tilbúin í þetta. Við er-
um þrjú með þáttinn, ég, Einar Bárðar og Yngvi Eysteins. Ég
þekkti þá ekki áður en við smullum saman og viðtökurnar hafa verið
góðar.
Hvað heitir þátturinn?
Hann heitir Helgarútgáfan og er á K100. Þetta er hressandi mann-
lífsþáttur þar sem við förum yfir hvað er að gerast um helgina. Svo
hringjum við í skemmtilegt fólk og spilum tónlist inn á milli.
Þú ert ekkert að taka lagið í þættinum?
Nei, ég er nú ekki að því þarna en var reyndar sjálf að gefa út mitt
fyrsta lag á föstudaginn sem heitir Red Flags.
Það er kannski þess vegna að þú fórst að vinna
við útvarp, svo lagið þitt kæmist í spilun?
Nei, það er samt ótrúlega skemmtileg tilviljun og mikið búið að
gera grín að þessu í vinahópnum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
ANNA MARGRÉT KÁRADÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Brussusögur
í beinni
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.2. 2021
Þar sem ég hamaðist kófsveitt í ræktinni í morgun stytti ég mér stund-irnar við eigin hugsanir. Ég fór að hugsa um lög og reglur. Hvernigheimurinn væri án þeirra, heimilið eða lífið sjálft. Flestum finnst best
að hafa reglu á hlutum; hafa allt á sínum stað. Nema í ruslaskúffunni. Þar má
vera óreiða. Best er að vakna á sama tíma, borða á sama tíma, vinna á sama
tíma, sofna á sama tíma. Rútínan er nefnilega best.
Í heimsfaraldrinum höfum við þurft að aðlagast og fara eftir mörgum nýj-
um reglum. Auðvitað eru skiptar skoðanir um þær, eins og aðrar reglur. Það
er grímuskylda mjög víða og ætlast
til að fólk spritti sig og það sem það
snertir. Í Hress í Hafnarfirði er svo
vel sprittað á milli æfinga að ég gæti
sleikt þar lóð, dýnur og tæki og yrði
ekki meint af. Nema ég fengi ógeðs
sprittbragð í munninn.
Í vinnunni göngum við með grímu
fyrir vitum á milli hólfa og Kristófer
kokkur þarf að standa sveittur og
skammta matinn. Þórólfur, fer þetta
ekki að verða gott með hólfaskipt-
ingu og grímur? Við erum jú búin að
vera nánast veirulaus í meira en
mánuð.
En alla vega, á meðan þríeykið
setur okkur reglur ætla ég ekki að óhlýðnast. Ég er nefnilega ægilega lög-
hlýðin og stillt. Dagar anarkís eru löngu liðnir og stóðu fremur stutt yfir á
unglingsárunum. Pönkaratímabilið mitt var fremur endasleppt.
En talandi um reglur þá eru sumar reglur fremur undarlegar.
Þannig er mál með vexti að ég skrapp í Costco í vikunni. Þar í anddyri
hangir skilti sem á er ritað: Takk fyrir að: 1) Halda börnunum alltaf hjá ykk-
ur. 2) Vera klædd í skyrtu og skóm í vöruhúsinu. 3) Leyfa okkur að skoða í
skjalatöskur og bakpoka.
Nú voru góð ráð dýr. Ekki gat ég brotið þessar reglur verslunarinnar. Ég
hafði sem betur fer skilið skjalatöskuna mína eftir heima og það gerðu fleiri.
Ég sá ekki einn einasta mann með skjalatösku í Costco. Enda voða lítið sem
hægt er að troða af mat í eina litla skjalatösku. Hvað þá 40 rúllum af klósett-
pappír.
Engin eftirlitslaus börn voru heldur ráfandi um verslunina og reyndar hef-
ur fólk líklega skilið þau eftir heima til að passa upp á skjalatöskurnar.
Þá var það reglan um klæðnaðinn. Ekki voru allir sem hlýddu þessu en ég
gerði það að sjálfsögðu. Ég fékk samt margar augngotur þegar ég klæddi
mig úr buxunum í anddyrinu.
Buxnalaus án
skjalatösku
Pistill
Ásdís
Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
’Ég hafði sem betur ferskilið skjalatöskunamína eftir heima og þaðgerðu fleiri. Ég sá ekki
einn einasta mann með
skjalatösku í Costco.
Þórhildur Helgadóttir
Það er erfitt að segja. Örugglega
bara fiskur.
SPURNING
DAGSINS
Hvað er
það versta
sem þú
hefur
smakkað?
Elís Sigurjónsson
Hið sænska „surströmming“. Það er
það versta sem ég hef smakkað!
Sigurbjörg Helgadóttir
Hákarl.
Heiðar Ingi Eggertsson
Ætli það sé ekki hákarl.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Helgarútgáfan er nýr útvarpsþáttur á K100 á laugardags-
morgnum frá 9 til rúmlega 12. Anna Magga stýrir þættinum
ásamt Einari Bárðarsyni og Yngva Eysteinssyni. Þetta er frum-
raun Önnu Möggu í útvarpi sem kemur fersk í starfið.
Nú finnur þú
það sem þú
leitar að á
FINNA.is
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is