Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.02.2021, Side 8
ÚTTEKT
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.2. 2021
D
rengir og stúlkur standa jafn-
fætis þegar námsferill þeirra
hefst í fyrsta bekk grunnskóla
en með tímanum verður leik-
urinn ójafnari. Stúlkur eru í
meirihluta meðal stúdenta og í meirihluta
þeirra sem ljúka háskólaprófi. Kynjahallinn
hér á landi er mikill í alþjóðlegum sam-
anburði. Karlar voru í yfirgnæfandi meiri-
hluta þeirra sem brautskráðust frá Háskóla
Íslands fram á áttunda áratug 20. aldar.
Fjöldi brautskráðra jókst eftir 1970 en þá
fjölgaði konum mun hraðar en körlum. Árið
1987 brautskráðust í fyrsta skipti fleiri konur
en karlar og þeim fjölgaði hlutfallslega meira
en körlum nánast samfleytt til ársins 2009.
Frá 2009 hafa konur verið um 70% braut-
skráðra en karlar um 30%.
Taflið snýst
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla
Íslands, hefur velt þessum málum fyrir sér á
umliðnum árum. Hann segist hafa tekið eftir
miklum kynjahalla á göngum Háskóla Íslands
í langan tíma sem hafi orðið til þess að hann
fór að skoða hvernig á þessu stæði. Frá Há-
skóla Íslands brautskrást um þessar mundir
um það bil tvær konur fyrir hvern karl úr
grunnnámi en fyrir hvern karl með meistara-
gráðu brautskrást um þrjár konur. Konur eru
einnig í miklum meirihluta þeirra sem útskrif-
ast frá Háskólanum á Akureyri. Greinar þar
sem karlar voru áður ráðandi eru ýmist smám
saman að verða kvennagreinar eða eru þegar
orðnar það.
Gylfi bendir á, að vísbendingar séu um að
vandi drengja í skólakerfinu á Vesturlöndum
fari vaxandi. Lestur reynist þeim að jafnaði
erfiðari, þeir séu ekki eins líklegir til þess að
ljúka háskólanámi og hafi ekki lengur sama
forskot í stærðfræði líkt og eldri rannsóknir
gáfu til kynna. Um þrír af hverjum fjórum
nemendum sem eru í lægstu tíund í íslensku í
tíunda bekk eru strákar. Brottfall drengja er
um 50% meira en stúlkna í framhaldsskólum,
bæði í bóknámi og starfsnámi. Brautin úr
grunnskóla í verknám er ekki eins greið og í
flestum Evrópuríkjunum og því ekki gert
jafnhátt undir höfuð og bóknámi.
Um leið og Gylfi fagnar því að menntun
kvenna aukist, sem hafi í för með sér betri
kjör og fleiri tækifæri þeim til handa, þá sé
umhugsunarvert að á sama tíma sé farið að
halla á karlana. Það hafi lengi hallað á konur í
þjóðfélaginu þegar kom að menntun, tækifær-
um og launum en góður árangur hafi náðst í
baráttu þeirra fyrir bættum kjörum. Mikið
hefur verið rætt og ritað um kvennabaráttu
og jafnrétti kynjanna gegnum tíðina og núna
þegar taflið virðist vera að snúast við, allavega
í skólakerfinu, megi ekki falla í þá gryfju að
horfa framhjá því og taka ekki á vandanum.
Ekki 15 ára drengjum að kenna
Í ljósi sögunnar gæti einhver spurt hvort
þessi þróun sé ekki bara sjálfsögð og í góðu
lagi. Er ekki tímabært að konur komist til
meiri áhrifa í samfélaginu og taki meira til sín
á kostnað karla? Gylfi svarar því til að fimm-
tán ára drengir sem nú sitja á skólabekk beri
enga ábyrgð á því hvað fyrri kynslóðir gerðu
og fyrir vikið fráleitt að refsa þeim. Þeir voru
ekki fæddir þegar hallaði sem mest á kven-
þjóðina í námi og starfi. Og þótt meirihluti
forstjóra í stórum fyrirtækjum sé enn sem
komið er karlar þá réttlæti það ekki að margir
ungir menn beri skarðan hlut frá borði. Skól-
ar eiga að höfða jafnmikið til drengja og
stúlkna.
Vaxandi vandi
Gylfi segir alvarlegt að um 1.100 af um 4.000
nemendum í hverjum árgangi sem ljúka
grunnskólaprófi geti ekki lesið sér til gagns.
Drengir eru þar í meirihluta en þetta á auðvit-
að einnig við um stúlkur en PISA rannsóknir
sýna að fimmta hver stúlka geti ekki lesið sér
til gagns. Þetta þýðir að þessir 1.100 ein-
staklingar eiga á hættu að búa við skert tæki-
færi í lífinu. Á hverjum fjórum árum verður til
hópur sem samsvarar íbúum Vestmannaeyja
sem getur ekki lesið sér til gagns. Það sé ekki
nóg að búa til tíu ára áætlun til þess að taka á
þessum máli … þetta sé alvarlegra en svo.
Hann nefnir að ekki megi gleyma börnum
innflytjenda. Hér búi um 50 þúsund innflytj-
endur og það verði að tryggja þeim og börn-
um þeirra jöfn tækifæri. Einnig verði að huga
að því hvort börn á landsbyggðinni hafi sömu
tækifæri og þau sem búa á höfuðborgarsvæð-
inu.
Yfirsjón hefðbundinna stjórnmála
Stórir hópar sem búa við skert tækifæri eru
frjór jarðvegur fyrir ýmsar öfgahreyfingar í
stjórnmálum, reiði og félagsleg vandamál.
Gylfi segir hefðbundna stjórnmálaflokkar á
Vesturlöndum hafa á liðnum áratugum gert
þau mistök að sitja aðgerðalausir á meðan
ójöfnuður myndast og hópar dragast aftur úr.
Síðan sé hneykslast á fylgi ýmissa stjórn-
málahreyfinga sem höfða til reiði þessara
hópa í stað þess að taka á rótum vandans sem
er ójöfn tækifæri í lífinu.
Mun fleiri konur ern
karlar brautskrást frá
háskólum á Íslandi.
Morgunblaðið/Kristinn
Erum við tilbúin að fórna
einni kynslóð drengja?
Í meira en áratug hafa konur verið um 70% þeirra sem ljúka háskólaprófi á Íslandi sem er ein birtingarmynd þess vanda sem
drengir glíma við innan skólakerfisins. Hvaða þjóðhagslegu og samfélagslegu áhrif hefur þessi staða haft og hvað þýðir hún til
lengri tíma litið? Erum við á leið frá einni þjóðfélagsskekkju yfir í aðra? Lengi hallaði á konur en mun framvegis halla á karla?
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
’Um þrír af hverjum fjórum nemendum sem eru í lægstu tíund ííslensku í tíunda bekk eru strákar. Brottfall drengja er um 50%meira en stúlkna í framhaldsskólum, bæði í bóknámi og starfsnámi
Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði.